Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Síða 36
4 Allt fyrir bílinn Helgarblað 20. október 2017KYNNINGARBLAÐ
Allt á einum
stað þegar skipta
þarf um rúðu
Þegar bílrúða brotnar eða fær í sig sprungu er gott að hringja í Bílrúðu
meistararann, Dalvegi 18,
Kópavogi, í síma 5711133, og
panta tíma. Eftir það er séð
um allt sem á að gera á einum
stað, hratt og örugglega. „Það
fer rafræn sending frá okkur
á tryggingafélagið þannig að
viðskiptavinurinn þarf aldrei
að vera í neinu sambandi við
það frekar en hann vill. Það
er mikilvægt að þetta sé ekki
flókið fyrir viðskiptavininn.
Hann geti bara hringt í eitt
númer og síðan sé gengið
frá öllu á einum stað,“ segir
Páll Gunnlaugsson, eigandi
Bílrúðumeistarans.
Páll er lærður bifreiða
smíðameistari og það er góð
tilfinning fyrir viðskiptavini
að vita af rúðuísetningunni í
höndum faglærðs og þraut
reynds manns. Páll hefur
starfað við rúðuísetningu allt
frá árinu 2001, en hann stofn
aði Bílrúðumeistarann árið
2011. Mikill vöxtur hefur verið
í viðskiptunum vegna góðrar
þjónustu að sögn Páls. Upp
runagæði á ísettu gleri – hægt
að nota plástra og sleppa
við rúðuskipti við minniháttar
skemmdir.
„Ég legg áherslu á að nota
gler sem er af sömu gæðum
og upprunalega glerið í bílnum
og því getur bíleigandinn
treyst því að fá jafngóða rúðu
og var upphaflega,“ segir Páll.
En eru rúðubrot í bílum al
geng? „Það er ótrúlega mikið
um rúðubrot. Algengast er að
eitthvað komi í rúðuna, steinn
sem skemmir hana og ef hún
brotnar ekki strax þá klárar
frostið og hitabreytingarnar
verkið. En ef fólk nýtir sér
þessa plástra sem bæði eru
í boði hjá mér og trygginga
félögunum, þá eru þeir settir
yfir skemmdina strax, bíl
eigandinn kemur síðan með
bílinn til mín og ég get fyllt
upp í skemmdina án þess að
það þurfi að skipta um rúðu.
Þetta er auðvitað miklu ódýr
ari kostur og getur gengið ef
skemmdin er á lítt áberandi
stað á rúðunni, utan sjón
sviðs ökumanns. Auk minni
kostnaðar þarf eigandinn þá
ekki að greiða fyrir neina
sjálfsáhættu.“
Biðtími frá því hringt
er í 5711133 vegna
rúðubrots er vana
lega 1–2 dagar.
Páll segir að
rúðubrot vegna
skemmdar
verka séu
sjaldgæfari
en það sem
hann kallar,
rúðubrot af
eðlilegum
ástæðum.
Skemmdar
verk gangi þó
oft í bylgjum og
stundum verði
mörg rúðubrot á
stuttum tíma vegna
skemmdarverkafar
aldurs.
Þess má geta að Páll er
fljótur að leysa þau algengu
vandamál þegar hliðarrúður
festast í upphölurum. Þá er
hægt að koma með bílinn
beint í Bílrúðumeistarann þar
sem rúðan er losuð og skipt
um upp
halarann. Að sögn
Páls eru þessi vandamál
algeng þegar byrjar að frysta
á veturna.
BílrúðUMEiStArinn
Myndir Þormar Vignir Gunnarsson