Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Page 63

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Page 63
menning 39Helgarblað 20. október 2017 L okamyndin á RIFF var sænska íþróttamyndin Borg-McEnroe sem fór samstundis í almenna sýn- ingu eftir hátíðina. Íslendingar biðu sérstaklega eftir frumsýn- ingu myndarinnar þar sem hún skartar Sverri Guðnasyni í aðal- hlutverkinu sem tennisstjörn- unni Björn Borg. Myndin hefur margt til brunns að bera og er skylduáhorf fyrir alla sanna „svedófíla“. Rimma aldarinnar Líklegt er að margir af yngri kyn- slóðinni geri sér ekki grein fyrir því hversu stórt nafn Björn Borg var á sínum tíma. Hann er án nokkurs vafa besti tennisleik- maður allra tíma og gæti jafnvel talist einn allra besti íþróttamað- ur sögunnar. Hann reis hratt upp á stjörnuhimininn sem ungling- ur og hætti aðeins 26 ára gamall, þá með ellefu slemmur á bakinu. Myndin fjallar um einvígi Borg við hinn litríka og geðilla John McEnroe (Shia LeBeouf) sem var þá að brjótast fram á sjónarsviðið. Líkt og all- ar íþróttamyndir leiðir myndin að einhverjum lokaviðburði og að þessu sinni eru það úrslit Wimbledon-mótsins árið 1980. Það er látið líta út eins og þeir hafi aldrei áður mæst en raunin er sú að þetta var áttunda viður- eign kappanna sem voru miklir keppinautar inni á vellinum en bestu mátar utan vallar. Hún er þó ekki alveg línu- leg heldur er flakkað fram og til baka í tíma og sýndar glefs- ur úr æsku þeirra beggja. Tölu- vert meiri áhersla er lögð á Borg og koma þar við sögu eiginkona hans Mariana Simionescu (Tuva Novotny) og þjálfarinn Lennart Bergelin (Stellan Skarsgård). Samstæður og andstæður Borg-McEnroe er mjög drama- tísk, og ólík flestum íþrótta- myndum að því leytinu. Aldrei koma fyrir samsett atriði með hressu popplagi undir og leikur- unum stekkur varla bros. Borg og McEnroe eru sýndir sem ákaf- lega þjakaðir menn sem báðir hafa þurft að berjast við innri djöfla frá æsku. Í myndinni er þetta reyndar sett fram eins og þeir séu báðir andlega óstöð- ugir og lítið megi út af bregða svo þeir fari ekki yfir um. Þeir eru líkir að því leytinu, en hvern- ig þeir takast á við skap sitt gerir þá að fullkomnum andstæðum. Borg heldur sér rólegum með útpældum endurtekningum og kemur fram sem hinn fullkomni og elskaði herramaður. McEnroe lætur allt gossa og hellir sér yfir dómarana, andstæðingana og áhorfendurna, og fyrir það upp- sker hann ekkert nema fyrirlitn- ingu. Báðir leikararnir túlka sín hlutverk af stakri snilld. Uppbyggingin og takturinn í myndinni er virkilega góður. Líkt og í svo mörgum öðrum íþrótta- myndum fáum við að sjá brot af rimmum við minni spámenn áður en aðalrétturinn hefst. Hann er svo afgreiddur meistaralega með öllum brögðum dramatíkur sem til eru í bókinni. Það er sér- stakt listform að geta gert atriði svo spennandi þegar áhorfandinn veit varla hvað er að gerast inni á vellinum og þekkir ekki reglurnar. Engir nema sérstakir áhugamenn um tennis vita hvernig leikurinn endaði og myndin er byggð upp á þann hátt að áhorfandinn er al- veg á báðum áttum. Niðurstaða Borg-McEnroe er með þeim allra mest spennandi íþróttamyndum sem til eru. Henni er frábær- lega leikstýrt, er frábærlega leik- in, kvikmynduð og framleidd á allan hátt. En að sama skapi hef- ur maður það á tilfinningunni að hún taki sig aðeins of alvarlega. Við þekkjum Björn Borg og sér- staklega John McEnroe sem létt- lynda einstaklinga í dag en ekki þær bældu og nánast einhverfu persónur sem koma fram í myndinni. En hafa verður í huga að þetta er sænsk framleiðsla en ekki Hollywood-mynd og það er vissulega dýpra á léttleikanum hjá okkur Evrópumönnum. n Áhugi á tennis er óþarfur„Borg-McEnroe er með þeim allra mest spennandi íþrótta- myndum sem til eru. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kvikmynd Borg - McEnroe Leikstjóri: Janus Metz Leikarar: Sverrir Guðnason, Shia LaBeouf, Stellan Skarsgård, Tuva Novotny Handrit Ronnie Sandahl Myndin Sýnd í Háskólabíói og Bíó Paradís. Helga bjólan, systurina Þórunni hyrnu og máginn Helga magra. Íslendingar umgangast þessar persónur eins og fólkið í næsta húsi og finna ekki tiltakanlega til þess hvað það er langt síðan þetta fólk gekk hér á land. Ég hef stundum verið að tala um þennan tíma og þessar bækur er- lendis, dvaldi til dæmis á Írlandi í nokkrar vikur fyrir fáum árum og hélt þá fyrirlestur á bókasöfnum um tengsl Íslands og Írlands. Þar kann- aðist fólk við Brjánsbardaga á Írlandi sem sagt er frá í Njálu en það kom því mjög á óvart að við skulum tala um þetta fólk eins og við þekkjum það.“ Vilborg nefnir vinsældir Auðar- nafnsins. „Ég hef ekki tölu á þeim fjölda kvenna sem segja mér að þær hafi verið skírðar í höfuðið á Auði djúpúðgu. Það er gríðarlegur kraft- ur sem fylgir þessu nafni.“ Söguloftið og fyrsti bókartitillinn Um síðustu helgi steig Vilborg á svið á Sögulofti Landnámsset- ursins í Borgarnesi og flutti þessa miklu sögu af Auði fyrir áheyr- endur á tæplega tveggja tíma sýningu fyrir fullu húsi bæði á laugardag og sunnudag, undir yfir- skriftinni „Auður djúpúðga – sagan öll“. „Þetta var gríðarlega skemmti- legt,“ segir hún um þessa frumraun sína af munnlegri sagna- list. „Viðtökurnar voru frábærar og mér þótti svo vænt um að frétta af því að í hléinu hefði hrifinn áheyrandi sagt: „Svona hafa Íslendingasögurnar lifað.“ Uppselt er einnig á þriðju sýninguna í kvöld, föstudag, en fjórar sýningar eru fyrir hugaðar til viðbótar á Söguloft- inu, fram í miðjan nóvember. Og það er í nógu að snúast hjá Vilborgu þessu til viðbótar. Nú á laugardag, 21. október, verður haldið Ritþing í Gerðubergi þar sem fjallað verður um höfundarverk hennar. Umsjón hefur Auður Aðal- steinsdóttir bókmenntafræðingur og spyrlar eru þau Sverrir Jakobs- son og Silja Aðalsteinsdóttir. Þar mun verða rætt um sannsöguna Ástin, drekinn og dauðinn, Auðar- bækurnar þrjár og sömuleiðis aðrar skáldsögur Vilborgar en þær eiga það sammerkt að gerast á fornum tímum. Við Urðarbrunn og Norna- dómur, einu nafni Korkusaga, ger- ast um aldamótin 900, og Eldfórn- in, Galdur og Hrafninn á 14. og 15. öld. Ragn heiður Gröndal flytur keltnesk og ís- lensk þjóðlög fyrir gesti og auk þess sálm sem Vilborg samdi í sumar. „Ég fékk sjálf að velja yfirskrift- ina á þessu rit- þingi og loksins fékk ég að koma að fyrsta bókartitlinum mínum, vinnuheiti Korkusögu sem var Undir aski Yggdrasils,“ segir Vil- borg og hlær. „Þegar ég kom með handritið til Máls og menningar var þessi flotti titill, beint úr Eddu- kvæðunum, snarlega felldur. Þau sögðu við mig: „Elskan mín, hver heldurðu að geti sagt þetta, Undir aski Yggdrasils? Það kemur hnútur á tunguna á þeim sem það reynir!“ Ég er sannfærð um að askur Yggdrasils, heimstréð sem er lýst í Eddukvæðum, er Vetrarbrautin. Farðu út í myrkrið og horfðu upp í Vetrarbrautina og þá sérðu trjákrónuna teygja sig yfir allan himininn, goðsagnaverurnar og ræturnar þrjár sem eru undir aski Yggdrasils: Hel býr undir einni, annarri hrímþursar, þeirri þriðju mennskir menn.“ n Vilborg Davíðsdóttir „Íslendingar umgangast þessar persónur eins og fólkið í næsta húsi.“ MyND SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.