Morgunblaðið - 25.02.2017, Side 11

Morgunblaðið - 25.02.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 „Þorskastríðin eru löngu búin og all- ir orðnir vinir. Svoleiðis á þetta að vera,“ sagði Pálmi Hlöðversson. Hann byrjaði á varðskipunum 1958, var varðskipsmaður í 21 ár og tók þátt í öllum þorskastríðunum þrem- ur. „Ég var allt frá messagutta upp í það að vera stýrimaður og skipherra í afleysingum.“ Hann var á Óðni þegar þeir voru að eltast við togarann Arctic Corsa- ir, en bjallan af honum verður til sýnis um borð í Óðni. Togarinn sigldi á Óðin 30. apríl 1976 eftir að varð- skipið hafði gert þrjár tilraunir til að klippa á togvíra hans. Leki kom að togaranum við ásiglinguna. Viðgerð- arflokkur frá freigátunni Galatheu fór um borð í Arctic Corsair til að þétta gatið sem var neðan sjólínu. Togaranum var síðan siglt til heima- hafnar til viðgerðar og var hann frá veiðum í marga mánuði. Minni skemmdir urðu á varðskipinu. Pálmi sagði að varðskipsmenn hafi ekki litið á bresku tog- arasjómennina sem óvini á milli þorskastríða. „Þá hjálpuðum við þeim og þeir okkur. Breskir togarar tóku óspart þátt í að leita að týndum íslenskum fiskibátum. Þá vorum við bara sjómenn,“ sagði Pálmi. Drýgðu mikla hetjudáð Hann var stýrimaður á Óðni þeg- ar þeir björguðu 18 manns af Grimsby-togaranum Notts County við Snæfjallaströnd 5. febrúar 1968. Pálmi og Sigurjón Hannesson stýri- maður drýgðu hetjudáð þegar þeir fór á litlum slöngubáti í foráttuveðri að flaki Notts County og björguðu áhöfninni um borð í varðskipið. Varðskipsmennirnir voru heiðraðir fyrir afrekið af borgaryfirvöldum í Grimsby og þeir Pálmi og Sigurjón fengu Sea Gallantry-orðuna í gulli. „Þetta var versta veður sem ég man eftir. Maður bjóst ekki við að veðrið gæti orðið svona svakalegt,“ sagði Pálmi. „Það var heldur skárra undir Grænuhlíð, úti í Djúpinu og inni á Jökulfjörðum heldur en þarna undir Snæfjallaströndinni. Þar urðu slysin þessa daga. Togarinn Ross Cleveland sökk beint þar undan, 19 fórust og einn bjargaðist. Vélbát- urinn Heiðrún II ÍS fórst þar líka og með henni sex manns.“ Pálmi var stýrimaður á varðskip- inu Ægi 5. september 1972 þegar leynivopnið, togvíraklippurnar, var notað í fyrsta sinn. Klippt var á víra togarans Peter Scott frá Hull. Hann minnti á að Íslendingar hafi átt marga stuðningsmenn á Englandi meðan á þorskastríðunum stóð. „Það voru alls konar mótmæli víða um England þar sem framferði Breta var mótmælt,“ sagði Pálmi. Hann sagði að þegar Bretar fóru undir sameiginlega fiskveiðistefnu Evr- ópusambandsins hafi Frakkar og Spánverjar komið inn í landhelgi Bretlands. Pálmi kvaðst vera ákveðinn í að heimsækja Sjóminjasafnið í Hull næsta sumar til að skoða sýninguna um sameiginlega arfleifð Íslendinga og Breta á hafinu. Var í öllum þorskastríðunum  Pálmi Hlöðversson varðskipsmaður átti margvísleg samskipti við breska togarasjómenn á Íslandsmiðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskipsmenn Pálmi Hlöðversson, stýrimaður og skipherra ( t.v.), og Ing- ólfur Kristmundsson vélstjóri (t.h.) um borð í varðskipinu Óðni. Morgunblaðið/Sverrir Landhelgisgæslan Varðskipið Óðinn kom sér vel í öllum þremur þorskastríðunum. Auk þess var skipið mjög far- sælt björgunarskip. Varðskipið fræga er nú vinsæll hluti af sýningu Sjóminjasafnsins í Reykjavík. „Ég var skipstjóri á togurum frá Hull til 1975. Þá hætti ég fisk- veiðum og gerðist farmaður,“ sagði Victor Wheeldon, fyrrverandi skip- stjóri. Hann kvaðst hafa verið á togurunum meðan tekist var á um landhelgina í þorskastríðum. „Ég var skipstjóri á Kingston Sapphire í september 1973 þegar varðskipið Óðinn klippti á tog- vírana hjá okkur,“ sagði Wheeldon. „Þetta voru hefðbundin viðbrögð Landhelgisgæslunnar til að koma í veg fyrir fiskveiðar okkar.“ Wheeldon kvaðst aldrei hafa ver- ið handtekinn eða færður til hafnar á Íslandi vegna ólöglegra veiða. „Frá okkar sjónarhóli séð virtust varðskipin fara um og keppast við að klippa á sem flesta togvíra. Það að fara að taka skip og færa til hafnar hefði tekið allt of mikinn tíma. Það að klippa á vírana kom í veg fyrir að við gætum veitt.“ Íslendingar gerðu rétt Wheeldon stundaði veiðar á Ís- landsmiðum í 14 ár, allt frá því að hann lauk námi og þar til hann hætti fiskveiðum. Hann kvaðst hafa þurft að kljást við íslenska vetur. „Ég kom síðast til Íslands 1973 þegar ég kom til Akureyrar. Ef eitthvað var að þurftum við að fá sérstakt leyfi til að koma til hafnar meðan á þorskveiðideilunni stóð. Ég var með bilaða ratsjá. Móður- skipið Miranda hafði milligöngu um að fá leyfi fyrir okkur að fara inn til Akureyrar að láta gera við rat- sjána. Þegar við komum aftur út á sjó var vopnahléið að baki og við aftur komnir í átökin, ef svo má segja,“ sagði Wheeldon. Hann sagði þessa lífsreynslu vera jákvæða þeg- ar litið væri um öxl. „Ég tel að íslenska þjóðin hafi gert það eina rétta. Hún var að vernda fiskistofnana sína og fiski- miðin og reyndi að koma stjórn á þetta. Hún gerði fullkomlega það rétta í stöðunni. Ég get ekki mót- mælt því,“ sagði Wheeldon. Varðskipin keppt- ust við að klippa  Victor Wheeldon fiskaði við Ísland Morgunblaðið/Árni Sæberg Togaraskipstjóri Victor Wheeldon með bjölluna af Arctic Corsair. Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? Opið 11-16 í dag Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Flottar buxur Verð kr. 5.990 Str. s-xxl Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Fákafeni 9 | 108 Reykjavík | Sími 553 7060 Opið mánud.-föstud. 11-18 og laugard. 11-16 www.gabor.is | facebook.com/gaborserverslun Gæði & glæsileiki SKOÐIÐ LAXDAL.IS/BASIC Laugavegi 63 • S: 551 4422 25% afsláttur til 1. mars BASIC DRAGTIR FYRIR VINNUNA- VEISLLUNA- ODDFELLOW

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.