Morgunblaðið - 25.02.2017, Síða 15

Morgunblaðið - 25.02.2017, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 „Saman virðast þessar heimildir varpa upp nokkuð trúverðugri mynd. Endurupptökunefnd telur ótvírætt að um ný gögn teljist vera að ræða,“ segir nefndin. Hún vísar einnig til skýrslu starfs- hóps innanríkisráðherra frá árinu 2013 um Guðmundar- og Geirfinns- mál og segist líta svo á að skýrslan hafi að geyma greiningu á nýjum og eldri gögnum og feli þannig í sér upp- lýsingar sem teljist til nýrra gagna. Þetta eigi einnig við um sérfræðiálit sálfræðinganna Gísla H. Guðjónsson- ar og Jóns Friðriks Sigurðssonar um áreiðanleika framburða í málinu. Til nýrra gagna teljist einnig ýmis gögn sem starfshópurinn dró fram í dagsljósið og urðu til við rannsókn málanna. Þá öfluðu endurupptöku- beiðendur og settur ríkissaksóknari nýrra gagna. Handteknir á síðasta ári Í úrskurðinum er fjallað um það þegar tveir menn voru handteknir í júní á síðasta ári í tengslum við nýjar upplýsingar um flutning á líki Guð- mundar Einarssonar. Fram kemur að kona hafi gefið sig fram við lögreglu árið 2014 og sagst hafa verið farþegi í bíl sem þáverandi sambýlismaður hennar, Sigurður Stefán Almarsson, ók. Hafi bíllinn lent á Guðmundi Einarssyni í Engi- dal á Hafnarfjarðarvegi aðfaranótt 27. janúar 1974. Guðmundur hafi ver- ið tekinn upp í bifreiðina en svo dreg- ið af honum og hann verið orðinn þög- ull þegar konan fór úr bifreiðinni í Vogahverfi Reykjavíkurborgar. Sigurður Stefán neitaði eindregið allri aðild að hvarfi Guðmundar og annar maður, sem konan sagði hafa verið í bílnum, neitaði einnig allri vitneskju um málsatvik. Sigurður Stefán greindi lögreglu frá því sumarið 2016 að hafa á um- ræddum árum iðulega gefið lögreglu upplýsingar. Rannsóknaraðilar sem komu að rannsókn Guðmundarmáls- ins hafa kannast við að hafa fengið upplýsingar frá honum en minnast þess ekki að hann hafi átt hlut að máli í þessu tilviki. „Vart verður staðreynt hvort slík- um tengslum sé til að dreifa eða eðli þeirra úr því sem komið er,“ segir í úrskurðinum. Hins vegar liggi fyrir að umræddur maður veitti lögreglu upplýsingar sem leiddu til þess að Erla Bolladóttir og Sævar Ciesielski játuðu sakir í svonefndu póstsvika- máli, sem var til rannsóknar á þess- um tíma. „Þegar horft er til þess og að sami maður var handtekinn í kjölfar inn- brots í bát og færður í Síðumúlafang- elsi, sama dag og dómfellda Erla virð- ist fyrst hafa verið yfirheyrð um hvarf Guðmundar Einarssonar, þykja talsverðar líkur leiddar að því að rannsókn á hvarfi Guðmundar hafi verið beint að dómfelldu á grundvelli upplýsinga frá nefndum manni,“ seg- ir í skýrslu endurupptökunefndar. Nefndina skipa Björn Bergsson, Ásgerður Ragnarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon. Um er að ræða sex úrskurði, sem allir eru langir. Sá lengsti, sem varðar mál Sævars Cie- sielski, er 1.271 blaðsíða að lengd. Dráttarbrautin Samkvæmt dómi Hæstaréttar var Geirfinni Einarssyni ráð- inn bani í Dráttarbrautinni í Keflavík aðfaranótt 20. nóvember árið 1974. Morgunblaðið/Kristján Einarsson Í dómssalnum Frá málflutningi í Hæstarétti. Meðal viðstaddra voru nokkrir af sakborningunum. Endurupptökunefnd komst að þeirri niðurstöðu að Erla Bolladóttir hefði ekki sýnt fram á það að skilyrði væru til endurupptöku máls hennar. Erla var á sínum tíma m.a. dæmd í þriggja ára fangelsi, m.a. fyrir að bera þær röngu sakir á Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum. Erla var einnig dæmd fyrir fjár- svik og önnur tengd brot en ekki var óskað end- urupptöku dóms Hæstaréttar vegna þeirra brota. Í úrskurði nefndarinnar, sem birtur var í gær, segir m.a. að Erla hafi eingöngu verið sakfelld fyrir rangar sakargiftir í samræmi við ákæru dagsetta 16. mars 1977 en sýknuð fyrir Hæsta- rétti af allri aðild að refsiverðri háttsemi í tengslum við hvarf Geir- finns Einarssonar. Þegar Erla bar rangar sakir á tvo nafngreinda menn í fyrsta sinn 23. janúar 1976 hafði hún ver- ið frjáls ferða sinna í 34 daga, frá 21. desember 1975 til og með 23. janúar 1976. Þegar hún bar sakir á tvo aðra menn, 3. febrúar 1976, hafði hún verið frjáls ferða sinna í 44 daga. Engin gögn liggi fyrir um að Erla hafi verið knúin eða hvött til þessara röngu sakargifta af rannsakendum eða öðrum. Röksemdir um áhrif einangrunar og skort á aðgangi að verjanda geti því ekki átt við eða stutt endurupptökubeiðni. Er það mat endurupptökunefndar að Erla hafi ekki sýnt fram á að skilyrði laga um meðferð sakamála til endurupptöku séu uppfyllt. Í úrskurði endurupptökunefndar kemur jafn- framt fram að hún telji þóknun talmanns Erlu, Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, hæfilega ákveðna 10.334.900 krónur. Er sú þókn- un greidd úr ríkissjóði. Erla Bolladóttir Ekki skilyrði til endurupptöku Endurupptökunefnd féllst í gær á beiðni Alberts Klahns Skaftasonar um endurupptöku á fangelsis- dómi, sem hann hlaut árið 1980. Albert var dæmdur í 12 mánaða fangelsi en hann var sakfelldur fyrir að hafa leitast við að afmá um- merki brots annarra sakborninga, sem voru talin hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar í janúar 1974. Albert var einnig dæmdur fyrir fíkniefnabrot en ekki var óskað endurupptöku dómsins vegna þeirra mála. Í úrskurði endurupptökunefndar segir m.a. að leiddar hafi verið að því verulegar líkur að sönn- unarmat í málinu hafi ekki verið í samræmi við þá meginreglu opinbers réttarfars, sem fram kom í lög- um um meðferð opinberra mála á þessum tíma, að dómari meti hvort nægileg sönnun sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum sé komin fram um hvert það atriði sem varði sekt ákærða. Telur nefndin að samanburður og heildarmat á nýjum gögnum og upplýsingum, þar á meðal um málsmeðferð við rannsókn og dómsmeðferð, og þeim gögnum sem lágu fyrir Hæstarétti, hafi varpað nýju ljósi á svo mörg atriði í sönnunarmati hvað varðar meint brot Alberts, að telja verði að hin nýju gögn hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins hvað Albert varðar ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Telur endurupptökunefnd að í mjög mörgum atriðum hafi vantað upp á að Albert nyti þess margvíslega vafa sem uppi var um máls- atvik og að verulegar líkur hafi verið leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í málinu hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Nefndin taldi þóknun Guðjóns Ólafs Jónssonar, hæstaréttarlögmanns og talsmanns Alberts, hæfi- lega ákveðna 6.138.000 krónur. Albert Klahn Skaftason Sönnunargögn líklega rangt metin Endurupptökunefnd féllst í gær á beiðni Guðjóns Skarphéðinssonar um endurupptöku á dómi hans í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Guðjón var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa, ásamt öðrum, orðið Geirfinni Einarssyni að bana í dráttarbraut- inni í Keflavík aðfaranótt 20. nóvember 1974. Guðjón var einnig dæmdur fyrir fíkniefnasmygl en ekki var óskað endurupptöku dóms Hæsta- réttar hvað það varðar. Endurupptökunefnd segist m.a. í úrskurði sín- um telja raunhæfan möguleika á því, að þær rann- sóknaraðferðir, sem beitt var undir stjórn Karls Schütz, eftir að rannsóknin beindist að Guðjóni, og aðrir dómfelldu höfðu borið um aðild hans að málinu, hafi átt þátt í því að hann hætti að treysta eigin minni og játaði aðild að atlögu að Geirfinni. Telur endurupptökunefnd að í mörgum atriðum hafi vantað upp á að Guðjón nyti þess marg- víslega vafa, sem uppi var um málsatvik og að verulegar líkur hafi verið leiddar að því að sönn- unargögn sem færð voru fram í málinu hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Því sé fullnægt skilyrðum endurupptökuheim- ilda í lögum um meðferð sakamála. Veitir endur- upptökunefnd því leyfi á grundvelli sömu laga til að þessi þáttur málsins verði tekinn til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Hæstarétti. Þá telur nefndin þóknun Ragnars Aðalsteins- sonar hæstaréttarlögmanns, talsmanns Guðjóns, hæfilega ákveðna 6.138.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og greiðist þóknunin úr rík- issjóði. Guðjón Skarphéðinsson Hætti að treysta eigin minni SævarMarinó Gæsluvarðhald 1.533 dagar Fangelsisdómur 17 ár í Hæstarétti Afplánun hófst 22. febrúar 1980 og lauk 29. apríl 1984. Þá var Sævari veitt reynslulausn á 3.060 daga eftirstöðvum refsingar, skilorðsbundið í 4 ár. KristjánViðar Gæsluvarðhald 1.522 dagar Fangelsisdómur 16 ár í Hæstarétti Afplánun vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst 29.mars 1980 og lauk henni 30. júní 1983. Þá var Kristjáni Viðari veitt reynslulausn á 3.050 daga eftirstöðvum þriggja dóma. Tryggvi Rúnar Gæsluvarðhald 1.532 dagar Fangelsisdómur 13 ár í Hæstarétti Afplánun hófst 22. febrúar 1980 og lauk 24. desember 1981 þegar honum var veitt reynslulausn á 2.477 daga eftirstöðvum þriggja dóma. Guðjón Gæsluvarðhald 1.202 dagar Fangelsisdómur 10 ár í Hæstarétti Afplánun hófst 22. febrúar 1980 og stóð til 12. október 1981 en þá var honum veitt reynslulausn á 1.800 daga eftirstöðvum refsingar. Erla Gæsluvarðhald 239 dagar Fangelsisdómur 3 ár í Hæstarétti Afplánun hófst 27. október 1980 og stóð til 9. ágúst 1981 en þann dag var henni veitt reynslulausn á 555 daga eftirstöðvum refsingar. Albert Gæsluvarðhald 118 dagar Fangelsisdómur 1 ár í Hæstarétti Afplánun hófst 9. janúar 1981 og stóð til 12. mars 1981. Þann dag var honum veitt reynslulausn á 180 daga eftirstöðvum refsingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.