Morgunblaðið - 25.02.2017, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.02.2017, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 RJÓMABOLLUDAGURINN Allir hafa skoðun á hvernig fylling á að vera í bollum en öll erum við þó sammála um að rjóminn er ómissandi. Þú færð góða bolluuppskrift á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Beint innanlandsflug Flugfélags Ís- lands milli Keflavíkur og Akureyr- ar hófst snemma í gærmorgun, en flogið verður allan ársins hring milli þessara áfangastaða. „Við kynntum þessa hugmynd síðasta haust og viðbrögðin við- skiptavina okkar og hvatning Norð- lendinga sýndu svo sannarlega að áhuginn er mikill á henni. Þetta auðveldar að sjálfsögðu dreifingu ferðamanna sem koma til landsins og að sama skapi auðveldar allt ferðalag fyrir þá sem eru að koma úr eða fara í millilandaflug,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, í frétta- tilkynningu frá félaginu. Flogið verður allt að sex sinnum í viku yfir vetrartímann og að lág- marki tvisvar í viku yfir sumartím- ann. Fyrst um sinn verður þessi þjónusta í boði fyrir þá sem eru á leið í eða úr millilandaflugi í Kefla- vík og geta því ferðast alla leið frá Akureyri til endanlegs áfanga- staðar í Evrópu eða Norður-- Ameríku og heim aftur. Flogið frá Akureyri til Keflavíkur  Mikill áhugi meðal Norðlendinga Ljósmynd/FÍ Flug Klippt á borða í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli í fyrrinótt. Nýtt leiðangursskip, Callisto, verð- ur í förum við Ísland næsta sumar, frá júní fram í september. Skipið er í minni kantinum, 430 brúttótonn. Til samanburðar er leiðangurs- skipið Ocean Diamond, sem siglt hefur hér við land undanfarin ár, 8.282 brúttótonn. Það skip fer í 10 daga hringferðir um landið og far- þegaskipti eru í Reykjavík. Skipið verður í ferðum hér næsta sumar og er væntanlegt til Reykjavíkur 16. maí næstkomandi. Callisto er í eigu gríska skipa- félagsins Variety Cruises. Í kynn- ingu um þær ferðir sem boðið er upp á kemur fram að það verði gert út frá Reykjavík. Fyrsti áfanga- staður verður Vestamannaeyjar. Þaðan verður siglt til Akraness, síð- an Bíldudals, Ísafjarðar og Akur- eyrar en endastöðin verður Húsa- vík. Þaðan verður siglt til baka til Reykjavíkur með nýja farþega og komið við á sömu stöðum. Hver ferð tekur sjö daga. Skipið getur tekið 34 farþega og áhöfnin er í kringum 16-18 manns. Athygli er vakin á því á heima- síðu Faxaflóhafna að Callisto hafi bókað 14 komur til Akraness í sum- ar. Áður hafði skemmtiferðaskipið Le Boreal boðað komu sína til Akraness 30. júlí næstkomandi. Le Boreal er 10,944 brúttótonn og get- ur tekið 264 farþega. „Þetta er í fyrsta skipti sem skemmtiferðaskip munu koma til Akraness og því stórtíðindi fyrir bæjarfélagið sem og fyrir Faxaflóa- hafnir sf,“ segir á heimasíðunni. sisi@mbl.is Nýtt farþegaskip í förum Callisto Siglir með erlenda ferðamenn norður fyrir land í sumar.  Siglir með ferðamenn í sumar  Tvö skip til Akraness Farþegum í vél Icelandair sem þurfti tvívegis að hætta við lend- ingu í Bretlandi á fimmtudaginn gafst kostur á að óska eftir áfalla- hjálp, að sögn Guðjóns Arn- grímssonar, upp- lýsingafulltrúa Icelandair. Lýst var yfir neyðar- ástandi í vélinni, sem var orðin elds- neytislítil eftir að hafa reynt lend- ingu fyrst í Manchester en síðan Liverpool. Vélin lenti að lokum í Manchester. Guðjón segist ekki vita til þess að neinn hafi óskað eftir frekari aðstoð en þeirri sem bauðst á flugvellinum. Hún stendur þó til boða og geta far- þegar haft samband við Icelandair. Farþegum áfram boðin áfallahjálp Guðjón Arngrímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.