Morgunblaðið - 25.02.2017, Side 26

Morgunblaðið - 25.02.2017, Side 26
FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is M yglusveppur hefur leikið Íslendinga grátt árum saman. Vandamálið að mati sérfræðinga er sér- íslensk byggingaraðferð við ein- angrun í veggjum. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Kársnesskóli hefði flutt kennslu vegna myglu í skólabyggingunni. Mygla hefur einnig fundist í veggjum Landspít- alans, í velferðarráðuneytinu, Landsbankanum og Listaháskóla Ís- lands, svo dæmi séu tekin. Þá hefur mygla fundist í ótalmörgu íbúðarhúsnæði. „Við teljum að mygla finnist í hverju einasta húsi á Íslandi. Spurningin er bara hversu mikil og hvenær hún er skaðleg,“ segir Ríkharður Krist- jánsson, bygging- arfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Hann hefur komið að málum tengdum myglu fyrir verkfræðistof- una og segir að á fimm ára tímabili hafi Efla skoðað um þúsund hús vegna myglu. Hann segir að viðgerð- arkostnaður á síðustu tveimur árum hlaupi á tugum milljarða. „Á tveim- ur árum er viðgerðarkostnaðurinn meira en vegna Suðurlandsskjálft- anna beggja, eða um 20 milljarðar.“ Séríslensk byggingaraðferð „Það er bara eitt sem veldur þessu og það er raki í veggjum. Hann getur hins vegar átt sér marg- ar orsakir. Það sem við köllum hinn íslenska útvegg er steyptur veggur sem er einangraður að innan, ýmist með plasti eða með steinull og gifsi. Mygluvandamálið er ekki sér- íslenskt fyrirbæri en hinn íslenski útveggur er það,“ segir Ríkharður. Hann segir íslenska útvegginn hafa marga galla en þar megi helst nefna að steypan sé notuð sem veðurvörn þannig ef vatn leki inn á milli og fari bak við einangrunina fari að mygla við útvegginn. Þá segir hann það ís- lenskt fyrirbæri að einangra hús að innan frekar en að utan. „Í Kárs- nesskóla voru lagnirnar farnar að mygla og þegar menn fóru að brjóta veggina sáu menn hvað þetta var al- varlegt. Veggurinn getur svo auð- veldlega falið allt mögulegt,“ segir Ríkharður. Karl Björnsson, forstjóri Mann- virkjastofnunar, tekur undir með Ríkharði og segir að vandamálið sé séríslenskt. „Þessi veggur er byggð- ur upp þannig að þú ert með steypt- an vegg og svo einangra menn að innan. Erlendis er þetta nánast ekki þekkt; þar einangra menn nánast alltaf hús að utan,“ segir Karl. Byggingarlögregla ekki til Málmgrindir hafa einnig verið notaðar við byggingu húsa hér- lendis. Til þess að spara pláss voru lagnir settar inn í málmgrindina. Síðan settu menn rakavörn og gifs. Hefur þetta valdið því að þegar kóln- ar myndast raki sem fer út um götin á rakavörninni og þegar frýs ryðgar málmgrindin í sundur. Ríkharður segir þetta vandamál þekkt og margoft hafi verið reynt að stöðva slíkar framkvæmdir. „Við erum búin að benda á þetta margoft, við sem erum að fást við myglu. Við skrif- uðum bréf sem við sendum til rík- isstofnana og fórum fram á það við Mannvirkjastofnun að hún bannaði þessa aðferð í bili á meðan verið væri að rannsaka þetta. Það var ekki hægt. Því miður er engin bygging- arlögregla til í dag. Hún dó þegar Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins var lögð niður.“ Verkfræðilegir glæpir „Hönnuðurinn er sá sem ákveður hvar á að einangra. Hann ákveður uppbygginguna á veggj- unum en það dettur engum í hug að gera hönnuðina ábyrga fyrir þessu,“ segir Ríkharður og minnist þess þegar vatnsleki kom upp í veggjum á byggingum í Breiðholti og Árbæ vegna hönnunargalla. „Þá kom í ljós að þessir veggir voru bara algjör hönnunarmistök. Þetta var bara verkfræðilegur glæpur.“ Hann segir meira inngrip hafa verið á árum áð- ur, en nú veigri menn sér við því að taka ábyrgð. „Þegar opinberir aðilar vita að hlutirnir eru að fara í vitleysa verða þeir að grípa inn í en þeir veigra sér við því, því þá eru þeir farnir að taka einhverja ábyrgð. Þeir vísa bara í að hönnuðir eigi að hanna hús og byggingaraðilar að byggja.“ Samhæfð gögn skortir Engin ein stofnun heldur utan um gögn um myglu á Íslandi. Sam- kvæmt upplýsingum Ríkiseigna, sem fara með helming fasteigna í eigu ríkisins, hafa komið upp 14 myglutilfelli síðan 2011 en ómögu- legt er að segja um hús í einkaeigu. Verkfræðistofan Efla og Mannvirkj- astofnun fóru nýlega í samstarf um að samræma gögn og vinna sameig- inlega úr þeim. Vænta þau þess að sú vinna hefjist fljótlega. Vandamálið er hinn íslenski útveggur Skemmdir Mygla hefur verið vandamál í veggjum Landspítalans. Ríkharður Kristjánsson 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stríðandi fylk-ingar í sýr-lenska borg- arastríðinu hófu á fimmtudaginn var friðarviðræður á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf. Þetta er í fyrsta sinn í meira en ár sem fulltrúar stjórnar og uppreisnarmanna ræðast við á vegum Sameinuðu þjóðanna, en fyrr á árinu voru þreifingar í Astana, höfuðborg Kasakstan, fyrir atbeini Rússa og Tyrkja, sem styðja sitt- hvorn aðilann í deilunni, sem ætlað var að styðja við viðræð- urnar í Genf. Ekki hefur verið talið líklegt að viðræðurnar í Genf muni skila nokkru að sinni. Upp- reisnarmenn vilja að framtíð Bashars al Assad, forseta Sýr- lands, verði til umræðu en fulltrúar hans taka ekki annað í mál en að hann verði áfram á sínum stað, þrátt fyrir þau voðaverk sem framin hafa ver- ið undir hans stjórn. Staffan de Mistura, sér- stakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna við lausn deilunnar, sagði fyrir fram að hann hefði enga sérstaka von um árangur að þessu sinni, og að það besta sem vonast mætti eftir væri að viðræðurnar nú gætu opnað dyrnar til frekari viðræðna og minni áfangasigra. Það blés þó ekki byrlega, þar sem fulltrúar uppreisnarmanna voru nærri því búnir að snið- ganga opnun við- ræðnanna, vegna deilna um það hvaða hópar af þeim mörgu sem standa gegn Assad ættu að fá að sitja viðræðurnar og hvar. Það er umhugsunarvert að vonir eftir árangri skuli ekki vera meiri en raun ber vitni. Í næsta mánuði verða sex ár lið- in frá því að mótmæli gegn harðstjórn Assads, sem taldar voru til arabíska vorsins, breyttust í vopnuð átök. Í þeim átökum hafa á bilinu 300- 450.000 manns fallið, gróflega áætlað, og margar milljónir orðið til að flýja heimili sín. Slæleg viðbrögð vestur- veldanna, ekki síst Bandaríkj- anna, hafa ýtt undir öfgar og átök í Sýrlandi sem smitað hafa út frá sér í þessum við- kvæma heimshluta. Íhlutun Rússa í borgarastríðið hefur einnig flækt málin og gull- tryggt Assad í sessi, þrátt fyr- ir að hart hafi verið sótt að honum. Eftir allt sem á undan er gengið hefði verið óskandi að fylkingarnar tvær hefðu verið nær því að vilja friðmælast en raunin er. En þó að friðar- viðræðurnar í Genf gefi ekki miklar vonir um frið verða þær vonandi til að stytta biðina eft- ir því að hörmungunum linni og varanlegur friður fáist. Fylkingar átakanna í Sýrlandi setjast niður í Genf} Veik von um frið Á um tíu dagatímabili hafa fimm mannskæðar hryðjuverkaárásir verið framdar í Pakistan, með þeim afleiðingum að rúmlega eitt hundrað manns hafa fallið og fleiri hundruð særst. Árás- irnar hafa skekið pakistanskt samfélag, þar sem her og lög- regla ríkisins töldu sig hafa komið bærilegum böndum á hryðjuverkaárásir íslamista á síðustu árum. Bæði pakistanskir talíbanar og Ríki íslams hafa lýst sig ábyrg fyrir árásunum, en við- brögð pakistanskra stjórn- valda hafa verið þau að heimila her landsins að sækja fram gegn herbúðum hryðjuverka- manna bæði innan og utan landamæra Pakistan, nánar til- tekið í Afganistan, þar sem pakistönsk stjórnvöld segja að bæði samtökin sæki sér skjóls milli árása. Afganar hafa ekki brugðist glaðir við þessari tilkynningu nágrannanna, þar sem ekkert samráð var haft við afganska embættismenn áður en herinn fékk fyrirmæli sín. Þá mun herinn þegar hafa útilokað að samráð verði haft við Afgana áður en aðgerðir hefjist, þar sem þeir telja líklegt að meintir hryðjuverkamenn muni þá fá veður af þeim. Pakistönsk stjórnvöld hafa einnig krafist þess að Afganar handtaki þegar í stað 76 nafn- greinda hryðjuverkamenn sem staðsettir séu innan Afganist- an. Eini gallinn við þá beiðni er sá, að ríkisstjórn Afganistan hefur litla stjórn á stórum landsvæðum ríkis síns, og er því ekki í neinni stöðu til þess að handtaka eða afhenda neinn af þeim sem Pakistanar vilja fá. Afganar hafa kvartað undan því í nokkurn tíma, að pak- istönsk yfirvöld hafi ekki gert neitt til þess að stemma stigu við veru talíbana í Pakistan, þar sem þeir gátu safnað kröft- um fyrir átök sín við herlið Bandaríkjanna og NATO í Afg- anistan. Nú þegar speg- ilmyndin birtist eru Pakistanar hins vegar ólmir í að Afganar geri það sem þeir sjálfir hvorki gátu né vildu gera. Án sam- vinnu þessara ríkja er hins vegar ólíklegt að nokkur ár- angur náist til lengri tíma. Holskefla hryðju- verka íslamista skekur Pakistan} Spegilmyndin birtist E in meginástæða þess að íslenskan hefur lifað af í þeirri mynd sem við þekkjum í dag er sú ótrúlega vinna sem lögð hefur verið í þýð- ingu Biblíunnar. Ekki eina þýð- ingu hennar heldur margar og síendurteknar. Fyrst einstaka kafla og bækur, en alla jafna er miðað við að bók bókanna samanstandi af 66 sjálfstæðum ritum sem þó tengjast mörg hver með afgerandi hætti. Það var svo árið 1540 sem fyrsta risaskrefið í átt að heildarútgáfu var stigið þegar þýðing Odds Gottskálkssonar að Nýja testamentinu var gefin út í Hróarskeldu. Það var svo fullkomnað með fyrstu heildarþýð- ingunni í prentuninni á Hólum árið 1584. Síðan þá hefur Biblían verið þýdd margoft og nú síð- ast í merkilegri útgáfu frá árinu 2007. Margar þjóðir hafa svipaða sögu að segja og við Íslendingar. Þannig hefur þýðing Biblíunnar á tungu- mál viðkomandi þjóða, eða þjóðarbrota, stuðlað að við- gangi og varðveislu þess. Það á til dæmis við um þýskuna en löngum hefur verið sagt að Lúther hafi með þýðingu sinni á Biblíunni yfir á þýsku lagt grunninn að háþýsk- unni. En það eru ekki allar þjóðir jafnlánsamar og Íslend- ingar og Þjóðverjar og enn eru þær til sem ekki eiga þetta mikilvæga rit á sínu tungumáli. Alþjóðleg hreyfing sem kennir sig við John Wycliffe, Bretann sem bar ábyrgð á fyrstu þýðingu Biblíunnar á ensku, heldur m.a. utan um tölfræði yfir þau tungumál sem Bók bókanna hefur verið þýdd á að hluta eða í heild. Stofnunin hefur sömuleiðis forgöngu um þýðingarverkefni í mörgum löndum á hverjum tíma og stuðlar þannig að því allt í senn, að gera Biblíuna að- gengilega fleira fólki og varðveita tungumál sem annars eiga það á hættu að deyja út og glatast heiminum. Í nýlegri samantekt stofnunarinnar kemur fram að Biblían hefur í heild verið þýdd á u.þ.b. 550 tungumál (íslenskan var í hópi allra fyrstu tungumálanna í þeim hópi). Nýja testa- mentið og einstaka bækur þess Gamla hafa verið þýddar á um 1.300 tungumál. Og þykir það eflaust harla gott. Staðreyndin er hins vegar sú að í heiminum í dag er vitað til að 7.000 tungumál séu brúkuð. Góðu fréttirnar eru þær að í 130 löndum, og í tengslum við yfir 2.300 tungumál, eru þýðingarverkefni í gangi á þessari stundu. Vondu fréttirnar eru þær að ekki er verið að þýða Biblíuna yfir á meira en 1.800 tungumál og eru þau sem ekki falla í þennan flokk í mikilli hættu á að deyja út á komandi árum. Áfram heldur þýðingarstarfið og fyrir öflug samtök á borð við Wycliffe-stofnunina og Sameinuðu Biblíufélögin, sem Hið íslenska biblíufélag á meðal annars aðild að, fjölg- ar þeim tungumálum sífellt sem státa af þýðingum Bibl- íunnar að hluta til eða í heild. Og áfram heldur þýðingarstarfið hér heima einnig því þó að það sé viðurkennt að mestu skipti að frumvinna þýð- ingar gagnvart þeim málsvæðum sem ekki hafa aðgang að þessum mikilvægu menningarsögulegu textum, breytist íslenskan jafnt og þétt og tryggja verður öllum Íslend- ingum, á öllum tímum, aðgang að hinu mikla verki á tungumáli sem þeir skilja og tileinka sér. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Enn er þýðingarverk að vinna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.