Morgunblaðið - 25.02.2017, Síða 39

Morgunblaðið - 25.02.2017, Síða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Stína systir var tólf árum eldri en ég, byrjaði búskap sinn snemma þann- ig að í raun ólumst við ekki upp saman nema að litlu leyti. Minningar mínar um hana frá mínum yngri árum eru því e.t.v. ekki margar. En ég man þó þegar hún kenndi mér fyrstu sundtökin og ég man eftir öllum Matchbox-bíl- unum sem hún gaf mér. Ég man líka þegar við krakk- arnir í götunni söfnuðum saman blómum, sóleyjum aðallega, og ég færði henni í tilefni af fæðingu Villa Gunna þegar hún var rétt að verða átján ára gömul. Þrátt fyrir fátæklegar minn- ingar æskuáranna er söknuður- inn mikill og mér finnst ekkert réttlæta það þegar fólk er tekið Kristín G. Gunnbjörnsdóttir ✝ Kristín fæddist12. júlí 1952. Hún lést 11. febr- úar 2017. Útförin fór fram 20. febrúar 2017. frá okkur á besta aldri. Eftir að ég full- orðnaðist urðu kynni okkar meiri og ég áttaði mig á hvað hún var stór persóna, þekkti alla og gat endalaust gefið af sér. Hún tók sér margt fyrir hendur og lifði lífinu lifandi. Ég veit að minning hennar mun lifa og ég sjálfur mun minn- ast hennar sem stóru systur minnar alla mína tíð. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. (Davíð Stefánsson) Guð blessi þig, Stína, börnin þín og barnabörn. Heiðar. Elsku mamma. Við sitjum hér með kökk í háls- inum og reynum að skrifa til þín. Þú varst okkur svo mikils virðiað erfitt er að koma orðum að öllu því sem þú gafst okkur. Þessi skjóti aðdragandi að andláti þínu var erfiður og sérstaklega svo stuttu eftir að Ingi pabbi fór. En þú varst enn með húmorinn þinn á hreinu á dánarbeði. Við erum þakklát fyrir allan þann tíma sem við höfum átt saman og þær leið- beiningar, hvatningu, hjálp og stuðning sem þú hefur gefið okk- ur í gegnum lífið. Það var sérstaklega ánægju- legt hvernig þú varst við barna- börnin, börnin okkar. Það var augljóst hversu þér þótti mjög vænt um þau öll. Kærleikur þinn í kringum þau sem og gjafmildi þín á gjafir sem og tíma á eftir að verða þeim minnisstæð um ókomna tíð. Félagslyndi þitt var ótrúlegt og sá fjöldi fólks þú þekktir var gríðarlegur. Þrátt fyrir að ein lítil Fjarðarkaupsferð gæti tekið hátt í tvær klukkustundir var ánægju- legt fyrir okkur systkinin að fá að kynnast öllum Hafnfirðingum. Greiðvikni þín var sérstök, ekki leið sá dagur þar sem þú værir ekki að gera einhverjum greiða. Og ekki má gleyma þeim sem áttu um sárt að binda eða áttu við veikindi að stríða. Alltaf varst þú komin til hjálpar og stuðnings. Þessu fundu svo margir fyrir og eru þér ævinlega þakklátir. Vandvirkni og hæfileikar í höndum voru ótrúlegir. Ef ekki var verið að gera listaverk úr hári þá var það gler, keramik, skraut- skrift, málverk eða hvað það sem þú tókst þér fyrir hendur. Það eru fá skyldmenni sem ekki eiga eitt skrautskrifað bréf eftir Stínu. Af þessum verkum vorum við systkinin alltaf mjög stolt. Þú varst ótrúleg kona sem hafðir alltaf tíma fyrir alla, vitum ekki alveg hvað þú varst með marga klukkutíma í sólahringn- um. Alltaf hafðir þú þó tíma fyrir okkur og barnabörnin þín. Huggun okkar er að Ingi pabbi tekur á móti þér og þið eruð sam- einuð á ný. Takk fyrir allt, elsku mamma. Vilhjálmur (Villi), Anna og Ingimar. Kveðja frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar Í dag kveðjum við hana Stínu okkar, fyrrverandi formann Slysavarnadeildarinnar Hraun- prýði. Stína var mikill dugnaðarfork- ur og hafði til margra ára staðið í brúnni hjá Hraunprýði. En þrátt fyrir að hafa stigið til hliðar sem formaður fyrir nokkrum árum hélt hún áfram að starfa af sama krafti og áður. Hún hafði brenn- andi áhuga á björgunar- og slysa- varnamálum og vann alla tíð að góðu samstarfi á milli björgunar- sveitarinnar og slysavarna- deildarinnar. Það má segja að hún hafi á vissan hátt verið límið á milli þessara tveggja eininga í Hafnarfirði. Hún þekkti okkur öll með nafni, líka unga fólkið, og átti alltaf til hlýtt faðmlag og fal- leg orð til allra í okkar röðum. Í öllum verkefnum þar sem kon- urnar í Hraunprýði voru við hlið okkar eins og í flugeldasölu eða í kaffisölu á sjómannadaginn, þá mátti heyra hláturinn í Stínu langar leiðir. Hún var mikill húm- oristi og hafði ekki síst húmor fyrir sjálfri sér og gerði oft stól- pagrín að eigin klaufaskap eða óförum og hló hátt og smitandi á eftir. Stína kunni svo sannarlega að skemmta sér og öðrum og hafði einstakt lag á því að létta lundina hjá okkur í ferðum á landsþing sem og í öðrum ferð- um. Hér minnast félagar okkar Stínu með miklum hlýhug og hennar skarð verður seint fyllt. Það verður erfitt að ímynda sér næsta Lokadagskaffi 11. maí án hennar, nú eða vöfflu- og kaffisöl- una á sjómannadag, þá verður Stína í huga okkar allra. Við sendum börnum hennar og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur og þökkum Stínu sam- fylgdina, við erum betri mann- eskjur að hafa fengið að kynnast henni. Vertu alltaf hress í huga, hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því, að þér á herðar þyngri byrði’ ei varpað er en þú hefir afl að bera. Orka blundar næg í þér. Grafðu jafnan sárar sorgir sálar þinnar djúpi í. Þótt þér bregðist besta vonin, brátt mun lifna önnur ný. Reyndu svo að henni’ að hlynna, hún þó svífi djarft og hátt. Segðu aldrei: „Vonlaus vinna!“ Von um sigur ljær þér mátt. Þerrðu kinnar þess, er grætur. Þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. Vertu sanngjarn. Vertu mildur. Vægðu þeim, er mót þér braut. Biddu guð um hreinna hjarta, hjálp í lífsins vanda’ og þraut (Guðfinna Þorsteinsd – Erla.) Vigdís Björk Agnarsdóttir, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. ✝ Tryggvi Pálsson fæddist í Engidal í Bárðdælahreppi, S.-Þing., hinn 7. mars 1936. Hann lést á heimili sínu, Sundsholmen, Väs- tervik í Svíþjóð, 2. febrúar 2017. Hann var næst- elstur 12 barna hjónanna Páls Guðmundssonar, f. á Svertings- stöðum í Miðfirði, V.-Hún., 2. maí 1905, d. 18. desember 1984, og Sigurdrífu Tryggvadóttur, f. á Halldórsstöðum í Bárðardal 16. maí 1911, d. 2. nóvember 1989, bænda í Engidal og víðar. Systkini Tryggva eru: Ásgrím- ur, f. 1934, d. 2009, Ólöf, f. 1937, Ragna, f. 1938, Eiríkur, f. 1941, Björn, f. 1942, Ketill, f. 1944, Kristlaug, f. 1947, Hjört- ur, f. 1948, Guðrún, f. 1949, Skúli, f. 1952, og Guðmundur, f. 1955. Tryggvi kvæntist 25. júní hreppi í S.-Þing. vorið 1951. Tryggvi og Ásgrímur, eldri bróðir hans, hófu nám við Gagnfræðaskólann á Húsavík haustið 1953 og luku landsprófi vorið 1955. Þeir urðu báðir stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1959. Tryggvi var einn vetur í Hólaskóla, bæði við nám og kennslu, en fór haustið 1960 til náms í Uppsala í Svíþjóð þar sem hann lauk Agr. Lic.-prófi í landbún- aðarfræðum árið 1973 og námi í kennslufræðum búvísinda 1974. Tryggvi var kennari við land- búnaðarháskólann í Uppsölum 1965-1974 og við Finsta lant- mannaskola í nágrenni Stokk- hólms 1975-1977 en þá flutti fjölskyldan til Gamleby, skammt frá Västervik, sunn- arlega á austurströnd Svíþjóð- ar. Þar kenndi Tryggvi við Val- stadskolan, lantmannaskola í Gamleby, frá 1. jan. 1978 til loka starfsævinnar. Þau hjón festu kaup á Sundsholmen í Svinnersbo haustið 1979 og bjuggu þar síðan. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. 1965 Inger Anne- Marie Grönwald, f. í Draget, Rörvik, Svíþjóð 4. febrúar 1938, mennta- skólakennara. Börn Tryggva og Inger eru: 1) Ari, f. 1. apríl 1967, Ph.D. jarðeðlisfræðingur, Uppsala. Maki Car- olina Birgner, f. 4. apríl 1978, Ph.D. lyfjafræðingur. Þau eiga tvær dætur. Ari á einnig son og dótt- ur úr fyrri samböndum. 2) Ein- ar, f. 14. ágúst 1970, efnafræð- ingur, menntaskólakennari, Sandviken. Maki Karin Elisabet Oswald, f. 24. mars 1972, há- skólamenntun í málvísindum. Þau skildu. 3) Ingunn Sig- urdrífa, f. 29. apríl 1978, nátt- úrufræðingur, Växjö. Maki Alex Eriks, f. 28. apríl 1973, tölvu- leikjahönnuður. Tryggvi ólst upp í Engidal en fjölskyldan fluttist til Saltvíkur í Reykja- Þegar bróðir hverfur úr stórum systkinahópi reikar hug- urinn um liðna ævislóð. Tryggvi var ekki hár vexti en stæltur og lipur í hreyfingum. Á snjóþung- um æskuslóðum lifa í huga mynd- ir af honum sem kunni öðrum betur að nota skíði til gagns og skemmtunar. Við fjölbreytt bú- verk fylgdi hann foreldrunum ásamt Ásgrími heitnum, elsta bróðurnum, frá unga aldri. Fyrstu árin í Saltvík voru þeir tveir helstu burðarásar föður okkar við framkvæmdir. Nám þeirra við Menntaskólann á Ak- ureyri hófst haustið 1955. Sumrin þurfti þá að nýta til fjáröflunar og heimadvöl þeirra varð aðeins sem gesta sem tóku þó ætíð til verka þar. Öll þau sumur vann Tryggvi í brúargerðarflokki. Haustið 1960 hóf hann nám í Uppsölum. Þar kynntist hann Inger og Svíþjóð varð síðan bú- setuland hans til æviloka. Náms- dvöl Tryggva í Uppsölum var okkur systkinum hans sem gluggi til fjarlægrar veraldar og heimsóknir þangað eða til brúð- kaups hans og Inger ógleyman- leg lífsreynsla þeim sem það gátu veitt sér. Um og eftir flutning þeirra til Gamleby og í Sundshol- men urðu heimsóknir þeirra til Íslands tíðari og komur systkina Tryggva með fjölskyldur til Sundsholmen urðu margar. Þar var vatnið nýtt til baða og fiskur veiddur í net, sem um var vitjað á litlum róðrarbáti, og búpeningur þeirra hjóna var einnig sýnilegur. Þessar aðstæður líktust því ýmsu sem Tryggvi ólst upp við í Engi- dal. Á menntaskólaárunum keypti Tryggvi sér vandaða ljósmynda- vél og lærði framköllun og kópí- eringu ljósmynda. Ljósmyndun stundaði hann til dánardags og ljósmyndasafn hans mun meðal annars geyma myndræna sögu fjölskyldna hans í Svíþjóð og á Ís- landi. Gaman og fróðlegt var að fylgja Tryggva þegar hann fór með myndavélina um vettvang æsku sinnar og unglingsára svo sem smalaslóðir, slægna- og veiðilendur í Engidal og Saltvík. Við örnefnaskráningu, upp- græðslu, og endurbætur á íbúð- arhúsinu í Engidal var Tryggvi með á fullu til þess síðasta. Þann- ig var framganga hans í Engidal þrjú síðustu sumur, þrátt fyrir að alzheimersjúkdómurinn væri far- inn að há honum, enda féll það ekki að skapgerð hans að láta sitt eftir liggja í framlagi til endur- bóta á æskuheimilinu. Á kveðju- stundu er söknuður í huga en ekki síður þakklæti fyrir að hafa átt Tryggva að bróður. Kæra Inger. Við, fjölskyldan og systkinin frá Engidal, vottum þér, börnum, barnabörnum og tengdabörnum ykkar Tryggva samúð okkar og þökkum fyrir stuðninginn við hann. Björn Pálsson. „Nú er ég búinn að eignast annan strákputta, hann kom í heim þennan 7. mars. Það er rauðhærður bolsivikk sem dafnar hið besta. Heldurðu það verði ekki vinnumannaráð hjá mér er fram líða stundir?“ Svo lýsti faðir okkar fæðingu Tryggva í bréfi 30. apríl 1936. Vonir hans um vinnu- mennina rættust vel en Tryggvi átti fátt sameiginlegt með bolsi- vikkum annað en rauðan lit á hári og síðar skeggi. Hann var frjáls- lyndur og stjórnsemi hugnaðist honum ekki. Hann var góður eldri bróðir, glaður en líka næm- ur og skilningsríkur. Samheldni elstu systkinanna fjögurra var mikil, þau vöndust því að hafa alltaf nóg að gera og öxluðu snemma ábyrgð á þeim yngri. Þau Tryggvi og Inger áttu ávallt heimili sitt í Svíþjóð. En Tryggvi naut þess að koma heim til Íslands, oftast með Inger eða einhverju barnanna, og aldrei lét hann hjá líða að koma í Engidal, fyrst til foreldranna og síðar til að vinna að endurbótum á húsi og uppgræðslu jarðarinnar með systkinunum. Glatt var á hjalla í eldhúsinu á kvöldin eftir langan vinnudag og sagðar ótal skemmtisögur frá bernskuárun- um. Þar var Tryggvi hrókur fagnaðar. Ein saga frá Ólöfu var um Tryggva fimm ára og þær Rögnu fjögurra og þriggja ára. Þau voru úti að leika sér við tún- girðinguna þegar flugvél flaug mjög lágt yfir. Þær systur urðu hræddar og földu sig í skurði. En Tryggvi klifraði upp í girðinguna og þeytti priki í átt að vélinni. „Hún hækkaði sig,“ kallaði hann svo til systranna. Hann naut þess að ferðast um landið, bæði byggðir og öræfi, og alltaf tók hann mikið af myndum. Í dagsferð yfir Fimmvörðuháls var hann að venju með bakpoka og tvær eða þrjár myndavélar framan á sér en hljóp þó léttfætt- ur ótal króka til að mynda foss- ana í Skógá og landslagið á leið- inni í Þórsmörk. Aldrei blés hann úr nös. Við skoðun mynda hans kom í ljós margt listaverk náttúr- unnar sem farið hafði framhjá öðrum, til dæmis risinn sem gæt- ir Skógafoss. Tryggvi var vinur vina sinna og naut þess að vera með þeim. Í ferð frá Arlanda til Sundsholmen með Börje, vinnufélaga hans og vini þeirra Inger, var komið við á nokkrum stöðum, meðal annars í safni einu. Við kaup aðgöngumið- anna var Börje spurður hvort hann væri ellilífeyrisþegi. Hann svaraði játandi og fékk afslátt. Tryggvi var ekki spurður og greiddi fullt gjald. Svo skemmtu þeir sér yfir þessu á eftir, jafn- aldrarnir; Börje þóttist sæll að fá ódýrari miða en Tryggvi með að vera unglegri. Seinna, síðla hausts í Sundsholmen, kom Börje að kvöldlagi með epli sem Tryggvi pressaði fyrir hann í gamalli trépressu sem flestir hefðu lagt til hliðar. En ekki Tryggvi. Pressan var falleg og vel hirt, Tryggvi vann fumlaust úti í hlýju rökkrinu og þeir vin- irnir spjölluðu saman eins og vin- ir einir geta. Að verki loknu bauð Inger upp á veislumáltíð með eplavíni. Stemningin var einstök. Ég votta Inger, börnum þeirra hjóna, tengdabörnum og barna- börnum mína dýpstu samúð. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Tryggva að bróður og vini og mun ávallt minnast hans með gleði. Guðrún Pálsdóttir. Gamall vinur og bekkjarfélagi frá MA-árunum 1955-1959, Tryggvi Pálsson frá Engidal í Bárðdælahreppi hinum forna, lést í Svíþjóð hinn 2. febrúar sl. Harðri baráttu við miskunnar- lausan sjúkdóm var lokið. Hugurinn reikar til haustsins 1955 þegar hópur ungs fólks víða af landinu settist í 3. bekk Menntaskólans á Akureyri og hóf fjögurra vetra skólavist saman. Flestir bjuggu í heimavist skól- ans þar sem samvistir við góða og trausta félaga voru ómetanlegar fyrir þroska okkar unglinganna. Lán okkar og gæfa var að þessi hópur náði ótrúlega vel saman og böndin sem hnýtt voru í upphafi halda enn og hafa raunar styrkst með árunum. Tryggvi var af þingeyskum og húnvetnskum ættum, næstelstur í hópi tólf systkina. Í fjórða bekk settumst við Tryggvi báðir í stærðfræðideildina og vorum sessunautar þar síðustu tvo vet- urna. Við Tryggvi röktum ættir okkar saman til Mývatnssveitar og þótt við værum ekki náskyldir vorum við báðir Bárðdælingar í hjarta okkar og við glöddumst yf- ir því að Kristlaug Tryggvadótt- ir, móðursystir hans, tók á móti mér í þennan heim. Tryggvi var skarpgreindur og góður námsmaður, hæggerður í lund, glaðsinna, traustur vinur og félagi. Hann var vandaður til orðs og æðis og ávann sér virðingu og vináttu bekkjarsystkina sinna, lærifeðra og annarra sem kynnt- ust honum. Tryggvi var áhuga- maður um ljósmyndun og var gaman að fræðast af honum og smitast af áhuga hans. Við „stórhríðarstúdentarnir“, sem útskrifuðumst frá MA 17. júní 1959, vorum samtals 67 og nú eru 19 horfnir yfir móðuna miklu. Þennan eftirminnilega dag féllu öll útihátíðahöld niður á Ak- ureyri vegna stórhríðar og ill- viðris. Hópmyndin, sem tekin var innandyra, geymir minninguna um glatt ungt fólk sem horfði með tilhlökkun og spenningi til framtíðarinnar. Eftir útskriftina hélt hver sína leið, en sterk vina- böndin hafa haldið alla tíð. Tryggvi var sannur Íslending- ur í hugsun, framtíðarsýn hans tengdist sveitinni og landbúnað- inum. Hann fór í Bændaskólann á Hólum og nýútskrifaður búfræð- ingurinn fór til Svíþjóðar haustið 1960 til náms í búvísindum. Eng- inn vafi er á því að Svíar hafa séð hver mannkostamaður var þar á ferð. Hann ílentist í því góða landi og varð kennari þar við landbún- aðarskóla, allt frá 1965 til starfs- loka. Tryggvi kynntist þarna konu sinni, Inger Anne-Marie Grönwald. Þau giftu sig 1965 og eignuðust þrjú börn. Gömlu bekkjarfélagarnir frá MA hafa alla tíð haft þann sið að hittast reglulega og gleðjast sam- an en eðlilega hafa þau Tryggvi og Inger Anne-Marie sjaldan komið þegar hópurinn kom sam- an. Síðast hittum við þau þegar við héldum upp á 50 ára stúdents- afmæli okkar vorið 2009. Vand- aður og traustur maður er nú horfinn sjónum. Við gömlu fé- lagarnir fylgdumst með hrakandi heilsu vinar okkar, syrgjum hann nú og sendum fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur okkar. Minningin um góðan vin mun lifa áfram. Guð blessi minningu Tryggva Pálssonar. Skúli Jón Sigurðarson. Tryggvi Pálsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.