Morgunblaðið - 25.02.2017, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.02.2017, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Óskarsverðlaunin verða af-hent annað kvöld í LosAngeles og meðal þeirrakvikmynda sem flestar til- nefningar fá er Manchester by the Sea. Hún er tilnefnd sem besta kvik- myndin og þrír af aðalleikurum hennar til verðlauna, þó einn sé tal- inn aukaleikari sem hann er í raun ekki, Lucas Hedges, því hlutverk hans er það veigamikið. Casey Aff- leck er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki, Michelle Williams sem besta leikkona í aukahlutverki og hinn ungi Hedges sem besti leik- ari í aukahlutverki. Þá er myndin til- nefnd fyrir bestu leikstjórn og besta handrit og á Kenneth Lonegran heiðurinn af hvoru tveggja. Sam- keppnin er hörð á Óskarnum í ár því margar stórgóðar kvikmyndir eru tilnefndar til helstu verðlauna og kæmi mér ekki á óvart að þessi kvikmynd hlyti þau nokkur. Hún hefur þegar hlotið fjölda verðlauna og þá m.a. Golden Globe fyrir leik Affleck. Hann þykir einkar líklegur til að hreppa styttuna af Óskari frænda og ef svo fer er hann vel að henni kominn. Manchester by the Sea er fyrir margra hluta sakir merkileg og vönduð kvikmynd og þá sérstaklega hvað frásagnarstíl Lonegran varðar en handrit myndarinnar er áberandi vel skrifað og mikil stúdía um sorg og missi. Aðalpersónan, Lee Chand- ler, er húsvörður um fertugt í Bost- on. Hann er fámáll, á erfitt með mannleg samskipti og virðist bera allar byrðar heimsins á herðum sér. Þegar hann fer einn á krána drekk- ur hann óhóflega og ræðst sauð- drukkinn á næsta mann. Þetta er fremur ógeðfelldur náungi en end- urlit til fortíðar sýna allt annan mann, spaugsaman og elskulegan fjölskylduföður í strandbænum Manchester, skammt frá Boston. Í nokkrum endurlitanna er hann í félagsskap eldri bróður síns, Joe, og sonar hans Christopher, sem er um tíu ára aldur. Þeir eiga góðar stund- ir við veiðar á báti sem er í eigu Joe. Um sex árum síðar deyr Joe og Lee snýr aftur til Manchester. Þar er honum tilkynnt, við lestur erfða- skrár bróður síns, að honum hafi verið falin forsjá með Christopher sem er orðinn 16 ára. Lee verður miður sín við þessar fréttir, getur ekki hugsað sér að taka þetta ábyrgðarfulla hlutverk að sér og skal engan undra því um leið fá áhorfendur að vita hver ástæðan er, í hreint ótrúlega sorglegu og há- dramatísku endurlitsatriði. Í ljós kemur að Lee upplifði einhverja verstu mögulegu martröð sem hugs- ast getur og hefur ekki beðið þess bætur. Tíminn virðist ekki geta grætt þau sár og það sem eftir lifir kvikmyndar fá áhorfendur að sjá hvernig Lee tekst á við fráfall bróð- ur síns, hið nýja hlutverk forráða- manns og samskipti hans við táning- inn Christopher sem virðist ekki átta sig fyllilega á því að faðir hans sé látinn. Til að létta á dramtíkinni, sem einkennir kvikmyndina að mestu, eru þau samskipti oft spaugi- leg og falleg. En stóra spurningin seinni hlutar myndar er hvort Lee takist að losna úr sínu andlega fangelsi og njóta lífsins á ný. Hann kýs að lifa en spurningin er af hverju. „Ég get ekki sigrast á því,“ segir hann við frænda sinn í einu af mörgum há- dramatískum atriðum og vísar þar til hins skelfilega áfalls sem hann varð fyrir og reynist honum of þung- ur djöfull að draga. Manchester by the Sea er áhrifa- mikil kvikmynd og situr lengi í manni. Hún er hugleiðing um harm og afleiðingar skelfilegs áfalls og fjallar um leið um hversu brothætt tilveran getur verið. Ein röng ákvörðun eða andartaks hugsunar- leysi getur breytt lífi okkar varan- lega og jafnvel gert það óbærilegt. Hvernig fólk tekst svo á við slík áföll er auðvitað persónubundið og kýs Lonegran þá leið að láta aðalleik- arann, Affleck, leika lágstemmt, ef svo mætti kalla, forðast allar ýkjur. Lee er bældur og lokaður, hleypir engum að sér og leitar sér aldrei hjálpar. Ég geri ráð fyrir að hlut- verkið hafi verið bæði erfitt og flókið að takast á við og Affleck leysir það vel af hendi. Ekki er síður krefjandi hlutverk Michelle Williams sem leikur Randi, fyrrverandi eiginkonu Lee. Williams hefur áður sýnt mikil tilþrif sem leikkona og þá ekki síst í dramatískum hlutverkum, m.a. í Brokeback Mountain og Blue Val- entine. Í einu atriði Manchester by the Sea hittast Lee og Randi fyrir tilviljun úti á götu og þar sýna Aff- leck og Williams stórleik. Þeir sem ekki tárast yfir því eru með undar- lega harðan skráp. Aðrir helstu leik- arar myndarinnar eru líka stór- góðir, Lucas Hedges í hlutverki Christophers og Gretchen Mol í hlutverki Elise, fyrrverandi eig- inkonu Joe, þá sérstaklega. Frá- sögnin einkennist af miklu raunsæi, samtöl eru trúverðug líkt og helstu persónur. Lonegran hefur greini- lega mjög góð tök á því að stýra leikurum. Nokkur atriði hefðu þó mátt missa sín í seinni hluta kvikmyndar- innar, atriði sem mér þótti litlu bæta við söguna og í raun vera óþörf. Það breytir því þó ekki að Manchester by the Sea er mjög áhugaverð kvik- mynd, vel skrifuð og klippt og áber- andi vel leikstýrt. Þá ber einnig að nefna tónlistina sem er undurfalleg og á köflum há- dramatísk, bæði sú frumsamda eftir Lesley Barber og önnur tónverk, sérstaklega hið þekkta Adagio per archi e organo in sol minore eftir Tomaso Albinoni, í flutningi Lund- únafílharmóníunnar, sem ómar und- ir átakanlegasta atriði kvikmyndar- innar. Það verk eitt og sér ætti að kalla fram tár á hvörmum bíógesta – enda oft flutt í jarðarförum – að maður tali nú ekki um þegar það fléttast við hryllinginn sem birtist manni á hvíta tjaldinu. Það er leitun að harmþrungnara atriði í kvikmynd hin síðustu ár. Bræðrakærleikur Kyle Chandler og Casey Affleck í hlutverkum bræðranna Joe og Lee í Manchester by the Sea sem tilnefnd er til sex Óskarsverðlauna. Þungur djöfull að draga Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Manchester by the Sea bbbbn Leikstjóri og handritshöfundur: Ken- neth Lonegran. Aðalleikarar: Casey Af- fleck, Kyle Chandler, Lucas Hedges og Michelle Williams. Bandaríkin, 2016. 137 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Tónleikaröð norðlenskra kvenna í tónlist naut mikilla vinsælda sl. haust og munu tónlistarkonurnar sem komu fram í henni stíga á svið Hamraborgar í Menningarhúsinu Hofi í kvöld kl. 20 og flytja brot af því besta úr röðinni. Norðlenskar konur í tónlist eru hópur kvenna sem starfað hefur saman frá árinu 2015 og eru konurnar félagskonur KÍTÓN. Syngur Kristjana Arngrímsdóttir er ein tónlistarkvennanna sem verða í Hofi. Það besta í Hofi Back to School nefnist sýning á nýj- um verkum myndlistarmannsins Helga Þórssonar sem opnuð verður í sýningarrýminu Listamenn, Skúlagötu 32, í dag kl. 17. Á henni sýnir Helgi klassíska skúlptúra úr ýmsum efniviði, m.a. keramíki og steypu en einnig má finna tvívíð verk og glæný húsgögn. „Á sýningunni eru aðallega ný verk sem unnin voru í síðasta mán- uði meðfram kennslu í LHÍ, þar hefur Helgi ásamt Jóhönnu Krist- björgu verið með kúrs og kynnst skólalífi á Íslandi,“ segir m.a. í til- kynningu. Helgi er fæddur í Reykjavík árið 1975. Hann hlaut BFA-gráðu í myndlist frá Gerrit Rietfeld-aka- demíunni í Amsterdam árið 2002, nam sónólógíu í Konunglegu Kon- servatoríunni í Haag og hlaut árið 2004 MFA-gráðu frá Sandberg- stofnuninni í Amsterdam. Hann hefur haldið fjölda einka- og sam- sýninga hér á landi og erlendis. Aftur í skólann með Helga Þórssyni Forvitnilegt Verk af sýningunni Back to School sem verður opnuð í dag. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Lau 22/4 kl. 20:00 161. s Fös 19/5 kl. 20:00 165. s Lau 8/4 kl. 20:00 158. s Fös 28/4 kl. 20:00 162. s Lau 20/5 kl. 20:00 166. s Þri 11/4 kl. 20:00 159. s Lau 6/5 kl. 20:00 163. s Mið 19/4 kl. 20:00 160. s Fös 12/5 kl. 20:00 164. s Glimmerbomban heldur áfram! Úti að aka (Stóra svið) Mið 1/3 kl. 20:00 Fors. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fim 2/3 kl. 20:00 Fors. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Fös 3/3 kl. 20:00 Fors. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 8/4 kl. 13:00 40. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 23/4 kl. 13:00 41. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s Sun 30/4 kl. 13:00 42. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Lau 25/2 kl. 13:00 7. sýn Lau 4/3 kl. 13:00 9. sýn Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls. Sun 26/2 kl. 13:00 8. sýn Sun 5/3 kl. 13:00 10. sýn Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Illska (Litla sviðið) Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Aðeins þessar sýningar Fórn (Allt húsið) Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið Salka Valka (Stóra svið) Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar. Síðasta sýning. Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00 Þri 21/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00 Þri 21/3 kl. 13:00 Fim 23/3 kl. 10:00 Fös 24/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 10:00 Fim 23/3 kl. 11:30 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 4/3 kl. 19:30 aukasýn Lau 11/3 kl. 19:30 aukasýn Síðustu sýningar! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 4/3 kl. 19:30 Lau 11/3 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Lau 25/2 kl. 19:30 Fös 3/3 kl. 19:30 Fös 17/3 kl. 19:30 Sýningum lýkur í mars! Gott fólk (Kassinn) Lau 25/2 kl. 19:30 Fös 3/3 kl. 19:30 aukasýn Síðustu sýningar! Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 26/2 kl. 13:00 Sun 12/3 kl. 13:00 Sun 26/3 kl. 13:00 Sun 26/2 kl. 16:00 Sun 12/3 kl. 16:00 Sun 26/3 kl. 16:00 Sun 5/3 kl. 13:00 Sun 19/3 kl. 13:00 Sun 2/4 kl. 13:00 Sun 5/3 kl. 16:00 Sun 19/3 kl. 16:00 Sun 2/4 kl. 16:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 25/2 kl. 20:00 Lau 4/3 kl. 22:30 Fim 16/3 kl. 20:00 Lau 25/2 kl. 22:30 Fim 9/3 kl. 20:00 Fös 17/3 kl. 20:30 Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 17/3 kl. 23:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 22:30 Lau 18/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 22:30 Lau 11/3 kl. 20:00 Lau 18/3 kl. 22:30 Lau 4/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 22:30 Fim 23/3 kl. 20:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Húsið (Stóra sviðið) Fös 10/3 kl. 19:30 Frums Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.