Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 14
Í fimm ár sigldi Unnur um heimsins höf á skútunni Kríu. „Jú, jú, ég var hrædd í stormum, til að byrja með. Svo vandist það og maður fór að treysta skútunni. En það var stundum kvíði,“ segir hún og útskýrir að oft þurfti að undirbúa allt út í ystu æsar og ekkert mátti klikka. Hittuð þið sjóræningja? „Við vorum á sjóræningjaslóðum og vorum einhvern tímann elt. Það var skotið á okkur frá fangelsiseyju fyrir utan Kólumbíu. Skútur voru að hverfa á þeim slóðum sem við vorum að sigla á. Þannig að það var ýmislegt að ger- ast,“ segir Unnur og hlær að minningunni. Þú hlýtur að hafa fengið nýja heimsýn. Fannst þér heimurinn minnka? „Já, eiginlega fannst mér það. Mér fannst ég hafa ummál heimsins á tilfinningunni. Við það að sigla svona eftir miðbaug þá fannst mér ég skilja stærð heimsins.“ Árið 1990 togaði heimþráin í þau og þau fluttu heim. „Það voru svolítið erfiðir tímar að koma heim í, það var lægð og enga vinnu að fá. Það var erfitt að takast á við venjulegt líf og byrja upp á nýtt þegar allir vinir manns voru komnir með íbúð eða hús og fjölskyldu,“ segir Unnur. Þörfin til að skrifa alltaf til staðar Eftir þetta mikla ævintýri er ekki skrítið að daglega lífið á Fróni hafi verið heldur dauft, a.m.k. til að byrja með. Unnur var á þessum tíma 35 ára og parið stóð á tímamótum. Stuttu eftir heimkomuna skildu þau Þorbjörn en þau voru barnlaus, enda hentaði ekki að eignast börn þegar þau sigldu um höfin blá. Unnur vann á hóteli í tvö ár en sneri sér svo að skrifum og skrifaði seinni bókina um Kríuna, Kría siglir um Suðurhöf. Í kjölfarið fór hún að vinna hjá Íslenskri erfðagreiningu og var með í uppbyggingu fyrirtækisins frá upp- hafi. Þar starfaði hún í fjögur ár, bæði sem skrifstofustjóri og sem aðstoðarmaður for- stjóra. „Það var mikið ævintýri líka. Við byrj- uðum með tuttugu starfsmenn en ég held að þeir hafi verið komnir yfir þrjú hundruð þegar ég hætti árið 2000,“ segir hún. Aftur sneri Unnur sér að skrifum sem toga hana alltaf til sín. Hún og ljósmyndarinn Sig- urgeir Sigurjónsson unnu saman að bókinni Íslendingar sem vakti mikla athygli. Sú vinna tók tvö ár. Einnig vann hún að barnabók á þessum tíma. Þú hefur greinilega þessa þörf fyrir að skrifa. „Já, ég hef þessa þörf sem ég ræð ekki alveg við. Mér finnst ég vera að svíkjast um ef ég er ekki að skrifa. Mér finnst rosalega gaman að vinna með textann og sjá fyrir mér verk,“ seg- ir hún en Unnur hefur unnið að fleiri bókum með erlendum ljósmyndurum og einnig skrif- aði hún bók þar sem hún talaði við Íslendinga sem trúa á álfa og huldufólk. Það eru því ófáar bækurnar sem liggja eftir hana. „Nú er að koma út bók um lífríkið á Mývatni, sem er líka skrifuð í persónulegum tón og ætluð fyrir al- menning.“ Fannst ég eiga þrjátíu systur Ertu mikið náttúrubarn? „Já, ég er mjög tengd náttúrunni. Kosturinn við að búa hér er að það er ólýsanlega stór- kostleg náttúra hér allt í kring. Bara rétt utan við bæjarmörkin, hér ertu bæði í náttúrunni og líka örstutt frá bænum,“ segir Unnur. „Ég ólst mikið upp hjá afa og ömmu í Flóanum rétt hjá Stokkseyri þannig að ég var sveitastelpa en svo var ég hjá mömmu í borginni inn á milli. Hún var einstæð móðir og sendi mig oft til for- eldra sinna. Hún fór t.d. í ár í nám til Ameríku þegar ég var sjö ára þannig að ég hóf mína skólagöngu á Stokkseyri. Ég var alltaf mikið fyrir dýrin og náttúruna eins og hún kom fyrir í sveitinni,“ segir Unnur sem á yfirleitt hunda og einnig einn hest. „Mamma var húsmæðrakennari og kenndi alla sína ævi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur á Sólvallagötunni. Hún sá um heimavistina þannig að við vorum tengdar því og mér fannst þetta eins og að eiga þrjátíu systur á hverjum vetri. Það var rosalega gaman að alast upp í þessu húsi, en við bjuggum rétt hjá á Hávalla- götunni,“ segir Unnur. Móðir hennar, Áslaug Sigurgrímsdóttir, lést í fyrra, 88 ára. Við pabbi vorum sálufélagar Unnur á ekki langt að sækja ritlistarhæfileika, en faðir hennar var Jökull Jakobsson leikskáld sem lést langt fyrir aldur fram. Þekktirðu pabba þinn vel? „Hann var frekar lélegur helgarpabbi, getur maður sagt. Það var engin regla á því á þess- um árum hvenær við hittumst og mamma var ein með mig. Ég hitti hann og systkini mín í barnaafmælum eða hann kom og fór með mig á Mokka að hitta alla bóhemavini sína.“ Jökull eignaðist fimm börn. Unnur er elst, svo Elísabet, Illugi, Hrafn og síðastur kom Magnús Haukur. „Síðasta eiginkona pabba hét Ása og þau áttu einn strák sem heitir Magnús Haukur,“ segir Unnur en hann er fimmtán árum yngri en hún og býr í Stokkhólmi. Unnur segir að þau séu mjög tengd og eins segist hún vera í ágætu sambandi við hin systkinin. „En við pabbi kynnumst almennilega þegar ég varð táningur, svona fjórtán ára. Þá fórum við að ná vel saman og urðum mjög góðir vinir. Hann kom svo síðar og bjó hjá mér á Ísafirði síðasta veturinn áður en hann dó,“ segir Unn- ur. „Það var rosalegt áfall,“ segir hún en Jök- ull var aðeins 44 ára þegar hann lést og Unnur aðeins rúmlega tvítug. „Mér fannst ég nýbúin að eignast hann. Þetta var mikið áfall fyrir okkur öll.“ Var hann skemmtilegur? „Já, hann var svo rosalega skemmtilegur. Það kviknaði alltaf eitthvert líf þegar hann kom inn í herbergið. Það var alla vega mín upplifun. Og við vorum sálufélagar. Hann sagði mér allt, alla ævisögu sína, þennan vetur á Ísafirði,“ segir Unnur en á þessum tíma vann Jökull að leikriti sem átti að gerast á togara. „Honum líkaði svo vel lífið þarna í litla fiski- þorpinu. Hann fékk sig munstraðan á lítinn línubát hjá gömlum karli sem var kallaður Jón B. og fór að veiða rækju með honum. Ég fékk að fara á sjó með þeim og sigldi inn Djúpið inn að Vigur í vetrarmyrkrinu, og selir eltu bát- inn,“ segir Unnur dreymin. Blaðamaður er Jökull Jakobsson sést hér með frumburðinn, Unni Þóru. Unni finnst fátt betra en að njóta náttúrunnar en hún býr við Elliðavatn á veturna og við Mývatn á sumrin. Hér ganga þær saman um Heiðmörk, mæðgurnar Unnur Þóra og Alda Áslaug. Unnur Þóra Jökulsdóttir með Öldu Áslaugu í fanginu stuttu eftir ættleiðinguna. ’ Ég skynjaði hvað væri djúpt niður á sjávarbotninn og hvað værilangt upp til stjarnanna. Fann einhvern samhljóm með öllu eittaugnablik. Ótrúlega sérstakt. Einhver alheimsskilningur sem maðurheldur að maður geti haldið í og haft alltaf. En svo situr bara minningin eftir og maður verður aftur þessi dauðlega vera með dægursveiflur. „Það var það besta sem ég hef gert um ævina, að ættleiða þessa stúlku. Ég er einstaklega heppin með hana en þetta eru allt dásamleg börn sem ég þekki þaðan. Hún er fjórtán ára í dag og ákaf- lega skemmtileg og vel gerð stúlka,“ segir Unnur um dóttur sína Öldu Ás- laugu sem hún ættleiddi frá Kína árið 2003. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.