Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Page 37
fái hann 20% eða fast að því. Það þýddi þó ekki að hann mundi óhjákvæmilega leiða ríkisstjórn eða fá sæti í ríkisstjórn. Það má vera að Marine Le Pen verði með besta út- komu í fyrri umferð frönsku kosninganna, en mjótt verður á munum. Mjög ólíklegt er að hún nái kjöri sem forseti Frakklands í seinni umferðinni. Fyrir seinni umferðina munu hinir frönsku Heródes og Pílatus hittast á góðu kaffihúsi og verða vinir eins og jafnan þegar mikið liggur við. Nær öruggt er talið að flokknum AfD (Annar kostur fyrir Þýskaland) muni takast að koma þingmönnum á ríkisþingið í Berlín í fyrsta sinn. Enn er hálft ár til kosninganna og flokknum er um þessar mundir spáð tæplega 14% atkvæða, en lágmarkið er 5%. Mjög litlar líkur standa til þess að flokkurinn verði aðili að rík- isstjórn. En þótt þessir flokkar „lýðskrumaranna“ fái ekki oddastöðu í sínum ríkjum er vöxtur þeirra talinn ofanígjöf fyrir hina pólitísku elítu. Almenn stjórn- málaleg þreyta bætist svo við. Þátttaka í almennum kosningum í Evrópu fer sífellt minnkandi og er lang- minnst í kosningum til Evrópuþings, sem er orðið táknmynd fyrir gervilýðræði. Hvers vegna þessi skjálfti? En hvers vegna þessi ótti við lýðskrumara? Þótt allir stjórnmálamenn séu lýðskrumarar í einhverjum mæli, þá er orðið ekki hátt skrifað og þeir sem teygja það lengst enda oftast hjá Adolf Hitler, og lengra verður vart komist. Það er oft sagt að Adolf Hitler hafi komist til valda í lýðræðislegum kosningum. Það er ekki nema að hluta til rétt og verður kannski rætt frekar síðar. Það hafði ríkt vonleysi og upplausn um hríð og úr þeim jarðvegi, sem Hitler bætti með áburði unnum úr niðurlægingu Versalasamninga, skapaðist tækifærið sem Hitler greip, misnotaði og skapaði loks alræðisvald sitt úr. Það var ekkert upplausnarástand í Bandaríkjunum þegar kosningar skiluðu Donald Trump í Hvíta húsið. Ástandið var vissulega lakara en látið var. Bandaríkja- menn hafa átt miklu erfiðara með að koma sér út úr sinni kreppu en Íslendingar sinni. Þó komu þeir í krafti heimsmyntar sinnar í veg fyrir að bankakerfið færi allt á hausinn. Margir bankar voru látnir rúlla. Ekki bara tugir heldur hundruð. En ekki burðar- ásarnir, sem voru sagðir stærri en svo að þeir mættu fara. Nú er umræðan í Bandaríkjunum sú að þessi leið verði aldrei farin aftur. Atvinnuleysið vestra er miklu meira en opinberar tölur sýndu því þeir sem hafa gefist upp á að leita sér að atvinnu eru ekki taldir atvinnulausir. Atvinnuþátt- taka í Bandaríkjunum hefur ekki verið minni í árarað- ir. Alþjóðavæðingin, sem brýtur niður öll landamæri, felur í sér þann veruleika að einstök ríki geta ekki lengur markað eigin stefnu í mörgum þáttum við- skiptalífsins. Við slíkt kæmi hnútur á alþjóðavæð- inguna. Innlendir ráðamenn, sem belgja sig út fyrir kosningar, vita vel að áhrif þeirra eru orðin smávægi- leg. Og þegar alþjóðvæðingin hefur náð fullkomleika verða kosningar með áþekkt gildi og öskudagur. Stór- fyrirtækin fara sínu fram. Þau hasla sér völl þar sem fyrirstaðan er minnst og meðvitund um rétt ein- staklinga lítil. Og þau selja afurðir sínar þar sem kaup- getan er mest og borga skatta þar sem þau komast upp með að gera sem minnst af því. Því fór sem fór Bandaríkjamenn í miðríkjunum horfðu upp á byrj- unina á þessum veruleika. Yfirgefnar verksmiðjur í þúsundatali og vel þjálfaðir, agaðir og flinkir iðn- aðarmenn sem engin eftirspurn var eftir. Frú Hillary flutti ræðu sem hún gat flutt á lokuðum fundi með bankastjórum í New York. Hún sagðist ætla að loka öllum bandarískum verksmiðjum sem notuðu kol og þar með námunum. Hún sá síðar eftir að hafa verið svo berorð. Ekki vegna fámenns iðnaðar. Annað starfandi fólk heyrði tóninn. Þarna var demókrati að tala og gleymdi sér og öllum var ljóst að henni var rétt saman um hinn vinnandi mann. En næstu mistök urðu á lok- uðum fundi með fjáðum styrktaraðilum í New York þar sem öllu átti að vera óhætt. Hún sagði þar að ein- ungis undirmálsfólkið í Bandaríknunum styddi Trump, the deplorable. Fína fólkið á fundinum klapp- aði. En einhver var með síma á upptöku og afstaðan flaug. Utanfundarmenn flettu því upp hvað þetta orð þýddi. Karfan fyrir the deplorable var mikil. Þar voru hinir virðingarsnauðu, skammarlegu, einskisverðu, sóðalegu, óverjanlegu, ófyrirgefanlegu, úrhrökin og þar fram eftir götunum. Í einu orði sagt: Aðeins „úr- hrakshyskið“ styddi Trump. Fernt réði mestu um að Hillary tapaði óvænt. 1) Tölvupóstarnir, sem eytt var með sýru og þó sagðir hafa aðeins verið um brúð- arkjóla og kransakökur. 2) Þegar Hillary missti mátt- inn og var borin inn í bíl af aðstoðarfólki. Af tilviljun náði vegfarandi stuttmynd af atvikinu og varð efnaður fyrir vikið. 3) Fyrrnefnd skilaboð til harðvinnandi manna, sem alltaf höfðu kosið demókrata. 4) „The deplorable.“ Fólk keypti boli og hatta og merkti sig „úrhrakshyskinu.“ Trump kallaði það fólkið sem gleymdist og myndi aldrei gleymast aftur kæmist hann að. Lýðskrum? Kannski en ekkert verra en það sem nútímastjórnmálamenn tíðka og komast illa hjá. Allir stjórnmálamenn á Íslandi ætluðu fyrir síðustu og raunar næstsíðustu kosningar að stórbæta hag gamla fólksins. Húsnæðismálum unga fólksins yrði kippt í lið. Gaman væri að taka saman allar orðmörgu og loðnu yfirlýsingar núverandi borgarstjóra um þann mála- flokk og stilla þeim upp við hliðina á efndunum. Lýs- ingin á fjallinu sem tók jóðsótt og fæddi litla mús myndi ekki duga. Músinni yrði að breyta í lús. Lýð- skrum? Að vera lýðskrum eða vera ekki er engin spurning Var Brexit lýðskrum en hræðsluáróðurinn gegn því ekki? Hann reyndist innistæðulaus. Er það ekki meg- ineinkenni lýðskrums? Enginn þeirra erlendu stjórnmálamanna, sem nú eru helst stimplaðir lýðskrumarar, hafði nein völd fyrr en Trump fékk þau fyrir rúmum mánuði. En þeir sem sögðust ætla að leysa evruvandann fyrir 5 árum án efnda? En þeir sem settu fjölda landa úr skorðum og upphófu þau mistök sem vorhreinsun? Þeir þrír forset- ar Bandaríkjanna í röð sem sögðust myndu með efna- hagsþvingunum koma í veg fyrir að Norður-Kórea kæmi sér upp kjarnorkuvopnum, sem væri óásætt- anlegt. Voru þeir ekki ómerkilegir lýðskrumarar? Norður-Kórea á nú margar kjarnorkusprengjur og er að aðstoða Íran við að fullgera sínar. Leiðtogar, sem settu efnahagsþvinganir á Rússa til þess að þeir skil- uðu aftur Krímskaganum, um leið og þeir viðurkenndu í prívatsamtölum að það mundu Rússar aldrei gera. Hvað eru þeir? Er of lítið sagt að þeir séu lýðskrum- arar. Það er svo sannarlega ekki ólíklegt að Le Pen, Wild- ers og Trump séu góð dæmi um nútíma lýðskrumara. En það eru fleiri. Hollande, forseti Frakklands, var fyrir fáeinum árum kosinn forseti með fjaðraþyt og söng. Stuðningurinn við hann er kominn ofan í fjögur prósent. Getur verið að það sé vegna þess að kjós- endur hafa uppgötvað að þar fór ómerkilegur lýð- skrumari? Það skyldi þó ekki vera. Því ekki að segja það þá? Má það ekki, af því að hann er vinstrimaður? Það getur ekki verið. Er það? Morgunblaðið/Golli ’ Var Brexit lýðskrum en hræðslu- áróðurinn gegn því ekki? Hann reyndist innistæðulaus. Er það ekki megineinkenni lýðskrums? 5.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.