Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Page 40
LESBÓK Brúðuleiksýningin Tröll eftir Gretu Clough verður sýnd tvisvar íTjarnarbíói á sunnudaginn, kl. 13 og 15.30. Clough sækir innblástur í
íslenskar tröllasögur og náttúru og segir af deilum trölla og manna.
Tröll í Tjarnarbíói
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017
H
ér verður lifandi
starfsemi á öllum
hæðum; þrjár til
fimm myndlistar-
sýningar á hverjum
tíma og veitingastaður og bar á
jarðhæðinni. Við erum sannfærðir
um að starfsemin hér muni skapa
mikilvægan kjarna í borgarlífinu
hér úti á Granda,“ segja mennirnir á
bak við umbreytinguna á Marshall-
húsinu. Arkitektarnir hjá Kurt og
pí, þeir Ásmundur Hrafn Sturluson
og Steinþór Kári Kárason, og Börk-
ur Arnarson, galleristi í i8 galleríi,
eru hugmyndafræðingarnir og
mennirnir sem hafa frá upphafi
staðið að baki hugmyndunum að
framkvæmdunum sem undanfarin
misseri hafa staðið yfir í þessari
nýju menningarmiðstöð á Granda.
Þeim er að ljúka og á næstu vikum
verða fyrstu sýningarnar opnaðar í
þessu fjögurra hæða háa og glæsi-
lega húsi við höfnina, inni á lóð HB
Granda. Þá verða opnaðar sýningar
í Nýlistasafninu á annarri hæðinni
og í Kling & Bang á þriðju hæðinni,
og fyrsta innsetningin í sýningarými
Ólafs Elíassonar og i8 í suðurenda
byggingarinnar. Jafnframt verður
opnaður nýr veitingastaður og bar
sem Leifur Kolbeinsson, oft kennd-
ur við La Primavera, rekur á jarð-
hæðinni en á efstu hæðinni verður
Ólafur Elíasson með vinnustofu.
Húsið verður opið alla daga nema
mánudaga og á fimmtudagskvöldum
verða sýningarrýmin opin til klukk-
an 21.
Skýr hugmynd
Marshall-húsið var reist árið 1948
og að hluta til fjármagnað með
Marshall-aðstoðinni sem Íslend-
ingar fengu frá Bandaríkjamönnum
eftir seinna stríð. Upphaflega var
húsið byggt fyrir síldarvinnslu og
var starfsemi í því fram yfir síðustu
aldamót. Það er rúmir 1.800 fer-
metrar.
Arkitektarnir Ásmundur og
Steinþór segjast fyrst hafa tekið eft-
ir húsinu árið 2012, þegar þeir unnu
með svissneskum nemendum sínum
að hugmyndum um Reykjavíkur-
höfn. Þá var siglt út á höfnina og
skyndilega blasti við þeim þetta
reisulega og formhreina hús sem
þeir höfðu aldrei tekið eftir áður, en
þá höfðu verið fjarlægðir tankar
sem stóðu upp við það hafnarmegin.
Félagana rak í rogastans og strax
kviknuðu hugmyndir um hvað mætti
gera við húsið þarna á Grandasvæð-
inu sem var þá þegar í mikilli gerj-
un.
„Það var síðan haustið 2014 sem
við lögðum tillögu um þessa nýtingu
hér á húsinu fyrir Vilhjálm Vil-
hjálmsson, forstjóra HB Granda,“
segir þeir Ásmundur, Steinþór og
Börkur, sem er umboðs- og sam-
starfsmaður Ólafs Elíassonar hér á
landi, þegar þeir ganga með blaða-
manni um húsið. Iðnaðarmenn
keppast við að koma innréttingum
inn á veitingastaðinn sem er í opnu
rými á neðstu hæðinni, aðrir eru í
málningarvinnu, félagar úr Ný-
listasafninu og Kling & Bang að
undirbúa væntanlegar sýningar og
starfsmenn Ólafs frá Berlín byrjaðir
að setja upp margbrotin verk hans í
sýningarrýminu í suðurendanum.
„Við sáum strax hvað húsið pass-
ar vel fyrir þetta,“ segja þeir fé-
lagar. „Og við lögðum upp með að
hafa skýra hugmynd um nýtingu á
öllum fermetrum hússins áður en
við kynntum hana. Það hefur eflaust
gert gæfumuninn.“
Þeir benda á að húsið sé á miðju
athafnasvæði HB Granda, forsvars-
menn fyrirtækisins hefðu sjálfsagt
ekki viljað fá þar inn hefðbundinn
rekstur og það gladdi þremenning-
ana hvað þeir Grandamenn tóku vel
í hugmyndina.
„Strax eftir fyrstu kynninguna
buðu þeir okkur að taka þetta
lengra og gáfu okkur nokkra mán-
uði til að þróa verkefnið áfram,“
segir Steinþór en þeir Ásmundur
voru með óbeint umboð frá Ný-
listasafninu og Kling & Bang til að
leita að nýu húsnæði fyrir báða hópa
og þá hafði Ólafur verið að leita sér
að húsnæði fyrir vinnustofu hér á
landi.
Margþættir möguleikar
Ásmundur og Steinþór hafa tals-
verða reynslu í því að hanna rými
fyrir myndlist, hafa til að mynda
hannað sýningarrými Safns, með
safneign Péturs Arasonar og Rögnu
Róbertsdóttur, og sýningarsali i8.
Þá hanna þeir viðamiklar breyt-
ingar á Listasafninu á Akureyri.
„Við náðum að halda þessu verk-
efni hér lengi undir radarnum og
það skipti máli meðan við vorum að
hnýta alla enda,“ segja þeir. Og þá
hafi tekið við árs ferli, borgin kom
inn í verkefnið og stjórnendur HB
Granda tóku endanlega ákvörðun
um framkvæmdina.
Börkur segir að þegar hugmynd-
irnar hafi verið kynntar stjórn
Nýlistasafnsins og félögum í Kling
& Bang, þá hafi öllum þótt þær frá-
bærar. Viðbrögð Ólafs hafi verið á
sama veg en hins vegar hafi allir
velt því fyrir sér hvernig væri hægt
að leysa dæmið fjárhagslega. „En
við vorum greinilega með heilla-
stjörnu yfir okkur,“ segir hann.
„Borgaryfirvöld sáu í þessu marg-
þætta möguleika; að leysa mætti
aðstöðuvanda Nýló og Kling & Bang
og þá væri nálægð Ólafs á staðnum
eftirsóknarverð, hér við höfnina og
beint á móti Hörpu þar sem gler-
hjúpurinn er verk hans. Gerður var
samningur sem er þannig að borgin
leigir allar hæðir, nema jarðhæðina,
af HB Granda og tryggir framleigu
okkar, i8, Nýló, Kling & Bang og
Ólafs, á sama verði.“
Félagarnir segjast telja mik-
ilvægt fyrir borgarmyndina að loks-
ins fái söguleg iðnaðarbygging sem
þessi mikilvægt hlutverk. „Fólk er
enn að tala um allar iðnaðarbygg-
ingarnar í Skuggahverfinu sem voru
fjarlægðar en hefði mögulega mátt
nýta. Það voru glötuð tækifæri,“
segir Steinþór. „Annað sem skiptir
máli er að borgin hefur þróast mjög
lífrænt hér úti á Granda, með lág-
marks regluverki. Það er gott fyrir
þá þróun að hér verði til sterk
kjarnastarfsemi. Hér er ekki bara
eitt gallerí eða veitingastaður, held-
ur verður þetta örugglega mik-
ilvægur kjarni hér og mun skipta
máli fyrir áframhaldandi þróun
svæðisins.“ Og þeir bæta við að þeir
hafi strax séð fyrir sér að þetta yrði
bygging fyrir almenning, opin öllum
og byði upp á áhugaverða upplifun.
„Húsið er bara skel og innan
hennar áhugaverðar einingar,“ segir
Börkur. „Gegnum tíðina hafa Ný-
listasafnið og King & Bang notið
stuðnings ríkis og borgar, hvar sem
reksturinn hefur verið, en hér verða
þau sýnilegri en nokkru sinni áður.“
Var í raun fokhelt
Gestir munu ganga inn í Marshall-
húsið við veitingastaðinn. Þar geta
gestir setið við borð, við barinn eða
úti við höfnina þegar vel viðrar og
fylgst með uppskipun úr togurunum
sem þar leggja að. Akitektarnir út-
skýra hvernig þeir hafa lagfært
bygginguna, súlur og bitar hafa ver-
ið sandblásin en ber steypan fær að
njóta sín, í loftið hefur verið sett
hljóðeinangrandi kvoða ti að hafa
hljóðvistina góða. Eitt af því sem er
sérstakt við húsið er að norðurhlut-
Hugmyndasmiðirnir Börkur Arn-
arson, galleristi í i8, og arkitekt-
arnir hjá Kurt og pí, Ásmundur
Hrafn Sturluson og Steinþór Kári
Kárason í nýjum sýningarsal Ný-
listasafnins í Marshall-húsinu.
Var sem skapað fyrir sýningar
Dyr Marshall-hússins á Granda verða opnaðar síðar í mánuðinum með sýningum í Nýlistasafninu og Kling & Bang,
sem er verið að koma fyrir í nýjum salarkynnum, og í sýningarrými Ólafs Elíassonar og i8 gallerís.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Marshall-húsið séð frá Reykjavíkurhöfn. Í suðurendanum er sýningarrými Ólafs Elíassonar og i8 gallerís, Nýlistasafnið er
á annarri hæð, Kling & Bang á þriðju en vinnustofa Ólafs Elíassonar efst. Á neðstu hæðinni er nýr veitingastaður og bar.
Morgunblaðið/Einar Falur