Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 45
5.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 SJÓNVARP Breski leikarinn Idris Elba, sem geirnegldi hlutverk breyska rannsóknarlögreglumannsins Luthers í samnefndum þáttum um árið, mun birtast á ný á skján- um í næsta mánuði í nýrri smáseríu í sex hlutum, sem hlotið hefur nafnið Guerilla. „Ef þú ert svartur og breskur er líf þitt stöðug barátta,“ segir í kynningu en Elba leikur mann sem setið hefur í fangelsi í Bretlandi snemma á áttunda áratugnum vegna pólitískra skoðana sinna og er frelsaður af ungum aðgerðasinnum. Í kjöl- farið setja þau á laggirnar róttæka andófssellu en ástandið í bresku samfélagi var af ýmsum ástæðum afar eldfimt á þessum tíma. Meðal annarra leikara eru Freida Pinto og Babou Ceesay en fyrirhuguð frumsýn- ing á Sky Atlantic í Bretlandi er 13. apríl. Eldfimur Elba Idris Elba í hlutverki sínu í Guerilla. Sky Atlantic KVIKMYNDIR Klúðrið á Óskarsverðlauna- hátíðinni um liðna helgi, þegar röng mynd var sögð hafa unnið, á sér enga hliðstæðu í sögunni. Margt klúður hefur þó verið rifjað upp í vikunni, meðal annars þegar rangur leikstjóri spratt á fætur á hátíðinni 1933. Nafnarnir Frank Capra og Lloyd voru til- nefndir og þegar gall í kynninum, „Frank, komdu og náðu í verðlaunin þín!“ var Capra eitthvað annars hugar og rauk á fætur. Sama gerði Lloyd, sem hafði sannarlega unnið Ósk- arinn. „Ég vildi að ég hefði getað skriðið undir teppið eins og hver annar ömurlegur ánamaðkur,“ sagði Capra seinna. Hefði viljað skríða undir teppið Frank Capra var eitthvað utan gátta árið 1933. Djöfull finn ég til með Warrengamla Beatty. Handaskolinundir lok Óskarsverðlauna- hátíðarinnar um liðna helgi eru með miklum ólíkindum og óþarfi að fjöl- yrða um þá vitleysu hér; henni mun enginn nokkurn tíma gleyma og aumingja Beatty var fyrir hreina til- viljun í brennipunktinum. Heilu kyn- slóðirnar munu bara þekkja hann sem „karlinn sem dró ranga kanínu upp úr hattinum“. Auðvitað kom Faye Dunaway líka að glæpnum en hún hafði alltént vit á því að hverfa í bakgrunninn á eftir; Beatty karlinn stóð bara þarna áfram bláeygur og botnaði augsýnilega hvorki upp né niður í því sem átt hafði sér stað. Kannski var þetta fíaskó samt lýs- andi fyrir myndvalið í ár og spyrja má sig hvort einhver af þeim mynd- um sem tilnefndar voru hafi í raun og veru átt skilið að vinna? Moonlight er svo sem prýðileg lítil mynd um miklar mannraunir en þegar ég sá hana flaug mér ekki Óskar í hug. La La Land hef ég ekki séð og hef engin áform þar um; mér leiðast einfaldlega dans- og söngva- myndir. Aðrar myndir voru ekki af neinni alvöru í umræðunni en Man- chester By the Sea hefði alveg mátt vinna eins og Moonlight. Fín mynd en varla verðlaunaverk með hliðsjón af þeim myndum sem unnið hafa gegnum tíðina. En allt er það aka- demískt nú; Warren Beatty tryggði að ómerkilegt kvikmyndaár í Holly- wood varð að ógleymanlegu kvik- myndaári í Hollywood. Einn maður átti samt sannarlega skilið að vinna Óskar: Casey Affleck fyrir frammistöðu sína í Manchester By the Sea. Lágstemmdur leikur hans smaug undir skinnið og langt er síðan maður hefur fundið jafn- innilega til með persónu í kvikmynd; sér í lagi í ljósi þess að téð persóna er hreint ekki viðfelldin. Þess utan er eitthvað skemmtilega óholly- woodlegt við Casey Affleck, eins og bróðir hans, Ben, er mikið Holly- wood. Þið skiljið hvað ég er að fara! En djöfull eru raddirnar í þeim líkar. Auðvitað er ég ekki dómbær; þekki bara frammistöðu þriggja af fimm leikkonum sem tilnefndar voru fyrir bestan leik í aðalhlutverki, Ruth Negga, Isabelle Huppert og Natalie Portman. Af þeim þremur hefði sú síðastnefnda verið best að Óskarnum komin. Túlkun hennar á Jackie Kennedy er mögnuð í mynd sem kom þægilega á óvart. Ég hef enga tölu á því hvað ég hef séð margar myndir og þætti um forseta- frúna fyrrverandi en finnst ég sjald- an hafa komist nær henni en hér. Þökk sé Natalie Portman. Þær eru ekki sérlega líkar í útliti (enda ekki aðalatriðið) en Portman kemst að einhverjum kjarna sem erfitt er að festa hönd á. Jackie býr á hinn bóg- inn að slappasta Bobby Kennedy sem ég hef nokkru sinni séð. En það er önnur saga. „Þú ert ómögulegur,“ sagði Faye Dunaway við aldavin sinn, Warren Beatty, rétt áður en ósköpin skullu á undir lok Óskarsverðlaunahátíðarinnar. AFP EFTIRÓSKARSÞANKAR Vann einhver? Verðugur sigurvegari: Casey Affleck. Á tjaldinu Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ÁST OG HJÓNABAND Breska dagblaðið The Tele- graph var með bráðskemmtilega upprifjun á skondnum ummælum leikara og skemmtikrafta um ástina, kynlífið og hjónabandið í vikunni og upplagt að deila broti af henni með lesendum Sunnudags- blaðs Morgunblaðsins. „Maðurinn minn er tveggja manna maki,“ sagði breski grínistinn Jo Brand, „en því miður eru það Steini og Olli.“ „Mér er alveg sama hversu rík- ur hann er svo lengi sem hann á snekkju, sína eigin járnbrautalest og sitt eigið tannkrem,“ sagði karakter Marilyn Monroe í Some Like It Hot. „Ég færi konunni minni morg- unteið alltaf í náttfötunum. Kann hún að meta það? Nei, hún vill frekar fá það í bolla,“ sagði breski æringinn Eric heitinn Morecambe. „Vitið þið hversu margir mið- aldra menn skreppa út eftir mjólk og sjást aldrei aftur?“ spyr breska leikkonan Jenny Eclair og svarar sjálf: „Ekki nógu margir!“ „Konan mín tjáði mér að kyn- lífið væri mikla betra í fríinu,“ viðurkenndi sviðagjamminn Joe Bor. „Það var ekki skemmtilegt póstkort að fá.“ „Besta hjónabandið væri milli blindrar konu og heyrnarlauss karls,“ sagði heimspekingurinn Michel de Montaigne á sextándu öld. „Ég gifti mig hjá dómara. Ég hefði átt að biðja um kviðdóm,“ sagði Groucho Marx. Og látum Rodney heitinn Dangerfield sauma þetta saman: „Ég hef ekki talað við konuna mína árum saman. Ég kann ekki við að trufla hana!“ Franski heimspekingurinn Michel de Montaigne bjó að fullkominni formúlu að hjónabandi á sextándu öld. ORÐHEPPNIR SKEMMTIKRAFTAR Kynlífið miklu betra í fríinu Marilyn Monroe. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 13. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 17. mars Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.