Morgunblaðið - 01.04.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 01.04.2017, Síða 1
                                                         !  "            ##! ! L A U G A R D A G U R 1. A P R Í L 2 0 1 7 Stofnað 1913  78. tölublað  105. árgangur  N1 kortið færir þér bæði afslátt og punkta Sæktu um N1 kortið á n1.is RÝNT Í TÆKNI- ÞRÓUN OG EINKALÍF INNRÁS FRÁ ÍSLANDI Í LOS ANGELES REYKJAVÍKURHÁTÍÐ 57FÍT-VERÐLAUN 12  „Icelandair er búið að ráða til sín alla þá flugmenn sem félagið þarf í sumar, en almenn fjölgun er vegna örs vaxtar í greininni,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair. Spurður hvort stóru flugfélögin Icelandair og WOW air sæktust eftir flugmönnum hvort annars segir Guðjón ekki óeðlilegt að flugmenn nýti sér gott atvinnuástand og þreifi fyrir sér hjá öðrum flugfélögum. „Við fáum t.d. til okkar umsóknir frá flug- mönnum hjá WOW air.“ Skólastjóri Flugskóla Íslands segir skort orðinn á flugkennurum, en þeir eru eftirsóttir starfskraftar hjá stærri flugfélögum. Hefur flug- skólinn nú fengið til sín þrjá norska kennara til starfa. »4 Morgunblaðið/Þórður Flug Flugmenn eru eftirsóttir í dag og er farið að verða vart við flugkennaraskort. Ásókn í flugmenn skapar skort á flugkennurum  Vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capi- tal Management Group, sem nú er skráður fyrir 6,6% hlut í Arion banka, greiddi í september á síð- asta ári jafnvirði um 47 milljarða króna í sekt eftir að verðbréfaeft- irlitið í Bandaríkjunum varpaði ljósi á mútugreiðslur dótturfélags sjóðsins til hátt settra embættis- manna í fimm ríkjum Afríku. Sekt- irnar eru sagðar þær hæstu sem vogunarsjóður hefur greitt vegna mútumáls í Bandaríkjunum. „Það er óhætt að fullyrða að fréttir af þessu máli skipta máli við matið. En við þurfum að afla okkur nánari upplýsinga um þetta til- tekna mál til að geta tekið afstöðu til þess hvaða áhrif það hefur,“ seg- ir Jón Þór Sturluson, aðstoðar- forstjóri FME. »24 og Sunnudagur Greiddi metsektir fyrir mútur framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar, um þá miklu athygli sem árangur Íslendinga við að draga úr áfengis- og fíkniefnanotk- un ungmenna hefur fengið utan- lands. Jón segir að fyrir tveimur áratugum hafi verið miklar umræð- ur hér á landi um unglingadrykkju og var ákveðið að beita forvarnar- aðferðum sem miðuðu að því að Árangur Íslands í forvörnum hefur vakið verðskuldaða athygli utan landsteinanna. Fréttastofa AFP birti í gær ítarlega frásögn af verk- efninu og stutt er síðan breska rík- isútvarpið, BBC, fjallaði um málið. „Síminn hefur ekki stoppað hjá okkur eftir að fréttir af þessu verk- efni fóru að birtast í erlendum fjöl- miðlum,“ segir Jón Sigfússon, fræða ungmenni um skaðsemi vímuefnaneyslu. Samspil rannsókna og stefnumót- unar á sviði áfengis- og vímuefna- mála ungs fólks „íslenska módelið“ er þegar orðið útflutningsvara og hefur fjöldi borga í Evrópu unnið eftir aðferðafræði „íslenska mód- elsins“. Evrópska vímuefnarann- sóknin (ESPAD) sýndi í fyrra að 48% evrópska ungmenna neyttu áfengis síðustu 30 daga í saman- burði við einungis 9% íslenskra ungmenna. »4 „Íslenska módelið“ vekur athygli víða Morgunblaðið/Eva Björk Forvörn Skipulagt íþróttastarf er talið besta forvörnin fyrir börn.  Fjöldi erlendra miðla fjallar um góðan árangur Íslands í forvörnum Útilit er fyrir þokkalegt útivistarveður í dag, þó heldur svalara en í gær. Á morgun má búast við slyddu og síðan talsverðri rigningu um stóran hluta lands. Veðrið ætti þó ekki að koma í veg fyrir það að vel klætt hjólreiðafólk geti brunað eftir göngustígnum við Fossvogskirkjugarð. Veturinn er þó ekki alveg búinn að sleppa takinu miðað við veðurspá því spáð er snjókomu og hvassvirði víða á landinu í byrjun næstu viku. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjólreiðafólkið mætist á mismunandi hraða Agnes Bragadóttir Magnús Heimir Jónasson Ómar Friðriksson Að mati sérfræðinga fjármála- og efnahagsráðuneytisins mun hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna hafa áhrif á verðlag. Þetta kemur fram í skýrslu ráðu- neytisins þar sem áætlað er að verð á gistingu, farþegaflutningum, ferða- skrifstofum og baðstöðum hækki um 10,4%. Þjónustan sem þar um ræðir er 39% af heildarneyslu erlendra ferðamanna á Íslandi 2015. Því má áætla að breyting hækki heildar- kostnað dæmigerðs ferðamanns í kringum 4%, að öllu öðru óbreyttu. Ari Skúlason hagfræðingur segir, spurður hvort fyrirtækjum í ferða- þjónustu muni fækka í kjölfar hækk- unarinnar, að líklegt sé að hækkun virðisaukaskatts og styrking krón- unnar hreyfi við ferðaþjónustunni í átt að stærri og færri einingum. „Ferðaþjónustan hér á landi er til- tölulega ný atvinnugrein sem hefur vaxið mjög hratt og bara þess vegna er ekki ólíklegt að slíkar hreyfingar fari af stað og þá sérstaklega þegar þrengist að. Þá sjá menn hag í því að búa til stærri einingar.“ Hann segir jafnframt að ferða- mönnum sé ekki að fækka og vöxt- urinn sé ekki að minnka. Kínverskir ferðamenn eru nú fjölmennasti hóp- ur ferðamanna í heiminum, tvöfalt fleiri en Bandaríkjamenn sem eru í öðru sæti. Kínverjar eru einnig sá hópur ferðafólks sem eyðir mest. Verðlag mun taka kipp  Áform stjórnvalda um að færa ferðaþjónustuna í efra þrep VSK mun leiða til verð- breytinga  Áætla 10,4% hækkun á gistingu, farþegaflutningum og baðstöðum Hvað hækkar? » Gistiþjónusta, s.s. útleiga gistirýma og tjaldstæða » Fólksflutningar í afþreying- arskyni, s.s. rútuferðir » Baðaðstaða og heilsulindir » Þjónusta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og ferða- félaga MFerðamenn á Íslandi »6 og 28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.