Morgunblaðið - 01.04.2017, Síða 21

Morgunblaðið - 01.04.2017, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 KVIKNAR Á PERUNNI? – í átt að grænni framtíð Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnets: Hreint rafmagn - íslensk orkustefna. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets: Verða orkuskiptin kastari eða kerti? Troels Ranis, Dansk Industri: Future steps in Danish Energy Policy. Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi: Parísarsamkomulagið; brettum upp ermar og gyrðum í brók. Fundarstjóri: Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Landsnet boðar til árlegs vorfundar þriðjudaginn 4. apríl á Hilton Reykjavík Nordica kl. 9.00-10.30 undir yfirskriftinni Kviknar á perunni. Skráning á landsnet.is Hlökkum til að sjá ykkur! DAGSKRÁ Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.30. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á www.landsnet.is. Þar verður hægt að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir með myllumerkinu #kviknaráperunni. Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að gerðir verði sam- göngusamningar við starfsmenn Reykjavíkurborgar frá og með 1. september nk. Samningar við ein- staka starfsmenn verða annað hvort 36 þúsund kr. á ári fyrir starfsmenn í hlutastarfi eða 72 þús- und fyrir fólk í hálfu eða fullu starfi. Kostnaður, miðað við 70% þátttöku starfsmanna gæti orðið rúmar 340 milljónir króna, 244 milljónir við 50% þátttöku og 146 milljónir ef þriðjungur borgar- starfsmanna mun nýta sér þessa styrki. Markmiðið með samgöngu- samningum er að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu eða vegna ferða í þágu vinnu- veitanda. Í samningunum þarf að koma fram hvaða skilyrði starfs- menn ætla að uppfylla, þ.e. hve oft í viku er ætlast til að þeir noti aðra samgöngumáta en einkabílinn, s.s. strætó, reiðhjól eða að fara fót- gangandi til vinnu sinnar. Samgöngu- styrkir í borginni  Gæti kostað allt að 340 milljónir króna Morgunblaðið/Kristinn Samgöngur Borgin vill að sem flestir starfsmenn hjóli t.d. til vinnu. Ás styrktarfélag hélt nýverið aðal- fund sinn. Þar var hin árlega viðurkenning félagsins, Viljinn í verki, veitt líkamsræktarstöðinni World Class. Viðurkenningin er jafnan veitt þeim fyrirtækjum sem gefa fötluðu fólki aukin tækifæri til almennrar þátttöku í samfélag- inu. Í tilkynningu frá Ási segir að gott samstarf hafi verið um árabil við World Class um að gefa fötl- uðum einstaklingum tækifæri til almennrar líkamsræktar með sér- hæfðri nálgun og dagskrá. Nanna Guðbergsdóttir hefur haft umsjón með verkefninu fyrir hönd World Class. „Fyrirtækið hefur þannig sýnt vilja í verki til að gera líkamsrækt mögulega og aðgengilega fyrir alla,“ segir í tilkynningu frá Ási, en félagið hefur verið starfandi frá árinu 1958, og mun því fagna 60 ára afmæli á næsta ári. Um er að ræða sjálfseignar- stofnun sem hefur á undanförnum árum komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið vel- vilja einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja, sem hafa átt drjúg- an þátt í að styðja félagið til vaxt- ar. Veitir Ás nú á þriðja hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu, vinnu og virkni. Starfsmenn félagsins eru um 220 í nærri 150 stöðugildum. Vinnustof- ur félagsins á höfuðborgarsvæðinu eru þrjár og búsetuúrræði á níu stöðum. Þar búa um 60 manns á aldrinum 19-79 ára. Viljinn í verki til World Class Viðurkenning Nanna Guðbergsdóttir frá World Class, fyrir miðju, ásamt þeim Einari Sch. Thorsteinssyni og Soffíu Rúnu Jensdóttur hjá Ási.  Ás styrktarfélag afhenti árlega viðurkenningu sína Forvarnaverkefnið Náum áttum stendur fyrir morgunverðarfundi á Grand hóteli nk. miðvikudag, 5. apr- íl, klukkan 8.15. Yfirskrift fundarins er Rödd unga fólksins – er hlustað á skoðanir ungmenna? Öll erindi verða flutt af ungu fólki úr ungmennaráðum ýmissa fé- lagasamtaka. Þetta eru þau Þórdís Helga Ríkharðsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Linnet, Katrín Guðnadóttir og Aðalbjörn Jó- hannsson. Þau munu m.a. ræða um lög og hlutverk ungmenna við laga- setningu, hvernig ungmenni koma skoðunum sínum á framfæri, hvern- ig þau upplifa Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna og hvað ungmenni eru að gera almennt í dag. Fundarstjóri verður Bjarkey Ol- sen Gunnarsdóttir, þingmaður og talsmaður barna á Alþingi. Fund- urinn stendur til kl. 10 og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir, segir í tilkynningu frá Náum áttum. Er hlustað á skoðanir ungmenna?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.