Morgunblaðið - 01.04.2017, Side 31

Morgunblaðið - 01.04.2017, Side 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 majubud.is Verið velkomin í glæsilega verslun Fosshálsi 5-9, 110 Reykjavík Það er varla neinum blöð-um um það að fletta aðstórveldin meðal þjóðaAsíu eru Kínverjar og Indverjar. En það hefur ekki allt- af verið þannig. Anand ruddi brautina fyrir Indverja á árunum í kringum 1990 en þá vann hann sér sæti í áskorendakeppninni. Kínverjar tefldu fyrst á ólympíu- móti ári 1978 en fram að þeim tíma voru Filippseyingar Asíu- stórveldið í skákinni þökk sé sterkri skákhefð og Eugenio Torre sem árið 1974 varð fyrsti stórmeistari Asíu og hefur teflt í fleiri ólympíumótum en nokkur annar. Á því síðasta sem fram fór í Bakú í Aserbadsjan náði hann árangri sem lengi verður í minn- um hafður hann tefldi á 3. borði fyrir Filppseyinga og hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum. Mikl- ar vonir bundu Filippseyingar við Torre á uppgangsárunum og sumarið 1976 vann hann sterkt skákmót í Manila og lagði þar sjálfan Karpov heimsmeistara að velli. Torre var á þessum árum fenginn til að stjórna sjónvarps- þætti um skák og tók einnig að sér hlutverk í kvikmyndum sem kann að hafa leitt hann á brautir fjarri hinni einmanalegu göngu til æðstu metorða skáklistarinnar. „Heitasti“ skákmaðurinn í dag er líka frá Filippseyjum; Wesley So hefur opinberlega lýst því yfir að hann stefni á að verða heims- meistari. Hann hefur unnið hvern sigurinn á fætur öðrum und- anfarið, nú síðast á stórmótunum í London og Wijk aan Zee og er kominn í 2. sæti á stigalista FIDE með 2822 elo stig. Þar trónir Magnús Carlsen á toppnum með með 2838 elo stig. Munurinn er ekki mikill en áðurnefndur Karpov lýsti því nýlega yfir að Norðmað- urinn bæri enn höfuð og herðar yf- ir kollega sína. Uppgjör þessarra tveggja eða einhverskonar reikningskil virðast liggja í loftinu; það spurðist út um daginn að í keppni á netinu sem kallast Pro chess league myndu þeir mætast í skák með tímamörk- unum 15 2. So tefldi fyrir sveit sem nefnist Erkibiskupar St. Lou- is en Magnús var í brúnni fyrir Norsku dvergana. Þeir fyrrnefndu unnu 9:7 þó að Magnús hafi unnið allar fjórar skákir sínar þ. á m. So. Í skákinni sem hér fer á eftir tókst norska heimsmeistaranum að þröngva stíl sínum upp á So sem tefldi byrjunin fremur „druslu- lega,“ skipti vitlaust upp á mið- borðinu og mátti síðan fylgjast með Magnúsi bæta stöðu sína hægt og bítandi. Þegar tíminn tók að styttast gáði So ekki að sér: Wesley So – Magnús Carlsen Bogo-indverskv vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 a5 5. a3 Bxd2+ 6. Dxd2 b6 7. Rc3 Bb7 8. g3 O-O 9. Bg2 Re4 10. Rxe4 Bxe4 11. O-O a4 12. De3 Bb7 13. Dd3 f5 14. Re5 Bxg2 15. Kxg2 d6 16. Rf3 Df6 17. e4 Rc6 18. Hae1 Ha5! Óvenjulegur staður fyrir hrókinn sem frá a5 eygir f5-reitinn. 19. d5 fxe4 20. Dxe4? Og hér var tvímælalaust betra að taka á e4 með hrók. 20. … exd5 21. cxd5 Re7! 22. Hd1 Df5! 23. Dxe7 Dxf3+ 24. Kg1 Hc5 25. Hd2 h6 26. He1? Hf5 27. He3 Hc1+ 28. He1 Hxe1+ 29. Dxe1 He5 30. Dc1 b5 31. h3 Kf8 32. h4 Ke8 33. Kh2 Kd8 34. Dh1 Db3 35. Dg2 He1 36. Dh3 Df3 37. Dg2 Df5 Svarta staðan er vænleg en vinn- ingsleiðin liggur ekki fyrir. Ein áætlunin gæti verið að bæta stöðu kóngsins ogh sækja að d5- peðinu. En eins og stundum ger- ist þegar tíminn styttist leikur annar aðilinn gróflega af sér. 38. Dh3?? Hh1+! – drottningin fellur og frekari barátta er tilgangslaus. So gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Annar á heimslistanum, Wesley So. Wesley So ætlar að verða heimsmeistari Það er öryggi fólgið í því að sam- göngumálaráðherra sé æsingalaus og yfirvegaður stjórnandi, líkt og Jón Gunn- arsson – hertur upp hjá hjálp- arsveit- unum og hefur sýnt bæði festu og ábyrgð í störfum á Alþingi. Sam- göngur eru ugglaust mikilvægustu innviðir hvers þjóð- félags og um leið mælikvarði á frambærileika í alþjóðlegu um- hverfi. Framfaramenn hafa jafnan rutt brautina í þessari tilteknu sögu okkar fámennu þjóðar í æg- istóra landinu, mitt í Norður- Atlantshafinu. Brýnast er nú að taka til hend- inni þar sem umferðin er mest. Þess vegna eru mislægu gatnamót- in á Reykjanesbraut/Krýsuvík- urvegi fremst í röðinni. Hin skynsamlega ákvörðun ráð- herrans um téð vegamót rekur á eftir því að lokið verði við breikkun brautarinnar í heild sinni; um einn fegursta kaupstað landsins – og hvað varðar áframhaldandi fram- kvæmdir til að ljúka lagningu Reykjanesbrautar alla leið að flug- stöðinni, teljast vart lengur spurn- ingar um forgangsröðun heldur neyðarráðstafanir. Páll Pálmar Daníelsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Breikkum brautina nú

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.