Morgunblaðið - 22.04.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
LLA-308
PRO álstigi 3x8 þrep
2,27-5,05 m
18.990
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Tröppur og stigar
LFD 90AL70x33x100 cm
9.990
LLA-211
PRO álstigi/trappa
2x11 þrep
16.990
Áltrappa 4 þrep 4.940
5 þrep 6.390
Áltrappa 3 þrep
3.990
Í ÖLLUMSTÆRÐUMOG GERÐUM
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
„Það er svo sem fínt ástand á gras-
inu. Völlurinn lítur betur út en fyrri
ár ,“ segir Svavar Geir Svavarsson,
markaðs- og skrifstofustjóri Golf-
klúbbsins Odds, um ástand Urriða-
vallarins. Hann segir að veðrið
næstu vikuna skipti gríðarlega miklu
máli. „Þetta fer allt eftir því hvernig
næsta vika verður. Það þarf alltaf að
hafa völlinn góðan í nokkra daga áð-
ur en hægt er að vinna í honum. Við
setjum markmiðið á opnun 7. maí,“
segir Sævar.
Hólmar Freyr Christiansson, vall-
arstjóri Korpu hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur, tekur í sama streng.
Hann segir að grasið á vellinum líti
vel út og að veðurfar næstu daga
skipti miklu máli. „Þetta var ágætur
vetur, 50 cm snjórinn spilaði auðvit-
að smá inn í en annars er völlurinn í
góðu standi,“ segir Hólmar. Guð-
mundur Árni Gunnarsson, vallar-
stjóri Golfklúbbs Kópavogs og
Garðabæjar, segir að vellir félagsins
komi vel undan vetri og lítið frost í
jörðu skipti þar höfuðmáli.
Einn leikur færður hjá KSÍ
Einn leikur í Pepsi-deild karla og
kvenna hefur verið færður vegna
ástands vallar, að sögn Birkis
Sveinssonar, mótastjóra Knatt-
spyrnusambands Íslands (KSÍ).
„Leikur Þórs/KA gegn Val verður
ekki spilaður á Þórsvellinum,“ segir
Birkir. Leikurinn mun fara fram í
Boganum sem er yfirbyggt knatt-
spyrnuhús Þórs á Akureyri. „Við er-
um að vonast til þess að grasvöllur-
inn verði klár 13. maí,“ segir
Valdimar Pétursson, framkvæmda-
stjóri Þórs. Að sögn Birkis liggur
ákvörðunin hjá félögunum um hvort
leikið er á heimavöllum þeirra eða
ekki. „Við komum að málunum ef
þau ákveða að spila ekki á heimavöll-
um sínum, þá þarf samþykki KSÍ
fyrir öðrum ráðstöfunum.“ Hann
segir að KSÍ fari bráðlega að heyra í
félögunum og athuga hvernig staðan
á völlunum sé.
Eysteinn Pétur Lárusson, fram-
kvæmdastjóri Breiðabliks, segir
Kópavogsvöll vera grænan og í góðu
ásigkomulagi fyrir fyrstu umferðina.
Norðurálsvöllurinn hjá Íþrótta-
bandalagi Akraness er í góðu lagi að
sögn Huldu Birnu Baldursdóttur,
framkvæmdastjóra Knattspyrnu-
deildar ÍA. „Staðan er góð, ef það
frystir ekki næstu daga,“ segir
Hulda. Þá er óvíst að Floridanavöll-
ur Fylkis nái fyrstu umferð, en að
sögn talsmanns félagsins gæti þurft
að færa bikarleik karla í næstu viku
á gervigrasvöll félagsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grænn „Völlurinn er grænni á þessum tíma en undanfarin ár,“ segir Svavar Geir um golfvöll Golfklúbbsins Odds.
Vellirnir koma ágæt-
lega undan vetri í ár
Knattspyrnu- og golfvellir grænni en oft áður eftir vetur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kópavogsvöllur Grasið er tilbúið fyrir 1. umferð Pepsi-deildarinnar.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Þessi tilkynning landlæknis breytir
engu fyrir okkar stöðu. Þetta er
bara hans greining á málinu,“ segir
Hjálmar Þorsteinsson læknir, fram-
kvæmdastjóri Klíníkurinnar Ár-
múla, um yfirlýsingu um einkarekst-
ur í heilbrigðiskerfinu sem Birgir
Jakobsson, landlæknir, birti á vef
embættisins í vikunni.
„Landlæknir heyrir undir velferð-
arráðuneytið og það hefur úrskurð-
að í málinu og sá úrskurður gildir,“
segir Hjálmar. Heilbrigðisáðherra
hafi ákveðið að þrátt fyrir að Klíník-
in væri með legudeild skyldi hún
skilgreind sem „starfsstofa heil-
brigðisstarfsmanna“ samkvæmt lög-
um um heilbrigðisþjónustu en ekki
„sérhæfð heilbrigðisþjónusta“ sam-
kvæmt sömu lögum. Orðalag lag-
anna gefi þó tilefni til hártogana því í
7. grein þeirra segir að á „starfs-
stofum heilbrigðisstarfsmanna er
veitt sérhæfð heilbrigðisþjónusta“.
Í tilkynningu landlæknis kemur
fram að hann taki ekki afstöðu með
eða móti rekstri Klíníkurinnar Ár-
múla eða annarra sambærilegra
stofnana í sérhæfðri heilbrigðisþjón-
ustu, en telji að óviðunandi staða sé
komin upp vegna lagatúlkunar ráðu-
neytisins. Heilbrigðisstofnanir þurfi
samkvæmt henni ekki sérstakt leyfi
ráðherra til að reka sérhæfða heil-
brigðisþjónustu/sjúkrahúsþjónustu í
formi fimm daga deildar, einungis
staðfestingu frá embætti landlæknis
um að þær uppfylli faglegar kröfur
til rekstrarins. Þær geti fjármagnað
rekstur sinn með gildandi samningi
Sjúkratrygginga Íslands og Lækna-
félags Reykjavíkur.
Hjálmar Þorsteinsson segir að
samningar sérfræðilækna við
Sjúkratryggingar snúi eingöngu að
hefðbundnum stofurekstri, þ.e. mót-
töku og greiningu þar sem sjúkling-
ur leggst ekki inn. Klíníkin hafi boð-
ist til að taka þátt í átaki
ráðuneytisins til að fækka sjúkling-
um á biðlistum eftir liðskiptaaðgerð-
um, en því boði hafi ekki verið tekið.
Á vef Klíníkurinnar kemur fram
að þar er boðið upp á liðskiptaað-
gerðir án kostnaðarþátttöku Sjúkra-
trygginga og kosta liðskipti rúma
eina milljón króna.
Auk bæklunarlækninga sinnir
Klíníkin lýtalækningum, meðferð
brjóstkrabbameins, meðferð vegna
offitu og æðaskurðlækningum.
Breytir engu
fyrir Klíníkina
Telst ekki vera „sérhæfð heilbrigð-
isþjónusta“ samkvæmt lögum
Morgunblaðið/Eggert
Klíníkin Staðan gagnvart ríkinu er
óbreytt, segir Hjámar Þorsteinsson.
Ekki hefur náðst í Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra
þrátt fyrir ítrekuð skilaboð frá Morgunblaðinu, en
hann sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að
agaleysi gagnvart einkarekstri hefði ríkt í íslenska
heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi.
Hann sagði að ekki væri til skoðunar að segja upp
samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna,
eins og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði
endurskoðaður á næsta ári.
Hyggur á endurskoðun
ÓTTARR PROPPÉ HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
Óttarr Proppé
Heildstæður svipur er nú að komast
á bensínstöð Costco sem er við
Kauptún í Garðabæ. Þá er verið að
gera vöruhús verslunarinnar klárt
en hún verður opnuð að morgni
þriðjudagsins 23. maí. Allar fram-
kvæmdir ganga samkvæmt áætlun,
bæði við vöruhús og bensínstöðina
sem er með sjálfsafgreiðslu.
Haft hefur verið eftir forsvars-
mönnum Costco að þeim þyki við-
tökur Íslendinga vera góðar, sam-
anber fjölda umsókna um viðskipta-
kort en handhafar þeirra hafa einir
rétt til innkaupa hjá fyrirtækinu.
Allt þykir þetta til vitnis um lifandi
markað en verðlækkanir hjá ýms-
um fyrirtækjum að undanförnu má
að mati kunnugra meðal annars
rekja til væntanlegrar samkeppni
við Costco.
Styttist í opnun Costco við Kauptún
Morgunblaðið/Árni Sæberg