Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 Ársfundur Byggðastofnunar Ársfundur Byggðastofnunar 2017 verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl í Miðgarði í Skagafirði kl. 13.00 Dagskrá ársfundar: Kl. 13.00 Setning fundarins –Herdís Á Sæmundardóttir Kl. 13.05 Ávarp ráðherra – JónGunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Kl. 13.15 Ræða formanns stjórnar Byggðastofnunar –Herdís Á Sæmundardóttir Kl. 13.30 Starfsemi Byggðastofnunar – Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Kl. 13.45 Afhending Landstólpans, samfélagsviður- kenningar Byggðastofnunar Nemendur Varmahlíðarskóla flytja tónlistaratriði Kl. 14.00 Samfélagsleg nýsköpun í dreifbýli –Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, sérfræðingur hjá Nordregio Kl. 14.30 Staða útlendinga áNorðurlandi, samanburður milli Akureyrar, Dalvíkur ogHúsavíkur – Lars Gunnar Lundsten, forseti félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri Kl. 14.45 Úr starfi Byggðastofnunar: • Fjöldi ríkisstarfa eftir landssvæðum31.12. 2015 og breyting frá 31.12. 2013 – Anna LeaGestsdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði • Atvinnutekjur eftir atvinnugreinumog svæðum 2008 til 2015 – Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði • Nýir lánaflokkar hjá Byggðastofnun – landbúnaðarlán, lán til stuðnings við atvinnu- rekstur kvenna og nýsköpunarlán – Arnar Már Elíasson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Kl. 15.15 Veiting styrkja úr Byggðarannsóknarsjóði –Herdís Á Sæmundardóttir formaður stjórnar Byggðastofnunar Allir velkomnir ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Mýrdalurinn er að verða einn af helstu ferðamannastöðum landsins. Lítill munur er orðinn á sumri og vetri í þeim efnum, hér var fólks- fjölgun um 7% á síðasta ári og skýrist það af mestu leyti af auk- inni þjónustu við ferðamenn. Mikil uppbygging til viðbótar er í far- vatninu, sumt farið af stað og ann- að styttra komið, og kalla allar þessar framkvæmdir á enn fleira fólk til starfa.    Opna á 3.800 fermetra verslunarmiðstöð við Icewear í Vík í byrjun júní. Byrjað er að byggja nýtt þjónustuhús við tjald- stæði og verið er að endurbyggja Höttinn sem stendur við tjald- stæðið. Búið er að úthluta lóðum fyrir tvö ný hótel, annað 60 her- bergja og hitt 80 herbergja. Þá er einnig fyrihuguð bygging Reiðhall- ar/hesthúss fyrir fjölþætta starf- semi Íslenska hestsins. Olís hyggst byggja 600 fermetra versl- unarhúsnæði og eldsneyt- isafgreiðslu. Byggja á nýja spenni- stöð Rarik og nýjan sjóvarnargarð. Þá er farið af stað með byggingu á íbúðarhúsnæði og búið að úthluta töluvert mörgum lóðum fyrir fleiri.    Einnig eru töluverðar fram- kvæmdir í dreifbýlinu. Á Norður- Fossi er verið að byggja 1.000 fer- metra gististað, Volcano hótel er að byggja starfsmannaaðstöðu og þvottahús í Þórisholti og hjá Hótel Dyrhólaey er 350 fermetra starfs- mannahús í byggingu. Þetta er tæplega tæmandi upptalning á framkvæmdagleði Mýrdælinga.    Og allir þessir ferðamenn nota vegina okkar. Á páskadag ók 3.081 bíll um Reynisfjall, en það er svipaður fjöldi og ók upp að Gull- fossi, 3.043, á meðan fóru 2.587 bílar um Holtavörðuheiði og 2.537 bílar um Grindavíkurveg. Ann- arsstaðar var umferð töluvert minni, samkvæmt tölum frá Vega- gerðinni. Það er því tímabært að þeir ráðamenn samgöngu- og um- ferðisöryggismála fari að átta sig á því að hér er orðin veruleg þörf á endurbótum vegakerfisins.    En þó að lífið í Mýrdalnum snúist að mestu leyti í kringum ferðamenn, og flestir íbúar svæð- isins hafi einhvern hluta afkomu sinnar í tengslum við þá, þá má ekki gleyma því að ennþá eru nokkrir bændur með sauðfé sem þarf frið í högunum. Nú styttist í að ær og lömb fari af húsi, það er því mjög mikilvægt að þau land- svæði þar sem sauðfé gengur á yfir sumarið fái að vera laus að mestu leyti við umferð gangandi ferða- manna, sérstaklega þegar ærnar eru nýkomnar út á vorin með lítil lömb. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Stærðarinnar verslunarmiðstöð er risin í bænum, sem opnuð verður í júní nk. Framkvæmdagleðin í Mýr- dalnum aldrei verið meiri Guðni Einarsson gudni@mbl.is Margir ferðamenn hafa heimsótt Þjóðgarðinn Snæfellsjökul í vetur, að sögn Valdimars Kristjánssonar, sérfræðings hjá þjóðgarðinum. „Það er búin að vera mikil vetrar- traffík og stigvaxandi aukning alveg frá áramótum,“ sagði Valdimar. „Umferð er að aukast hér eins og annars staðar. Við finnum vel fyrir henni.“ Aðallega er um að ræða er- lenda ferðamenn og kemur stór hluti þeirra frá Asíu. „Þeir koma hingað að leita að norðurljósum, taka ljósmyndir og njóta útiveru. Þeir kíkja á jökulinn og nýta sér þá afþreyingu sem er í boði,“ sagði Valdimar. Hann sagði að framboð á veitinga- og gistiþjónustu á Snæfellsnesi hefði aukist og meira verið opið í vetur en síðustu vetur, enda ekki verið vanþörf á. Þó voru ekki allir staðir opnir. Valdimar sagði að orðin væri full þörf á að hafa veitinga- og gistiþjónustu opna allt árið vegna þess hvað ferðamenn eru orðnir margir allan ársins hring. Rukkað í Vatnshelli Þjóðgarðurinn er með gestastofu við Malarrif. Hún er opin alla virka daga. Þar er í boði sýning um ver- menn og náttúruna. Einnig er þar upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og salernisaðstaða. Valdimar var ekki kunnugt um að nein áform væru um að hefja gjald- töku fyrir bílastæði eða aðra þjón- ustu í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli í sumar. Vatnshellir er innan þjóð- garðsins en rekstur hans er leigður út. Þar þarf að borga aðgangseyri enda fara gestir um hellinn í skipu- lögðum ferðum og fá lánaðan búnað, hjálma og ljós, og njóta leiðsagnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá 19. apríl eru nú til umsagnar drög að frumvarpi þar sem m.a. eru lagðar til breytingar á heimildum til gjaldtöku í þjóðgarðinum á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði. Þar er m.a. rætt um að heimilt verði að taka gestagjöld fyrir veitta þjónustu og aðgang. Þau eiga að mæta kostnaði við þjónustu, uppbyggingu og við- hald innviða, rekstur og eftirlit með dvalargestum. Ekki áform um gjald- töku á Snæfellsnesi  Margir gestir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli í vetur Morgunblaðið/Árni Torfason Snæfellsjökull Margir ferðamenn hafa komið vestur í vetur. Meirihlutinn er erlendir ferðamenn og stór hluti þeirra frá Asíu. Aðalfundur DC-3 Þristavina verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl næstkomandi á Hótel Reykjavík Natura og hefst klukkan 17.30. Fram fara venjuleg aðalfundarstörf, þ.e. flutt verður skýrsla stjórnar, ársreikningur kynntur, stjórn kjörin og boðið upp á almennar umræður um starfsemi félagsins. Í fréttatilkynningu frá Þristavin- um kemur fram að flug DC-3 vél- arinnar TF-NPK hafi verið með minnsta móti á síðasta ári og tengd- ist einkum flugsýningum og þjálfun og viðhaldi á réttindum flugmanna. Vonast er til að unnt verði að fljúga vélinni talsvert á komandi sumri, m.a. í tengslum við flugdaga á Akur- eyri og í Reykjavík. Þá segja Þristavinir ljóst að halda þurfi námskeið fyrir nýja flugmenn sem þjálfa þarf til réttinda á vélina. Þá hafa flugvirkjanemar unnið við skoðun og viðhald vélarinnar þar sem hún hefur haft vetursetu í Flug- safni Íslands á Akureyri, eins og undanfarin ár. Þristavinir hvetja félagsmenn til að sækja fundinn og eru nýir félags- menn sérstaklega boðnir velkomnir. Þristurinn fer vonandi á flug  Þristavinir halda aðalfund sinn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson DC-3 Þristavinir á góðri stundu við vélina góðu, er hún varð 70 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.