Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
Meðal kjörgripa sem boðnir verða upp má nefna fyrstu útgáfu Jónasar Hallgrímssonar, Passíusálma Hallgríms
á kínversku, elstu útgáfur af Hómerskviðum á íslensku, fyrsta útgáfa Kristjáns fjallaskálds, Wausenhúsbiblían frá 1747, mikið úrval
ferðabóka frá 19. öld og fornritaútgáfur frá fyrri öldum. En einnig forvitnileg myndasögublöð frá 20. öld s.s. Ástríkur, Hrói höttur,
Tarzan, Hringadróttinssaga. Áritaðar 20. aldar bækur.
Skrá yfir uppboðsgripi, verðmat þeirra og lágmarksboð verður birt
á netverslun okkar, netbokabud.is á þriðja í páskum
Bókauppboð
í Reykjavík
Bókauppboð verður haldið í Safnaðarheimili Grensáskirkju
við Háaleitisbraut 66 laugard. 22. apríl kl. 14 – húsið opnað kl. 12
Uppboðshaldari er Bjarni Harðarson bóksali en regluvörður Ingibjörg Benediktsdóttir fyrrv.
hæstaréttardómari. Aðstoðarmaður uppboðshaldara er Valdimar Tómasson ljóðskáld.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Sérsveitarmenn þýsku lögreglunnar
handtóku í gær mann af þýskum og
rússneskum ættum, sem grunaður
er um að hafa staðið að baki
sprengjutilræðinu á liðsrútu þýska
knattspyrnuliðsins Borussia Dort-
mund á þriðjudaginn í síðustu viku.
Saksóknarar í Þýskalandi sögðu
að þeir teldu að maðurinn hefði ætl-
að sér að hagnast á árásinni með því
að skortselja hlutabréf í félaginu.
Hinn grunaði er 28 ára gamall og
vildi lögreglan einungis kalla hann
Sergej W. í tilkynningu sinni. Hann
mun hafa gist á sama hóteli og leik-
menn liðsins og fylgst með út um
glugga herbergis síns þegar rútan
sem liðið var í lagði af stað.
Skömmu síðar sprungu þrjár
sprengjur með þeim afleiðingum að
rúður brotnuðu og spænski lands-
liðsmaðurinn Marc Bartra úlnliðs-
brotnaði.
Í fyrstu var talið að um hryðju-
verk íslamista hefði verið að ræða,
þar sem skilaboð þess eðlis fundust
við rútuna. Var þrítugur Íraki með
tengsl við íslömsk öfgasamtök
handtekinn fljótlega í kjölfarið, áður
en böndin beindust að Sergej W.
Fékk sér nautasteik
Hinn grunaði hafði tryggt sér
15.000 hluti í félaginu með þeim
hætti að ef hlutabréf í því hefðu fall-
ið hefði hann getað grætt töluverða
fjármuni á þeim, eða sem nemur um
fjórum milljónum evra. Telja sak-
sóknarar að markmið mannsins hafi
verið að valda alvarlegu manntjóni
eða jafnvel mannsláti þannig að
hlutabréfin myndu örugglega falla í
verði.
Að sögn þýska blaðsins Bild hafði
maðurinn vakið grunsemdir þar
sem hann krafðist þess að fá her-
bergi á efstu hæð með útsýni yfir
framhlið þess. Þá þótti einnig ein-
kennilegt að í kjölfar árásarinnar
þegar ringulreið ríkti allt um kring
gekk hinn grunaði í rólegheitum að
veitingastað hótelsins og pantaði
sér nautasteik.
Lét stjórnast af græðgi
Þýsk-rússnesk-ættaður maður handtekinn vegna árásarinnar á liðsrútu
Borussia Dortmund Ætlaði að skortselja hlutabréf í félaginu eftir árásina
Elísabet II. Englandsdrottning fagnaði í gær 91 árs af-
mæli sínu. Af því tilefni var hleypt af 41 fallbyssuskoti
henni til heiðurs í Hyde Park.
Drottningin hefur nú ríkt lengst allra núlifandi þjóð-
höfðingja, en fyrr á árinu var þess minnst að 65 ár voru
liðin frá því að hún varð drottning.
AFP
Fallbyssuskot til heiðurs Elísabetu
Rússnesk yfir-
völd tilkynntu í
gær að þau hefðu
svipt Akbarjon
Djalilov ríkis-
borgararétti að
honum látnum.
Djalilov er grun-
aður um að hafa
framið sjálfsvígs-
árásina í St. Pét-
ursborg fyrr í
mánuðinum.
Þá hefur faðir Djalilovs einnig
verið sviptur ríkisborgararétti, þar
sem hann mun hafa logið til á eyðu-
blöðum þegar hann sótti um sinn
ríkisborgararétt.
Enginn hefur enn lýst yfir
ábyrgð sinni á hryðjuverkunum í
St. Pétursborg, en rússnesk yf-
irvöld hafa sagst vera að kanna
tengsl Djalilovs við Ríki íslams eða
öfgamenn tengda þeim samtökum.
Ein kona sem varð fyrir árásinni
lést í gær á sjúkrahúsi. Fjöldi lát-
inna er nú kominn upp í fimmtán.
23 til viðbótar eru enn á sjúkrahúsi,
fjórir þeirra í alvarlegu ástandi.
Tilræðismaðurinn
sviptur þegnrétti
Akbaron
Djalilov
RÚSSLAND
Að minnsta kosti átta afganskir
hermenn féllu í árás talíbana í gær,
sem gerðu harða hríð að herstöð í
nágrenni borgarinnar Mazar-e-
Sharif. Að sögn varnarmálaráðu-
neytis Afganistans voru talíb-
anarnir klæddir í einkennisbúninga
hersins þegar þeir hófu árás sína,
og lá því ekki ljóst fyrir hversu
margir árásarmenn hefðu verið á
ferðinni. Að minnsta kosti einn
árásarmannanna sprengdi sjálfan
sig í loft upp, en annar var handtek-
inn. Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð
sinni á árásinni.
Ástandið í Afganistan er enn
ótryggt, og nokkuð um árásir á lög-
reglu og herlið landsins. Einungis
er um mánuður liðinn frá því að
ráðist var á helsta hersjúkrahúsið í
Kabúl, en þá létust á bilinu 50-100
manns í árás sem stóð yfir í marga
klukkutíma. Ríki íslams lýsti þá yfir
ábyrgð sinni.
Átta hermenn felldir
í árás talíbana
AFGANISTAN
Óvíst er hvaða áhrif árásin í París á
fimmtudagskvöld, þegar lögreglu-
maður var skotinn til bana á Champs
Elysees, mun hafa á fyrri umferð
frönsku forsetakosninganna, sem
fram fer á morgun.
Árásarmaðurinn, sem var felldur
af lögreglu, reyndist vera með miða
á sér, þar sem hann lýsti yfir stuðn-
ingi við Ríki íslams. Samtökin lýstu
þegar í stað árásinni á hendur sér.
Hryðjuverk og íslamismi voru í kjöl-
farið efst á baugi baráttunnar í gær,
síðasta virka daginn fyrir kosning-
arnar.
Samkvæmt skoðanakönnunum er
lítill munur á fjórum efstu frambjóð-
endum en þeir sem hafna í tveimur
efstu sætunum munu verða aftur í
kjöri í seinni umferð kosninganna,
sem fram fer í maí.
Hafði verið yfirheyrður
Yfirvöld nafngreindu árásar-
manninn í gær sem hinn 39 ára
gamla Karim Cheurfi. Í ljós kom að
hann hafði verið handtekinn og yf-
irheyrður af frönsku lögreglunni í
febrúar síðastliðnum þar sem grun-
ur léki á að hann ætlaði sér að myrða
lögreglumenn. Honum var hins veg-
ar sleppt vegna skorts á sönnunar-
gögnum.
Marine Le Pen, forsetaframbjóð-
andi Þjóðfylkingarinnar, kallaði eftir
því í kjölfarið að öllum þeim sem
væru á lista lögreglunnar vegna
gruns um stuðning við hryðjuverk
yrði vísað tafarlaust úr landi. Emm-
anuel Macron, sem af mörgum þykir
sigurstranglegastur, biðlaði hins
vegar til Frakka um að „láta ekki
undan óttanum“. Frá árinu 2015
hafa 239 manns fallið í Frakklandi af
völdum hryðjuverkamanna.
Óvíst um áhrif
árásarinnar
Hryðjuverk set-
ur frönsku kosn-
ingarnar í uppnám
AFP
París Ung kona leggur blóm á stað-
inn þar sem árásin var gerð í París.
Embættismenn í Venesúela til-
kynntu í gær að ellefu manns hefðu
fallið í mótmælum gegn Nicolás
Maduro, forseta landsins, sem fram
fóru í fyrrinótt. Um tuttugu manns
hafa nú látist í mótmælahrinunni,
sem staðið hefur yfir í þrjár vikur.
Óeirðalögregla beitti táragasi til
þess að leysa upp mótmæli sem
spruttu upp víðsvegar um höf-
uðborgina Caracas. Lýstu sjón-
arvottar ástandinu á þann veg að
barátta lögreglu við mótmælendur
minnti helst á stríðsátök, þar sem
flöskum og Molotov-kokteilum væri
kastað í lögregluna.
Stjórnarandstaðan í Venesúela,
sem staðið hefur á bak við mótmæl-
in, sakar ríkisstjórn Maduros um að
hafa sigað á sig hópum vopnaðra
rustamenna.
Tiltölulega kyrrlátt var í Caracas í
gær eftir fimmtudaginn, en boðað
hefur verið til frekari mótmæla gegn
Maduró í dag og á mánudaginn.
Ellefu
felldir í
fyrrinótt
Fjöldamótmæli
áfram í Venesúela