Morgunblaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 Upplýsingar vegna kosningar vígslubiskups í Skálholti Vakin er athygli á því að samkvæmt nýjum starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa, nr. 333/2017 mun nú í fyrsta sinn fara fram forval (tilnefning) áður en kosning vígslubiskups fer fram. Rétt til tilnefningar hafa eingöngu þeir vígðu menn sem kosningarréttar njóta, skv. 4. gr., sbr. 3. gr. fyrrnefndra starfsreglna. Heimilt er að tilnefna allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla kjörgengisskilyrði skv. 1. gr. starfsreglnanna. Tilnefningin mun verða rafræn og standa frá kl. 12:00 þann 23. ágúst 2017 og ljúka kl. 12:00 þann 28. ágúst 2017. Í 1. mgr. 13. gr. starfsreglna nr. 333/2017 segir: Þeir þrír einstaklingar sem flestar tilnefningar fá, að teknu tilliti til 3. mgr., eru í kjöri til biskups Íslands eða vígslubiskups. Ef tveir eða fleiri fá sama fjölda tilnefninga skulu þeir báðir eða allir vera í kjöri. Séu tilnefndir færri einstaklingar en þrír eru þeir allir í kjöri að teknu tilliti til 3. mgr. Ákveðið hefur verið að kosning til vígslubiskups í Skálholti fari fram dagana 28. september til og með 9. október 2017, en um er að ræða póstkosningu. Um kosningarrétt við kjör vígslubiskups er fjallað í 4., sbr. 3. gr. starfsreglna nr. 333/2017 og eru ákvæðin svohljóðandi: 3. gr. Kosningarréttur við kjör biskups Íslands. A. Kosningarréttur vígðra: Biskup Íslands og vígslubiskupar eiga kosningarrétt við biskupskjör. Auk þeirra á kosningarrétt hver sá sem vígslu hefur hlotið og er: a) Þjónandi prestur eða djákni íslensku þjóðkirkjunnar eða hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis og er í föstu og launuðu starfi sem slíkur, eða b) Þjónandi prestur eða djákni sem lýtur tilsjón biskups Íslands og er í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi. Prestur eða djákni í tímabundnu leyfi, allt að tveimur árum, nýtur kosningarréttar. Prestur sem settur er til þjónustu tímabundið nýtur ekki kosningarréttar nema í þeim tilfellum þar sem ekki er skipaður prestur fyrir. Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, nýtur ekki kosningarréttar fyrir það embætti sem hann sinnir aukaþjónustu í. Djákni skal vera ráðinn til a.m.k. eins árs eða ótímabundið til að njóta kosningarréttar. Prestur eða djákni sem látið hefur af þjónustu nýtur ekki kosningarréttar. Kosningarrétt eiga vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi. B. Kosningarréttur leikmanna: a) Kjörmenn prestakalla, sbr. 7. gr. starfsreglna um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016, með síðari breytingum, b) Þeir leikmenn sem sæti eiga í kirkjuráði og á kirkjuþingi. 4. gr. Kosningarréttur við kjör vígslubiskupa. Kosningarrétt við vígslubiskupskjör eiga þeir sömu og réttinn eiga skv. 3. gr. og tilheyra prófastsdæmi sem er í því umdæmi vígslubiskups sem kosið er í. Þjónandi prestur eða djákni hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis, sbr. a) lið 1. mgr. 3. gr., nýtur kosningarréttar í umdæmi vígslubiskups í Skálholti. Þjónandi prestur eða djákni, sbr. b) lið 1. mgr. 3. gr., nýtur kosningarréttar í því umdæmi vígslubiskups sem viðkomandi starfar. Kosningarrétt eiga kirkjuþingsmenn, kirkjuráðsmenn, vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi. Kjörskrá vegna kosningar vígslubiskups í Skálholti verður lögð fram 9. ágúst 2017, kl. 12:00 og skulu skilyrði kosningarréttar þá hafa verið uppfyllt frá 2. ágúst 2017. Almennar upplýsingar um fyrirkomulag og framkvæmd tilnefninga og kosninga er í starfsreglum nr. 333/2017, sem unnt er að nálgast á eftirfarandi vefslóð: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=a8b0f2cd- 30d4-489c-acf2-2888200169d8 Fyrirkomulag tilnefningarinnar og kosningarinnar mun verða auglýst nánar þegar nær dregur. Reykjavík, 21. apríl 2017 f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar Hjördís Stefánsdóttir, formaður Raðauglýsingar Smáauglýsingar Smáauglýsingar 569 Húsnæði óskast Óska eftir að leigja 4. herbergja íbúð Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir íbúð í 110 Norðlingholti eða Selás/Árbæ en hverfi 104,105 og 108 koma til greina. Óskað er eftir langtímaleigu til að minnsta kosti þriggja ára, skilvísum greiðslum heitið og trygging/fyrirframgreiðsla í boði. Hafið samband í síma: 895 5086 eða email: kristjanabirgisdottir@hotmail.com. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Vaxtalaus lán í allt að eitt ár, Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook-síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu. Sumarhúsalóð í Öndverðarnesi til sölu. Á besta stað, með frábæru útsýni. Við golfvöllinn, braut 11. Nánari uppl. í síma 8661712 eða plommi61@gmail.com Til sölu Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Sunnudagur 23. apríl Síðumúli 17 (2. hæð) kl. 13 - 16 Mynt • Seðlar • Minnispeningar Barmmerki • Smáprent Frímerki • Póstkort o.fl. Sala • Kaup • Skipti MYNTSAFNARAFÉLAG ÍSLANDS www.mynt.is Safnara- markaður sunnudagur 23. apríl Í S L A N D S • M Y N T S A F N A R A F É L A G • Hjólbarðar Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 39516 + vsk 1200 R 20 kr. 29840 + vsk 275/70 R 22.5 kr. 39900 + vsk 385/65 R 22.5 kr. 55645 + vsk 1000 – 20 kr. 26613 + vsk og fleiri stærðir. kaldasel@islandia.is Kaldasel ehf s. 5444333 og 8201070 Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald VIÐHALD FASTEIGNA Lítil sem stór verk Tímavinna eða tilboð ℡ 544 4444 777 3600 jaidnadarmenn.is johann@2b.is  JÁ Allir iðnaðarmenn á einum stað píparar, múrarar, smiðir, málarar, rafvirkjar þakmenn og flísarar. Viðhalds- menn Tilboð/tímavinna s. 897 3006 vidhaldsmenn.is vidhaldsmenn@gmail.com Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.