Morgunblaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 Veit á vandaða lausn MERITENE fæst í apótekum og fjölmörgum verslunum, s.s. Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Samkaupum og Netto. fastus.is MERITENE ER ENDURBÆTT ÚTGÁFA AF BUILD-UP DRYKKNUM OG NÝTIST VEL Í TENGSLUM VIÐ: • Þyngdartap • Minnkaða matarlyst • Uppbyggingu eftir veikindi • Þreytu og þrekleysi vegna næringarskorts PRÓTEINRÍKUR NÆRINGARDRYKKUR INNIHELDUR VÍTAMÍNOG STEINEFNI 19 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ættingi þinn kallar á athygli þína en þú ert of önnum kafinn við aðra hluti. Láttu eftir þér að dóla aðeins svo þú verðir í meira stuði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt hlutirnir líti vel út á pappírnum er ekki þar með sagt að þeir séu borðleggjandi gróði. Reyndu að vinna meira í einrúmi eftir því sem líða tekur á daginn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Taktu ekki að þér fleiri verkefni, fyrr en þú hefur lokið við þau sem þú fæst við. Sinntu því sem þér ber og þá muntu fá þín tækifæri þegar þar að kemur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Forðastu hina athyglissjúku. Í þínu til- felli er það ekki einbeiting, heldur víðsýni sem eykur afköst. Með það á hreinu ættu allir framtíðarvegir að vera þér færir. Fáðu útrás með hreyfingu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ákveðni þín í að leiða hlutina til lykta, vekur athygli yfirmanna þinna og þú munt hljóta umbun erfiðis þíns. Hafðu hugfast að allt á sér sinn stað og sína stund. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Enginn getur vitað allt, en reynsla þín er að minnsta kosti víðtæk. Ekki þarf alltaf að vera ástæða til þess að maður láti gott af sér leiða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að gefa sjálfum þér tíma þessa dagana. Það fellur ekk að áætlunum annarra sem krefja þig um bæði orð og gerðir. Vertu samt líka þolinmóður og gefðu hverjum og einum þann tíma sem hann þarf. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt þú eigir ekki að brjóta á rétti þínum skaltu teygja þig langt til þess að halda friðinn í dag. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Náinn vinur eða maki gæti fundið til öfundar gagnvart þér. Ekki hafa áhyggjur, það mun skína í gegn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Rétta lausnin er ekki endilega sú sem liggur í augum uppi. Hafðu jafnan vara- áætlun til taks til að komast hjá stöðnun. Rannsóknir ganga einstaklega vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það eru margar leiðir til að finna rétta svarið; líttu á allar hindranir sem tæki- færi. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. 19. feb. - 20. mars Fiskar Forðastu að taka ákvarðanir að óyf- irveguðu ráði. Dragðu andann og láttu þinn göfugasta ásetning í ljós – fyrst innra með þér og svo við aðra. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Drótt fær hún laðað í draumavé. Dóttir jötuns nefnd í goðafræði. Leikkonu heiti hygg ég að sé. Hryssa í skáldsins verðlaunakvæði. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Nóttin draumadúrinn veitir. Dóttir jötuns Nótt var. Lilja Nótt leikkonan heitir. Léttstíg heitið Nótt bar. Sigrúnu á Sjónarhóli leysir gát- una þannig: Draumagyðju nafn er Nótt, Njörvadóttir herma fræði. Lilja Nótt hlaut frama fljótt, Fræg er Nótt í skáldsins kvæði. Helgi R. Einarsson svarar: Hún er slóttug, hefur þrótt, í hana þótt er varið, ekki skjótt, er eftirsótt. Ætli NÓTT sé svarið? Árni Blöndal á þessa lausn: Að mér sótti óðar svarið og það birtist fljótt, þessu er nú þannig varið, þetta er bara nótt. Helgi Seljan svarar: Að nóttu sækja draumar drótt, dóttir Njörva sögð hún er, söng hér fyrrum Sylvía Nótt sagt um hryssu í kvæði hér. Þannig skýrir Guðmundur gát- una: Nótt laðar þreytta drótt í draumavé. Dóttir jötuns Nótt er í goðafræði. Nafn á leikkonu Nótt ég hygg að sé. Nótt er hryssa í verðlaunuðu kvæði. Þá er limra: Vífin þó vart megi þoĺann, er Valdi samt iðinn við kolann, hann þeysa mun skjótt þegar í nótt, því Valdi á viljugan folann. Síðan kemur laugardagsgátan með þeirri orðskýringu Guð- mundar, að hann styðst jafnan við orðabók: Vetur enn að völdum er, vorið er seint á ferðinni, en hér er gáta handa þér af hræódýrri gerðinni: Halur mikils háttar er. Hollustuna veitir. Af bestu lyst hann borðum vér. Blómagarðinn skreytir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nefið rekið í nóttina Í klípu „KLUKKAN ER ORÐIN MARGT. VIÐ ÆTTUM AÐ BÚA OKKUR NÆTURSTAÐ HÉR OG LEGGJA AFTUR AF STAÐ Á MORGUN.“ GARÐYRKJUBÚÐIN eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TEKURÐU BÍKINÍIÐ ÞITT MEÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að elska hann, sérstaklega þegar hann er nývaknaður. Hluturinn er nú í innkaupakörfunni þinni. Viltu borga núna? Nýr viðskiptavinur? Búðu til aðgang og lykilorð KLIKK ÞARF ÉG LYKILORÐ TIL ÞESS AÐ KAUPA EINN OST? ÞÚ MÁTT NOTA MITT PABBI, HVERNIG VEIT ÉG AÐ ÉG ER ORÐINN AÐ MANNI? EINS OG TIL DÆMIS? ÞÚ MUNT HUGSA ÖÐRUVÍSI… ÞÚ MUNT VILJA FARA OG LEGGJA ÞIG! Sáralítil umferð, snjólítið, fínt veð-ur og öryggar upplýsingar á net- inu um færð og horfur. Víkverji var á ferðinni í vikunni, kom með Norrænu frá Færeyjum til Seyðisfjarðar í být- ið og hafði daginn til að koma sér í bæinn. Fjarðarheiði var engin fyr- irstaða og tékk á Egilsstöðum sagði að óhætt væri að fara norður um, það er um Háreksstaðaleið og Mývatns- öræfi. Sá vegur var því valinn og ferðin alla leið til Reykjavíkur gekk eins og í sögu. x x x Á Íslandi er þjóðaríþrótt aðskamma Vegagerðina. Hófstilltir gagnrýnendur hafa oft heilmikið til síns máls, en svo allrar sanngirni sé gætt er frumlag aðfinnsluefna þeirra jafnan að ekki sé nægum fjármunum varið til samgöngumála, rétt eins og annarra mikilvægra verkefna. En þegar allt kemur til alls hafa gletti- lega stórir áfangar náðst í vega- málum á undanförnum áratugum. Víkverja, sem hefur lengi verið á ferðalögum um landið um langt skeið, finnst þegar hann lítur til baka í raun mega tala um byltingu. x x x Gefum okkur að árið sé 1990, viðstödd á Egilsstöðum og ætlum suður á bóginn. Þá var malarvegur stóran hluta leiðar og Möðrudals- öræfin með vegum yfir hryggi og hæðir voru oft fyrirstaða. Holur og hristingur og rykið smaug inn í bíl- ana sem voru bókstaflega lélegir, bornir saman við ökutæki dagsins í dag. Fyrir 27 árum var líka oft tals- verður veltingur að komast yfir Öxnadalsheiðina og einbreiðu brýrn- ar á allri leiðinni stórlega varasamar. Og nefnum ekki Hvalfjörðinn ógrát- andi. Þá var vegaþjónusta á vegunum líka allt önnur og lakari en nú. x x x Glímt við þjóðveginn,/gegnum dalanna skaut,“ sungu Brimkló og Björgvin. Þetta er svo sem engin glíma, en að komast frá Seyðisfirði til Reykjavíkur á ell- efu klukkustundum, og það með stoppi bæði á Akureyri og í Stað- arskála, er ansi gott. Sú er skoðun hins víðförla Víkverja sem biður fyrir kveðju í Vegagerðina. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. (Sálm. 34:19) mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.