Morgunblaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 1
                                                                                !"#       !    $   %$  &              ' '   (  ! "     )   * $        + ,   $ -   .    ,    # $                     Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur hafið uppbyggingu um 160 íbúða á svonefndum Baróns- og Laugavegsreitum í Reykjavík. Miðað við söluverð nýrra íbúða á svæðinu má ætla að markaðsverðið verði milli 8 og 10 milljarðar króna. Verklok eru áætluð vorið 2019. Fyrirhugaður hótelturn á Skúlagötu 26 hefur verið hluti af Barónsreitnum. Sturla Geirs- son, verkefnisstjóri uppbyggingar á þessum reitum, segir Rauðsvík munu selja frá sér hótelturninn. Nokkrar erlendar hótelkeðjur hafi þegar sýnt því áhuga að hefja þar starfsemi. Uppbyggingin á Laugavegs- reitnum mun fela í sér endurgerð og flutning gamalla timburhúsa innan reitsins. Vestast á reitnum verða gerð upp timburhús í svonefndu Vita- þorpi. Ný göngugata mun liggja í gegnum þorpið. Um er að ræða eitt umfangsmesta verkefni við þéttingu byggðar sem um getur í miðborg Reykjavíkur. Á Barónsreit er meðal annars gert ráð fyrir veitingahúsum. »16 Teikning/Batteríið arkitektar Ný borgargata Hér má sjá drög að nýrri göngugötu milli Laugavegar og Hverfisgötu sem hefur vinnuheitið Listastígur. Hún er á Laugavegsreit. Byggja íbúðir fyrir um 8-10 milljarða  Rauðsvík selur frá sér hótelturn L A U G A R D A G U R 2 9. A P R Í L 2 0 1 7 Stofnað 1913  100. tölublað  105. árgangur  Er kominn tími á ný dekk? Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á N1.is GOTT FYRIR LÍKAMANN AÐ SYNGJA ENGIN VON- BRIGÐI Í DISNEY HALL SIGUR RÓS 49ODDUR ARNÞÓR 46 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Formenn Félags barnalækna og Læknafélags Reykjavíkur gagnrýna harðlega nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu og nýtt tilvísanakerfi fyrir börn til sérfræði- lækna í samtölum við Morgunblaðið í dag. Nýju kerfin taka gildi á mánu- dag, 1. maí. Börn sem þurfa á sérfræðilækn- isþjónustu að halda þurfa frá og með mánudeginum að fá tilvísun frá heilsugæslulækni eða heimilislækni og þurfa þannig ekki að greiða fyrir sérfræðiþjónustuna. Valtýr Stefánsson Thors, formað- ur Félags barnalækna, segir að álag- ið á bráðadeild Barnaspítala Hrings- ins með nýju tilvísunarkerfi eigi eftir að stóraukast, því þeir sem ekki geti beðið vikum saman eftir að komast að hjá sérfræðingi með barn sitt, muni sækja á bráðamóttöku barna- spítalans. „Núna eru á milli 15 og 16 þúsund komur á ári á barnaspítalann og við teljum að nýja tilvísanakerfið muni fjölga komum um 25 til 30% á ári,“ segir Valtýr. Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, kveðst telja að nýjar reglur um greiðslu- þátttöku og nýtt tilvísanakerfi, séu á skjön við stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar. „Stjórnarsáttmálinn hófst á fögrum fyrirheitum um jafnt aðgengi allra að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Kerfið verður þannig, frá næsta þriðjudegi, að sjúklingurinn þarf að borga háa upphæð fyrst, allt að 24.600 krónur. Þetta getur reynst þeim efnaminni mjög erfitt. Ég nefni sem dæmi skjólstæðinga geðlækna, sem er jú sá hópur sem ríkisstjórnin ætlaði að vernda sérstaklega,“ segir Arna. »10 Hörð gagnrýni lækna  Segja nýtt greiðsluþátttöku- og tilvísunarkerfi vanhugsað skref  Álag á barna- spítalann aukist og kerfið komi hart niður á þeim sem minna hafa á milli handanna Engan sakaði þegar flugvél Primera Air hafnaði utan brautar í lendingu á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær. Alls 143 voru um borð í vélinni, en óhappið varð til þess að flugvöll- urinn lokaðist í nokkurn tíma. Þegar vélin hafði verið dregin upp var hægt að opna að nýju. Talsverð snjó- koma var á Suðurnesjunum þegar þetta gerðist, en ekki verður fyrr en að lokinni rannsókn hægt að segja til um orsakir þessa. „Við náðum að stoppa áður en við fórum út í einhverja móa,“ sagði Guðmundur Pálmason, einn farþeg- anna. Fólki var, að hans sögn, nokk- uð brugðið eftir óhappið þótt ör- væntingar hafi ekki gætt. »4 Ljósmynd/Víkurfréttir Óhapp Utan brautar. Aðstæður á Keflavíkurflugvelli voru erfiðar. Rann út fyrir flug- brautina  143 voru um borð í flugvél Primera Air  „Þetta er langþráður og kærkom- inn áfangi. Það var líka afskaplega notalegt að finna þingeyska loftið koma hingað yfir í Eyjafjörðinn,“ sagði Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að síð- asta haftið í Vaðlaheiðargöngum hafði verið sprengt. Það var gert í gær með viðhöfn og eftir það fögn- uðu gangamenn og gestir. »14 Opið í gegn um Vaðlaheiðargöng Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum í vetur. Sést þess víða stað, ekki síst við Hafn- artorg þar sem byggingar rísa neðanjarðar og ofan. Er miðbærinn sundurgrafinn á milli Hafn- arstrætis og hafnarinnar vegna þessara miklu framkvæmda. Morgunblaðið/Golli Miðbærinn sundurgrafinn við Hafnartorg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.