Morgunblaðið - 29.04.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 29.04.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 Öxlum ábyrgð – Hvað get ég gert? Málþing um ábyrga ferðamennsku Fimmtudaginn 4. maí 2017 kl. 15.00–17.00 í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 Ferðafélag Íslands, í tilefni af 90 ára afmæli sínu, og Landgræðslan boða til málþings um hlutverk útivistarfélaga og ferðaþjónustunnar í að vernda og tryggja aðgengi að náttúrunni. 15:00 Setning 15:05 Gönguleiðir og verndun náttúrunnar – Hvað getum við gert? Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands 15:20 Gætum velferðar landsins – Sýn ferðaþjónustunnar Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland / Ferðaþjónusta bænda og stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans 15:35 Helping the Hills – Raising conservation awarness Helen Lawless, Mountaineering Ireland 16:00 Kaffihlé 16:15 Gæði og gönuhlaup – Nýting, ábyrgð, áskoranir Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins 16:35 Umræður – Nýting og ábyrgð 16:55 Samantekt 17:00 Málþingi slitið Fundar- og umræðustjórar: Steinar Kaldal, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Borgarfulltrúar í Reykjavík eru ekki á einu máli um hvort fjölga eigi borg- arfulltrúum úr 15 í 23 að loknum sveitastjórnarkosningum 2018. Borg- arfulltrúum mun fjölga samkvæmt núgildandi lögum en Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að borgarstjórn fái að ákveða hvort fjölga þurfi fulltrúum eða ekki. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur talað gegn fjölgun borgarfulltrúa síð- an breytingin var ákveðin 2011. Hann segir borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins vera samstiga í málinu. Kjartan segir það vera einsdæmi á Íslandi að vera með 15 manns í borg- arstjórn í fullri vinnu og bendir á bæjarstjórnir nærliggjandi sveitarfé- laga sem og borgarstjórnir annars staðar á Norðurlöndunum en þar er ekki um fullt starf að ræða. Aukin útgjöld eða hagkvæmni? Áætlað hefur verið að launakostn- aður muni vera um 92 milljónir á ári vegna fjölgunarinnar en Líf Magn- eudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, telja að hægt sé að spara með fjölgun borgarfull- trúa og meiri hagkvæmni. Halldór segir að í greinargerð sé einfaldlega gert ráð fyrir auknum kostnaði við fjölgun en svo þurfi ekki að vera. Hann telur að hægt sé að lækka út- gjöld með minni nefndarsetu ókjör- inna fulltrúa flokkanna í nefndum og ráðum borgarinnar sem fá greitt fyr- ir fundarsetu. Kostnaður við slíkt hleypur á 80 milljónum, segir Hall- dór. Líf segir að lýðræðisleg rök styðji fjölgunina. „Með fleiri fulltrúum nærðu meiri breidd, fjölbreyttari sjónarmiðum og fjölbreyttari hópi fólks,“ segir Líf. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, segir að sveitarstjórnir eigi að hafa sjálfs- ákvörðunarrétt um fjölda borgarfull- trúa. „Ég tel ekki þörf á að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík, það þarf heldur að breyta verkskipulagi, fjölda nefnda og skipan í þær.“ Deilt um fjölgun  Að öllu óbreyttu fjölgar borgarfulltrúum um átta 2018  Frumvarp á Alþingi um að gera fjölgunina valkvæða Morgunblaðið/Styrmir Kári Borgastjórnarfundur Borgarfulltrúum gæti fjölgað í 23 á næsta ári. Nýtt málverk af Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðis- flokksins, var afhjúpað í Valhöll í gær að viðstöddu fjölmenni. Það voru sonardætur Davíðs, Ástríður og Dagný Þorsteinsdætur, sem af- hjúpuðu málverkið með aðstoð afa síns. Sjálfstæðisflokkurinn fékk Stephen Lárus, einn fremsta port- rettmálara landsins, til þess að mála myndina af Davíð og luku gestir miklu lofsorði á listaverkið, sem „þótti bæði fanga svip hans og skaphöfn, en jafnframt bregða upp svipmyndum af sögulegum ferli hans á hugvitsamlegan hátt,“ eins og segir í tilkynningu frá Sjálf- stæðisflokknum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og forsætisráð- herra, sagði við þetta tækifæri að allir þekktu þá umbyltingu á þjóð- lífi og hugarfari, sem Davíð hefði áorkað í forystustörfum fyrir land og þjóð, og rakti feril hans stutt- lega. „Davíð er sigursælasti for- ystumaður flokksins frá upphafi, leiddi flokkinn þrisvar sinnum í röð til sigurs í borgarstjórnar- kosningum og þrisvar sinnum í röð til sigurs í alþingiskosningum. Hann er jafnframt sá maður, sem lengst allra hefur gegnt embætti forsætisráðherra Íslands, í rúm 13 ár samfellt. Það verður seint jafn- að.“ Hefð er fyrir því að Sjálfstæðis- flokkurinn láti mála myndir af fyrr- verandi formönnum flokksins og eru þær hafðar á heiðursstað í Bókastofu á jarðhæð Valhallar, höfuðstöðva flokksins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Afhjúpun Eftir að verkið hafði verið afhjúpað þakkaði Davíð Oddsson Bjarna Benediktssyni góð orð í sinn garð og bar lof á listamanninn, Stephen Lárus, fyrir vel unnið verk. Morgunblaðið/Eggert Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, og Stephen Lárus, sem málaði myndina. Morgunblaðið/Eggert Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti ávarp áður en myndin var afhjúpuð. Málverk af Davíð Oddssyni afhjúpað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.