Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Aðgerðir Seðlabankans gegnSamherja hófust fyrir fimm ár-
um og hafa staðið yf-
ir óslitið síðan.
Upphafið var einsog unnið upp úr
bandarískri bíómynd
þar sem ákæruvaldið
fer í áberandi að-
gerðir gegn meintum
fjárglæpamönnum. Til að undir-
strika það var Ríkisútvarpið haft á
staðnum þegar aðgerðir hófust og
tilkynningar sendar út, bæði á ís-
lensku og ensku, skömmu síðar.
Allt benti þetta til þess að stór-glæpur hefði verið framinn en
smám saman kom í ljós að ekki stóð
steinn yfir steini í forsendum rann-
sóknarinnar.
Seðlabankinn var ítrekað gerðurafturreka með málið, af ákæru-
valdi, skatti og dómstólum. Þá sætti
hann gagnrýni fyrir málsmeðferð-
ina af umboðsmanni alþingis.
Síðar kom í ljós að bankaráðiSeðlabankans hafði ofboðið
framganga seðlabankastjóra í fjöl-
miðlum gagnvart fyrirtækinu og
hafði krafist þess að hann hætti að
tjá sig um málið opinberlega. Mun
slíkt vera einsdæmi.
Nú hefur það gerst að héraðs-dómur hefur hafnað síðasta út-
spili Seðlabankans með því að fella
úr gildi 15 milljóna króna stjórn-
valdssekt gegn fyrirtækinu.
Allt er þetta með miklum ólík-indum en nú bregður svo við að
seðlabankastjóri fæst ekki til að út-
skýra framgöngu bankans.
Er það frambærileg afstaða?
Már
Guðmundsson
Kallar þetta ekki á
neinar skýringar?
STAKSTEINAR
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Varmadælur
Hagkvæmur kostur til
upphitunar
Verð frá aðeins
kr. 180.000 m.vsk
Midea MOB12
Max 4,92 kW
2,19 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,44)
f. íbúð ca 90m2..
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Hægt að fá WiFi sendi
svo hægt sé að stjórna
dælunni úr GSM síma
Veður víða um heim 28.4., kl. 18.00
Reykjavík 7 rigning
Bolungarvík 7 skýjað
Akureyri 9 alskýjað
Nuuk -6 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 3 rigning
Kaupmannahöfn 9 skúrir
Stokkhólmur 6 léttskýjað
Helsinki 9 heiðskírt
Lúxemborg 8 skúrir
Brussel 10 léttskýjað
Dublin 10 skýjað
Glasgow 10 léttskýjað
London 12 skúrir
París 11 skýjað
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 8 skúrir
Berlín 12 skúrir
Vín 6 rigning
Moskva 6 rigning
Algarve 19 léttskýjað
Madríd 16 heiðskírt
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 24 heiðskírt
Winnipeg 4 léttskýjað
Montreal 16 léttskýjað
New York 23 þoka
Chicago 11 alskýjað
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:06 21:46
ÍSAFJÖRÐUR 4:55 22:06
SIGLUFJÖRÐUR 4:38 21:49
DJÚPIVOGUR 4:31 21:19
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn
var kynnt bréf Dags B. Eggertsson-
ar borgarstjóra til dómsmálaráð-
herra og fjármálaráðherra varðandi
mögulegan flutning lögreglustöðvar-
innar af Hverfisgötu.
Í bréfinu, sem er dagsett 12. apríl,
segir borgarstjóri að unnar hafi ver-
ið deiliskipulagshugmyndir um upp-
byggingu á baksvæði lögreglustöðv-
arinnar og þar megi sjá fyrir sér
ýmsa möguleika í húsnæðismálum
lögreglunnar og /eða annarri starf-
semi á vegum ríkisins, t.d fyrir
Landsrétt.
En sem kunnugt er af fréttum tek-
ur Landsréttur til starfa um næstu
áramót í bráðabirgðahúsnæði við
Vesturvör í Kópavogi.
„Hver svo sem niðurstaðan verður
í þeim efnum þá mun Reykjavíkur-
borg afmarka nýja byggingu með
nýrri lóð og er óskað eftir samstarfi
við ríkið um slíka afmörkun í deili-
skipulagi,“ segir borgarstjóri í bréf-
inu.
Sömuleiðis óskar hann eftir sam-
starfi við ríkið ef til stendur að selja
húsnæði lögreglunnar. Í því tilviki
verði væntanleg uppbygging á reitn-
um til annarra nota skilgreind í því
skipulagsferli sem framundan er.
„Varðandi mögulegan flutning
lögreglunnar af Hverfisgötunni
leggur borgin mikla áherslu á að
staðsetning hennar verði tryggð í
miðborginni – vegna þess þunga sem
er í störfum hennar í tengslum við
miðborg Reykjavíkur,“ segir
borgarstjóri.
Úthlutaði lóðinni árið 1960
Í bréfinu áréttar borgarstjóri að
Reykjavíkurborg hafi úthlutað rík-
inu lóð undir lögreglustöð við Hverf-
isgötu þann 19. júlí 1960 .
Samkvæmt þágildandi lögum bar
Reykjavíkurborg að taka þátt í
kostnaði við byggingu fangelsa rík-
isins. Við byggingu fangelsishluta
lögreglustöðvarinnar hafi því orðið
til eignarhlutur Reykjavíkurborgar í
lögreglustöðinni. Samkvæmt með-
fylgjandi eignaskiptasamningi sé
hlutur Reykjavíkurborgar 26,2 % og
eignarhlutur ríkissjóðs 73,8 % í lög-
reglustöðinni .
Morgunblaðið/Golli
Lögreglustöðin Hlemmi Stöðin var tekin í notkun um 1970. Áður höfðu
aðalstöðvar lögreglunnar verið til húsa í Pósthússtræti um áratuga skeið.
Vill viðræður um
lögreglustöðina
Borgin á 26,2% í stöðinni við Hlemm