Morgunblaðið - 29.04.2017, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.04.2017, Qupperneq 13
ir Dürrner, „Söknuður“eftir Myhr- berg, íslenska þjóðlagið „Svíalín og hrafninn“ sem margir þekkja sem Hrafninn flýgur um aftaninn, og að lokum „En glad trall“ eftir Körling. Efnisvalið er því norrænt og þýskt í hæsta máta þar sem þeir Wetterling, Myhrberg og Körling voru Svíar, Winter-Hjelm norskur og þeir Dürr- ner, Händel, Schumann og Schubert af þýsku bergi brotnir. Grunholtzer er sennilega þýskur, þó ekki sé hægt að grafa upp hvers lenskur hann var.“ Hornablástur, söngur og bíó Þegar Arinbjörn skoðaði ald- argamla forsíðu Morgunblaðsins með auglýsingunni um þessa fyrstu tónleika kórsins, var ekki síður áhugavert að skoða aðrar auglýs- ingar, sem segja margt um mannlífið fyrir heilli öld í Reykjavík. „Það var ýmislegt um að vera, þarna er auglýsing um kvöld- skemmtun í Goodtemplarhúsinu með einsöng, upplestri og hornablæstri, í Gamla bíói var sýnd franska bíó- myndin Kýlið, í Nýja Bíói danska bíómyndin Skrifarinn, Biblíufyrir- lestur var í Betel og í Iðnaðar- mannahúsinu hélt Páll Eggert Óla- son fyrirlestur um Jón lærða og samtíma hans,“ segir Arinbjörn og bætir við að þó hafi ekki verið hátíðar- bragur yfir bænum þennan sunnudag, því hvarvetna var flaggað í hálfa stöng þar sem Geir Zoëga kaupmaður hafði látist um nóttina, tæp- lega níræður. „Hann var brautryðjandi á mörg- um sviðum og einn „merkasti borgari og helsta stoð bæjarfélagsins“ eins og segir í blaðaumfjöllun um lát hans.“ Kostaði eina krónu inn En það er líka gaman að skoða Morgunblaðið sem kom út á þriðju- deginum eftir tónleika, því þar kem- ur fram að kórsöngurinn „þótti hin bezta skemmtun“ og yrði hún endur- tekin sama kvöld „þar eð margir þurftu frá að hverfa í fyrra sinnið“. „Í auglýsingunni segir að það kosti eina krónu inn á tónleikana, og samkvæmt reikningum kórsins frá þessum tíma kemur fram að tekjur af tónleikunum voru 490 krónur, af því má ráða að hátt í 500 manns hafi hlýtt á sönginn á tvennum tónleik- um. Það er harla gott í fimmtán þús- und manna bæ, það samsvarar sjö þúsund manns í Reykjavík samtím- ans.“ Arinbjörn segir að húsið Báru- búð þar sem fyrstu tónleikarnir fóru fram, hafi staðið þar sem nú stendur Ráðhús Reykjavíkur og sam- komusalurinn hefur verið þar sem nú er aðalinngangur ráðhússins. „Hús- ið, Vonarstræti 11, var reist á upp- fyllingu í Tjörninni árið 1899 af sjó- mannafélaginu Bárunni. Það var tvílyft timburhús, klætt bárujárni og var eitt helsta samkomuhús bæjarins á fyrri hluta aldarinnar, en það var rifið árið 1945. Eftir það var lóðin nýtt sem bílastæði þar til að ráðhúsið var reist undir lok aldarinnar.“ Fyrsta auglýsingin Ungu mennirnir su ngu í Bárubúð. Fyrsta myndin Karlakór KFUM syngur við Ölfusárbrú sumarið 1922, fimm árum eftir stofnun hans. Þetta er elsta ljósmynd sem til er af kórnum. Einsöngvari þarna er Símon Þórðarson frá Hól en söngstjóri Jón Halldórson. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 Inntökupróf í Læknadeild HÍ Læknisfræði og sjúkraþjálfun Inntökupróf í Læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði verður haldið í Reykjavík fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. júní 2017. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin til og með 20. maí 2017. Skráning fer fram á netinu (www.laeknadeild.hi.is). Próftökugjald er 20.000 kr. Þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambæri- legu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Umsóknin telst því ekki gild fyrr en staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini eða rafrænt stúdentsprófsskírteini úr Innu hefur borist skrifstofu Nemendaskrár Háskóla Íslands, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík. Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en þá skal skila staðfestingu til Nemendaskrár Háskóla Íslands um að stúdentsprófi verði lokið áður en inntökupróf hefst. Staðfesting þarf að berast eigi síðar en 20. maí 2017. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um prófið og dæmi um prófspurningar sem finna má á heimasíðu Læknadeildar, www.laeknadeild.hi.is Undirbúningur prófsins fer fram af hálfu Læknadeildar með sérstakri ráðgjöf, m.a. frá kennurum framhalds- skóla og Menntamálastofnun. Inntökuprófið tekur tvo daga og samanstendur af fjórum tveggja tíma próf- lotum og Aðgangsprófi fyrir háskólastig (A-prófi) sem tekur 3,5 klst. A-prófið gildir 30% af inntökuprófinu. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2017 fá 48 nemendur í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði rétt til náms í Læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 20. júlí. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í Læknadeild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands. LÆKNADEILD hljóðskrám þegar gestir nálgast ákveðin svæði. Eins og sögurnar eru fram settar, nýtur gesturinn þess að kanna safnið án þess að þurfa að huga að tækinu. Ef gesturinn vill hins vegar frekari upplýsinar, þá eru þær tiltækar á skjánum, auk mynda og ítarefnis. Efnisvinna í höndum starfs- manns Fjarðabyggðar Allt efni sem birtist á stöðvunum er sett upp í appumsjónarkerfi Locatify en Birgir Jónsson, starfs- maður Fjarðabyggðar, vann það verk. Vandað var til handritsgerðar og hljóðvinnslu, en forritið inniheld- ur hljóð og texta, bæði á ensku og íslensku, en mögulegt er að bæta við öðrum tungumálum síðar í gegnum umsjónarkerfi Locatify. Sniðmát voru sérútbúin fyrir safnið en valin voru mismunandi lit snið- mát sem ríma við stöðvarnar á kort- inu með táknum sem tengjast sýn- ingunni. Myndir frá stríðinu renna yfir skjáinn og texti er við hverja stöð. Minjar um óvenjulega tíma Gestir Íslenska stríðsárasafnsins hverfa rúm 70 ár aftur í tímann, allt aftur til 5. áratugarins þegar heims- styrjöldin síðari geisaði. Sýningar safnsins gera þessu tímabili vönduð skil, bæði frá sjónarhóli hins al- menna hermanns í setuliði banda- manna og íbúa Reyðarfjarðar. Safnið er í bragga sem var hluti af stórum spítalakampi. Líkan af kampinum má sjá ásamt aðstöðu óbreyttra hermanna og yfirmanna. Fjöldi upprunalegra muna gæðir safnið lífi og veitir óvenjulega inn- sýn í þessa löngu liðnu tíma, þá ógn sem stöðugt vofði yfir en einnig hversdagslegar aðstæður og tísku- strauma. Íslenska stríðsárasafnið geymir minjar um óvenjulega tíma í lífi íslensku þjóðarinnar sem nú fyll- ast enn meira lífi með sjálfvirkum frásögnum af þessum merku tímum. Fjórðu og síðustu vortónleikar Karlakórsins Fóstbræðra þetta árið verða í dag, laugardag, kl. 15 í Norðurljósasal Hörpu. Á efnisskránni verða ís- lensk og erlend verk samin fyrir karlakóra, einsöngvari á tónleikunum verður Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir leikur á píanó. Gamlir Fóstbræður, kór fyrrverandi félaga Fóst- bræðra, koma einng fram. Kórinn frumflytur nýja tónsetningu Áskels Mássonar við kvæði Hann- esar Hafsteins, Storminn. Það er skemmtileg tilviljun að í tímaritinu Verðandi sem kom út 1882 birtust í fyrsta skipti nokkur ljóða Hannesar Hafstein. Eitt þessara ljóða var Stormur en annað ljóð var „Skarphéðinn í brennunni“ sem var fyrsta lagið á fyrstu tónleikum kórsins. Lokatónleikar í dag í Hörpu VORI OG AFMÆLI FAGNAÐ Ljósmynd/Karl Petersson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.