Morgunblaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // S ími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Jötunn kynnir Goes Iron og Goes Cobalt • Lengd: 2.130 mm • Þyngd: 371 kg • Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC • Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK • Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan • Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun • Rafléttistýri (EPS) • Diskabremsur framan og aftan • Bensíntankur 18 L • Bein innspýting (EFI) • Götuskráð • Dekk framan 25x8x12 • Dekk aftan 25x10x12 með vsk IRON 450 Kr. 1.259.000 • Lengd: 2.330 mm • Þyngd: 383 kg • Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC • Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK • Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan • Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun • Rafléttistýri (EPS) • Diskabremsur framan og aftan • Bensíntankur 18 L • Bein innspýting (EFI) • Götuskráð • Dekk framan 25x8x12 • Dekk aftan 25x10x12 með vsk Kr. 1.499.000COBALT MAX 550 • Lengd: 2.330 mm • Þyngd: 383 kg • Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC • Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK • Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan • Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun • Rafléttistýri (EPS) • Diskabremsur framan og aftan • Bensíntankur 18 L • Bein innspýting (EFI) • Götuskráð • Dekk framan 25x8x12 • Dekk aftan 25x10x12 með vsk Kr. 1.299.000IRONMAX 450 „Svona atburður er fyrst og fremst fagn- aðardagur fyrir verktakann og starfsmenn hans. Þeir hafa borið hitann og þungann af þessu verki í fjögur ár,“ segir Sigurður R. Ragn- arsson, forstjóri ÍAV, en í gær var sprengt síð- asta haftið á milli Eyjarfjarðar og Fnjóskadals. „Þetta er langþráður og kærkominn áfangi. Það var líka afskaplega notalegt að finna þing- eyska loftið koma hingað yfir í Eyjafjörðinn,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Barátta við dreka Skilið hafði verið eftir þriggja og hálfs metra haft til að sprengja á þessum tímamótum. Starfsmenn verktakans Ósafls og boðsgestir fóru fyrst inn að stafni Eyjafjarðarmegin þar sem búið var að mála táknræna mynd, ganga- mann í baráttu við eldspúandi dreka. Fjallið hef- ur verið gangamönnum erfitt og tafið mjög vinnu þeirra. „Það er mikilvægast að enginn starfsmaður sem hér hefur unnið hefur borið varanlegan skaða af þessari framkvæmd. Það tel ég kraftaverk miðað við það sem hér hefur gengið á,“ segir Sigurður. Sigurður og Benedikt Jóhannesson fjár- málaráðherra ávörpuðu gesti í útskoti og þaðan var síðasta haftið sprengt. Fólkið gekk því næst inn að stafni aftur og áttu samskipti við starfs- menn verktakans sem komu að honum Fnjóska- dalsmegin. Að því búnu var Ósafl með opið hús fyrir áhugasama á verkstæði fyrirtækisins. Þar kynntu starfsmenn vinnu sína við gangagerðina. Á annað hundrað manns komu þar við. Þegar búið var að aka í burtu grjótinu óku fyrstu bílarnir gegnum göngin. Verkið heldur áfram. „Við eigum eftir fimm- tán mánaða vinnu. Stærstu óvissuþáttunum er þó eytt, þegar við erum komnir í gegn,“ segir Sigurður. helgi@mbl.is Notalegt að finna þingeyskt loft  Síðasta haftið sprengt í Vaðlaheiðargöngum  Starfsmenn verktakans fagna lokum glímunnar við fjallið  Kraftaverk að enginn starfsmaður hafi borið varanlegan skaða af erfiðri framkvæmd Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Eldspúandi dreki Gangamenn hrósuðu sigri á fjallinu og öllum erfiðleikum þess. Gegnumslags- dagurinn var fyrst og fremst þeirra hátíðisdagur. Gleði og ánægja skein út úr öllum andlitum. Áfangi Fjármálaráðherra og tveir fyrrver- andi ráðherrar mættir til að fagna. Sprengt Þórunn Arnardóttir og Anita Lind Björnsdóttir ýta spenntar á rofann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.