Morgunblaðið - 29.04.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Mangójógúrt
Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt:
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Léttre kt síldarflök
Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Kostur, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin,
Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
- þess virði að smakka!
Sturla Geirsson segir nokkrar er-
lendar hótelkeðjur hafa sýnt því
áhuga að reka hótel í fyrirhuguðum
turni á Skúlagötu 26. Byggingin
verður á horni Vitastígs og Skúla-
götu. Hér fyrir ofan t.h. má sjá nú-
verandi hornhýsi og verður það rif-
ið. Teikningarnar af turnhýsinu
eru úr samþykktu deiliskipulagi
fyrir reitinn. Þetta eru því ekki
endanlegar teikningar.
Samkvæmt deiliskipulagi verður
heimilt að byggja 9.780 fermetra
ofanjarðar og 5.712 fermetra í
kjallara og stoðrýmum, alls tæp-
lega 16.000 þúsund fermetra.
Byggingin var upphaflega hluti
af áformum Rauðsvíkur en félagið
hefur nú ákveðið að fela öðrum
fjárfestum þetta verkefni.
Samkvæmt fyrra deiliskipulagi
var gert ráð fyrir þremur íbúða-
turnum á þessum hluta Skúlagöt-
unnar. Því skipulagi hefur verið
breytt og er nú einn turn eftir.
Sturla segir þetta götuhorn
henta vel fyrir hótel. „Bæði er þetta
frábær staðsetning fyrir hótel og
svo má aka bílum til og frá án þess
að vera að bögglast í þröngum mið-
borgargötum,“ segir Sturla. Hann
segir Rauðsvík hins vegar munu
endurbyggja Skúlagötu 30 og
byggja tvær hæðir ofan á húsið og
bakhýsi. Samkvæmt aðalskipulagi
verður þar heimilt að leigja íbúðir
til ferðamanna.
Teikning/T.ark arkitektar
Á horni Turninn verður á horni Vitastígs og Skúlagötu.
Rætt við erlendar keðjur
Morgunblaðið/Baldur
Vitatorg Þessi bygging mun víkja fyrir hótelturni.
Teikning/Arkþing
Við Bjarnarborg Rauðsvík hefur hafið uppbyggingu Hverfisgötu 85-93.
Teikning/T.ark arkitektar
Ný gata Drög að útliti bygginga á nýju göngugötunni. Þær eru í hönnun.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stefnt er að því að innan tveggja ára
verði framkvæmdum lokið við um
160 íbúðir á Barónsreit og Lauga-
vegsreit í miðborg Reykjavíkur.
Barónsreitur afmarkast af Bar-
ónsstíg, Hverfisgötu, Vitastíg og
Skúlagötu. Á reitnum er önnur og
óskyld lóð sem Íslandshótel íhuga að
nota til að stækka Fosshótel Baron.
Laugavegsreitur er þar til suðurs.
Fasteignaþróunarfélagið Rauðs-
vík stendur að baki framkvæmdinni.
Það er í eigu fjárfestanna Inga Guð-
jónssonar og Jóns Árna Ágústs-
sonar. Þeir fjárfestu áður í 90 íbúð-
um á Stakkholtsreitnum og var það
verkefni í samstarfi við ÞG Verk.
Sturla Geirsson verkefnisstjóri
sýndi blaðamanni svæðið í gær.
Verkefnið skiptist í þrjá hluta; upp-
byggingu um 60 íbúða á Laugavegs-
reit, sem verða til helminga í nýjum
og gömlum húsum, og byggingu 100
íbúða á Barónsreit. Þar af verða 70
íbúðir á Hverfisgötu 85-93 og 30
íbúðir á Skúlagötu 30. Hluti nýrra
íbúða þar verður í nýju bakhýsi.
Hér fyrir ofan (til vinstri) má sjá
drög að útliti hluta húsanna á
Laugavegsreitnum sem snúa að
Hverfisgötu. Gula húsið á myndinni
og litla svarta húsið vinstra megin
við það verða flutt. Þau eru nú aust-
an við blámálað hús á Hverfisgötu.
Sturla segir að gula húsið verði
endurbyggt og hækkað um eina
hæð. Þá verði bláa húsið tekið í
gegn, líkt og það svarta. Hin húsin á
teikningunni til vinstri hér fyrir ofan
eru nýbyggingar. Gula húsið verður
á horni nýs göngustígs sem verður
milli Hverfisgötu og Laugavegar.
Sturla segir líklegast að allar
íbúðirnar sem Rauðsvík byggir fari
á almennan markað, þótt við Skúla-
götu geti verið heimilt að reka gisti-
starfsemi. Á jarðhæð og í kjallara á
Hverfisgötu 85-93 verður verslun og
þjónusta. Meðalstærð íbúða þar
verður 67,5 fermetrar. Nýjar íbúðir
á Laugavegsreitnum verða stærri.
Teikning/Batteríið arkitektar
Hverfisgata 88-92 Á þeim hluta Laugavegsreitsins sem snýr að Hverfisgötu verða bæði nýbyggingar og endurgerð
timburhús. Austan við fyrirhuguð hús eru aðrir aðilar að byggja 80 íbúðir á baklóð Laugavegar 77.
Teikning/AOK/T.ark arkitektar
Vitaþorp Lituðu húsin verða endurgerð og í svonefndu Vitaþorpi. Ný gata
mun liggja um þorpið. Íbúðir þar eru hluti af 60 íbúðum á Laugavegsreit.
Laugavegsreiturinn er að mótast
Morgunblaðið/Baldur
Grunnur Horft út um glugga á baklóð Skúlagötu 30. Byrjað er að grafa
grunn fjölbýlishúsa á Hverfisgötu 85-93. Gula húsið á myndinni verður fært.
Rauðsvík hefur framkvæmdir við 160 íbúðir í miðborg Reykjavíkur Verklok áformuð vorið 2019