Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 20

Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 29. apríl 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.81 106.31 106.06 Sterlingspund 137.02 137.68 137.35 Kanadadalur 77.49 77.95 77.72 Dönsk króna 15.554 15.646 15.6 Norsk króna 12.409 12.483 12.446 Sænsk króna 12.008 12.078 12.043 Svissn. franki 106.79 107.39 107.09 Japanskt jen 0.9489 0.9545 0.9517 SDR 145.01 145.87 145.44 Evra 115.73 116.37 116.05 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.275 Hrávöruverð Gull 1265.55 ($/únsa) Ál 1954.0 ($/tonn) LME Hráolía 51.57 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Eimskip hefur samið við þýska bankann KfW IPEX- Bank um 80% lán vegna smíði tveggja skipa. Lánið er í evr- um og er til 15 ára. Gylfi Sigfússon, for- stjóri fyrirtækisins, segir í tilkynningu til Kauphallar að kjörin séu hagstæð fyrir Eimskip. Lánið er tryggt af China Export & Credit Insurance Corporation (Sinosure). Í janúar undirritaði skipafélagið samn- ing um smíði á skipunum tveimur við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipy- ard Co. Ltd. Samningsverð hvors skips nemur um 32 milljónum dollara og gert er ráð fyrir að skipin verði afhent á árinu 2019. Greiðslufyrirkomulag skipanna er að 40% af samningsverði er greitt á smíðatíma skipanna og 60% við afhend- ingu. Þýskur banki lánar Eimskip fyrir skipum Gylfi Sigfússon STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ísland er ekki lengur samkeppn- ishæft þegar kemur að starfsemi stórra tæknifyrirtækja sem eyða miklum fjármunum til rannsókna og þróunar. Þetta segir Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri leikjafyrirtækisins CCP á Íslandi. Stefanía, ásamt fulltrúum nýsköp- unar- og tækniiðnaðarins á Íslandi, átti nýverið fund með Benedikt Jó- hannessyni fjármálaráðherra vegna málsins þar sem vakin var athygli á þeirri staðreynd að ná- grannalönd eins og Bretland bjóða upp á mun hagfelldari skilyrði fyrir sambærileg fyrirtæki. Óvissa með stækkun hér á landi CCP stendur núna frammi fyrir því að ákveða hvort nýr tölvuleikur, sem fyrirtækið er með í þróun, verði stækkaður og framleiddur á Íslandi eða í Bretlandi að loknum undir- búningsfasa. Frumgerð leiksins hefur verið í þróun á starfsstöð fyrir- tækisins í Shanghai í Kína, en verkefnið verður flutt í heild sinni til Evrópu á næstu dögum, þar sem þróun verður haldið áfram. Verkefnið tel- ur 24 starfsgildi, en aðeins tæpur helmingur þróunarstarfsins verður hér á Íslandi. Þar með verður Ís- land af um 200 milljónum króna á ári, að sögn Stefaníu, sem er áætl- aður kostnaður við þróunarvinnu sem unnin verður í Bretlandi. Fari leikurinn í framleiðslu í kjölfarið er stóra spurningin hvar framleiðslu- starfið verði og hvar leikurinn verði gefinn út á endanum. Á Íslandi er 20% kostnaðar við rannsókn og þróun í tæknifyri- tækjum endurgreidd árlega, en 300 milljóna króna þak er á kostnaði vegna endurgreiðslu, sem þýðir að ef fyrirtæki eyðir meiru en 300 milljónum króna í rannsóknir og þróun á ári fæst engin endur- greiðsla. CCP fer auðveldlega upp fyrir það þak með rannsóknar- og þróunarvinnu sinni við EVE On- line, sem er framleiddur hér á Ís- landi. Öll ný þróunarverkefni njóta því engrar endurgreiðslu hér á landi. Bretland styrkir áfram um 20% Bretar hafa markvisst verið að efla laga- og stuðningsumhverfi sitt fyrir nýsköpunarfyrirtæki og bjóða 33% endurgreiðslu rannsókn- ar- og þróunarkostnaðar og setja ekkert þak á þann kostnað. Auk þess fá leikjafyrirtæki áframhald- andi 20% endurgreiðslu eftir að leikurinn fer í framleiðslu. „Ef horft er til hagkvæmni- og við- skiptasjónarmiða liggur í augum uppi að stækkun verkefnisins í framtíðinni fer fram í Bretlandi, en ég hef ástæðu til að trúa því að það sé verið að laga þessi mál hér á Ís- landi. Störfin sem fara til Bretlands á þessu ári hefðu skilað um 70 millj- ónum í skatttekjur til ríkissjóðs. Endurgreiðslan af þeim hluta verk- efnisins hefði verið um 40 milljónir ef hér væri ekkert þak á kostnaði vegna endurgreiðslu, sem þýðir að ríkið hefði samkvæmt þessu dæmi komið út í 30 milljóna króna plús.“ Hagstæðara fyrir CCP að framleiða nýjan leik erlendis Morgunblaðið/Styrmir Kári Skatttekjur CCP þarf nú að ákveða hvort nýr tölvuleikur verði framleiddur á Íslandi eða í Bretlandi. Leikjaiðnaður í sókn » CCP hagnaðist um 2,3 millj- arða á síðasta ári. » Félagið framleiðir leikina EVE Online, Gun Jack 1 og 2, Valkyrie og Sparc. » Starfsstöðvar eru í Reykja- vík, Shanghai, London, New- castle og Atlanta. » Enginn nýr leikur fram- leiddur á Íslandi síðan 2003. » Leikjaiðnaðurinn vex um 30% á ári.  Vill framleiða leikinn á Íslandi  Bretland lokkar leikjafyrirtækin til sín Stefanía G. Halldórsdóttir Hagnaður Össurar á fyrsta ársfjórð- ungi jókst um 13% á milli ára mælt í dollurum. Nam hagnaðurinn 10 millj- ónum dollara eða um 1,1 milljarði króna. Sala jókst um 17% á milli ára, þar af var 7% innri vöxtur. Stóran hluta veltuaukningar má því rekja til yfirtöku á fyrirtækjum á árinu 2016. Tekjurnar námu 131 milljón doll- ara á fjórðungnum eða um 14,7 millj- örðum króna. Hagnaður fyrir vaxta- greiðslur, afskriftir og tekjuskatt, þ.e. EBITDA, jókst um 26% milli ára og var 20 milljónir dollara eða um 2,3 milljarðar króna. Í afkomutilkynningu Össurar til Kauphallar segir Jón Sigurðsson for- stjóri það ánægjuefni að skila nú fjórðungi sem sýnir góðan innri vöxt og stöðuga arðsemi, í ljósi þess að fyrsti ársfjórðungur er jafnan sá slak- asti á árinu hjá félaginu. Sölunni er skipt í grófum dráttum á milli þriggja heimsálfa. Um 50% af sölunni voru í Evrópu, en undir þeim þætti í uppgjörskynningu heyra líka Mið-Austurlönd og Afríka. Þar nam vöxturinn 22% á milli ára. Sé litið til innri vaxtar var hann 11% á þessu svæði. Um 43% af sölunni áttu rætur að rekja til Ameríku og nam tekjuvöxt- urinn þar 10% á milli ára og var 1% vegna innri vaxtar. Loks skapaði sala í Asíu um 7% af tekjum Össurar. Markaðssvæðið í As- íu nær frá Pakistan til Nýja-Sjálands með sérstakri áherslu á Japan, Ástr- alíu, Kína, Kóreu og Indland. Salan á svæðinu jókst um 21% á milli ára og var innri vöxtur 14%. Markaðsvirði Össurar er 179 millj- arðar króna en gengið hefur lækkað um 14% á 12 mánuðum. helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Össur Jón er sáttur við innri vöxt og stöðuga arðsemi á fjórðungnum. Hagnaður Össur- ar jókst um 13%  Tekjur jukust um 17% og þar af er 7% innri vöxtur FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA Nutrilenk fyrir liðina GOLD NNA Vertu laus við LIÐVERKINA Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi „NUTRILENK GOLD GAF MÉR LÍFSGLEÐINA Á NÝ“ Náttúrul egt fyrir liðin a „Ég hef stundað skíði í 60 ár, línuskauta, hjólreiðar, fjallgöngur og svo æfi ég í ræktinni daglega. Fyrir nokkrum árum stóð ég frammi fyrir því að ökklarnir voru algjörlega ónýtir, aðallega vegna endalausrar tognunar á skíðum. Ástandið var orðið þannig að ég gat varla gengið. Læknirinn minn sagði að annar ökklinn væri svo illa farinn að það þyrfti að stífa hann. Þessar fréttir fundust mér vera endalokin fyrir mig og mín áhugamál og ég lagðist í mikið þunglyndi. Mér var bent áNUTRILENKGOLD sem ég ákvað að prófa og það gerði kraftaverk. Í dag fer ég á fjöll og geri nánast allt semmig langar til að gera algjörlega verkjalaus. Ef ég hætti að taka Nutrilenkið minnir ökklinn fljótt á sig. Ég skora á alla þá sem eru að glíma við svipuð vandamál að prófa þetta undraefniNUTRILENKGOLD sem gaf mér lífsgleðina á ný.“ Guðfinnur S. Halldórsson, sveitarforingi skíðasveitarskáta í Reykjavík og landskunnur bílasali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.