Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Allir velkomnir
Þorri Hringsson
Boðskort
Sýningaropnun í Gallerí Fold, laugardaginn 29. apríl, kl. 15
Ný málverk
Gallerí Fold 29. apríl – 13. maí
Einn af kunningjum mínum á Facebook varpaði nýlega fram þeirrifyrirspurn hvaðan væri komið orðtakið af íslensku eða erlendubergi brotinn sem oft heyrist í mæltu máli og í fréttum. Ég manvel hvenær ég sá það á prenti í fyrsta sinn. Það var í minning-
argrein sem faðir minn hafði skrifað um skólabróður sinn og hófst með þess-
um orðum: Hann var af norsku bergi brotinn. Ég hef verið svona 10 ára og
mikill ljóðaunnandi. Mér fannst þetta glæsilegt hjá pabba. Orðin minntu mig
á hendingar úr hátíðarljóði
Jóhannesar úr Kötlum:
brot af þínu bergi er
blik af þínum draumi.
Fyrirspyrjandinn á Face-
book virtist eitthvað argur
yfir þessu orðatiltæki og ég
er að nokkru leyti á sama máli. Ástæðan er ekki síst sú að það er ofnotað, til
þess fallið að draga fólk í dilka og stundum er því misþyrmt herfilega, t.d. hef
ég heyrt fólk segja af erlendum bergjum brotnum eða útlendum bergi brotið.
Það er sem sé oftast gripið til þess þegar útlendingar eða innflytjendur eiga í
hlut, helst ef þeir hafa gert eitthvað af sér.
En þótt ég væri svona hrifin af upphafsorðunum í minningargrein föður
míns kom mér seint í hug að leita skýringar á orðatiltækinu, fannst það bara
vera eðlilegt afsprengi lands, þjóðar og tungu. En svo virðist ekki vera. Sam-
kvæmt bókinni Mergur málsins eftir Jón G. Friðjónsson, útg. 1993, er það
þekkt frá 17. öld en á sér líklega rætur í biblíunni eins og svo margt annað í
íslensku máli. Þar er líkingin trúlega dregin af grjóthöggi en í 51. kafla Jes-
aja segir:
Hlýðið á mig þér sem sækist eftir réttlæti
þér sem leitið Drottins.
Lítið á klettinn sem þér voruð höggnir af
og brunninn sem þér voruð grafnir úr.
Það er því hvorki neitt rómantískt né þjóðernislegt við þennan uppruna og
merking orðtaksins trúlega sú að við séum öll af sama sauðahúsi eða börn
Drottins ef við viljum vera hátíðlegri. Samt finnst mér það vera fallegt eins
og svo margt í málinu sem er dregið af hversdagslegum líkingum í öndverðu
en hefur öðlast sjálfstætt gildi. Gætum þess bara að jaska því ekki út, beygja
það rétt og nota það ekki sem stimpil á óheppna útlendinga eða innflytj-
endur. Ef einhverjum finnst nauðsynlegt að taka fram að viðkomandi sé ekki
Íslendingur er miklu einfaldara að segja að hann sé af erlendum uppruna.
Af erlendu bergi brotinn
Tungutak
Guðrún Egilson
gudrun@verslo.is
Myndmál Af hvaða bergi ætli þessi sé brotinn?
Sl. miðvikudag veitti Marine Le Pen mótfram-bjóðanda sínum í frönsku forsetakosningunum,Emmanuel Macron, eins konar fyrirsát í verk-smiðju í Amiens í Frakklandi, sem framleiðir
Whirlpool-þurrkara. Macron hafði komið á miðviku-
dagsmorgun til fundar við trúnaðarmenn starfsmanna
verksmiðjunnar og sat með þeim á lokuðum fundi, þegar
Le Pen birtist óvænt og ræddi við starfsmenn, sem
höfðu uppi mótmæli utan húss. Í frönsku sjónvarpi birt-
ist Le Pen með fólkinu á meðan Macron lokaði sig inni á
fundi.
Af hverju var þessi verksmiðja svona eftirsóknarverð
fyrir forsetaframbjóðendur? Vegna þess að það stendur
til að loka verksmiðjunni og flytja starfsemina til Pól-
lands.
Tilvik af þessu tagi voru daglegt brauð í Bandaríkj-
unum undir lok síðustu aldar. Verksmiðjum var lokað og
fjöldi fólks missti vinnuna en starfsemin flutt til Mexíkó
eða Kína, þar sem tímakaupið var og er ekki nema lítið
brot af því sem það var og er í Bandaríkjunum.
Það var af þessum ástæðum meðal annars, sem mál-
flutningur Trumps gagnvart Mexíkó í kosningabarátt-
unni vestan hafs á síðasta ári fann svo mikinn hljóm-
grunn, sem kosningaúrslitin sýndu. Le Pen er að reyna
að endurtaka þennan leik í
Frakklandi með uppákomum af
því tagi, sem urðu í Amiens sl.
miðvikudag. Hún er að höfða til
hinna ófaglærðu, sem finna sér
ekki lengur málsvara á vinstri
vængnum.
Þessi dæmi frá Frakklandi og Bandaríkjunum eru að-
eins partar af miklu stærri mynd, sem er hin svonefnda
alþjóðavæðing á heimsvísu, sem mikið hefur verið
hampað á allmörgum undanförnum árum og þá ekki sízt
af jafnaðarmönnum á Vesturlöndum. Í henni felst m.a.
að tollmúrar í viðskiptum á milli landa hafa verið brotnir
niður. Mikil framleiðsla hefur færst til landa, þar sem
laun eru aðeins brot af því sem þau eru á Vesturlöndum.
Það þýðir að í löndum sem áður voru fyrst og fremst fá-
tæk hefur ný millistétt orðið til eins og m.a. í Kína. Það
er auðvitað jákvætt.
En starfsfólkinu í Whirlpool-verksmiðjunni í Amiens
finnst það vera á sinn kostnað. Í rökræðum er sagt, að
það verði til ný störf á Vesturlöndum vegna nýrra mark-
aða sem verði til m.a. í Kína. En ófaglærða fólkið í
Bandaríkjunum, sem hefur misst vinnu sína vegna al-
þjóðavæðingarinnar, kannast ekki við það. Þess vegna
kaus það Trump. Og þess vegna eru meiri líkur en minni
á að Le Pen fá atkvæði þessa fólks í Amiens en ekki
Macron.
Þótt verkalýðshreyfingin og jafnaðarmenn hafi fagn-
að alþjóðavæðingunni meira en aðrir eru það þó hin al-
þjóðlegu stórfyrirtæki sem fagna henni mest. Þau fá
sömu vöru framleidda með miklu minni tilkostnaði en
áður og það er misskilningur að þau skili þeim mismun í
vasa neytenda á Vesturlöndum. Langstærsti hluti hans
rennur í þeirra eigin vasa. Og þar er komin ein helzta
skýringin á vaxandi ójöfnuði í heiminum.
Með vissum hætti má segja að hinum alþjóðlegu stór-
fyrirtækjum hafi tekizt að gera jafnaðarmenn og verka-
lýðshreyfingar á Vesturlöndum að helztu talsmönnum
sínum og sinna hagsmuna, án þess að þessir „talsmenn“
hafi gert sér grein fyrir því. Þeir hafi orðið „nytsamir
sakleysingjar“.
Það er svo mál út af fyrir sig að í kjölfarið koma há-
skólaborgarar og sérfræðingar og útskýra fyrir almúg-
anum, að þeir sem hafa fyrirvara á alþjóðavæðingu sem
hefur þessi áhrif séu „einangrunarsinnar“ og jafnvel
„þjóðernissinnaðir pópúlistar“, en þeir sem láta sig engu
varða þótt fólkið í Whirlpool-verksmiðjunni í Amiens
missi vinnu sína og lífsframfæri, enda sjálfir í öruggu
skjóli ríkisráðninga, teljist til „frjálslyndra afla“.
Í raun og veru er fólkið, sem hér er vísað til í Amiens í
Frakklandi, í ósköp svipaðri
stöðu og nær 100 fjölskyldur á
Akranesi, sem kunna að missa
vinnu sína í haust vegna þess að
vinnslan á fiskinum verði flutt til
Reykjavíkur, þótt ástæður séu
ekki hinar sömu.
Annars er athyglisvert í því sambandi að enginn fjöl-
miðill hefur rifjað upp hvaða fyrirheit voru gefin varð-
andi atvinnu á Akranesi, þegar tvö fyrirtæki á Akranesi
og í Reykjavík voru sameinuð á sínum tíma. Voru það
ekki svipuð fyrirheit og voru gefin, þegar Guðbjörgin
var seld frá Ísafirði með kvóta?
Á mánudaginn kemur verður 1. maí, hátíðisdagur
verkalýðsins. Það eru ekki miklar líkur á því að þau
áhrif alþjóðavæðingar, sem hér hefur verið fjallað um,
verði til umræðu af hálfu verkalýðsleiðtoga á fundum
víðs vegar um landið. Líklegra er að langflestir verka-
lýðsleiðtogar vari við „einangrunarhyggju“ en að þeir
vari við alþjóðahyggju. Það á að vísu ekki við um verka-
lýðsleiðtogann á Akranesi, sem er einn af fáum í þeim
hópi, sem ekki hafa misst jarðsamband.
Þótt ójöfnuður sé minni á Íslandi en í flestum öðrum
löndum er sá efnamunur sem hér er fyrir hendi of mikill
fyrir svo fámennt samfélag. Og ástæða til að vekja at-
hygli á því oftar en einu sinni, að sá efnamunur hefur
ekki orðið til fyrst og fremst fyrir dugnað og útsjónar-
semi einstaklinga, þótt skemmtileg dæmi séu til um það,
heldur vegna vitlausra ákvarðana stjórnvalda. Og þar
hafa aðgerðir vinstri stjórnarinnar, sem hér sat 1988-
1991, orðið stórtækari og varanlegri en áhrif Sjálfstæð-
isflokksins í 18 ár þar á eftir.
En um það má heldur ekki tala, hvorki 1. maí né á
öðrum vettvangi, eins og dæmin sanna.
Alþjóðavæðingin og
fyrirsát Le Pen í Amiens
Hverju var Akurnesingum
lofað þegar fyrirtækin voru
sameinuð?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Miðvikudaginn 26. apríl 2017flutti ég erindi á málstofu í
Evrópuþinginu í Brüssel um,
hvers vegna ætti að minnast fórn-
arlamba alræðisstefnunnar. Lík-
lega voru nasistar valdir að dauða
um 25 milljóna manna og komm-
únistar um 100 milljóna.
Ég kvað engan ágreining um, að
minnast ætti fórnarlamba Helfar-
arinnar, eins hræðilegasta við-
burðar tuttugustu aldar. Við vilj-
um sýna þessum fórnarlömbum
virðingu og reyna að koma í veg
fyrir, að eitthvað sambærilegt
endurtaki sig. Enn skortir þó á
viljann og áhugann á að minnast á
sama hátt fórnarlamba komm-
únismans. Auðvitað var Helförin
einstæð í sögu mannkyns, sagði
ég, en hin kerfisbundna útrýming
hugsanlegra eða raunverulegra
andstæðinga kommúnismans var
líka einstæð. Nasismi og komm-
únismi eru sömu ættar.
Alræðisherrarnir Stalín og Maó
töpuðu ekki styrjöldum, svo að
ódæði þeirra voru ekki dregin
fram í dagsljósið í réttarhöldum
eins og í Nürnberg. Á sagnfræð-
ingnum hvílir sú frumskylda að
hafa það, sem sannara reynist.
Þar er niðurstaðan ótvíræð. Þau
gögn, sem aðgangur hefur fengist
að í kommúnistaríkjunum fyrrver-
andi, sýna, að þeir Robert Con-
quest og Aleksandr Solzhenítsyn
höfðu í öllum aðalatriðum rétt fyr-
ir sér um hið glæpsamlega eðli
kommúnismans.
Á sagnfræðingnum hvílir líka sú
skylda að tala fyrir hina þöglu,
sem sviptir hafa verið rétti eða
getu til að tala sjálfir. Alræð-
isherrarnir mega ekki sofna svefn-
inum langa í fullvissu um, að
myrkraverk þeirra hverfi með
þeim úr sögunni. Ég gerði orð
franska sagnfræðingsins Cha-
teaubriands að mínum: „Við hina
djúpu þögn undirgefninnar, þar
sem ekkert heyrist nema glamrið í
hlekkjum þrælsins og hvísl upp-
ljóstrarans, allir skjálfa af ótta við
harðstjórann og sami háski er að
vera í náðinni hjá honum og vekja
óánægju hans, birtist sagnfræð-
ingurinn, sem tryggja á makleg
málagjöld fyrir hönd alþýðu
manna. Neró dafnaði til einskis,
því að Tacitus hafði þegar fæðst í
Rómaveldi.“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Minningin
um fórnarlömbin