Morgunblaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Til þess að slíta sig frá öðr-um og ná toppsætinu áopnu móti sem telur yfir200 keppendur þarf að
vinna nokkrar lykilskákir og taka
áhættu. Anish Giri hefur stundum
verið legið á hálsi fyrir að reiða sig
um of á tæknilega þátt skákarinnar
en þegar hann hefur mætt til leiks
gegn sterkustu skákmönnum heims
rignir niður jafnteflum. Minnisstætt
er t.d. þegar hann gerði jafntefli í
öllum 14 skákum sínum í áskor-
endakeppninni í Moskvu í fyrra.
Á Reykjavíkurskákmótinu sem
lauk í Hörpunni á fimmtudaginn
fetaði hann kunnuglegar slóðir
framan af; hann takmarkaði áhætt-
una, vann skákir sínar gegn minni
spámönnunum og hélt sig með
hjörðinni sem fremst fór. Á loka-
sprettinum virtist hann vakna til
vitundar um það að til að ná sigri
yrði hann að þyrla upp ryki óviss-
unnar; sigrar hans með svörtu í átt-
undu og níundu bentu a.m.k. í þá
átt. Úrslitaskák mótins má telja við-
ureign hans í 9. umferð við „mann-
inn með sólgleraugun“, Baadur Jo-
bava, sem er án efa einhver
hæfileikaríkasti skákmaður heims.
Skákir þessa litríka Georgíumanns
eru alltaf athyglisverðar og þegar
hann er í stuði halda honum engin
bönd; á Ólympíumótinu í Baku fékk
hann 7 ½ v. úr tíu skákum á 1. borði
fyrir Georgíu og lagði að velli skák-
menn á borð við Topalov, Ponom-
ariov og Rapport. Í skákinni sem
hér fer á eftir reyndist áhorfendum
erfitt að ráða í þær myndir sem
birtust á skákborðinu. „Vélarnar“
sátu þó við sinn keip og mátu
ástandið á borðinu þannig að að allt
væri í himnalagi hjá Giri jafnvel þó
svo að peð hans á drottningarvæng
þurkuðust út:
Reykjavikurskákmótið 2017; 9.
umferð
Baadur Jobnava Anish Giri
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4
Db6 8. Rb3 Rbd7 9. Be2 Be7 10.
Dd3 Dc7 11. O-O
Eftir að hafa hafnað „tillögu“ Gir-
is í 7. leik, að tefla upp „eitraða
peðs-afbrigðið“, sem hefst með 8.
Dd2 Dxb2 9. Hb1 eða 9. Rb3, sættir
Jobava sig við stöðu sem er þægi-
legt að tefla með svörtu.
11. … b5 12. a3 Bb7 13. Kh1 Hc8
14. Hae1 O-O 15. Dh3 Hfe8 16. Bd3
e5 17. fxe5 dxe5 18. He3!?
Hér mátti eiga von á 18. Rxd5 en
eftir 18. … Rxd5 19. exd5 Rf8
kemst hvítur ekkert áfram.
18. … Rf8 19. Re2 Dd7 20. Hf5
De6 21. Rd2 R6d7 22. Bxe7 Hxe7
23. Rb3 g6 24. Dg3 Rf6 25. Hf1
R8d7 26. De1 Kg7 27. Rg3 h5!
„Najdorf-elementin“ eru hér
komin fram í öllu sínu veldi.
28. Re2 Hh8 29. h3 Db6 30. Rg1
h4!
Eftir þennan einfalda leik þarf
hvítur að glíma við veikleika á g3 og
f4.
31. Rf3 Hee8 32. Kh2 Hh5 33.
He2 Heh8 34. Df2 Dxf2 35. Hfxf2
g5 36. Hf1 g4 37. Rfd2 Hg5 38. c4
Rh5 39. cxb5 axb5 40. Bxb5 Rdf6
41. Rc5 Bc8 42. Hee1 Rf4 43. hxg4
Rxg4 44. Kh1 Rf6 45. Rd3 Hg3!
- Sjá stöðumynd 1 -
Ein aðalhótun svarts er að leika
h-peðinu til h3. Þannig má svara 47.
Rxf4 með 47. … h3! t.d. 48. gxh3
Bxh3! 49. Kh2 exf4 50. Hxf4 Hg2+
og riddarinn á d2 fellur.
46. Hf3 Bg4 47. Hfe3 Hxg2
Ekkki slæmt en „Houdini 5“
bendir á að 47. … Bd7! sé sterkara
t.d. 48 Bxd7 Rxd3 o.s.frv.
48. Rc4 Hc2 49. Rdxe5?
Hann varð að leika 49. Rcxe5 en
svartur ætti að vinna eftir 49. ..
Rg2.
49. … R6h5!
Frábær leikur sem gerir út um
taflið. Hvítur ræður ekkert við ridd-
arana.
50. Kg1 Rg3 51. Hxg3 hxg3 52.
Re3 Rh3+
- og Jobava lagði niður vopnin.
Hann verður mát í næsta leik.
Frábær endasprettur færði Giri sigur
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Maðurinn með sólgleraugun Baadur Jobava að tafli í Hörpunni.
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Við sérhæfum okkur í miðlun á sviði fyrirtækja, sjávarútvegs og fjármögnunar.
www.vidskiptahusid.is
Til sölu einkahlutafélag sem á og rekur
2 íbúðir í skammtímaútleigu í miðbæ
Reykjavíkur.
Fasteignirnar eru á Skólavörðustíg 2, 3ja
og 4ja hæð, samtals birt stærð eignanna
er 268,9 fm.Óskað eftir tilboði.
Fjárfestingartækifæri
Ólafur Steinarsson
Sími: 822 7988
olafur@vidskiptahusid.is
Nánari upplýsingar veitir: