Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 30

Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 ✝ Pétur KristinnJónsson frá Hellum fæddist 1. febrúar 1924 á Varmalæk í Borg- arfirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borg- arnesi 21. apríl 2017. Foreldrar hans voru Jón Jak- obsson bóndi, fæddur 1888, dáinn 1971, og kona hans Kristín Jónatans- dóttir, fædd 1883, dáin 1967. Bræður hans voru Jakob, fæddur 1916, dáinn 2004, og Kristleifur, fæddur 1919, dáinn 1986. Pétur kvæntist 22. des- ember 1948 Sólveigu Ernu Sig- fúsdóttur frá Vogum í Mý- vatnssveit, f. 15. febrúar 1927. Foreldrar hennar voru Sigfús Hallgrímsson bóndi, f. 1883, d. 1966, og Sólveig Stefánsdóttir frá Öndólfsstöðum í Reykjadal, f. 1891, d. 1967. Börn Péturs og Ernu eru: a) Kristín Berg- Jónasi Pétri Péturssyni, f. 24. desember 1956. Börn Sólveigar eru Stefán Pétur, Alma Dröfn, Ásgeir og Pétur. Barnabörnin hennar eru þrjú. Pétur ólst upp á Varmalæk þar sem hann fékk ungur tilsögn í hljóðfæraleik hjá Birni Jakobssyni föðurbróð- ur sínum. Hann var við nám frá 1940-1942 í Héraðsskól- anum í Reykholti og frá 1942- 1946 stundaði hann nám í tón- listarskóla í Reykjavík. Árið 1947 byggði Pétur ásamt konu sinni nýbýlið Hellur. Þar bjó hann alla sína starfsævi, var garðyrkjubóndi og stundaði fjárbúskap frá 1954. Hann starfaði einnig sem tónlistar- kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og var organisti. Hann var í stjórn Sauðfjár- ræktarfélags Andakílshrepps, var hreppsnefndarmaður og hreppstjóri í mörg ár og gegndi einnig öðrum trúnaðar- störfum fyrir sveitarfélagið. Útför Péturs fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 29. apríl 2017, og hefst athöfnin klukk- an 12. Jarðsett verður í Bæj- arkirkjugarði. ljót, f. 29. desem- ber 1949. Fyrrver- andi eiginmaður Ingvar S Jónsson, f. 20. október 1951. Börn þeirra eru Pétur, Jón Arnar og Erna. Barnabörn Berg- ljótar eru átta. b) Sigfús Már, f. 4. október 1951, kvæntur Helgu Ægisdóttur, f. 18. febrúar 1956. Börn þeirra eru Sindri Már og Máni Marteinn. Barna- börn Sigfúsar og Helgu eru þrjú. c) Jón, f. 14. október 1952, d. 13.janúar 2016. d) Sig- urður, f. 6. maí 1956. Fyrrver- andi eiginkona Jóninna Huld Haraldsdóttir, f. 2. nóvember 1957. Börn þeirra eru Þóra Björg, Ingi Rafn, Hjördís Erna og Haraldur. Barnabörn Sig- urðar og Jóninnu eru níu. e) Sólveig, f. 28. mars 1960. Fyrr- verandi eiginmaður Benedikt Jónsson, f. 9. apríl 1951. Gift Ég held að ég hafi verið fjög- urra eða fimm ára þegar ég hóf að fara í fjárhús með afa á hverjum degi til þess að sinna bústörfum. Það gerði ég með honum þangað til ég fór til Akureyrar í fram- haldsskóla. Þegar kom að því að fara í fjár- húsin þá kom hann yfir og kallaði á mig. Við tölum um að fara yfir þegar farið er á milli húsanna á Hellum. Yfirleitt heyrðist hann segja, „er einhver aðalmaður hér“ og það var merki um að ég ætti að fara í vinnugalla og niður í fjárhús með honum – en fyrst, að fara yfir í kaffitíma og leggja sig í smá- stund. Svo settum við hendur fyr- ir aftan bak og gengum löturhægt niður í fjárhús. Þar sem mitt fyrsta hlutverk var að klappa hrútunum, finna handa þeim besta heyið í hlöðunni og taka handfylli af því til þeirra. Við velt- um fyrir okkur persónuleika hrút- anna. Af hverju voru sumir þeirra styggir og sumir spakir? Reynd- um gjarnan að vingast við þá sem voru styggir með því að klappa þeim þó þeir vildu það ekki. Sópa, klappa hrútum, vatna, taka til hey, gefa, undirbúa hey fyrir næsta morgun, dytta að ein- hverju, heim að leggja sig. Þannig var verkferlið yfirleitt hjá okkur á veturna. Afi var vanafastur maður. Hver dagur átti sín verk sem þurfti að vinna og hverri árstíð fylgdu ákveðin verkefni. Hann naut hvers dags. Var með einstakan húmor og gat gert hversdagsleik- ann að mestu skemmtun. Hann spilaði á píanó á hverjum degi, las bækur og lagði sig bæði eftir há- degismat og kaffitíma. Hann var glettinn við okkur börnin þegar við vorum mörg í sveitinni á sumr- in. Þóttist stundum ætla að pissa á kofa sem við frændur Stefán Pét- ur Sólveigarson höfðum smíðað í leyfisleysi. Sem varð til þess að við settum læsingu á hurðir og klæddum kofana að innan með plasti. Svo hló afi fyrir utan kof- ann og stríddi okkur. Hann var með okkur alla daga. Hann vakti okkur um helgar með píanóspili. Kynnti mig fyrir fugl- um sem höfðu fasta búsetu á Hellum – „hvað eru tjaldarnir að gera sýnist þér,“ sagði hann. „Ertu búinn að sjá halta karrann í dag?“ Hann var góður bóndi og lítillátur. Hafði ekki gaman af því að senda lömbin í sláturhús. Vildi frekar leggja rækt við vinskap við dýrin, planta trjám, rækta land og vera meðal fólks. Segja brandara og ræða mál við gesti og heima- menn. Fólk laðaðist að honum. Við barnabörnin lékum við hann og fólk sem þekkti hann sótti í að hitta hann. Afi var frumkvöðull. Amma og afi breyttu landi sem ekkert var í glæsilegt ræktarland. Nýttu heitt vatn í gróðurhús og framleiddu ýmislegt, mest gúrkur og tómata, einnig vínber, papriku, epli, chili svo eitthvað sé nefnt. Ég fór í gróðurhúsin á hverjum degi á sumrin að passa upp á hitann, tína af, skera af, dytta að, rétta af bognar gúrkur með því að hengja lítil lóð á þær, fara í kaffi til ömmu, leggja sig, vakna, muna að teygja sig, slá gras, planta, „hvar skyldi halti karrinn vera“, labba lötur- hægt með hendur fyrir aftan bak í gegnum allan Stóra skóg bara við tveir og reka kindurnar heim. Afi hafði gaman af því að þrefa við fólk um heimsmálin en hann var átakafælinn og þoldi ekki að rökræða um erfið mál. Fékk pabba í málið ef einhver kind var í sárum og þurfti að aflífa. Ég veit ekki til þess að hann hafi oftar en einu sinni aflífað kind. Það gerði hann til þess að ég þyrfti ekki að gera það. Ingi Rafn Sigurðsson. Elsku afi. Þar sem ég sit hér og hugsa til þín rifjast ýmislegt upp úr barnæskunni þar sem ég ólst upp við hliðina á þér og ömmu. Þú varst tónlistarkennarinn minn frá sex ára aldri en þú kenndir mér svo miklu meira en bara að spila á píanó. Þú kenndir mér að skynja og skilja tónlist með hjartanu. Þú hafðir alla þolinmæði heimsins fyrir þessari litlu stelpu sem var nú oft bara að gera einhvern ósk- unda með hárið út í loftið eins og Ronja ræningjadóttir. Það var heilmikill aldursmunur á okkur, þú varst tæplega sextugur þegar ég fæddist en ég upplifði aldrei að við værum að neinu leyti ójöfn, bara á mismunandi stað í lífinu. Þegar ég var eitthvað um átta ára aldurinn þá var Ingi bróðir búinn að kenna mér alls konar fimleika og ég vildi sýna þér þá á túnblett- inum heima. Þér leist nú svo sem ágætlega á þetta en taldir að það mætti bæta aðeins hjá mér, spurðir mig hvort amma væri nokkuð úti á stétt og þegar ég neitaði því þá glottirðu í kampinn, tókst tilhlaup og sýndir mér hvernig maður færi í kraftstökk, með því að gera það sjálfur. Þó ég hafi verið lítil þarna þá skyldi ég samt að þetta var nú kannski svo- lítið óvanalegt og ég finn hvað þessi minning er lýsandi fyrir það hversu gaman þú hafðir af lífinu. Dag eftir dag dreg ég að mér anda þinn anda að mér daglega út og inn já dag eftir dag. Fljúga um í huga mér augnablik er fleyta sér á tímans hafi fley sem áfram líða. Nótt eftir nótt læðast að mér hljóðlega laumast inn í huga minn næturljóð já nótt eftir nótt. Fljúga um í huga mér augnablik er breyta sér í bát er siglir um á tímans hafi. Sumarið kemur og fer staldrar haustið við síðan vetur, desember já svo kemur vor eftir langa bið sem betur fer birtir í huga mér. Það húmar að hljóðlega ég hverf á braut andi minn svo tímalaus fjarar út og hverfur í tímans haf Brjótast um í huga mér augnablik er breyta sér í bát er siglir um á tímans hafi. (Magnús Þór Sigmundsson) Kær kveðja Hjördís Erna Sigurðardóttir. Á hverju ári reyni ég að komast í sauðburð, að læra og lesa og vaka, vil ekki missa af þessum tíma þótt ég geri ekki nema hálft gagn. Það er eitthvað við hann sem róar mig, hreinsar hugann og setur mig í annan takt, finn þá yf- irleitt hvað það er langt síðan ég hef náð sambandi við sjálfa mig. Það er þessi tími þegar allt rennur saman einhvern veginn, dagur og nótt, draumar og veruleiki, líf og dauði, svo stutt á milli og allir verða pínulítið ruglaðir, æstir í skapinu og dreymandi í senn. Lyktin af jörðinni að vakna og hneggið í hrossagauknum, allt tal- ið um veðrið, fuglana og skepn- urnar. Ég held að vorið hafi verið uppáhaldsárstíminn hans afa Pét- urs. Hann sagði það ekki, en mað- ur fann það. Afi sagði kannski stundum fátt en nærvera hans var samt svo merkingarbær. Hann var hæglátur og hógvær, nærgæt- inn en vakandi fyrir umhverfinu, fólki og náttúrunni. Hvert verk fékk sinn tíma en vannst oftast vel, hann var snyrtimenni og mjög reglusamur. Við göntuðumst ein- hvern tímann með það barnabörn- in, þegar hann var einmitt á þess- um árstíma að smíða stíurnar fyrir sauðburðinn, að hann hefði hætt að negla í miðju kafi og því aðeins neglt naglann til hálfs því það var kominn hádegismatur. Eftir hádegishléið hélt hann síðan áfram þar sem frá var horfið og rak naglann í gegn. Tíminn hljóp ekki í burtu frá afa en samt var hann ekki afkastalítill. Hann vann ekki í skorpum eða æsingi þótt verkefnin væru árstíðabundin og reyndi ekki að keppast við að spara tímann með því að gleyma að njóta hans og tapa honum þannig. Verk bóndans klárast auðvitað aldrei en afi kunni þá list að njóta verkanna meðan hann vann þau. Þannig lifði afi vel. Afi og amma á Hellum. Lifðu fallega. Afi var tónlistarkennari og kenndi mér að spila á hljóðfæri. Það hefur verið sagt að kennarar geti kennt á þrjá vegu, af metnaði, með ótta og af kærleika. Afi kenndi af kærleika og í raun hugsa ég að hann hafi trúað því að fólk hefði einstaklingseðli. Hann reyndi ekki að breyta neinum og var ekki kröfuharður þannig að maður reyndi ekki að vera öðru- vísi eða betri en maður var. Stundum man ég að hann sagði sposkur: „Jæja, ertu nokkuð búin að æfa þig?“ Hann vildi samt að maður spilaði fallega – sem þýddi ekki hátt – og það mátti ekki „glamra“. Afi gat verið glettinn og hæðinn en aldrei meinfýsinn. Hann var organisti þótt hann væri ekki mikill guðsmaður, hann hlustaði mikið á tónlist og spilaði jafnt klassíska tónlist sem dæg- urlög ekki síst svo við krakkarnir gætum sungið. Á sumrin fórum við í kvöldkaffi til ömmu og feng- um þá gjarnan köku eftir að syngja Hægt og hljótt við undir- spil afa. Barnæskan mín var ævintýri og stór hluti af henni eru samvist- ir mínar við ömmu mína Ernu og afa minn Pétur. Hún er grundvöll- ur tilveru minnar og þegar ég þarf þess við þá læt ég draumana blíða bera mig upp brekkuna heima að Hellum. Afi gengur niður að fjárhúsum, í bláa vinnugallanum með kaskeiti á höfðinu, hendur fyrir aftan bak, hlustandi á fuglana, beygjandi sig kannski niður til að taka upp lítinn snærisspotta og setja í vasann, gengur hægt en jafnt, vakandi fyrir náttúrunni, fjöllunum, fugla- söngnum, veðrinu, „veistu hvað það þýðir þegar ljósar undir?“, gengur út í vorið, árstímann sem hann unni svo vel. Þóra Björg Sigurðardóttir. Nú, þegar Pétur Jónsson er kvaddur hinsta sinni, leita á hug- ann og hlaðast í fallegan minn- ingavegg ótal fallegir steinar. Veggurinn liggur ekki við heimreiðina til að allir rati heim, heldur af hlaðinu og út í stærri heim, til að fræðast og freista gæf- unnar. Við munum eftir Pétri þar sem hann sat daglangt við píanóið og benti litlum fingrum á réttar nótur, að úr yrði lag, óður til lífs- ins. Þar sýndi hann öllum jafna hlýju og áhuga án tillits til færni. Fylgdi nemendum á leið þeirra, fremur en að skikka þá til fyrir- fram ákveðinnar bókar. Á kennarastofunni var hann kyrrlátur, athugull en líka ræðinn og spaugsamur. Hann reyndist hógvær ístöðumaður tónlistar í grunnskólanum, er stóð vörð um það, að nemendur gætu stundað námið á skólatíma og fléttaði það sem best hann mátti inní stunda- skrá hvers og eins. Sjálfsagt þótti að læra á píanó, ekkert síður en aðrar námsgreinar. Hugur hans til samstarfs og stuðnings við skólastarfið kom í ljós þegar mikið stóð til. Hann lék fyrir söng og dansi á litlu jólunum, í atriðum á árshátíð eða öðrum skemmtunum og við skólaslit léku jafnan nemendur hans. Hann var manna umburðarlyndastur þó viljinn væri oft meiri en getan og mat áræði og óttaleysi framar öðru. Einn veturinn voru allir á heim- ilinu okkar í píanónámi hjá Pétri, fullorðnir og börn. Með innsæi sínu, þolinmæði og húmor kom hann þeim til nokkurs þroska. Samstarfið einlægt og jákvætt, kórónaðist jafnan á þrettándan- um heima. Það var þeim hjónum svo eðlilegt að koma og slá upp há- tíð, þar kristallaðist þeirra lífs- mottó, að maður er manns gaman. Pétur við hljóðfærið og jólalögin streymdu fram, hækkuð eða lækkuð í tónhæð – allt eftir þörf- um. Erna tók undir með sinni þýðu og hljómmiklu rödd og dans- inn dunaði í litlu stofunni, stemn- ing sem aldrei gleymist. Þá er vert að geta þess og þakka, að mörg haust nutu hrossin okkar kjörlendis á Hellum. Ungur að aldri gerðist Pétur handgenginn jazzsveiflunni, lék um skeið á skemmtistöðum í höf- uðborginni og þótti efnilegur. Síð- ar á lífsleiðinni kom það fyrir að hann þótti í hreinskilnara lagi þegar tónlistarflutningur var til umræðu og væri oftar en ekki nei- kvæður. Þá hafa menn líklega ekki áttað sig á því hve víðsýnn og næmur hann var. Hann var ekki maður ills umtals en hin brotna laglína jazzins hafði opnað honum annan og dýpri skilning á hinu hefðbundna hljómfalli. Á bak við rólegt fas Péturs logaði eldmóður og vilji til framfara og þarflegra verka. Borgarfjarðarhérað kveð- ur nú aldinn son sinn sem ekki stóð á torgum eða barst mikið á, heldur hlúði að því sem nær hon- um stóð. Eiginleikar hans veittu honum og fjölskyldunni lífsfyllingu. Hann naut þess að grúska, ræktaði jarð- arfold fyrir féð sitt og moldina mjúku og hlýju við yl undir gleri. Fegurð lífsins leitaði hann einnig uppi á ferðalögum og við brunn tónlistarinnar. Steinunum í hleðslunni verður nú lofað að gróa saman, íklæðast mosahulunni. Við þökkum og söknum vinar, biðjum honum blessunar og að Guð styrki fólkið hans að heiman og heim. Jónína og Guðlaugur. Pétur Jónsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN H. GÍSLASON vélvirki, Eskivöllum 1, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 23. apríl. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 4. maí klukkan 13. Gestheiður Þorgeirsdóttir Gísli Vagn Jónsson Bryndís Garðarsdóttir Katrín Kr. Ankjær Hans Ankjær Gestur Kristinsson Oddný Guðmundsdóttir Esther Kristinsdóttir Sigurður Bergsteinsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, INGIBERGUR AÐALSTEINSSON frá Tálknafirði, Gnoðarvogi 14, Reykjavík, lést mánudaginn 24. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. maí klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið. Birgir Aðalsteinsson Þorsteinn Aðalsteinsson Guðrún Aðalsteinsdóttir Ástráður Örn Gunnarsson Stella Aðalsteinsdóttir Örn Þórisson og frændfólk Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RAFN HARALDSSON frá Bræðrabóli, Ölfusi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 25. apríl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. maí klukkan 15. Sigurbjörg Jónsdóttir Daði Rafnsson Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir Hlín Rafnsdóttir Derek Murphy Rafn Haraldur Rafnsson Ásgerður Kristrún Sigurðard. Sigríður Rafnsdóttir Manello Marakabei og barnabörn Frænka okkar, HULDA PÁLMARSDÓTTIR, Baugatanga 3, áður Fálkagötu 28, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 8. apríl. Útförin fer fram í Neskirkju fimmtudaginn 4. maí klukkan 13. Fyrir hönd ættingja, Sigurlína, Pálmar, Dagný og Axel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.