Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 31

Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 ✝ Gunnar Run-ólfsson fædd- ist á Ásbrands- stöðum í Vopnafirði 27. mars 1927. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunda- búð 13. apríl 2017. Foreldrar hans voru Guðrún Jóns- dóttir húsfreyja, f. 18. maí 1899 í Leirhöfn í Presthólasókn, d. 11. mars 1992, og Runólfur Guðmundsson, bóndi og póst- ur, f. 21. janúar 1898 að Haga í Vopnafirði, d. 4. janúar 1989. Systkini Gunnars: 1) Einar bóndi á Ásbrandsstöðum, f. 2. nóvember 1921, d. 30. mars 2003. 2) Björg Halldóra hús- freyja að Hlíðarhúsum í Jök- ulsárhlíð, f. 24. júlí 1923, d. 3. fór einnig á vertíðir í Vest- mannaeyjum. Gunnar byrjaði ungur í vegavinnu og 9 ára gamall hafði hann þann starfa að teyma kerruhesta í vega- vinnu við sýsluvegi. Runólfur faðir hans var verkstjóri í sýsluvegagerð fram undir 1952. Um árið 1950 eignaðist Gunnar sína fyrstu vörubifreið og aðalstarf hans um ævina var sem bifreiðarstjóri. Starf- aði hann um árabil hjá Vega- gerðinni en sinnti einnig marg- víslegum öðrum verkefnum fyrir bifreið sína. Hann átti ætíð heimili Ásbrandsstöðum og gekk þar að öllum bústörf- um þegar vinna utan heimilis kallaði ekki. Síðustu árin dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu Sundabúð í Vopnafirði. Útför Gunnars verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 29. apríl 2017, og hefst athöfn- in kl. 14. Jarðsett verður í Hofskirkjugarði. mars 2013. 3) Kristín bóndi og húsfreyja á Ás- brandsstöðum, f. 6. desember 1928, d. 25. maí 2015. 4) Guðný Sigurbjörg, húsfreyja að Fag- urhól og Torfa- stöðum í Vopna- firði, f. 17. október 1930, d. 3. ágúst 2016. 5) Sigrún bóndi og húsfreyja á Ás- brandsstöðum, f. 8. júlí 1934. 6) Lára, húsfreyja á Hámund- arstöðum í Vopnafirði og síðar á Akureyri, f. 8. júlí 1934. Gunnar stundaði nám í Al- þýðuskólanum á Eiðum og Smíðaskólanum í Hólmi í Landbroti. Hann starfaði tíma- bundið við byggingu Andakíls- árvirkjunar í Borgarfirði, en Hann Gunnar á Ásbrands- stöðum hefur kvatt þessa jarð- vist rúmlega níræður að aldri. Þegar ég kynntist heimilis- fólkinu á Ásbrandsstöðum fyrir rösklega hálfri öld var Gunnar á besta aldri. Starfaði sem vöru- bílstjóri og vann á sumrin hjá Vegagerðinni en sinnti þess ut- an ýmsum öðrum verkefnum með atvinnutæki sitt auk þess sem hann tók þátt í bústörfum eftir því sem til féll hverju sinni. Gunnar hafði á yngri árum sótt nám hjá Alþýðuskólanum á Eiðum og var einnig einn vetur í Smíðaskólanum í Hólmi í Land- broti, auk þess sem hann starfaði um tíma við byggingu Andakíls- árvirkjunar í Borgarfirði og fór á vetrarvertíðir í Vestmannaeyj- um. Hann var bókhneigður og las mikið sér til fróðleiks og skemmtunar og þá ekki síst eitt og annað sem snerti þjóðlegan fróðleik og ættfræði, enda var ekki komið að tómum kofunum hjá honum þegar slík efni bar á góma. Annars var hann ekki mikill málskrafsmaður og að öðru jöfnu fremur hlédrægur. Mér er í minni eftirminnileg ferð sem við Heiðrún ásamt Sig- rúnu systur hans og Kristjáni Kristinssyni, ungum frænda hans fórum á sínum tíma um Ax- arfjarðarheiði, Axarfjörð og Mel- rakkasléttu. Þar sýndi Gunnar okkur staðinn þar sem afi hans, Guðmundur Kristjánsson póstur, hafði þurft að láta fyrirberast og grafa sig í fönn í hríðarveðri í póstferð á Axafjarðarheiðinni, en Guðmundur og Runólfur sonur hans og faðir Gunnars og þeirra systkina, voru landpóstar á svæðinu frá Fossvöllum í Jökuls- árhlíð norður að Víkingavatni í Kelduhverfi um áratugaskeið. Ekki var síður áhugavert að koma með Gunnari að eyðibýlinu Hrauntanga á Axarfjarðarheiði, þar sem Halldóra amma hans og Níels seinni maður hennar bjuggu og dvaldi Gunnar hjá þeim um tíma á unga aldri. Við heimsókn á þessa staði er auðvelt að gera sér í hugarlund hve erfitt hlýtur að hafa verið að búa á slíkum stöðum og fram- fleyta sér og sinni fjölskyldu. Síðustu æviárin dvaldi Gunnar á Hjúkrunarheimilinu Sundabúð í Vopnafirði. Lífsþróttur hans dvínaði og minnistap háði honum síðustu árin. Oftast var hann samt með bók fyrir framan sig þegar við heim- sóttum hann. Einnig í okkar síð- ustu heimsókn í mars síðastliðn- um. Við Heiðrún þökkum Gunnari fyrir samfylgdina á liðnum ára- tugum og vottum ættingjum hans innilega samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Hermann Hansson. Gunnar Runólfsson Hér er kvödd hinstu kveðju elskuleg systir mín og frænka okkar, Ragnhildur Gunnarsdóttir frá Bakkagerði í Reyðarfirði. Raggý, eins og hún var gjarnan nefnd, var einstök kona sem gott var að leita til hennar. Hún hafði góða nærveru, hæglát í fasi og var alltaf svo kærleiksrík og hlý. Allt lífshlaup systur minnar einkenndist af góðmennsku og hjálpsemi í garð annarra og hún var alltaf tilbúin að hjálpa þeim sem henni stóðu næst. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Kveðjustundin er sár en ljúf- ar minningar munu lifa áfram, veita okkur huggun og ylja um ókomin ár. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Ragnhildur Sigfríð Gunnarsdóttir ✝ RagnhildurSigfríð Gunn- arsdóttir fæddist 15. maí 1937. Hún lést 10. apríl 2017. Útför hennar fór fram 24. apríl 2017. Blessuð sé minning systur minnar, Ragnhild- ar Gunnarsdóttur. Kæru aðstand- endur, ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð geymi ykk- ur og sendi ykkur styrk. Una Sigríður Gunnarsdóttir, Dvalarheim- ilinu Uppsölum og fjölskylda. Okkur langar til að minnast hennar Ragnhildar með nokkr- um orðum. Hún Ragnhildur hefur alltaf verið stór hluti af fjölskyldunni okkar hér á Laugalæknum eða allt frá því að Hlynur og Addý kynntust. Minningarnar eru ótalmargar í hugum okkar og munum við sakna hennar alltaf þegar fjölskyldan kemur sam- an. Ragnhildur var ávallt ljúf og afar umhyggjusöm við okkur. Hún mundi eftir öllum afmæl- isdögum og kom færandi hendi með gjafir fyrir alla. Eins var hún virkur þátttakandi í lífi okkar og fylgdist vel með því sem við vorum að gera. Ragnhildur var hæg og róleg en naut sín vel í okkar hefð- bundnu fjölskyldusamveru- stundum, eins og að skera út laufabrauð, taka þátt í gleðskap á gamlárskvöldi, mæta í afmæli og við fleiri tilefni. Stutt var í kímni hjá Ragn- hildi og það gátu dottið upp úr henni skemmtilegir gullmolar og ekki spillti það að gefa henni smá púrtvínslögg. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hugur okkar er hjá Addý, Hlyni og krökkunum sem misst hafa mikið. Elsku Ragnhildur, hjartans kveðjur og þakkir fyrir allt. Fyrir hönd fjölskyldunnar Laugalæk, Anna Margrét Stefánsdóttir. ✝ Unnur Helga-dóttir fæddist 15. október 1920 að Unastöðum í Kolbeinsdal. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands, Siglufirði, 23. apríl 2017. For- eldrar Unnar voru Jóhanna Petrea Þorbergsdóttir, f. 15.11. 1884, d. 28.5. 1954, og Helgi Helgason, f. 12.6. 1889, d. 13.8. 1942, bóndi á Unastöðum frá 1915- 1923, en þá fluttist fjölskyldan að Hring- veri í Viðvíkursveit og bjó þar til vorsins 1942 er þau seldu jörðina. Sambýlismaður Unnar var Jóhannes Jós- epsson, f. 16.5. 1908, d. 28.1. 1993, og bjuggu þau á Siglufirði allan sinn búskap. Útför Unnar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 29. apríl 2017, klukkan 14. Það er skrítið að kveðja ein- hvern sem hefur alltaf verið til staðar og skipað stóran sess í lífi okkar systkina. Við vorum svo lánsöm að hafa eignast aukaömmu í henni Unni sem tók okkur sem sínum eigin. Það eru ófáar minningarnar sem koma upp í hugann á svona stundu, við sem eldri erum mun- um vel eftir stundunum á Hafn- argötunni hjá Unni og Jóhannesi þar sem pilsnerssopi var í boði fyrir hvert drukkið mjólkurglas og ísblóm með sultu var alltaf til í frysti. Í heilan skólavetur eyddi Hanna Sigga föstudagsmorgnum í dekri og hádegismat í Skálarhlíð hjá Unni þar sem alltaf var hlust- að á veðurfregnir á Rás1 þess á milli sem vinkonur Unnar komu í kúmenkaffi og sögðu sögur frá gamla tímanum, sumar hverjar heldur draugalegar. Unnur hafðu unun af að minn- ast gamalla stunda úr Viðvíkur- sveitinni, útsýninu í Skagafirði, skepnum sem á bænum voru, enda mikill dýravinur, og fólkinu sem bjó þar á bæjum í kring og þuldi hún þá oftar en ekki upp vísur eins og enginn væri morg- undagurinn og þrátt fyrir háan aldur þá gleymdust þær ekki. Nú hefur þú loksins fengið hvíldina góðu og trúum við því að Jóhannes hafi beðið þín í sumar- landinu ásamt fríðu föruneyti og eflaust hafi verið slegið upp góðri veislu. Með þökk í hjarta mun minningin lifa. Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða. Draumalandið himinheiða hlær – og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Hanna Sigríður, Sigurjón, Guðni Brynjólfur og Katrín Elva. Unnur Helgadóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Ástkær móðir mín, amma, vinkona og systir, RAGNHILDUR V. ELLERTSDÓTTIR, Ástúni 12, Kópavogi, lést á Landspítalanum mánudaginn 17. apríl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kattholt. Kærar þakkir til starfsfólks Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Elena Breiðfjörð Sævarsdóttir Ragnar Helgi Breiðfjörð Sævar Valur Breiðfjörð Elvar Valur Breiðfjörð Örn Helgi Guðjónsson Hrafnhildur B. Ellertsdóttir Fanney B. Ellertsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL G. SÆVAR, Grænási 3a, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi miðvikudaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 4. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Björgunarsveitina Suðurnes njóta þess, í gegnum Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Einar Ólafur Karlsson Jófríður Leifsdóttir Ingólfur Karlsson Helena R. Guðjónsdóttir Bjarni Þór Karlsson Heba Friðriksdóttir Sigurbjörg Guðmundsdóttir Svanlaug Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær ættmóðir okkar, SESSELJA ENGILRÁÐ GUÐNADÓTTIR BARÐDAL, Árskógum 6, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 25. apríl. Við færum starfsfólki Grundar sérlegar þakkir fyrir fagmennsku, hlýju og vináttu. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 5. maí klukkan 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkast en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Ragnheiður Erlendsdóttir Jón Arnar Barðdal Björk Björgvinsdóttir Reynir Barðdal Helena J. Svavarsdóttir Þórir Barðdal Sigrún Olsen barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MÁLFRÍÐUR HARALDSDÓTTIR, Lóulandi 8, Garði, áður Gunnarsbraut 36, Reykjavík, andaðist 20. apríl á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 3. maí klukkan 13. Haraldur Þórðarson Rúnar Helgi Haraldsson Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsd. Haraldur Haraldsson Sonja Dögg Ólafsdóttir og barnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.