Morgunblaðið - 29.04.2017, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.04.2017, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 ✝ Guðrún Har-aldsdóttir fæddist í Reykjavík 21. október 1931. Hún lést á Dval- arheimilinu Lundi á Hellu 15. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Haraldur Axel Jóhannesson, f. 21. mars 1898, d. 26. nóvember 1940, og Elín Kristjana Guðmunds- dóttir, f. 14. október 1908, d. 27. febrúar 1984. Systkini Guð- rúnar sammæðra, Haraldur Sigurvin, f. 5.5. 1933, d. 24.3. 1991, Elín Guðmunda, f. 4.5. 1935, d. 19.2. 2005, Helga Henrý, f. 17.8. 1936, d. 4.2. 1981, Þórir Jóhannes, f. 21.11. 1937, d. 6.5. 2012, Guðríður Erna, f. 17.10. 1939, d. 13.6. 1977, Ásdís, f. 10.2. 1943, og Jósef Jón, f. 28.9. 1946. Systir Guðrúnar samfeðra Soffía Að- alheiður, f. 23.10. 1919, d. 9.10. 1994. Eiginmaður Guðrúnar var Ágúst Sæmundsson, f. 19. sept- ember 1923, d. 19. maí 2013, Þau gengu í hjónaband 25. urþórs Halldórssonar, f. 16.2. 1979, eru Auður, f. 2004, og Björk, f. 2008. Synir Halldórs eru Kári, Logi og Máni, f. 2001. b) Ólafur, f. 9.5. 1985. 3) Elín Ágústsdóttir, f. 20.11. 1957. Dóttir hennar og Sigurjóns M. Egilssonar, f. 17.1. 1954, er Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, f. 27.5. 1975, maki Óskar Finn- björnsson. Þeirra börn er Mark- ús Ari, f. 2007, og Helga Birna, f. 2010. Sonur Óskars er Er- lendur Þór, f. 1998. Synir El- ínar og Arnar Haukssonar, f. 3.2. 1960 eru: a) Ari Arnarson, f. 24.7. 1982, maki Inga Dóra Magnúsdóttir, f. 4.3. 1985. Börn þeirra eru Stella Björk, f. 2011, og Jón Ingi, f. 2015 b) Egill, f. 6.1. 1987, maki Hanna Katrín Finnbogadóttir, f. 26.9. 1989. Börn þeirra eru Haukur Páll, f. 2011, og Eva Hrönn, f. 2014. Guðrún ólst upp í Reykjavík, byrjaði ung að vinna ýmis störf. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík en hafði ekki tækifæri til frek- ara náms þótt hugur hennar stæði til þess. Þau Ágúst byrj- uðu búskap að Tumastöðum í Fljótshlíð þar sem hann starf- aði. 1952 fluttu þau að Hellu, þar bjuggu þau til 2013. Þegar Ágúst lést voru þau bæði komin á dvalarheimilið Lund. Guðrún verður jarðsungin frá Oddakirkju í dag, 29. apríl 2017, klukkan 14. ágúst 1951. Börn þeirra: 1). Guð- björg Ágústsdóttir, f. 5.7. 1951, maki Agnar Már Sig- urðsson, f. 7.9. 1950, börn þeirra: a) Ágúst, f. 8.9. 1973, maki El- isabeth Stubdal, f. 26.7. 1976, dóttir þeirra er Freyja Björg, f. 2015. Dætur Ágústs og Ingu Guð- rúnar Gestsdóttur, f. 14.2. 1970, eru Ástrós Ögn, f. 1999, og Sunna Dögg, f. 2002. Dætur El- isabethar eru May Elin, f. 1996, og Mari Isabell, f. 2006. b) Kári, f. 6.9. 1978, maki Ivalo Kristian- sen, f. 19.6. 1984 , synir þeirra Agnar Ole Nanoq, f. 2013, og Inuk Úlfur, f.,2015. c) Helena María, f. 29.4. 1980, maki Guð- mundur Kristinn Ögmundsson, f. 13.5. 1980, dætur þeirra Kara Sóley, f. 2007, og Rakel Örk, f. 2009. 2) Haraldur Ágústsson, f. 23.6. 1952, maki Ingigerður Ólafsdóttir, f. 4.12. 1954. Börn þeirra: a) María, f. 16.3. 1979, maki Halldór Meyer, f. 20.6. 1970. Dætur Maríu og Sig- Elsku amma, hér sit ég og fletti í minningabankanum og ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég trúi því vart að við eigum ekki eftir að hittast aftur, að minnsta kosti í þessu lífi. Mér finnst það enn svo óraunverulegt, þó að ég viti vel að það kemur að kveðju- stund einn daginn, það er bara svo sárt að kveðja. Ég ætlaði að hitta þig og spjalla í þessari ferð minni til Íslands en þú fórst á fund við afa og ég trúi því að þið séuð sameinuð á ný og að hann hafi tekið á móti sinni með stæl og sé þegar farinn að stjana við þig. Þegar ég hugsa til baka sé ég okkur saman þar sem ég skott- aðist með þér út um allt. Minn- ingarnar eru svo ljúfar að ég hlýt eiginlega að hafa verið ótrúlega þægilegt barn en lík- lega kom okkur bara svona vel saman. Við bárum út póstinn, á eftir fórum við saman í bakaríið, sjoppuna og svo heim til ykkar afa eða bara beint heim þar sem við fengum okkur ristað brauð og te með sykri. Við fórum í keramikbúðina á Hvolsvelli, völdum okkur viðfangsefni sem við pússuðum og máluðum. Hluti sem ég á enn ásamt ýmsu öðru handverki frá þér sem ég varðveiti og fæ að njóta áfram. Af þér hef ég lært margt. Á unglingsaldri fundaði ég ásamt öðrum starfsmönnum Kaup- félagsins með stjórnendum og eigendum vegna kjaramála. Haft var orð á því að það væri greinilegt hverra manna ég væri þegar ég þorði að bera fram krefjandi spurningar. Það var augljóst til hverra var verið að vísa enda varstu kraftmikil og lést til þín taka í verkalýðs-, jafnréttis- og öðrum réttlætis- málum. Þú kenndir mér líka að skoðanir manns eða konu þurfa ekki að samrýmast norminu í litla samfélaginu ef tilfinningin segir annað. Eftir að ég flutti frá Hellu kom ég ósjaldan við í heimsókn og kræsingar með vini upp á arminn sem fengu að njóta með mér þess sem boðið var upp á í Vaðnesi. Þar sem nánast var hægt að stóla á að amma ætti fermingarveislu í ísskápnum eða dýrindis heimalagaða súpu. Súp- urnar þínar voru svo góðar að við Gústi létum okkur dreyma um að opna súpueldhús sem gæti ekki annað en slegið í gegn því það átti að byggja á upp- skriftunum þínum. Elsku amma, mér finnst enn að ég geti tekið upp símann, spjallað um þjóðmálin, heims- málin, líðanina, börnin, föndrið og bara allt. Ég á eftir að sakna þín oft en ég ætla fyrst og fremst að þakka fyrir þær stundir sem við áttum og þær stundir sem börnin mín fengu með þér. Það var okkur öllum mjög dýrmætt þegar þú komst út til Stokkhólms til okkar með mömmu. Takk fyrir allt, amma mín, við munum hittast á ný. Þangað til næst og við fyrsta tækifæri ætla ég að kaupa sérrí og elda góða súpu að þínum hætti. Þín Hjördís Rut. Ég elska þig, Aggí mín, og sakna þín, ég mun geyma allar minningarnar um þig og Gústa vel í hjartanu mínu. Ég er svo lánsöm að eiga góðar minningar um ykkur. Það er virkilega sárt að kveðja og ég vil trúa því að þú sért á góðum stað með öllum sem þér þótti vænt um og hafa fallið frá, ég vil trúa því að nú séuð þú, Gústi og Elín amma saman í sumarbústað/orlofshúsi að hafa það huggulegt og spjalla saman um góða tíma. Jafnvel að þú, elsku Aggí mín, sért að segja Elínu ömmu frá því hvernig gengur hjá okkur. Þér þótti það svo spennandi og skemmtilegt að ég ætti von á tvíburum og sagðir mér að þig hefði alltaf langað í tvíbura svo það var virkilega gaman að gleðja þig með því að bæta tvíburapari í fjölskylduna, elsku Aggí mín. Þú átt stóran sess í hjarta mínu og ég sakna þín svo mikið, það er alltaf jafn erfitt að kveðja þá sem maður elskar og ég á virkilega erfitt með að trúa því að þú sért farin. Það var gott að koma til þín og kveðja þig og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við eigum svo sannar- lega góðar minningar saman, Nökkvi Steinn og Elín Ásdís Náttsól sakna þín svo mikið og hafa alltaf talað mikið um hana Aggí sína. Gústi var alltaf svo skemmtilegur þegar við heim- sóttum ykkur og í öllum æv- intýrunum sem við deildum þeg- ar ég var yngri, ég var litla snúllan hans og mér hefur alltaf þótt vænt um það að eiga stað í hjarta ykkar. Það var svo gott að heyra það frá þér, elsku Aggí mín, að amma hefði orðið glöð með hvað ég væri búin að vera dugleg eftir að hún féll frá og ég hef verið virkilega heppin að eiga þig, Aggí mín, og hana Ás- dísi mína að í gegnum allt. Ég á ótal margar minningar um þig og Gústa sem mér þykir svo vænt um og kem til með að geyma á góðum stað í hjarta mínu um alla tíð. Ég er svo þakklát fyrir stundirnar sem ég átti með þér og mér hefur alltaf þótt gaman að heimsækja þig, við höfðum alltaf eitthvað til að tala um, svo áttir þú líka svo góð ráð varðandi mat sem er klárlega sameiginlegt áhugamál okkar. Mig langar að halda uppi hefðinni þinni með að gera ára- mótatertur eins og þú gerðir lengi vel eða alveg þangað til þú hafðir ekki lengur tök á því. Það verður gaman að renna í gegn- um myndaalbúmin þín og rifja upp gamla og góða tíma. Ég kem aldrei til með að gleyma garðinum ykkar Gústa þar sem ég lék mér með því að fara í leiðangra um „völundarhúsið“ eins og ég kallaði það, sú leið fólst í því að ganga upp skeifuna öðrum megin, bak við trén í ein- hverskonar „sikksakki“, þar næst niður stigann sem er hin- um megin við runnann og svo sömu leið til baka. Þetta gat ég gert oft á dag, oftast staldraði ég nú við á leiðinni og skoðaði það sem ég fann eða dótið sem ég hafði tekið með mér. Það er gott að rifja upp góðar minn- ingar en einnig erfitt vitandi að ég get ekki búið til fleiri með þér, elsku Aggí mín. Þú verður alltaf Aggí amma og ég mun segja börnunum allar skemmti- legu sögurnar sem við eigum saman, Hanna Stella og Hannes munu þekkja þig eins og þú varst, yndisleg, góðhjörtuð, skemmtileg, hugulsöm og hjartahlý. Ástarkveðja, þín Hafsteina Guðmundsdóttir. Það má segja að það sé svolít- ið furðulegt að kveðja foreldra æskuvina þegar minningarnar ná að teygja sig svo langt aftur sem minnið nær. Lengst af var hún Aggí bara mamma hennar Ellu, og þó ekki bara, hún var alltaf svolítið öðruvísi. Svolítill „uppreisnarseggur“ og dálítið Guðrún Haraldsdóttir Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR BERNBURG prentari, lést á Landspítalanum, Fossvogi, 22. apríl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. maí klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Rúnar Bernburg Þóra Svanbergsdóttir Hanna Hilmarsdóttir Örn Héðinsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær bróðir minn, mágur og frændi, TÓMAS HANNESSON, Arahólum 2, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 11. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sverrir J. Hannesson Helga Vallý Björgvinsdóttir Hannes Sverrisson Sigurlaug Sverrisdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN KRISTBERGSDÓTTIR, Lækjargötu 32, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 10. apríl, verður jarðsungin frá Fríkirkju Hafnarfjarðar þriðjudaginn 2. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Kristján S. Sigurgeirsson Friðrik Friðriksson Guðrún Helga Sigurðardóttir Herborg Friðriksdóttir Guðjón Ágúst Sigurðarson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg systir mín og frænka okkar, ANNA INGIBJÖRG HELGADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu 23. apríl. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju föstudaginn 5. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaheill og Blindrafélagið. Bestu þakkir fær starfsfólk Sólteigs á Hrafnistu. Helgi Helgason og aðstandendur Elskulegur bróðir okkar, JÓNMUNDUR FRIÐRIK ÓLAFSSON, áður bóndi í Kambakoti, Mánabraut 13, Skagaströnd, lést 19. apríl. Útför hans fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd miðvikudaginn 3. maí klukkan 14. Blóm og kransar afþakkast en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Systkini og fjölskyldur þeirra Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MATTHÍAS EGGERTSSON, fyrrv. ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys, Hagamel 37, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 24. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn 3. maí klukkan 15. Margrét Guðmundsdóttir Sigríður Matthíasdóttir Jón Pálsson Jóhann Eggert Matthíasson Þórhildur Halla Jónsdóttir Pétur Ólafur Matthíasson Anna Eleonora Hansson og barnabörn Yndislega ástin mín, móðir okkar og amma, BÁRA BALDURSDÓTTIR, kvaddi okkur á páskadagsmorgun á krabbameinsdeild Landspítalans. Útförin verður í Grafarvogskirkju miðvikudaginn 3. maí klukkan 13. Stefán E. Sigurðsson Hanna Katrín Stefánsdóttir Aldís Fönn Stefánsdóttir Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir Erna Kristín Jónsdóttir Stefán Geir Geirsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGVELDUR SIGRÍÐUR FILIPPUSDÓTTIR, fyrrum til heimilis að Gnoðarvogi 42, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðviku- daginn 19. apríl. Útförin fer fram í Langholtskirkju þriðjudaginn 2. maí klukkan 13. Edda Jóhanna Sigurðardóttir Rúnar F. Sigurðsson Jónína Stefanía Sigurðardóttir Sigurður Ingi Sigurðsson, Ann Sigurdsson ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.