Morgunblaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 33
spennandi öðruvísi í augum barnsins. Vinstri manneskjan í þorpinu hans Ingólfs Jónssonar ráðherra, meira að segja í fram- boði fyrir Alþýðubandalagið. Skapaði þannig visst mótvægi í þorpi þar sem flestir kusu Sjálf- stæðisflokkinn, alla vega framan af, kannski nokkrir Framsókn en vissulega tæpast nokkrir fyr- ir utan Aggí og Gústa Alþýðu- bandalagið. Húsið þeirra byggt í jaðri þorpsins, táknrænt. Meira að segja þurfti „stuttfóta“ að beita sig ýtrasta kjarki til að komast til Ellu vinkonu þar sem á milli megin-þorpsins og Vað- ness, sem húsið þeirra hét, var búðin hans Árna „klukk“ og þar geymdi hann minkahundana sína. Í hugmyndaheimi barnsins hefðu þar eins getað verið krókódílar svo það var um að gera að taka til fótanna ef mað- ur ætlaði að ná lifandi á fund vinkonu sinnar, sem einhverra hluta vegna tókst alltaf. Ég held að á vissan hátt hafi Aggí haft gaman af að vera öðruvísi í þessu litla þorpi. Hún var í verkalýðsbaráttunni og lengi vann hún á skrifstofu verkalýðsfélagsins og var líka formaður um tíma. Á sama tíma féll hún á margan hátt afskap- lega vel inn í þetta litla sam- félag sem löngum var nú eignað Ingólfi ráðherra. Hún var mjög félagslynd og yfirleitt var það þegar ég kom í heimsókn að þar voru einhverjir vina hennar líka í heimsókn. Ekki virðast skoð- anir hennar á stjórnmálum hafa haft þar nokkur áhrif á, en hún lá ekki á þeim. Menn virtu skoð- anaskipti þrátt fyrir allt. Hún og oddvitinn skiptust á Þjóðvilj- anum og Morgunblaðinu og náðu þannig að kynna sér mál- efnin frá andstæðum hliðum. En Aggí var aðflutt. Hún ólst upp í Skuggahverfinu í Reykja- vík, Reykvíkingur í föðurætt en Vestfirðingur í móðurættina. Móðir hennar missti manninn frá sex börnum þegar Aggí sem var elst var aðeins níu ára. Vafalítið hefur lífsbarátta ekkj- unnar haft mikil áhrif á litlu stúlkuna sem svo ung var komin í hlutverk elsta systkinisins og átti ennfremur eftir að eignast tvö í viðbót. Kannski varð það þess valdandi að hana hefur snemma langað til að taka þátt í að bæta kjör þeirra sem höllum fæti stóðu. Fyrir tvítugt var hún farin að vinna í skógræktinni á Tumastöðum þar sem hún kynntist Gústa. Þau rugluðu saman reytum og fljótt komu börnin. Gústi átti djúpar rætur í héraðinu. Var alinn upp á Þor- leifsstöðum á Rangárvöllum, en foreldrarnir fluttu árið 1944 á Hellu sökum heilsubrests. Ungu hjónin völdu Hellu sem framtíð- arbústað – ekki síst var það feg- urð árinnar eins og Aggí sagði. Nú hafa þau hjón bæði kvatt þorpið á bökkum árinnar þar sem þau lifðu meðbyr og mót- byr lífsins. Minning þeirra lifir meðal þeirra sem nutu þess að kynnast þeim. Ingibjörg Ólafsdóttir. Að kvöldi dags er kveikt á öllum stjörnum, og kyrrðin er þeim mild sem vin sinn tregar, og stundum skýla jöklar jarðarbörnum, og jafnvel nóttin lýsir þeim til vegar. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Guðrún Jóna Haraldsdóttir eða Aggý, eins og hún var æv- inlega kölluð af vinum sínum og nágrönnum, var ásamt eigin- manni sínum Ágústi Sæmunds- syni, sem nú er látinn, ein af frumbyggjum Hellukauptúns. Þau Ágúst byggðu sér fyrst lítið hús á bakka Rangár og síðan á miðjum aldri annað stærra á sömu lóð þar í hjarta byggð- arinnar. Ég var svo gæfusamur að á miðjum 8. áratug síðustu aldar lágu leiðir okkar Guðrúnar saman í félagsmálum og störfum fyrir verkalýðshreyfinguna í Rangárvallasýslu og við unnum í tæpa tvo áratugi saman á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Rangæings. Við Guðrún vorum ekki samherjar í pólitík en við vorum samherjar í baráttu fyrir kjörum verkafólks allan sam- starfstíma okkar. Þau hjónin áttu samleið í stjórnmálaskoð- unum sínum og voru svo einlæg í afstöðu sinni til bættra kjara og afkomu alþýðunnar að jafn- vel hörðustu pólitísku andstæð- ingar virtu og mátu afstöðu þeirra. Það háði okkur Guðrúnu aldrei að vera ekki pólitískir samherjar. Þvert á móti þá held ég að það hafi einmitt hjálpað okkur við að fá yfirsýn yfir þau vandamál og verkefni sem við var að glíma hverju sinni. Enga manneskju hef ég þekkt sem hafði jafn einlægan hug til afkomu og kjara þeirra sem áttu undir högg að sækja í lífsbaráttunni. Í því efni áttu þau Ágúst trausta samleið. Guð- rún starfaði á annan áratug á skrifstofu verkalýðsfélaganna og annaðist einnig um árabil störf sem póstmaður á Hellu. Þá var Guðrún einnig ein af þeim fjöl- mörgu húsmæðrum í Rangár- vallasýslu sem voru fastráðnar hvert haust í sláturtíð hjá Slát- urfélagi Suðurlands meðan fyr- irtækið rak sláturhús á Hellu. Þau Aggý og Gústi voru afar gestrisin og áttu stóran vinahóp. Ég minnist þess að stundum í starfi okkar Guðrúnar hjá verkalýðsfélögunum komu upp álitamál, ekki síst á þeim tímum sem tímabundið atvinnuleysi ríkti á félagssvæðinu. Í öllum slíkum málum var hún mjög ákveðin í baráttu sinni fyrir launafólk og hafði ævinlega trausta dómgreind í þeim mál- um sem upp komu. Ég er Guð- rúnu ákaflega þakklátur fyrir samstarfið. Við Eygló kveðjum Guðrúnu Haraldsdóttur með söknuði og vottum börnum hennar og öðr- um aðstandendum samúð okkar. Sigurður Óskarsson. Um undra-geim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal.) Guðrún Jóna Haraldsdóttir lést 15. apríl síðastliðinn að Dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Aggí, eins og hún var jafnan kölluð, flutti að Hellu ung að ár- um er hún gekk í hjónaband. Eiginmaður hennar var Ágúst Sæmundsson. Þau reistu sér framtíðarheimili á bökkum Ytri- Rangár og bjuggu þar meðan heilsan leyfði. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru gott og dugandi fólk. Aggí hefur búið hér í 65 ár, eða vel það. Þau hjón voru mjög samstiga í flestu, bæði voru þau hagmælt og sömdu marga góða bragi, t.d. fyrir þorrablót. Einn- ig voru þau góð heim að sækja. Aggí var vel gefin kona, bæði til munns og handa. Hún hafði mikla ánægju af handavinnu, málaði fallega dúka, bjó til kort o.m.fl. Aggí var stofnfélagi í Kven- félagi Oddakirkju, sem stofnað var 1963, starfaði þar af áhuga, alltaf sjálfsagt að hjálpa. Hún var gleðigjafi á fundum okkar. Hún kom hér síðast á fund 31. október síðastliðinn akandi á eigin bíl. Við munum sakna hennar. Vil ég fyrir hönd Kven- félags Oddakirkju þakka henni samstarf á liðnum árum, þá vil ég þakka næstum 49 ára gott nágrenni okkar hér á bökkum Ytri-Rangár. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Guðríður Bjarnadóttir. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Við þökkum innilega þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför BJARGAR F. HANSEN, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugarstaða fyrir alúð og umhyggju. Ólafur Haukur Árnason Jósefína Ólafsdóttir Hilmar Finnsson Árni Ólafsson Þorgerður Sigurðardóttir barnabörn og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SALÓME INGÓLFSDÓTTIR, Hlíðarhjalla 62, Kópavogi, áður Hofgerði 2, Vogum, verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 3. maí klukkan 13. Guðbjörg M. Sveinsdóttir Oddgeir E. Karlsson Þorsteinn B. Sveinsson Kristín Pétursdóttir Ingólfur F. Sveinsson barnabörn og langömmubörn Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR A. MAGNÚSSONAR rithöfundar Ragnhildur Th. Bragadóttir Þeódóra A. Sig. Thoroddsen Hildur Sigurðardóttir Magnús A. Sigurðsson Ragnheiður Valdimarsdóttir Sigurður Páll Sigurðsson Hulda I. Magnúsdóttir Kristín Sigurðardóttir Gunnar Valur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku bróðir okkar, ÓLAFUR BERGMANN SIGURÐSSON, til heimilis á Sævarstíg 6, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar föstudaginn 21. apríl. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 2. maí klukkan 14. Ragnar L. Sigurðsson Gunnar M. Sigurðsson og fjölskylda Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SVANHILDAR ÞORVALDSDÓTTUR, Dælengi 4, Selfossi. Halldór Magnússon Aðalbjörg Elín Halldórsdóttir Skúli Valberg Ólafsson og barnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÓSKARS G. BALDURSSONAR, Ársölum 3. Okkur fjölskylduna langar að þakka starfsfólki gjörgæslu Landspítalans, krabbameinsdeildar 11E og síðast en ekki síst líknardeildarinnar í Kópavogi. Þvílíkt starfsfólk sem við eigum á þessum stöðum, það er ómetanlegt fyrir bæði sjúklinga og aðstandendur að finna þessa miklu hlýju og umhyggju. Sigþrúður B. Stefánsdóttir Guðmundur Óskarsson Hildur Óskarsdóttir Viðar Blöndal Regína Ósk Óskarsdóttir Sigursveinn Þór Árnason Trausti Óskarsson og afabörn Elsku ættingjar, vinir og vandamenn. Einlægar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug, gjafir, minningarkort og kveðjur, einnig allir sem gáfu sér tíma til að vera viðstaddir útförina vegna andláts elsku yndislega sonar og föður, BJARNA GUÐMUNDSSONAR, Langagerði 28, sem lést 1. apríl. Sérstakar þakkir fær sr. Davíð Þór Jónsson fyrir fallegar athafnir og minningarorð sem lýstu svo vel persónu og lífsferli Bjarna okkar og dapurlegum örlögum þessa unga manns. Orðin snertu án efa marga kirkjugesti. Einlægar þakkir til sr. Gunnars Matthíassonar sjúkrahússprests, starfsfólks B2 deildar og bráðamóttöku Landspítalans Fossvogi og A32, geðdeildar Landspítalans Hringbraut, fyrir fórnfúst starf og aðstoð í veikindum Elínar. Elín Pálsdóttir Ásbjörn Þorleifsson Mikael Hrafn Bjarnason Yndislegur sambýlismaður minn, sonur minn og bróðir okkar, BJÖRGVIN BJARKI KRISTBJÖRNSSON, Bóndhól, Borgarbyggð, sem andaðist föstudaginn 14. apríl, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 2. maí klukkan 14. Sandra Björk Bergsdóttir Kristbjörn Jónsson Guðmundur Birkir Kristbjörnsson Þorgrímur Gísli Kristbjörnsson Anna Rún Kristbjörnsdóttir KJARTAN ÓLAFSSON lyfjafræðingur, Unufelli 4, er látinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd ættingja og vina, Gísli Erlendsson Þorsteinn Vilhjálmsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elsku drengsins okkar, bróður og barnabarns, MIKAELS RÚNARS JÓNSSONAR, Kambahrauni 58, Hveragerði. Þökkum af öllu hjarta fyrir aðstoð og stuðning sem við höfum fengið á erfiðum tíma. Elva Óskarsdóttir Jón Gísli Guðlaugsson Aníta Ísey Jónsdóttir Karen Elva Jónsdóttir Hrefna Ósk Jónsdóttir Elín Hrönn Jónsdóttir Guðlaugur Bragi Gíslason Elín Hrönn Jónsdóttir Óskar Hjaltason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.