Morgunblaðið - 29.04.2017, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita
auglýsir eftirfarandi starf laust til umsóknar:
Móttökuritari
með aðstöðu á Laugarvatni
Starfssvið:
• Símsvörun.
• Skráning og meðhöndlun skjala.
• Svörun fyrirspurna sem berast embættinu,
bæði í gegnum síma og tölvupóst.
• Önnur almenn skrifstofustörf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.
• Reynsla af skrifstofuvinnu með áherslu á
skjalavinnslu er kostur.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og vilji til að kynna
sér nýjungar og takast á við fjölbreytt verkefni.
• Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum
samskiptum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttar-
félags.
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita hefur það
hlutverk að annast lögbundin verkefni skipulags-
fulltrúa og byggingarfulltrúa fyrir aðildarsveitar-
félög byggðasamlagsins auk þess að vinna að
tækni- og framkvæmdamálum. Byggðasam-
lagið er með starfsstöðvar á Laugarvatni í
Bláskógabyggð og á Borg í Grímsnes- og
Grafningshreppi og þjónar sveitarfélögunum
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi,
Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
Flóahreppi og Ásahreppi.
Umsóknir skulu berast embættinu að Dalbraut 12,
840 Laugarvatni, fyrir 12. maí nk.
Nánari upplýsingar um starf móttökuritara
veitir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
(petur@utu.is ) í síma 480 5550 milli kl. 9 og 12
alla virka daga.
UMHVERFIS- OG TÆKNISVIÐ UPPSVEITA
Bláskógabyggð / Grímsnes- og Grafningshreppur
Hrunamannahreppur / Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Flóahreppur / Ásahreppur
Fljótsdalshérað auglýsir eftir leikskólakennurum við eftirtalda leikskóla:
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin.
Umsóknarfrestur er til 19. maí 2017.
Nánari upplýsingar um stöðurnar veita viðkomandi skólastjórar
og ber að skila umsóknum til þeirra.
Leikskólinn Hádegishöfði
Skólastjóri Guðmunda Vala Jónasdóttir, sími 470 0670
Lagarfell 5, 700 Egilsstaðir
Netfang: vala@egilsstadir.is
Heimasíða hadegishofdi.leikskolinn.is
Leikskólinn Tjarnarskógur
Skólastjóri Sigríður Herdís Pálsdóttir, sími 470 0660
Skógarlönd 5, 700 Egilsstaðir
Netfang: sigridurp@egilsstadir.is
Heimasíða: tjarnarskogur.leikskolinn.is
Hádegishöfði er tveggja deilda leikskóli sem
starfar í anda hugmyndafræði Reggio Emilia.
Megináherslur í daglegu starfi eru að efla
sjálfstæði, gleði og sköpun nemenda sem
og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum.
Leikskólinn Tjarnarskógur er 9 deilda leik-
skóli með 180 börn á tveimur starfsstöðum.
Tjarnarskógur horfir til fjölgreindarkenningar
Howards Gardners í starfsaðferðum sínum
og einkunnarorð skólans eru gleði, virðing,
samvinna og fagmennska.
Lausar leikskólakennarastöður
Lausar stöður í
LAUGARGERÐISSKÓLA
Eyja- og Miklaholtshrepp
Grunnskólakennari óskast í 100% starf í Laugar-
gerðisskóla. Hluti af starfinu er íþróttakennsla þar
með talin sundkennsla. Laugargerðisskóli er lítill skóli
þar sem samkennsla er mikil. Kennarinn þarf að geta
kennt sem flestar námsgreinar og vera tilbúinn í sam-
starf. Skólinn er heilsueflandi skóli á grænni grein og
vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi.
Leikskólakennari óskast til starfa á leikskóladeild
Laugargerðisskóla. Starfað er í nánu samstarfi við
grunnskólann undir stjórn skólastjóra Laugargerðis-
skóla. Starfshlutfallið er 80% unnið 4 daga vikunnar.
Starfstíminn er frá 15. ágúst -31.maí ár hvert.
Tónmenntakennari óskast til starfa í 40% starf. Mesti
hluti starfsins er kennsla á hljóðfæri sem nemendur
velja sér. Auk þess eru 3-4 tímar almenn tónmennta-
kennsla í leik og grunnskóla. Starfað er í nánu
samstarfi við grunnskólann undir stjórn skólastjóra
Laugargerðisskóla.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi hvers
stéttarfélags.
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfs-
reynslu og umsagnaraðila sendist til Kristínar Bjarkar
Guðmundsdóttur skólastjóra á laugarg@ismennt.is,
hreint sakavottorð þarf að fylgja.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma
4356600 eða 8944600
Umsóknarfrestur er til 21 maí.
Laus störf við Grunnskólann á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi
Grunnskólinn á Drangsnesi er fámennur skóli þar sem starfa að jafnaði 10-15 nemendur í tveimur til þremur bekkjardeildum.
Auk nemenda starfa við skólann tveir kennarar ásamt skólastjóra. Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytt nám sem byggir á mikilli
samvinnu og starfsgleði. Hér gefst skapandi kennurum einstakt tækifæri til þess að móta og þróa skólastarfið í samvinnu við
samstarfsfólk og nemendur.
Við óskum eftir öflugum starfskrafti með kennsluréttindi á grunnskólastigi í 80% starf frá og með 1. ágúst 2017. Reynsla af
skólaþróun og teymisvinnu er kostur. Einnig leitum við að stuðningsfulltrúa í 50% starf við skólann skólaárið 2017-2018.
Laun eru skv. kjarasamningi KÍ og Launanefnd sveitarfélaga.
Laus störf við dagvistun Kaldrananeshrepps
Í dagvistun starfa tveir starfsmenn og að jafnaði um 5-10 börn á aldrinum 1-6 ára.
Óskað er eftir leikskólakennara í 100% starf frá og með 1. ágúst 2017
Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Marta Guðrún Jóhannesdóttir skólastjóri í síma 451-3436 eða í gegnum netfangið
skoli@drangsnes.is og Finnur Ólafsson vegna dagvistar í síma 775-3377 eða í gegnum netfangið oddviti@drangsnes.is
Með umsókn skal fylgja ferilskrá, stutt greinargerð um ástæðu umsóknar
auk upplýsinga um réttindi viðkomandi umsækjanda.
Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2017.
Laus störf í Kaldrananeshreppi
Drangsnes er um 70 manna þéttbýliskjarni í Kaldrananeshreppi á Ströndum
í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á Drangsnesi er
kaupfélag, sundlaug, aðstaða til heilsuræktar og dagvistun fyrir börn á
aldrinum 1-6 ára. Ómetanleg náttúrufegurð er á og í kringum Drangsnes
en eyjan Grímsey á Steingrímsfirði setur svip sinn á landslag staðarins.
Dásamlegir heitir pottar eru í fjöruborðinu á Drangsnesi við skólahúsnæðið.
Önnur þjónusta s.s. eins og heilsugæsla, apótek og banki er á Hólmavík sem
er næsti þéttbýliskjarni við Drangsnes í um 33 km fjarlægð um malbikaðan veg.
Við gætum
verið með næsta
starfsmann
mánaðarins á skrá
www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónulega ráðgjöf.