Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 47

Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikhópurinn Miðnætti frumsýnir í Tjarnarbíói í dag kl. 15 nýja íslenska bunraku-brúðusýningu sem nefnist Á eigin fótum, í samstarfi við leikhópinn Lost Watch Theatre. Sýningin er ætl- uð allra yngstu leikhúsgestum, börn- um frá tveggja ára aldri og fjöl- skyldum þeirra og er í lengd við hæfi, 40 mínútur en við þann tíma bætist svo leikstund þar sem börnum gefst tækifæri á að hitta brúður og leikara og skoða leikmyndina. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Agnes Wild og er saga verksins byggð á endurminningum ömmu hennar, Signýjar Óskarsdóttur sem kölluð er Ninna, og fjallar verkið um hugrekki og vináttu. Segir af sex ára stúlku, Ninnu, sem er uppátækjasöm og býr í Reykjavík á millistríðs- árunum og er send í sveit sumarlangt. „Þetta eru sögur sem ég ólst upp við þegar ég var lítil, sögur sem amma sagði mér af henni sjálfri þegar hún var send í sveit þegar hún var fimm eða sex ára, á bæ þar sem var ekkert vegasamband, enginn sími, ekkert rafmagn eða rennandi vatn. Hún fór alveg aftur í fortíðina og upplifði dýr og náttúru í fyrsta sinn, í rauninni,“ segir Agnes. Þessar sögur hafi veitt henni innblástur, þær hafi verið mjög myndrænar og hún hafi hreinlega orðið að búa til leiksýningu upp úr þeim. Í verkinu eignast Ninna nýja vini og lærir að standa á eigin fótum. Sveitin er töfrum gædd og hvers- dagslegir hlutir öðlast líf og nýtt hlut- verk. Agnes rekur leikhópinn Miðnætti með Sigrúnu Harðardóttur og Evu Björg Harðardóttur og hefur hann verið starfræktur í þrjú ár. Agnes rekur einnig breska leikhópinn Lost Watch Theatre Company í Lund- únum. Leikarar í sýninguni eru Nick Candy, Þorleifur Einarsson, Olivia Hirst og Rianna Dearden og höf- undar tónlistar og flytjendur eru Sig- rún Harðardóttir og Margrét Arn- ardóttir. Um leikmynd, búninga og brúðugerð sá Eva Björg Harð- ardóttir, framleiðandi sýningarinnar er Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og ljósahönnuður Kjartan Darri Krist- jánsson. Þrír stjórna brúðunni Bunraku er upprunalega japönsk brúðuleiktækni og segist Agnes hafa kynnst henni þegar hún var í leiklist- arskóla. „Þar kynntist ég leikstjóra sem er mikið fyrir brúðuleik og flyt hann hingað til landsins og fæ hann til að kenna okkur tæknina. Ég varð al- veg heilluð af þessu, ég safnaði böngs- um þegar ég var lítil og hafði alltaf langað að sjá leikföng lifna við. Við er- um ekki með leikföng sem lifna við en þarna er brúða og þegar þrjár mann- eskjur stjórna henni verður hún bara einhvern veginn lifandi,“ segir Agnes. Brúðunni er s.s. ekki stýrt með strengjum af einni manneskju í bun- raku heldur af þremur manneskjum sem sjást á leiksviðinu og eru á því alla sýninguna. Tæknin gerir það að verkum að athygli gesta beinist allan tímann að brúðunni en ekki þeim sem stjórna henni. „Þessir þrír ein- staklingar skipta með sér líkams- pörtum brúðunnar og þetta er mjög mikil samvinna og krefst mikillar ein- beitingar,“ útskýrir Agnes. Sýningin er nánast án orða því að- eins fimm orð eru sögð í henni: Ninna, pabbi, Snati, já og nei. „Ann- ars er söguþráðurinn skýr og við gef- um okkur góðan tíma,“ segir Agnes. Skemmtileg og fyndin Hún segir sýninguna bæði skemmtilega og fyndna. „Ég var með hóp af fimm ára börnum hérna í gær [miðvikudag, 26. apríl] og þau bæði hlógu og skemmtu sér rosalega vel,“ segir Agnes. Á eigin fótum verður sýnt tvisvar um helgina og svo allar helgar í maí, ein til tvær sýningar hverja helgi. Frekari upplýsingar má finna á tjarn- arbio.is. Ömmusögur sagðar með japanskri aðferð  Brúðusýningin Á eigin fótum frumsýnd í Tjarnarbíói Agnes Wild Töfrandi Úr sýning- unni Á eigin fótum. megin á línunni var smitandi. En stælaleysið, það að þetta „væri það sem það væri“ og lúmsk kímnigáfan náði mér einnig. Í þessu fjórtán ára gamla viðtali sagði Friðjón t.d.: „Svona þegar ég pæli í þessu þá er lítið um að svona tónlist sé gefin út. Þetta fær enga spilun í útvarpi t.d. og kannski þykir hún hallærisleg. Ef við lítum t.d. til textagerðarinnar þá er hún vissulega alveg sér á báti í þessari íslensku sveitaróm- antík. Þetta er líka í ætt við þessa skandinavísku dægurlagasveiflu og Íslendingar þekkja ekkert hallærislegra en skandinav- íska tónlist (hlær).“ Þá líkaði mér og þessi hispurslausa yf- irlýsing: „Eins og nafn þessarar sveitar gefur til kynna leikum við fyrst og fremst dansmúsík – við erum ekki að spila neina tíma- mótamúsík. Við leikum bara venju- lega íslenska tón- list.“ Friðjón fór í viðtal við Bænda- blaðið fyrir stuttu og þar lýsir hann því hvernig söfnunarhættirnir séu og jafnframt hver framtíðarsýnin – og vonin – sé með þessari starf- semi sem er fyrst og síðast áhuga- mál, framlag Friðjóns og hans fólks til íslenskrar alþýðumenn- ingar: „Lögin hafa komið til okkar með ýmsu móti, fyrir utan það að þekkja svæðið býsna vel tónlist- arlega, þá gaukar fólk þeim að okkur hér og hvar, sum hef ég fengið í hendur á ferðum mínum um svæðið, en nú veit fólk líka af okk- ar hugsjón og hefur samband … það er minn draumur að gefa út fleiri diska, það væri mjög gaman að geta gefið út diska með laga- og textahöfundum frá fleiri landshlutum. Staksteinum að norðan, vestan og sunnan. Við finnum vonandi einn góðan veðurdag tíma og grundvöll til að sá draumur rætist.“ Útgáfa þessi fylgir mikið til reglum heimilisiðn- aðarins og er áhugasöm- um því bent á prýðilega Fésbókarsíðu hljóm- sveitarinnar þar sem hægt er að nálgast myndir, tóndæmi og margvíslegar upplýs- ingar. Einnig er hægt að senda tölvubréf á frjo@simnet.is. »Ef við lítum t.d. tiltextagerðarinnar þá er hún vissulega alveg sér á báti í þessari ís- lensku sveitarómantík. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Lau 29/4 kl. 20:00 17. sýn Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Sun 30/4 kl. 20:00 18. sýn Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Mið 3/5 kl. 20:00 aukas. Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20. sýn Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fös 12/5 kl. 20:00 23. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Úti að aka (Stóra svið) Lau 29/4 kl. 20:00 25. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 28. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 31. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 26. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 29. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn. Fim 4/5 kl. 20:00 27. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 30. sýn Sprenghlægilegur farsi! Síðustu sýningar leikársins komnar í sölu. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 6/5 kl. 20:00 166 s. Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Mið 7/6 kl. 20:00 182 s. Fös 12/5 kl. 20:00 167 s. Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Lau 13/5 kl. 13:00 168 s. Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s. Sun 14/5 kl. 20:00 169 s. Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Fös 19/5 kl. 20:00 170 s. Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s. Lau 20/5 kl. 13:00 171 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Mið 14/6 kl. 20:00 187 s. Sun 21/5 kl. 20:00 172 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s. Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Allra síðustu sýningar komnar í sölu! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Sun 21/5 kl. 13:00 aukas. Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Lokasýning. Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 6. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 30/4 kl. 13:00 Sun 7/5 kl. 13:00 Sun 30/4 kl. 16:00 Lau 13/5 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Lau 6/5 kl. 19:30 Mið 17/5 kl. 19:30 Lau 27/5 kl. 19:30 Fös 12/5 kl. 19:30 Lau 20/5 kl. 19:30 Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Lau 29/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 6/5 kl. 19:30 17.sýn Fim 18/5 kl. 19:30 20.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 16.sýn Fös 12/5 kl. 19:30 18.sýn Fös 19/5 kl. 19:30 21.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Sun 30/4 kl. 19:30 Sun 14/5 kl. 19:30 Lau 6/5 kl. 20:00 Edinborgarhúsið Ísafirði Sun 21/5 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 29/4 kl. 20:00 Fös 5/5 kl. 20:00 Lau 6/5 kl. 20:00 Lau 29/4 kl. 22:30 Fös 5/5 kl. 22:30 Lau 6/5 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Álfahöllin (Stóra sviðið) Lau 29/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 18/5 kl. 19:30 10.sýn Fim 4/5 kl. 19:30 7.sýn Sun 14/5 kl. 19:30 9.sýn Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Alþjóðlegi djassdagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun og meðal viðburða verður Stórsveita- maraþon sem Stórsveit Reykjavík- ur stendur fyrir kl. 12-17.30 í Flóa í Hörpu. Stórsveitin býður til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver hljómsveit í u.þ.b. 30 mínútur. Stórsveitamaraþonið er nú haldið í 21. sinn og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 200. Sveitirnar eru á ólíkum getustigum og aldri; allt frá börnum til eldri borgara, eins og segir í tilkynningu og er aðgangur ókeypis. Kex hostel heldur líka upp á dag- inn því í kvöld kl. 20.30 leikur Kvartett saxófónleikarans Jóels Pálssonar. Í Petersen-svítunni í Gamla bíói leikur Kvartett Maríu Magnúsdóttur kl. 16 og á Bryggj- unni Brugghúsi, Grandagarði 8, leikur Kvartett Óskars Guðjóns- sonar kl. 20. Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum í Hörpu kl. 21 en þá leikur Kvart- ett Kristjönu Stefánsdóttur og á Mímisbar Radisson Blu hótelsins við Hagatorg leikur Björn Thor- oddsen Band kl. 21 og á Hressó í Austurstræti Böddi Reynis og Tríó Hjartar Stephensen kl. 21. Rás 1 tekur einnig þátt í hátíðahöldunum, með beinni útsendingu kl. 16.05 á tónleikum Kvintetts Þorgríms Jóns- sonar og Kristjönu Stefánsdóttur. Fjöldi tónleika á alþjóðlegum djassdegi Sigurður Flosason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.