Morgunblaðið - 29.04.2017, Qupperneq 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Plop plop, ég er sápukúlur kallar
Magnús Helgason myndlistar-
maður sýninguna sem hann opnar í
Listamenn gallerí að Skúlagötu 32 í
dag, laugardag, klukkan 15. Verkin
hefur Magnús, sem er búsettur á
Akureyri, unnið á síðustu tólf mán-
uðum, tímabili sem hann segir
óvissutímabil í heiminum og það
standi enn yfir.
Í tilkynningu segist Magnús
ásamt mörgum öðrum búa „í sápu-
kúlu eða kannski tyggjókúlu, við
umkringjum okkur eigin veruleika
sem eru okkar eigin upplifanir af
heiminum og skiljum ekki tilveru
annarra“.
Í samtali segir Magnús að hann
hrærist í sínum heimi og rútínu.
„Ég er heppinn að búa ekki við
stríðsátök og ég er ekki hræddur
um að ég eða börnin mín séum
drepin úti á götu. Við búum mörg í
sápukúlu eða tyggjókúlu. Þá eru
verkin mín ekki til að breyta heim-
inum, ég er ekki að reyna það, ég er
inni í minni sápukúlu að gera það
sem mér finnst áhugavert.“
Fegurðin eftirsóknarverð
Magnús segist hafa komið með
ein fimmtán ný verk með sér suður
en tólf hafi ratað upp á veggi sýn-
ingarsalarins. „Þetta hefur verið
gjöfult ár,“ segir hann. „Ég sé
reyndar núna að hvað liti varðar
hefur það verið frekar einhæft,
mikið af gulum málverkum.“
– Hvers vegna eru mörg gul?
„Ég laðast líklega svona að þeim
lit. En það er ekkert fjólublátt verk.
Ég er laus við það …“
– Þú setur málverkin þín saman
úr fundnum hlutum, spýtum, gleri
og plasti, sem þú vinnur áfram og
bætir til að mynda við textum.
„Já, ég geng um götur og ef það
er verið að gera upp hús eða verið
að rífa út gamlar inréttingar þá er
oft settur ruslagámur þar fyrir ut-
an. Ég kíki alltaf í slíka gáma og ef
ég sé spýtur sem eru skemmtilegar
á litinn eða góðar í laginu þá kippi
ég þeim með mér. Svo púsla ég
spýtum saman í vinnustofunni og
með því er ég á einhvern hátt ekki
að stjórna verkinu heldur náttúran
og annað fólk sem hefur málað eða
valið sér gula eða græna eldhús-
innréttingu. Það ræður því hvaða
stefnu ég tek með verkið. Rétt eins
og einn kunningi minn sem lætur
vini sína alltaf panta fyrir sig mat á
veitingastöðum, því annars myndi
hann alltaf panta sér það sama …“
– En þú vinnur úr hlutunum,
steypir þeim saman og vinnur í
verkin.
„Í mörg ár hef ég líkt vinnu
minni við störf garðyrkjumanns.
Hann býr ekki til tré og blóm held-
ur raðar þeim saman á smekklegan
hátt. Það er sama kerfið hjá mér.“
– Og þú reynir að finna smekk-
lega útkomu?
„Já, ég er alltaf að reyna að vera
smekklegur! Fegurð er eftirsókn-
arverð í sjálfu sér, mér finnst allt í
lagi að segja það – þótt fegurðin sé
oft viðkvæmt hugtak í myndlist.“
Og talandi um skilgreiningar þá
segir Magnús verkin vera málverk.
„Ég hef gert ýmislegt, kvikmynd-
ir, innsetningar og annað, en ákvað
síðan að ég myndi vinna með þetta
gamla tvívíða form. Ekki fara mikið
út í þrívíddina, þó hún læðist aðeins
inn í þau,“ segir hann. efi@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Mörg gul Magnús Helgason á vinnustofu sinni á Akureyri. Hann opnar í dag
sýningu á nýjum verkum í Listamenn gallerí við Skúlagötu.
Alltaf að reyna að
vera smekklegur
Magnús Helgason sýnir ný málverk
Hildigunnur Halldórsdóttir leikur á
barokkfiðlu og Guðný Einarsdóttir
á sembal á tónleikum 15:15 í Nor-
ræna húsinu á morgun. Þær flytja
verk eftir Bach, blanda saman þátt-
um úr þremur einleikspartítum fyr-
ir fiðlu og enskum og frönskum
svítum fyrir sembal. Að lokum
verður flutt Sónata nr. 3 í E-dúr
BWV 1016 fyrir fiðlu og sembal.
Fiðla og semball á
15:15 tónleikum
Tónleikar Hildigunnur og Guðný.
Ungverski orgelleikarinn Katalin
Lörincz heldur upp á sextugs-
afmæli sitt með einleikstónleikum í
Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun
kl. 17.
Lörincz mun flytja ungverska
orgeltónlist eftir kennara sinn fyrr-
verandi, Szõnyi Erzsébet, Liszt Fe-
renc, Pikéthy Tibor og Frigyes Hi-
das.
Flytur ungverska
orgeltónlist
Afmælisblóm Katalin Lörincz.
Fast and Furious 8 12
Nú reynir á vini okkar sem
aldrei fyrr! Hópurinn ferðast
heimshornana milli.
Metacritic 61/100
IMDb 8,1/10
Laugarásbíó 19.00, 22.00
Sambíóin Álfabakka 14.00, 17.00, 20.00, 22.50
Sambíóin Egilshöll 19.40, 22.30
Sambíóin Keflavík 19.20
Smárabíó 16.40, 17.00, 19.30, 19.50, 22.20, 22.40
Háskólabíó 20.50
Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.40
Í myndinni halda útverðir alheimsins áfram að
ferðast um alheiminn. Þau þurfa að passa upp á
hópinn, og leysa ráðgátuna um foreldra Peter
Quill.
Metacritic 66/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 16.00, 17.00, 19.00, 20.00,
22.00, 22.50
Sambíóin Álfabakka 14.00, 15.00, 17.00, 18.00, 20.00, 21.00,
22.50
Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.10, 16.50, 18.00, 19.40,
21.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 00.40, 01.00, 01.40, 13.10, 14.00, 16.00,
17.00, 19.00, 20.00, 22.00, 22.50
Sambíóin Akureyri 14.00, 16.40, 17.00, 20.00, 22.10, 22.50
Sambíóin Keflavík 14.00, 16.00, 17.00, 20.00, 22.00, 22.50
Guardians of the Galaxy
Vol. 2 12
Beauty and the Beast
Ævintýrið um prins í álögum sem verður ekki aflétt nema
stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í
höll hans deyr. Bönnuð
börnum yngri en 9 ára.
Metacritic 65/100
IMDb 7,8/10
Sambíóin Álfabakka
14.30, 17.30
Sambíóin Egilshöll
14.00, 17.00
Sambíóin Kringlunni
14.00, 20.00
Sambíóin Akureyri 14.00
The Circle 12
Ung kona fær vinnu hjá
stóru hugbúnaðarfyrirtæki
sem kallast Circle. Þar hittir
hún dularfullan mann.
Metacritic 53/100
IMDb 7,7/10
Smárabíó 14.00, 17.10,
19.50, 22.20
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20
The Shack 12
Metacritic 32/100
IMDb 6,5/10
Sambíóin Kringlunni 17.20
Unforgettable 16
Eftir skilnað við eiginmann
sinn David hefur Tessa borið
þá von í brjósti að hann muni
snúa til hennar og dóttur
þeirra aftur.
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.10
Sambíóin Egilshöll 22.10
Going in Style 12
Metacritic 50/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00
Land of Mine 12
Þegar seinni heimsstyrjöldin
líður undir lok þvingar
danski herinn hóp þýskra
stríðsfanga til að sinna lífs-
hættulegu verkefni.
Metacritic 75/100
IMDb 7,8/10
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.40
Undirheimar 16
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 17.45, 20.00
Háskólabíó 21.00
Ghost in the Shell 12
Metacritic 53/100
IMDb 6,9/10
Sambíóin Álfabakka 22.10
Hidden Figures Metacritic 74/100
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 21.00
Get Out 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 83/100
IMDb 8,3/10
Laugarásbíó 22.25
Hjartasteinn
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 18.00
Life 16
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 54/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 20.00, 22.20
Logan 16
Metacritic 75/100
IMDb 9,0/10
Smárabíó 22.10
Stubbur stjóri Metacritic 50/100
IMDb 6,5/10
Laugarásbíó 13.50, 16.00,
16.30, 17.50
Sambíóin Egilshöll 13.00,
15.40
Smárabíó 12.30, 13.00,
14.45, 15.15, 17.30, 20.00
Háskólabíó 15.40, 18.00,
18.10
Borgarbíó Akureyri 13.40,
15.40, 17.40
Dýrin í Hálsaskógi Morgunblaðið bbbbn
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 14.00, 16.00
Sambíóin Keflavík 14.00
Smárabíó 13.00, 15.00
Háskólabíó 16.00
Strumparnir:
Gleymda þorpið Metacritic 45/100
IMDb 5,9/10
Smárabíó 13.00, 15.00,
17.40
Háskólabíó 16.00
Stóra stökkið IMDb 6,9/10
Háskólabíó 16.00
Rock Dog Metacritic 49/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Álfabakka 13.50
Sambíóin Egilshöll 17.50
The Lego Batman
Movie Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 75/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 15.40
I, Daniel Blake
Metacritic 78/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 18.00
Velkomin til Noregs
Petter Primus er maður með
stóra drauma, sem verða
sjaldnast að veruleika.
IMDb 6,3/10
Bíó Paradís 22.30
The sea of trees
Metacritic 23/100
IMDb 5,9/10
Bíó Paradís 22.00
Spólað yfir hafið
Morgunblaðið bbbbn
Bíó Paradís 20.00
Souvenir
IMDb 6,5/10
Bíó Paradís 18.00
No Man’s Land
Bíó Paradís 20.00
Á nýjum stað
Bíó Paradís 18.00
MAMMA MIA!
Sing along sýning
Metacritic 51/100
IMDb 6,4/10
Bíó Paradís 20.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna