Morgunblaðið - 29.04.2017, Síða 52

Morgunblaðið - 29.04.2017, Síða 52
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 119. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hróplegt ósamræmi í frásögn Olsens 2. „Ég sit hérna bara og nötra“ 3. Fundu 12 fanga í leyniklefa 4. Sló sér upp með tengdamömmu sinni  Ný barnaópera, Ævintýrið um norð- urljósin, verður frumsýnd á Barna- menningarhátíðinni í Reykjavík í dag kl. 13 í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður hún sýnd aftur á morgun kl. 17 í Mið- garði í Varmahlíð og 2. maí kl. 17 í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Óper- an er byggð á sögu eftir Evgeniu Chernyshovu og segir af ástum tröllastelpu og álfadrengs en ávöxtur þeirrar ástar eru sjálf norðurljósin. Leikgerðina samdi Guðrún Ásmunds- dóttir og er hún einnig leikstjóri og sögumaður. Tónlistin er eftir sópran- söngkonuna og tónskáldið Alexöndru Chernyshovu sem syngur einnig í óp- erunni og af öðrum söngvurum má nefna Margréti Einarsdóttur sópran og Egil Árna Pálsson tenór. Morgunblaðið/RAX Barnaópera frum- sýnd í Ráðhúsinu  Óperan Hamlet in absentia eftir tónskáldið Huga Guðmundsson er ein þriggja ópera sem tilnefndar eru til Reumert-sviðslistaverðlaunanna í ár sem ópera ársins í Danmörku en Hugi hlaut fyrr á þessu ári Íslensku tón- listarverðlaunin fyrir hana. Verðlaun- in verða afhent 10. júní. Óperan var frumflutt í ágúst í fyrra í Krónborg- arkastala, sögusviði Hamlets eftir Shakespeare sem óperan er inn- blásin af. Upptaka af óperunni verður sýnd í Norðurljósasal Hörpu 14. maí nk. kl. 15 og mun Hugi flytja stutta kynn- ingu á verkinu. Unnið er að því að sýna óperuna hér á landi, skv. heim- ildum Morgun- blaðsins. Ópera Huga tilnefnd til Reumert FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél, en dálítil rigning eða súld suðaustan til. Yfirleitt bjartviðri nyrðra. Fer að rigna eystra í kvöld. Hiti 3-11 stig. Á sunnudag Austan 8-15 m/s, hvassast á annejsum. Víða súld eða rigning, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Norðurlandi. Á mánudag Austan 10-18 m/s, hvassast við suðurströndina og skýjað með köflum, en skúrir á Austurlandi. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast vestanlands. Þegar flautað verður til leiks í fyrstu leikjum Pepsi-deildar karla síðdegis á morgun verður brotið blað í knatt- spyrnusögunni. Aldrei áður hefur keppni á Íslandsmóti karla hafist í aprílmánuði á þeim 105 árum sem liðin eru frá því þrjú félög börðust um meistaratitilinn í fyrsta skipti. Fjallað er um fyrstu umferð deildarinnar í blaðinu í dag. »4 Mótið hefur aldrei áður hafist í apríl „Þegar hópur saman- stendur af vinnusömum topppersónuleikum, sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig, er hægt að gera ýmsa hluti. Leikmenn sem hlusta í stað þess að benda í aðrar áttir af því þeir telja sig vita betur,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, hinn sigursæli þjálfari Íslands- og bik- armeistara Keflavíkur í körfubolta. »3 Hlusta í stað þess að benda „Við lítum ekki svo á að við séum með átta marka forskot. Okkar markmið er að vinna leikinn burt- séð frá hvernig sá fyrri endaði,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar af þjálfurum karlaliðs Vals í hand- knattleik sem mætir Potaissa Turda í íþróttahöllinni í Turda í Rúmeníu klukkan 15 á morgun. » 1 Markmiðið að vinna burtséð frá fyrri leik Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Gítarleikarinn Björn Thoroddsen eða Bjössi Thor og Laufið gefa út eins lags plötu eftir helgi og þá skil- ur leiðir á ný. Bjössi fer í tónleika- ferð með þekktum bandarískum tónlistarmönnum, meðal annars gít- arleikaranum Robben Ford, um austurströnd Bandaríkjanna en Geir Gunnarsson lætur sig dreyma um frekari söngframa á meðan hann vinnur við smíðar í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Jón Trausti Harð- arson, Svavar Ellertsson og Jens Pétur A. Jensen bíða átekta á með- an. Ekki fótalúinn Hafnfirska unglingahljómsveitin Laufið átti miklum vinsældum að fagna árin 1975 og 1976. Þá fór hver í sína áttina og aðeins Bjössi Thor hélt áfram á tónlistarsviðinu. Um fjörutíu árum síðar hóaði hann sveitinni saman og hélt hún tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í febrúar í fyrra, þar sem fyrstu sporin voru stigin á áttunda áratugnum. „Strákarnir höfðu ekki tækifæri til þess að halda áfram á sínum tíma, voru komnir með fjölskyldur og farnir að axla ábyrgð, og þegar ég leit til baka fannst mér ég skulda þeim þetta og við skelltum í giggið,“ rifjar Bjössi upp. „Þá sá ég að neist- inn var fyrir hendi og fannst nauð- synlegt að hljóðrita bandið og ekki síst söngröddina hans Geirs, sem hafði verið sem í formalíni í 40 ár. Árangurinn er lagið It’s up to you, sem verður aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum eftir helgi.“ Geir segir að þetta sé allt með ólíkindum. „Bjössi hringdi í mig og spurði hvort ég væri nokkuð rosa- lega fótalúinn og þegar ég sagði svo ekki vera var ákveðið að blása til tónleika og svo kom hugmyndin um plötuna í framhaldinu,“ áréttar söngvarinn. „Ég hafði ekkert sungið í 40 ár og allt í einu fór ég út úr þægindarammanum. Þetta var auð- vitað það sem okkur langaði alltaf til þess að gera áður en við lögðum upp laupana, en eins og Bjössi segir þá var ekkert stúdíó fyrir okkur.“ Þótt Geir hafi verið söngelskur sem barn og unglingur datt hann inn í Laufið fyrir algjöra tilviljun. „Mágur minn var að gutla í bandi og eitt sinn, þegar ég keyrði hann á æf- ingu, álpaðist ég inn með honum og fór ekkert út aftur, en nokkrum mánuðum seinna hafði Bjössi sam- band og ég gekk til liðs við Laufið,“ rifjar hann upp. „Þegar við hættum setti ég sönginn í frost og þíddi hann ekki fyrr en 40 árum síðar.“ Bjössi er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann heldur nokkra tón- leika með Robben Ford, Mackenzie Wasner, Brian Allen og Wes Little 4. til 13. maí. „Það er stórt skref fyr- ir mig að túra með Robben Ford, við komum fram víða á austur- ströndinni á hverjum degi og stund- um tvisvar á dag,“ segir Bjössi. Geir segist hins vegar vera fyrir vestan og ekkert vera á leiðinni vestur um haf. „Við áttum aldrei von á því að gefa út plötu en fyrst það varð að veruleika getur allt gerst. Við erum samt ekki farnir að tala um Am- eríku.“ Söngröddin í formalíni í 40 ár  Laufið með eins lags plötu og Bjössi Thor tekur stórt skref í túr í Ameríku Hljómsveitin Laufið Frá vinstri: Jón Trausti Harðarson bassaleikari, Geir Gunnarsson söngvari, Svavar Ellertsson trommuleikari, Bjössi Thor gítarleikari og Jens Pétur A. Jensen gítarleikari um 40 árum eftir að bandið gerði garðinn frægan og hætti á hátindinum. Fyrir 40 árum Jón Trausti, Geir, Svavar, Bjössi Thor og Jens Pétur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.