Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 12
AFP
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Á
Vesturlöndum hefur
Lolita kynferðislega
skírskotun vegna sam-
nefndrar og afar um-
deildrar skáldsögu Vla-
dimirs Nabokovs frá árinu 1955.
Sagan fjallar um miðaldra prófessor í
bókmenntum, sem fær kynferð-
islegar langanir til tólf ára stjúpdótt-
ur sinnar. Svokölluð Lolitu-tíska sem
greip um sig sem hálfgert æði í Japan
á tíunda áratug liðinnar aldar er á allt
annarri blaðsíðu í allt annarri bók.
Hún hefur enga tengingu við Lolitu
hans Nabokovs eftir því sem næst
verður komist.
Lolitu-tískan mun þvert á móti
eiga rætur í dálæti Japana á Hello
Kitty, krúttlegri, lítilli kisu í teikni-
myndasögu, sem kom fram á sjón-
arsviðið árið 1974 og er núna heims-
þekkt vörumerki. Í japanskri
menningu vísar Lolita til þess sem er
krúttlegt, glæsilegt og lítillátt en ekki
tælandi á neinn hátt.
Brúðulegar
Lolitur í
grasagarði
Lolita er í Japan tengd
ímynd þess krúttlega.
Hello Kitty, lítil, sæt kisa
í teiknimyndasögu varð
innblástur tísku sem
ekkert á sameiginlegt
með þeirri Lolitu sem
þekkist á Vesturlöndum.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
ALDE hitabúnaður, gólfhiti, aukin burðargeta
(max 2000kg), 12V kerfi, TFT stjórnskjár, sjónvarps-
armur. Thulemarkísa (4x2,5m). Raðnúmer 256198
KOMDUOG SJÁÐU!
BY 560 CFE PREMIUM
Glæsilegt nýtt hjólhýsi
af flottustu gerð!
Besta verðið!
5.490.000
Tvíeykið Magnús Þór Sigmundsson
og Jóhann Helgason ásamt hljóm-
sveit halda stórtónleika kl. 20.30
annað kvöld, laugardag 20. maí, í
Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hljómsveit-
arstjóri er Börkur Hrafn Birgisson. Á
dagskránni verður samantekt af
bestu lögum þeirra, en þeir eiga ara-
grúa laga sem lifað hafa með þjóð-
inni í flutningi þeirra sem og annarra
listamanna. Í ár eru 45 ár síðan
fyrsta plata þeirra Magnúsar og Jó-
hanns kom út. Leiðir þeirra lágu fyrst
saman í hljómsveitinni Nesmenn, en
þegar sveitin gafst upp 1968 héldu
þeir félagar samstarfinu áfram.
Seinna varð hljómsveitin Change
til og undir hennar merkjum störf-
uðu þeir að mestu á árunum 1973-
1975.
Stórtónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði
Lög sem lifað hafa með þjóðinni
Morgunblaðið/RAX
Dægurlagasaga Fjölmörg lög liggja eftir þá Magnús og Jóhann og eru þau stór
hluti af íslenskri dægurlagasögu, t.d. Ást, Dag sem dimma nátt og Yakety Yak.
Það verður sannkölluð dansveisla í
anda Þúsund og einnar nætur í Tjarn-
arbíói kl. 20, annað kvöld, laugardag
20. maí. Flottustu magadansmeyjar
Íslands í litríkum klæðum ætla að
mjaðmahnykkja inn sumrinu með
miklum tilþrifum – og aðeins á þess-
ari einu sýningu. Áhugasamir ættu
því ekki að láta tækifærið úr greipum
sér ganga
Magadans hefur verið iðkaður í
fjölda dansstúdíóa á Íslandi síðan
fyrsta magadansnámskeiðið var
haldið hér snemma á tíunda áratugn-
um. Gróskan er mikil og stílarnir og
dansararnir fjölbreyttir. Nú koma
hóparnir á höfuðborgarsvæðinu sam-
an í Tjarnarbíói og búa til sýningu,
sannkallaða dansveislu, sem allir
ættu að hafa gaman af. Auk maga-
dansins verða mergjuð gestaatriði
þar sem salsa, burlesque og Bollywo-
od koma við sögu. Að lokinni sýningu
breytist danssviðið í austurlenskt
diskótek þar sem gestir og dansarar
láta gamminn geisa.
Löng hefð er fyrir magadansi í Mið-
Austurlöndum, en áreiðanlegar heim-
ildir um upprunann eru samt nokkuð
á reiki. Engu að síður er þar löng hefð
fyrir magadansi sem þjóðdansi sem
og listrænu tjáningarformi.
1001 nótt – dansveisla í Tjarnarbíói
Magadans Dansmeyjarnar ætla að
laða fram seiðandi stemningu.
Mjaðmahnykkja inn sumrinu
Hið árlega reiðhjólauppboð Lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu verður
haldið kl. 11 til 13 á morgun, laugar-
daginn 20. maí. Efalítið verður þar
gnótt nothæfra farartækja og hægt
að gera kjarakaup. Að minnsta kosti
ætti ekki að saka að koma við í
Skútuvogi 8 og líta á gripina.
Endilega …
… bjóðið
í reiðhjól
Kjarakaup Oft er þröng á þingi á
reiðhjólauppboði lögreglunnar.