Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 14

Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 14
Borgarlína – landnotkun Heimild: Reykjavíkurborg Blönduð byggð, þéttingarsvæði Þróunarás BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorsteinn R. Hermannsson, sam- göngustjóri Reykjavíkurborgar, kynnti í vikunni hugmyndir að fjár- mögnun borgarlínunnar fyrir fulltrú- um Viðreisnar. Þorsteinn sendi Morgunblaðinu glærur sínar frá kynningunni. Þar segir að hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) „liggi fyrir umfjöllun um opin- berar og PPP-fjármögnunarleiðir há- gæðakerfa almenningssamgangna“. Með PPP vísaði Þorsteinn til enska hugtaksins public private partner- ship, sem útleggst sem samstarf hins opinbera og einkaaðila. Hin opinbera fjármögnun verði „ýmist í formi almennrar eða sértækrar skatt- heimtu“. „Sérstakur skattur er þá eyrnamerktur almennings- samgöngum, t.d. staðbundin hækkun sölu- eða eldsneytisskatta, vegtollar, gjaldtaka af bílastæðum.“ Virðisföngun á þéttingarreitum Næst vék Þorsteinn að „virðis- föngun með sértækum sköttum á fasteignauppbyggingu á áhrifasvæð- um nýrra almenningssamgöngukerfa og/eða sölu á auknum byggingarrétti við „lestarstöðvar““. Þá kom fram í kynningu hans að samkvæmt frumáætlun væri stofn- kostnaður hraðvagnakerfis áætlaður um 25 milljarðar króna í fyrsta áfanga, sem væri 20 km. Kostnaður fyrir 57 km heildarkerfi væri 65 millj- arðar. Reynslutölur erlendis bendi til að léttlestarkerfi kosti 2-3-falt meira. Samkvæmt því er léttlestarkerfi því talið kosta allt að 195 milljarða króna. Til samanburðar sagði Benedikt Jó- hannesson fjármálaráðherra í sam- tali við Morgunblaðið að rætt hefði verið að nýja kerfið kostaði 50-150 milljarða. Þá má nefna að Runólfur Ágústs- son, framkvæmdastjóri Fluglest- arinnar – þróunarfélags, áætlar að lestin muni kosta um 100 milljarða. Sá kostnaður hafi ekki breyst mikið í meginatriðum við styrkingu krónu. Haft var eftir Runólfi í Morgun- blaðinu í gær að tengja ætti saman fluglestina og borgarlínuna. Fram kom í kynningu Þorsteins að „borgarlínan sé lykilverkefni næstu ára í samgöngum á höfuðborgar- svæðinu“. Hún sé „hryggjarstykkið í skipulags- og uppbyggingaráætl- unum sveitarfélaganna, ein grunn- forsenda þess að uppbygging á mörg- um lykilreitum verði vel heppnuð“. Verkefnið sé „umfangsmikil fjárfest- ing en um leið drifkraftur og hvati til hagkvæmrar og vistvænnar upp- byggingar“. Þá sé verkefnið „veru- legt innlegg í aðgerðir í loftslags- málum“. Um mitt þetta ár, þ.e.a.s. innan nokkurra vikna, „liggi fyrir endan- legar tillögur um legu línunnar og lokið verði undirbúningi að stofnun sérstaks félags um uppbyggingu“. Athygli vekur að í fyrirlestri Þor- steins er fjallað um hugmyndir um nýja byggð í Vatnsmýri. Myndin af þeirri glæru er hér endurgerð. Þróunarás í Vatnsmýrinni „Hugmyndin er að þróunarásinn verði smám saman heildstæð breið- gata sem liggur eftir endilöngu Nes- inu, nokkurs konar línuleg miðborg. Þétt blönduð byggð hverfist um ás- inn í þægilegri göngufjarlægð frá biðstöðvum almenningssamgangna. Sambærilegur þróunarás á síðan að liggja til suðurs frá miðborginni um framtíðarbyggð í Vatnsmýrinni og yfir á Kársnes í Kópavogi,“ sagði í skýringartexta með glærunni. Mikil uppbygging er áformuð í Vatnsmýri á næstu árum, þ.m.t. 800 manna stúdentahverfi við Háskólann í Reykjavík og hundruð íbúða á Hlíð- arenda. Kynning Þorsteins bendir til að Reykjavíkurborg sjái fyrir sér meiri byggð í Vatnsmýri. Nýir skattar borgi borgarlínu  Samgöngustjóri Reykjavíkur kynnir hugmyndir um fjármögnun nýs kerfis almenningssamgangna  Rætt um að hækka skatta á bíla  Kynnir drög að framtíðarbyggð á svæði Reykjavíkurflugvallar Teikning/ASK arkitektar Ný Vatnsmýri Þetta er tillaga ASK arkitekta að framtíð háskólasvæðisins. Hún fékk 2. verðlaun í samkeppni 2014. Íbúðabyggð er á flugvallarsvæðinu. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngu- stjóri Reykja- víkurborgar, kynnti fulltrú- um Viðreisnar borgarlínuna í fyrrakvöld. Meðal fund- argesta var Benedikt Jóhannesson, fjár- málaráðherra. „Þetta var ekki neinn ákvarðanafundur. Þetta var fræðslufundur um borgar- línuna. Við nefnum hana í stjórnarsáttmálanum; að skoð- aður verði möguleiki á að ríkið komi einhvern veginn að þessu samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu … Okkur er alvara í að þetta verði skoðað áfram. Lengra er það nú ekki komið,“ sagði Benedikt. Hann segir það hafa komið fram á kynningarfundinum að kostnaður við borgarlínuna sé áætlaður 50 til 150 milljarðar króna. Eins og rakið er í grein hér til hliðar er talið að fyrir- huguð fluglest kosti 100 millj- arða. Samkvæmt þessum tölum gæti fjárfesting vegna þessara tveggja verkefna því numið 150 til 250 milljörðum króna. Til samanburðar er nýr meðferð- arkjarni Landspítalans talinn kosta 30 milljarða. Fram kom í bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu til fjárlaganefndar að gert sé ráð fyrir framlagi ríkis til uppbyggingar borgarlínu. Borgarlínan í stjórnar- sáttmála FRAMTÍÐARSÝN RÁÐHERRA Benedikt Jóhannesson Þingmenn stjórnarflokkanna í bæði atvinnuveganefnd Alþingis og efna- hags- og viðskiptanefnd þingsins segja mikilvægt að greina vel og meta áhrif skattkerfisbreytinga á umsvif ferðaþjónustunnar í efna- hagslegu tilliti til skamms og langs tíma en samdráttur eða áföll í ferða- þjónustu geti haft veruleg efnahags- leg áhrif. Í álitum, sem þingmenn Sjálfstæð- isflokks, Bjartrar framtíðar og Við- reisnar í nefndunum tveimur hafa sent fjárlaganefnd þingsins um fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar árin 2018-2022 er með nánast samhljóða hætti fjallað um þau áform, sem koma fram í áætluninni, að færa gistiþjónustu úr neðra í efra skatt- þrep virðisaukaskatts. Segja nefndarmennirnir að mikil- vægt sé að greina áhrifin af skatt- kerfisbreytingunni á aðra þætti, svo sem byggðaþróun og samspil ferða- þjónustu og annarra atvinnugreina. Þá sé nauðsynlegt að meta hugsan- leg áhrif á gengi krónunnar, við- skiptajöfnuð og aðrar lykilstærðir þjóðarbúsins. Loks sé mikilvægt að leggja mat á hvort og með hvaða hætti breytingarnar hafi áhrif á aðra skatt- og tekjustofna ríkissjóðs. Meirihluti atvinnuveganefndar segist leggja áherslu á að þessar greiningar liggi fyrir þegar laga- frumvarp um skattkerfisbreyting- arnar verður lagt fram í haust. Misráðið og illa ígrundað Þingmenn stjórnarandstöðuflokk- anna, sem skipa minnihluta nefnd- anna, lýsa áhyggjum af þessum fyr- irhuguðu breytingum í sérstökum álitum. Þannig segja fulltrúar VG í nefndunum að það sem skorti algjör- lega í fjármálaáætlunina sé raun- veruleg greining á áhrifum skatta- breytingarinnar á ferðaþjónustuna, ferðamannafjölda, lengd dvalar ferðamanna og neyslu þeirra hér. Í sama streng taka fulltrúar Framsóknarflokks í nefndunum og bæta við að hækkun virðisauka- skatts á ferðaþjónustu sé misráðin og verulega illa ígrunduð við núver- andi aðstæður. Ámælisvert sé að hvorki hafi verið haft nokkurt sam- ráð við greinina né gætt að áhrifum breytinganna á ólík fyrirtæki og/eða eftir landshlutum. Fulltrúi Pírata segir það réttmæt- ar áhyggjur talsmanna ferðaþjón- ustunnar að breytingin muni valda fyrirtækjum í greininni umtalsverð- um skaða, einkum smærri fyrirtækj- um á landsbyggðinni. Og fulltrúi Samfylkingar segir ljóst að verja þurfi fjármunum til að mæta þessu. Áhrif skattbreytinga metin  Stjórnarþingmenn vilja að niðurstaða úr greiningu á áhrifum breytinga á virðis- aukaskatti á ferðaþjónustu liggi fyrir í haust þegar frumvarp verði lagt fram Morgunblaðið/Eggert Á Alþingi Gert er ráð fyrir að þingið fjalli um fjármálaáætlun í næstu viku. „Eðli málsins samkvæmt gerir maður þá kröfu að fjárlaganefnd taki tillit til rökstuddra og faglegra sjónarmiða nefndanna tveggja, enda eru þau á einn veg, hvort sem horft er til minnihluta- eða meirihlutaálita, hvað ferðaþjónustuna varðar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Nefndarmenn beggja nefnda eru gagnrýnir á samráðsleysið, skort á faglegri greiningarvinnu og langtímasýn þegar kemur að jafn viðamiklu inngripi í starfsemi einnar atvinnugreinar eins og raun ber vitni. Þá má ekki gleyma öllum þeim fjölmörgu málefnalegu umsögnum sem fyrirtæki, stofnanir og samtök innan ferðaþjónustunnar sendu til fjárlaganefndar.“ Tekið verði tillit til gagnrýni SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Hálfdan Henrysson var kjörinn nýr formaður Sjómannadagsráðs á aðal- fundi ráðsins sem haldinn var nýver- ið. Guðmundur Hallvarðsson, fráfar- andi formaður ráðsins til 24 ára, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hann hefur átt sæti í stjórn ráðsins í 33 ár. Guðmundi var á fundinum þakkað fyrir vel unnin störf í þágu Sjó- mannaráðsins og óskað heilla í fram- tíðinni, segir í tilkynningu. Hálfdan er öllum hnútum kunn- ugur innan ráðsins en hann hefur setið þar frá 1993. Framundan hjá Hálfdani er frekari og bráðnauðsyn- leg uppbygging á þjónustu við aldr- aða, segir ennfremur í tilkynningu frá Sjómannadagsráði. aronthordur@mbl.is Formannsskipti Hálfdan tekur við keflinu af Guðmundi sem formaður. Hálfdan tekur við af Guðmundi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.