Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 23
Almar Guðmunds-
son, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðn-
aðarins, skrifaði grein
í Morgunblaðið þann
17. maí, þar sem hann
fjallaði um nýja raf-
orkustefnu samtak-
anna og lýsti þeirri
skoðun þeirra að
minnka þyrfti mark-
aðshlutdeild Lands-
virkjunar á íslenskum
raforkumarkaði og skapa skilyrði til
samkeppni á markaðinum.
Því ber að fagna, að Samtök iðn-
aðarins láti sig skipan raforkumála
varða. Almennt er hægt að taka und-
ir með Almari, þegar hann segir að
„samkeppni [sé] eitt besta tækið til
að draga fram það besta og hag-
kvæmasta í atvinnustarfsemi. Þann-
ig er hag kaupenda og seljenda best
borgið og ábati samfélagsins há-
markaður.“
Og vissulega er rétt hjá honum að
Landsvirkjun framleiðir um 70% af
þeirri raforku sem framleidd er á Ís-
landi. Það kann að þykja nokkuð
hátt hlutfall, en við nánari skoðun
kemur í ljós að málið er ekki svo ein-
falt og ekki er rétt að túlka þetta
hlutfall sem markaðshlutdeild fyrir-
tækisins.
Raforkumarkaður á Íslandi er tví-
skiptur. Annars vegar er markaður
fyrir stórnotendur,
sem nota um 80% allr-
ar orku sem unnin er í
landinu. Hins vegar er
heildsölumarkaður,
þar sem orka er seld til
sölufyrirtækja raf-
magns – sem síðan
selja orku til almennra
fyrirtækja og heimila í
landinu.
Stórnotendamark-
aður – alþjóðlegur
samkeppnismark-
aður
Stórnotendamarkaður er sam-
keppnismarkaður. Þar er um að
ræða fyrirtæki sem geta ráðið því
hvar í veröldinni þau hafa starfsemi
sína og þar eru orkuverð og öryggi
orkusölusamninga ráðandi þættir.
Landsvirkjun er bara smáfyrirtæki
á þeim markaði, með hlutdeild upp á
brot úr prósenti. Því fer víðsfjarri að
Landsvirkjun hafi markaðsráðandi
stöðu gagnvart stórnotendum. Það
er nánast hlægileg tilhugsun, því í
flestum tilfellum er um að ræða stór,
alþjóðleg fyrirtæki, sem eru fullfær
um að gæta hagsmuna sinna. Enda
er oft hart tekist á í samninga-
viðræðum, þar sem mikið er undir.
Þeir samningar sem undirritaðir
hafa verið á undanförnum árum
staðfesta að Landsvirkjun býður
stórnotendum vel samkeppnishæft
verð. Reyndar hefur eftirspurn eftir
rafmagni frá Landsvirkjun verið
meiri en fyrirtækið hefur getað ann-
að, því nokkur fyrirtæki sem tilbúin
hafa verið til að greiða uppsett verð
hafa ekki getað fengið raforkusamn-
inga.
Stefna Landsvirkjunar hefur und-
anfarin ár verið að hækka verð til
stórnotenda, þannig að verð sem
þeir greiða sé helst sambærilegt við
það sem býðst í nágrannalöndum
okkar. Ekki óeðlilega hátt, en ekki
heldur óeðlilega lágt. Það er vegna
þess að við berum þá skyldu gagn-
vart eigendum okkar, íslensku þjóð-
inni, að hámarka afraksturinn af
þeim orkulindum sem okkur er trú-
að fyrir.
Okkur hefur gengið vel á þeirri
vegferð og erum stolt af því að hafa
lækkað skuldir fyrirtækisins um yfir
100 milljarða og fjármagnað fyrir-
tækið án ríkisábyrgðar. Nú hillir
undir að við höfum svigrúm til að
auka arðgreiðslur til muna og búið
er að ákveða að stofna Þjóðarsjóð,
sem fengi þá fjármuni óskipta. Það
er gríðarlegt hagsmunamál íslensku
þjóðarinnar.
Heildsölumarkaður – verð ekki
fylgt almennu verðlagi
Heildsölumarkaður með raforku;
sala til almennra fyrirtækja og
heimila, er annars eðlis. Þar var
markaðshlutdeild Landsvirkjunar
vissulega rúm 60% á síðasta ári, en
hafa ber í huga að fyrirtækið ræður
ekki eitt hlutdeild sinni á þessum
markaði. Henni er einnig stjórnað af
sölufyrirtækjum rafmagns, sem eru
flest líka með sína eigin raforku-
vinnslu, sem þau meta á hverjum
tíma hvort nýtt er til sölu til stórnot-
enda eða í smásölu til heimila og fyr-
irtækja. Landsvirkjun er eina orku-
fyrirtækið á Íslandi sem ekki rekur
sitt eigið sölufyrirtæki. Ef vilji væri
til þess að minnka markaðshlutdeild
Landsvirkjunar á þessum markaði
niður fyrir 50% þyrftu sölufyrir-
tækin eingöngu að nýta um 40 mega-
vött af sinni eigin vinnslu til smá-
sölu. Til samanburðar má nefna að
Búðarhálsvirkjun, sem er síðasta
virkjun sem Landsvirkjun tók í
rekstur, er 95 megavött.
Verð Landsvirkjunar til sölufyrir-
tækja rafmagns hefur ekki fylgt
verðlagi á síðustu árum. Því er vand-
séð að aðstæður á þessum hluta
markaðarins þurfi að vera áhyggju-
efni Samtaka iðnaðarins; hvort sem
litið er til markaðshlutdeildar
Landsvirkjunar eða verðþróunar að
undanförnu.
Hagsmunir íslensku
þjóðarinnar
Landsvirkjun var stofnuð fyrir
rúmlega 50 árum til þess að vera öfl-
ugur viðsemjandi við stórnotendur,
með það markmið að skapa sem
mest verðmæti fyrir íslensku þjóð-
ina. Þá var samningsstaðan ekki
sterk, en með tímanum hefur hún
styrkst til muna og gert fyrirtækinu
kleift að gæta hagsmuna eigenda
sinna, íslensku þjóðarinnar, af sí-
auknum krafti. Með því að skipta
fyrirtækinu upp í smærri einingar
væri verið að taka stórt skref aftur-
ábak í þeim efnum og veikja samn-
ingsstöðu Landsvirkjunar á stórum,
alþjóðlegum samkeppnismarkaði.
Allri málefnalegri umræðu um
skipan raforkumála ber að fagna.
Við fyrstu sýn virðist þó þessi stefna
Samtaka iðnaðarins, eins og hún er
nú sett fram, að mestu snúast um að
vinna gegn þeirri þróun sem er að
verða um þessar mundir á sölu til
stórnotenda, þar sem raforkuverð
hefur farið hækkandi og færst nær
því verði sem sömu fyrirtæki greiða
í nágrannalöndum okkar. Við skul-
um vona að það sé misskilningur og
oftúlkun, enda hafa Samtök iðnaðar-
ins unnið gott starf í gegnum tíðina
að ýmsum þjóðþrifamálum.
Er Landsvirkjun of stór?
Eftir Hörð
Arnarson » Þeir samningar
sem undirritaðir
hafa verið á undan-
förnum árum staðfesta
að Landsvirkjun býður
stórnotendum vel sam-
keppnishæft verð.
Hörður
Arnarson
Höfundur er forstjóri
Landsvirkjunar.
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
Þeim fjölgar enn
sem sækja um hæli á
Íslandi eða alþjóðlega
vernd eins og það heit-
ir nú að lögum. Fjöldi
umsókna á fyrstu fjór-
um mánuðum þessa
árs var samanlagt 287
eða næstum helmingi
meiri en á sama tíma á
síðasta ári (179).
Árið 2014 sóttu 169
manns um hæli í landinu, árið 2015
voru þeir 354 og 2016 sóttu 1.133 um
alþjóðlega vernd. Nú telur Þor-
steinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá
Útlendingastofnun, að í ár verði
þessir umsækjendur á bilinu 1.700
til 2.000. Nú fjölgar í hópi Pakistana
sem hingað sækja en Albanir og
Makedóníumenn eru enn sem fyrr
fjölmennasti hópurinn.
Albanía, Makedónía og Pakistan
eru „örugg lönd“. Þeir sem þaðan
koma leita sér ekki verndar hér
vegna stríðsátaka eða upplausnar í
heimalöndum sínum.
Áhlaup á landamærin
Sigríður Á. Andersen dómsmála-
ráðherra flutti erindi á fundi Varð-
bergs fimmtudaginn 4. maí undir
heitinu: Borgaraleg öryggisgæsla.
Þar fjallaði hún um hlut stofnana á
vegum nýendurreista dómsmála-
ráðuneytisins við að gæta öryggis
borgaranna. Allt eru þetta borgara-
legar stofnanir en ekki hernaðar-
legar og sinna því borgaralegri ör-
yggisgæslu.
Í máli sínu vék dómsmálaráð-
herra sérstaklega að landamæra-
vörslunni og mikilvægi hennar.
Vitnaði hún meðal annars í áhættu-
mat vegna landamæravörslu sem
unnið var á vegum greiningar-
deildar ríkislögreglustjóra og dag-
sett er 21. febrúar 2017. Þar er farið
í saumana á breytingunum miklu
sem orðið hafa á þessu sviði á örfá-
um árum.
Vegna breytinganna hefur orðið
bylting í borgaralegri öryggisgæslu.
Ráðherrann sagði Ísland hafa orðið
fyrir „áhlaupi“ með stórfjölgun hæl-
isleitenda frá Albaníu og Makedón-
íu. Er augljóst að íslensk stjórnvöld
hafa ekki enn náð
vopnum sínum vegna
þessa áhlaups.
„Nú er svo komið að
álag við landamæra-
vörslu á Keflavíkur-
flugvelli er svo mikið
að það ógnar getu lög-
reglunnar til að sinna
lögbundnu hlutverki
sínu. Brugðist hefur
verið við með auknum
fjárveitingum, fjölgun
starfsfólks, stofnun
stoðdeildar ríkislög-
reglustjóra vegna brottflutnings
þeirra sem synjað er um alþjóðlega
vernd, hraðari málsmeðferð í til-
vikum þeirra sem óska alþjóðlegrar
verndar og endurskoðun laga og
reglugerða. Í ráði er að setja upp
nýjan búnað til að auka skilvirkni
svo sem sjálfvirk landamærahlið.
Þrátt fyrir þetta er ljóst að enn
frekari viðbragða er þörf,“ segir í
áhættumati greiningardeildarinnar.
Stefna stjórnvalda
Sé ekki gripið til aðgerða sem
duga eykst vandinn innan lands.
Fólki fjölgar sem bíður hér eftir
brottflutningi til heimalands síns,
oft við erfiðar aðstæður. Allt leggst
þetta einnig með miklum þunga á ís-
lenska skattgreiðendur.
„Hvert mál er þó skoðað sér-
staklega á eigin forsendum með til-
liti til viðeigandi upplýsinga á hverj-
um tíma og það eitt að hælisleitandi
sé frá ríki á listanum getur aldrei
leitt til þess að Útlendingastofnun
taki mál hans ekki til skoðunar eða
synji umsókn hans án undangeng-
innar rannsóknar“ segir á vefsíðu
Útlendingastofnunar um umsóknir
fólks frá öruggum ríkjum.
Stjórnvöld í Makedóníu tregðast
við að taka við ríkisborgurum sínum
sé þeim vísað brott. Er brýnt að
afmá þann þröskuld með samningi.
Greiningardeildin bendir á að
álag á landamærum haldist í hendur
við þá stefnu sem stjórnvöld móta
og fylgja hverju sinni. Í skýrslu
deildarinnar er fjallað um það sem
kallað er „aðdráttarafl“ fyrir hæl-
isleitendur. Meðal slíkra þátta eru
atvinnutækifæri, frelsi, skipulag vel-
ferðarmála og almennar væntingar
um betri möguleika í nýjum heim-
kynnum auk þess sem vel er þekkt
að reynsla og velgengni þeirra sem
á undan hafa farið skiptir miklu.
Framkvæmd stefnu íslenskra
stjórnvalda hefur á undanliðnum
misserum aukið „aðdráttarafl“ Ís-
lands sem áfangastaðar fyrir far-
andfólk frá Evrópu í leit að betri
lífskjörum, segir greiningardeildin.
Hún telur einnig að langur meðferð-
artími útlendingamála á Íslandi
virki sem aðdráttarafl.
Hér á þessum vettvangi hefur
hvað eftir annað verið vakin athygli
á muninum á því hvernig íslenskir
stjórnmálamenn fjalla um útlend-
ingamál og umræðum um þau á
stjórnmálavettvangi nágrannaland-
anna.
Engu er líkara en íslenskir
stjórnmálamenn geri sér ekki grein
fyrir að orð þeirra hafa áhrif langt
út fyrir landamæri Íslands. Vegna
skorts á samhljómi við sjónarmið
annars staðar eru þau beinlínis vatn
á myllu þeirra sem hagnast á því að
hvetja fólk til að ferðast hingað og
verða byrði fyrir íslenska skatt-
greiðendur á meðan yfirvöld fara yf-
ir ástæðulausa hælisumsókn.
Skipulögð glæpastarfsemi
Í áhættumatinu kemur fram að
skipulögð glæpastarfsemi sé „ein
mesta ógnin sem stafar að landa-
mæravörslu og reyndar að öryggi
samfélagsins í heild“. Líta megi á
landamæravörslu sem fyrstu varnir
samfélagsins gegn skipulagðri
glæpastarfsemi.
Alþjóðavæðing glæpastarfsemi
hefur kallað á aukið alþjóðlegt lög-
reglusamstarf. Hefur þátttaka ís-
lenskra löggæslustofnana í Evrópu-
og Norðurlandasamstarfi reynst
mikilvæg í þeirri baráttu sem fram
fer hér á landi gegn skipulagðri
brotastarfsemi.
Greiningardeildin segir að hafa
beri í huga að skipulögð glæpastarf-
semi sé í auknum mæli reist á
óformlegu og sveigjanlegu neti hópa
sem starfa saman þvert á þjóðerni,
kynþætti og menningu. Aukinn
hreyfanleiki með aukinni tæknivæð-
ingu, tíðari ferðum og fleiri áfanga-
stöðum flugvéla auðveldi glæpahóp-
um að efna til samstarfs og
skipuleggja starfsemina þvert á
landamæri.
Sérstök úrlausnarefni
Bandarískum ferðamönnum hefur
fjölgað mjög hér, lætur nærri að
fjórði hver ferðamaður á Íslandi hafi
komið frá Bandaríkjunum árið 2016.
Bretar eru næstfjölmennastir, þá
koma Þjóðverjar, Frakkar, Kan-
adamenn og Kínverjar. Þegar horft
er til ríkja utan Schengen kemur í
ljós að þaðan komu rúmlega 900.000
ferðamenn, rúmur helmingur heild-
arfjöldans.
Nú stendur fyrir dyrum að taka
upp beint flug milli Ísraels og Ís-
lands sem kallar á sérstakar örygg-
isráðstafanir eins og öllum er ljóst
sem ferðast hafa til og frá Ísrael.
Bandarísk yfirvöld vöruðu nýlega
Bandaríkjamenn við að ferðast til
Evrópu af ótta við hryðjuverk.
Dregur þetta úr fjölda ferðamanna
á flugleiðum yfir N-Atlantshaf?
Fækkar Bandaríkjamönnum sem
hingað koma? Þessum spurningum
verður ekki svarað hér og ekki held-
ur því hvaða áhrif það hefur ef
Bandaríkjastjórn krefst þess að far-
tölvur verði bannaðar í farþegarým-
um allra flugfélaga sem fljúga til
Bandaríkjanna.
Samhliða aðgerðum vegna sífelld-
rar fjölgunar þeirra sem til landsins
koma verður íslenska landamæra-
varslan að bregðast skjótt og vel við
öllum sérstökum úrlausnarefnum til
að viðhalda trúverðugleika í örygg-
ismálum.
Forgangsverkefni
Hvernig sem litið er á þróun út-
lendingamála hlýtur að vera sam-
staða um nauðsyn þess að stytta af-
greiðslu- og dvalartíma þeirra sem
hingað koma á ólögmætum for-
sendum. Árangur á þessu sviði
minnkar „aðdráttarafl“ Íslands,
styttir óþægindi þeirra sem koma
hingað á fölskum forsendum, léttir
álagi af stjórnkerfinu og stöðvar
fjárstreymi úr vösum skattgreið-
enda.
Lykilatriði er að efla allt
greiningarstarf innan landamæra-
vörslunnar til að halda þeim frá
landinu sem liggja undir grun um
ólögmætan tilgang komu sinnar
hingað.
Eftir Björn
Bjarnason »Dómsmálaráðherra
sagði Ísland hafa
orðið fyrir „áhlaupi“
með stórfjölgun hælis-
leitenda frá Albaníu og
Makedóníu.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Áhlaupið á landamæri Íslands
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Öryggisgæsla Sérsveitarmenn við eftirlit í brottfararsal Keflavík-
urflugvallar eftir hryðjuverkin í Brussel í fyrra.