Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
✝ Stella ÞórdísGuðjónsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. apríl 1928. Hún
andaðist á hjarta-
deild Landspítalans
2. maí 2017.
Foreldrar Stellu
voru Guðjón Ingvar
Eiríksson, f. 12. des-
ember 1902, d. 22.
ágúst 1989, og Guð-
finna Magnúsdóttir,
f. 23. mars 1892, d. 6. janúar
1976.
Eiginmaður Stellu var Sig-
urður Hafsteinn Konráðsson, f.
14. janúar 1929, d. 24. mars 2013.
Þau giftu sig þann 14. júní 1952.
Foreldrar Sigurðar Hafsteins
voru Jónína Guðrún Sólbjarts-
dóttir, f. 11. september 1907, d.
16. október 1965, og Jón Þórður
Þorsteinsson. Kjörfaðir var Kon-
ráð Ingimundarson, f. 26. júní
1886, d. 6. júlí 1957.
Börn Stellu og Sigurðar Haf-
steins eru þrjú: 1) Ómar, f. 10.
apríl 1953, kvæntur Sigurbjörgu
Karlsdóttur, f. 8. desember 1956.
Börn þeirra: Orri, f. 31. janúar
1981, sambýliskona Hrefna Hlöð-
versdóttir, f. 6. febrúar 1995.
Dóttir þeirra er Birta Sól, f. 21.
júní 2014. Arna, f. 26. júní 1985,
sambýlismaður Jóhannes Helgi
þaðan á Óðinsgötu og um 8 ára
aldur á Barónsstíg 3a þar sem
hún bjó sín uppvaxtarár og fyrstu
hjúskaparárin. Um 1959 fluttist
hún að Sólheimum 32 og bjó þar
til dauðadags.
Stella nam við Miðbæjarskól-
ann í Reykjavík. Síðan tók hún
kvöldnámskeið við Versl-
unarskóla Íslands og Námsflokka
Reykjavíkur.
Stella hóf störf hjá Smjörhús-
inu Irmu á fermingarárinu sínu.
Henni var boðin þessi staða eftir
að hafa borið út blöð hjá Dag-
blaðinu Vísi í 2 mánuði. Eftir það
vann hún í Vefnaðarvöruverslun
Guðrúnar Þórðardóttur á Vest-
urgötunni og síðan í búðinni Hjá
Sóleyju. Stella sinnti börnum og
búi eftir að börnin fæddust en eft-
ir að börnin uxu upp byrjaði hún
að vinna fyrir Rauða krossinn í
sjálfboðavinnu, bæði á Landkoti
og síðan í sjoppunni á Landspít-
alanum. Eftir nokkur ár í sjálf-
boðavinnu fór hún aftur að vinna
í verslunum. Fyrst í Skóbúð Guð-
mundar Gunnlaugssonar að
Laugavegi 100 og síðan í Bóka-
horninu í sama húsi. Vann hún
þar þar til hún lét af störfum
vegna aldurs.
Útför Stellu Þórdísar fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 19. maí 2017, klukkan 13.
Guðjónsson, f. 20.
ágúst 1971, dóttir
hennar og Kristjáns
Grétarssonar er
Karítas Lea, f. 3.
febrúar 2010. Goði,
f. 2. apríl 1991. Kær-
asta Sara Andrea
Ólafsdóttir, f. 16.
desember 1994. 2)
Bára, f. 29. janúar
1956, gift Kristjáni
O. Þorgeirssyni, f. 9.
maí 1955. Börn þeirra: Atli, f. 7.
mars 1978, kvæntur Díönu Hilm-
arsdóttur, f. 15. febrúar 1978,
börn þeirra: Ísabella, f. 9. október
1998, og Hilmar Andri, f. 10. apríl
2009. Stella Rún, f. 6. júlí 1981,
gift Einari Birgi Bjarkasyni, f. 17.
maí 1979, börn þeirra Guðjón
Leifur, f. 23. maí 2009, og Ólavía
Karen, f. 14. nóvember 2010. Haf-
steinn Dan, f. 14. desember 1984,
sambýliskona Gerður Guðmunds-
dóttir, f. 7. apríl 1988. Sandra
Dís, f. 20. október 1990. 3) Erla, f.
15. júní 1962, gift Jóni Arnari
Sverrissyni, f. 28. maí 1955. Börn
þeirra: Sigurður Hafsteinn, f. 21.
ágúst 1990, Rakel Ragnheiður og
tvíburasystir hennar Íris Þórdís,
f. 22. maí 1999. Óskírð dóttir Ír-
isar, f. 29. apríl 2017.
Stella bjó í Reykjavík alla tíð.
Fæddist á Ránargötunni. Fluttist
Með þessum orðum kveð ég
þig mamma mín. Í byrjun voru
fjárráð ekki mikil, en þið pabbi,
með hjálp ættingja og vina, náðuð
að byggja ykkur íbúð eins og al-
gengt var á þeim tíma. Mér, 5 ára
polla, þótti þá merkilegt að fylgja
pabba og afa í þá vinnu. Þú gerðir
þessa íbúð að fallegu heimili sem
ykkur pabba þótti vænt um og
náðuð þið bæði að dvelja þar fram
á ykkar síðasta, enda vildir þú
hvergi annars staðar vera.
Heimahverfið var þá dálítið út
úr kjarna borgarinnar og man ég
ferðir með þér í strætó þar sem
vagnstjórinn kallaði upp nöfn
stoppistöðva á leiðinni, oftast
nöfn á bæjum sem þar voru eða
höfðu verið.
Þér var mjög annt um að við
systkinin gengjum menntaveginn
og varst mjög stolt af okkur þeg-
ar áfangar unnust á þeirri braut.
Sjálf hafðir þú horfið frá námi eft-
ir fyrsta árið í Verslunarskólan-
um en vildir aldrei tilgreina
ástæðuna fyrir því.
Þú hafðir gaman af ferðalögum
og saman fóruð þið pabbi til
margra landa. Ekki varstu sjó-
hraust en fórst þó nokkrar ferðir
með Gullfossi og sögur um mis-
munandi líðan ykkar urðu til.
Einnig var ferðast innanlands og
voru farnar ferðir þar sem þið, afi
og amma og við tvö elstu systk-
inin fórum í litlum bíl á milli
landshluta. Ekki þótti þá óeðlilegt
þó gera þyrfti við dekk einu sinni
til tvisvar á leiðinni til Akureyrar.
Þó þú hefðir yndi af ferðalögum
og dýrum vildir þú ekki óhreinka
þig og varst ávallt með teppi til að
sitja á þar sem stoppað var fyrir
hressingu. Þú lagðir alltaf
áherslu á að vera vel til höfð.
Þú varst ánægð með líf þitt og
glöð þegar þið pabbi, bæði ein-
birni, fóruð að eignast barnabörn
og hvað þá barnabarnabörn.
Gleði þín og hamingja skein þá af
andliti þínu þegar þú fékkst nýjan
einstakling í fang þitt. Þið voruð
barngóð og hændust ömmu- og
afabörnin að ykkur. Þú vildir
ávallt láta gott af þér leiða og
starfaðir sem sjálfboðaliði fyrir
Rauða krossinn á sjúkrahúsum
borgarinnar um skeið. Einnig
styrktir þú barnahjálp í öðrum
löndum.
Þegar ellin sótti að fór minni
þitt að bresta sem síðar var greint
sem alzheimer. Það bar þó lítið á
því framan af því þú tamdir þér
þannig tilsvör. Þú varst heppin að
halda getu til að búa á heimili
þínu með hjálp góðs fólks eins og
þú óskaðir þér. En þótt minnið
brygðist var gleði þín óskipt í
heimsóknum, sérstaklega þegar
eitthvað af smáfólkinu kom. Ég
kveð þig, mamma mín, um leið og
ég minnist samverustunda okkar.
Ég veit að það er vel tekið á móti
þér og þú munt lifa áfram í hug-
um barnaskarans sem kominn er.
Ómar Sigurðsson.
Elsku yndislega mamma mín
hefur nú kvatt okkur og er farin
til pabba. Nafnið hennar Stella
þýðir stjarna og hún var leiðar-
ljósið mitt í lífinu. Ég þurfti helst
að tala við hana daglega. Segja
henni fréttir og spyrja hana ráða.
Hvern tala ég nú við? Í gegnum
tíðina hefur hún verið mér og fjöl-
skyldu minni ómetanleg stoð og
stytta. Hjálpað þegar á þurfti að
halda og passað barnabörnin. Ég
vona að ég hafi getað gefið henni
brot af þessari hjálp til baka í
seinni tíð þegar hún þurfti á hjálp
að halda, en mömmu fannst sjálf-
sagt að hjálpa öðrum en þakkaði
endalaust fyrir þá hjálp sem hún
fékk.
Mamma elskaði börn og dýr.
Smáfuglar himingeimsins vissu
að þeir gátu fengið mat hjá henni
á köldum vetrum og kettir hverf-
isins að þeir gætu gengið að ný-
soðinni ýsu við dyrnar hjá henni
og ekki fannst þeim verra þegar
hún gaf þeim harðfisk. Hundar í
fjölskyldunni gengu líka á lagið
og vissu að hjá henni gátu þeir
endalaust fengið góðgæti. Þeir
þurftu ekki annað en ýta við
henni með fætinum og mamma
var stokkin á fætur að færa þeim
eitthvað.
Mamma var fyrirtaks húsmóð-
ir, allt svo fínt og fágað. Bakaði
vikulega meðan hún gat, því það
varð að vera hægt að bjóða gest-
um upp á heimabakað. Skemmti-
legt fannst henni þegar hún sat
með vinkonum sínum við kaffi-
borðið og spjallaði við þær. Það
var í den, en nú eru þær allar
farnar og sitja eflaust í því efra og
hafa það notalegt.
Mamma var mjög hörð af sér.
Kvartaði aldrei þó hún væri með
daglega verki í baki og fótum hin
síðari ár eftir að hafa brotnað.
Hún lét verkina ekki stjórna sér
heldur var einbeitt að njóta litlu
hlutanna og lífsins í kringum sig.
Hún naut þess að fá ættingjana í
heimsókn og leið aldrei betur
heldur en þegar hún var heima og
hafði fólkið sitt í kringum sig. Og
var hvað glöðust ef við vorum öll
systkinin í heimsókn á sama tíma.
Mamma hafði mikinn metnað
fyrir hönd okkar systkinanna og
vildi að við menntuðum okkur vel.
Og hún var mjög stolt af barna-
börnunum sínum og því námi sem
þau tókust á við. Þetta fannst
henni mjög brýnt því hún fékk
ekki tækifæri til að mennta sig
eins og hún hefði sjálf viljað, en
vildi að niðjar hennar fengju notið
menntunar.
Pabbi og mamma náðu rúm-
lega 60 ára hjónabandi áður en
hann féll frá. Hún saknaði pabba
og talaði oft um að hún hefði vilj-
að fá að hafa hann lengur hjá sér.
En nú hafa þau aftur sameinast
og munu sameiginlega fylgjast
með eftirlifendum sínum hér á
jörðu og halda verndarhendi yfir
þeim.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Þín dóttir
Bára.
Elsku mamma mín hefur kvatt
mig í hinsta sinn. Betri mömmu
er ekki hægt að óska sér. Mamma
var mín helsta fyrirmynd, hún var
mín stoð og á hana gat ég alltaf
treyst. Ég er henni afar þakklát
fyrir allt sem hún hefur gert fyrir
mig og fjölskyldu mína og allt
sem við höfum gert saman. Mikið
sakna ég hennar sárt. Ég talaði
við mömmu á hverjum degi og
hitti hana nær daglega. Það var
alltaf jafn yndislegt að koma til
hennar. Alltaf svo hlý, brosmild
og jákvæð.
Mamma var fyrirmyndarhús-
móðir og höfðingi heim að sækja.
Heimilið ávallt hreint og snyrti-
legt. Alltaf veisluborð með bakk-
elsi sem hún bakaði sjálf og svo
framreiddi hún heitan mat bæði í
hádeginu og á kvöldin. Allir voru
velkomnir og urðu að þiggja hjá
henni kaffi og með því. Dýrin mín
og ókunnug líka „á ég ekki eitt-
hvað í ísskápnum til að gefa þeim“
sagði hún.
Mamma var börnunum mínum
afskaplega góð og þau gátu alltaf
leitað til hennar. Hún og pabbi
pössuðu þau oft fyrir mig og dýr-
in okkar líka. Alltaf var æðislegt
að fara til ömmu í kaffi eða mat.
Hjá henni bragðaðist allt svo vel.
Mestu dýrgripir mömmu voru
fjölskylda hennar og heimili. Mik-
ið var hún glöð að fá tækifæri til
að hitta og tala við nýjasta barna-
barnabarnið sitt, sem fæddist að-
eins þremur dögum áður en hún
kvaddi.
Mamma var einstök kona,
stolt, alltaf fín og afskaplega gjaf-
mild og mátti ekkert aumt sjá. Ég
vissi t.d. ekki fyrr en ég var orðin
fullorðin að hún hafði styrkt SOS-
barnahjálpina í marga áratugi.
Fram til síðasta dags hafði hún
áhyggjur að hún myndi gleyma að
gefa gjafir. Þrátt fyrir Alzheimer-
sjúkdóminn gleymdi hún ekki að
minna okkur á að sjá til þess að
allir fengju sínar jóla- og afmæl-
isgjafir. Mamma var líka mikið
hörkutól sem kvartaði aldrei og
gafst aldrei upp. Þrátt fyrir að
brotna tvisvar illa á mjöðm og
fæti á síðustu þremur árum, reis
hún aftur upp og haltraði áfram.
Ég vissi að hún var bæði kvalin í
baki og fótum en þegar hún var
spurð hvernig henni liði svaraði
hún „ég hef það ágætt af gömlu
hrói að vera“. Svo var hún enda-
laust þakklát fyrir allt. Bara t.d.
fyrir það að hún var heimsótt og
ef eitthvert smáviðvik var gert
bauð hún ávallt greiðslu, fannst
hún ekki geta þakkað nóg.
Mömmu fannst gaman að lesa
og á sínum yngri árum að sauma
út. Einnig að ferðast og skoða
nýja staði. Hún og pabbi ferðuð-
ust stundum til útlanda, m.a. til
Brasilíu og Egyptalands. Henni
fannst líka gaman að sinna versl-
unarstörfum. Mamma var trúuð,
fór með bænirnar sínar og bað
fyrir fjölskyldunni. Hennar orð
væru:
Þótt ég sé látin, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að
hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvel-
ur, þótt látin mig haldið. En þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug, lyft-
ist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látin sé, tek þátt í gleði ykk-
ar yfir lífinu. (Höf.ók.)
Elsku mamma, ég kveð þig
með sárum söknuði. Góða ferð og
skilaðu ástarkveðju til pabba. Við
hittumst öll aftur síðar.
Þín dóttir
Erla.
Hún var hávaxin, hárið svart,
bláu augun tindruðu og brosið var
breitt. Þetta er fyrsta minning
mín um Stellu frá því ég hitti hana
fyrst í maí 1978. Ég var yfir mig
ástfangin af syni hennar en við
festum ráð okkar þetta sama ár.
Þannig að í 39 ár átti ég því láni að
fagna að eiga hana sem tengda-
móður og er ég afar þakklát fyrir
þann tíma. Hún reyndist mér vel
og var ávallt boðin og búin að
rétta hjálparhönd.
Stella var mikill dýravinur og
fóðraði fugla og ketti í nágrenn-
inu. Hún spjallaði við aðalvininn,
köttinn Púka. Fékk hann oftast
soðinn fisk en ef hann var ekki til
bað hún köttinn afsökunar á því
og gaf honum skinkusneið. Húm-
orinn hennar tengdó var
skemmtilegur, hún gerði grín að
sjálfri sér og atvikum úr daglega
lífnu og hló með okkur.
Stella var skemmtileg í sam-
skiptum og skapgóð, en ef henni
líkaði ekki eitthvað þá sagði hún
það umbúðarlaust. Hún var
hreinskiptin og heiðarleg. Hvort
tveggja eiginleikar sem ein-
kenndu Stellu.
Stella var myndarleg húsmóð-
ir, bakaði góðar kökur og lagði sig
fram um að öllum liði vel sem hjá
henni voru. Tengdamamma var
vel greind og fannst fátt
skemmtilegra en að lesa góða
bók. Það var því við hæfi þegar
hún fór aftur á vinnumarkað að
hún starfaði lengst af í bókabúð
þar sem hún sinnti sínu starfi af
metnaði og alúð.
Tengdamamma var stolt af af-
komendum sínum og fylgdist ætíð
vel með hvað börn, barnabörn og
barnabarnabörn voru að gera á
hverjum tíma, hún var hvetjandi
og studdi krakkana af mikilli ein-
lægni. Hún var umhyggjusöm
amma og hafði raunverulegan
áhuga á sínu fólki.
Stella hafði glímt við veikindi
síðustu árin, hún tók veikindum
af æðruleysi og hló að gleymsku
sinni. Hún hélt í sinn meðfædda
glæsileika alla tíð, var ung í anda
og leit alltaf vel út með nýlagt
hárið og fallegan varalit.
Þó þú sért farin í Sumarlandið
munu minningar um elsku þína
sem og umhyggju og rausnarskap
Stella Þórdís Guðjónsdóttir
Kæri vinur. Þú
kvaddir þennan
heim 8. janúar 2017.
Það var þín hinsta
ósk að útför þín yrði látlaus og í
kyrrþey. Hinn 23. janúar var
haldin falleg athöfn í kapellu
Fossvogskirkju. Með þér er
genginn góður og tryggur vinur
sem ég mun sakna mikið um
ókomin ár. Þegar ég var 17 ára
gömul og fór til sjós hjá Eim-
skipafélagi Íslands þá var Elli
fyrsti maður til að kynna sig fyrir
mér og frá þeirri stundu var ég
undir hans verndarvæng og þáði
mörg og góð ráð um lífið og til-
veruna.
Við áttum einlægan og einstak-
an vinskap í 45 ár sem aldrei bar
skugga á þó leiðir mínar lægu til
Los Angeles þar sem ég giftist og
eignaðist soninn Jonathan. Elli
vinur minn fylgdist með uppvexti
hans og drengnum mínum þótti
vænt um hann eins og mér og
kallaði hann ávallt Ella frænda.
Við skrifuðumst alltaf á og
fengum þannig fréttir af lífi hvort
annars. Seinni ár hef ég hringt
tvisvar í viku til að fá fréttir og
spjalla um heima og geima. Ég
hef komið heim árlega síðustu tíu
ár og alltaf er fyrsta verk að kíkja
til Ella míns. Við áttum oft góðar
stundir þar sem ég eldaði uppá-
halds matinn hans og við gátum
endalaust spjallað og hlegið sam-
an. Er við hittumst síðast í apríl
2016 tók ég eftir að sjónin var far-
in að daprast en þú kvartaðir ekki
og lífsgleðin skein í gegn. Síðasta
samtal okkar áttum við á aðfanga-
Erlendur Árnason
✝ ErlendurÁrnason fædd-
ist 12. maí 1920.
Hann lést 8. janúar
2017.
Útför hans fór
fram í kyrrþey 23.
janúar 2017.
dag 2016 þá var ég
að fara til Tókýó að
heimsækja son minn
og fjölskyldu, Ella
mínum var mikið í
mun að ég skilaði
kærri kveðju til litlu
fjölskyldunnar í
Japan og tók loforð
af mér að vera í sam-
bandi þegar ég
kæmi til baka. Ég
stóð auðvitað við það
en ekkert svar, þá grunaði mig að
ekki væri allt með felldu og
hringdi í vinkonur okkar þær
Ingibjörgu og Hrafnhildi sem oft
litu inn til hans. Þá fékk ég slæm-
ar fréttir, minn kæri vinur var
orðinn mikið lasinn. Ég er þakklát
vinkonum okkar fyrir að hafa gef-
ið sér tíma til að fylgjast með og
líta til hans. Guðbjartur og fjöl-
skylda voru líka umhyggjusöm og
margar skemmtilegar samveru-
stundir áttum við sem ég er svo
þakklát fyrir, alltaf var mér boðið
með ef ég var heima á Íslandi.
Elsku Elli minn, ég kem nú aft-
ur til Íslands til að fylgja þér síð-
ustu skrefin eins og þú lagðir
mikla áherslu á við mig síðustu ár.
Þú varst löngu búinn að ákveða að
hvílustaður þinn skyldi verða á
Patreksfirði við hlið Ólafs bróður
þíns sem lést árið 2011. Þangað
mun ég fara með duftkerið þitt og
kveðja þig í hinsta sinn. Ég vona
að þú sért jafn þakklátur og ég
fyrir vinskap okkar og að vera
kominn á þann stað sem þú óskað-
ir þér, elsku vinur.
Blessuð sé minning þín, við
hittumst aftur.
Drottinn guð vor,
hversu dýrlegt er nafn þitt
um alla jörðina.
(Úr Davíðssálmum)
Þín vinkona,
Katrín Gunnarsdóttir
Johnson (Fabbiano).
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR M. GUÐMUNDSSON,
fv. aðstoðaryfirlögregluþjónn,
Bláskógum 8, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 16. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. maí
klukkan 13.
Guðrún Jónsdóttir
Magnús Fjalar Guðmundsson Bryndís Friðriksdóttir
Fjölnir Guðmundsson Trine Houmøller
Erna Guðmundsdóttir Halldór Magnússon
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT RAKEL TÓMASDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðju-
daginn 16. maí. Útför hennar fer fram frá
Neskirkju föstudaginn 26. maí klukkan 13.
Már Guðmundsson Elsa S. Þorkelsdóttir
Snorri Guðmundsson Ingibjörg Geirsdóttir
Magnús Tumi Guðmundsson Anna G. Líndal
Elísabet Vala Guðmundsd. Sigurður Þór Baldvinsson
barnabörn og barnabarnabörn
JÓNA SÍMONARDÓTTIR SIGURÐSSON
lést í Denver, Colorado, 3. apríl.
Jarðað verður í Hrepphólakirkju
föstudaginn 7. júlí klukkan 16.
Aðstandendur