Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2005, Side 7

Freyr - 01.10.2005, Side 7
• Áhrif hafa verið efnisleg. Breytt landnotkun hefur tengst breyttri verk- tækni og þéttbærari atvinnuháttum, hvers konar mannvirkjagerð, m.a. tengd samgöngum, orkuvinnslu og orkuflutn- ingum, svo og ferðaþjónustu. • Búum hefur fækkað og gróður hefur breyst í kjölfar breytts eða aflagðs bú- skapar. Viss fortíðarhyggja ýtir undir áhuga á menningarlandslagi. En hún verður til vegna þess að mannskepnan leitar að rótum, staðfestu og samsömun í heimi sem ber æ sterkari einkenni rótleysis og upplausnar. Menningarlandslagið hefur einnig notið vax- andi áhuga almennings á umhverfishyggju og umhverfisvernd. Þótt nokkur hluti menn- ingarlandslags sé staðbýll og sígildur er annar kvikur í þeim skilningi að landslag mótast og breytist - og gildismatið að nokkru marki líka. Síðustu árin hefur hlutur ferðaþjónustu I tekjuöflun landsmanna vaxið. Rætur ferða- þjónustu og helstu vörumerki hennar eru náttúru- og menningartengd, og kemur það glöggt fram þegar skoðaðar eru ástæður heimsókna erlendra gesta til landsins. Bænd- ur eiga myndarlegan þátt í vexti ferðaþjón- ustu, fyrst og fremst með því að mæta frum- þörfum gesta - fyrir mat og húsaskjól - en einnig (vaxandi mæli með því að bjóða fram upplifun og ögrun í íslenskri náttúru, t.d. með hestaferðum. Söfn og sýningar draga upp mynd af sögu og menningu þjóðarinn- ar, oft landbúnaðartengdri. Með merkingu gönguleiða og sögustaða er einnig komið til móts við vaxandi þörf, um leið og hlúð er að landinu og sérkennum þess. Nú er áhugi á að reisa við matarmenningu þjóðarinnar og efla hana á forsendum landbúnaðarins, og fleira mætti nefna. Undirstaða flests þessa er landið með svipmóti sínu svo og ræktunar- og nýtingarkostum, náttúrufari og menning- arminjum, auðsæjum sem torsæjum. Mikilvægt er að sem mest af þessu gerist í tengslum við lifandi og framsækna fram- leiðslu hefðbundinna afurða landbúnaðar- ins, og verði til þess að auka fjölbreytni hans - bæði til þess að mæta breyttum þörfum samfélagsins og að treysta um leið tilvist og tekjugrundvöll byggðanna. Hér mun ekki að- eins reyna á hugvit og framtak til nýsköpun- ar vöru og þjónustu, heldur á þarfagreiningu og hugvitsamlega markaðssetningu afurð- anna. Hver hefði t.d. fyrir 20-40 árum gert sér ferð til vandalausra bænda í Æðey, farið á hásumri vestur í Bjarnarhöfn í því skyni að kynnast hákarli í öllum myndum, eða látið leiða sig um galdrahús norður á Ströndum - og það gegn greiðslu? Fáir. Nú heimsækja þessa staði og sambærilega þúsundir inn- lendra og erlendra ferðamanna ár hvert. Svo horfir að ársverk í þessum nýbúskap verði samtals ekki færri en í íslenskri svína- rækt svo einhver samanburður sé gerður. Nei, nútímamaðurinn lifir ekki á einu saman brauði... NIÐURLAG „Framtíð landbúnaðar er nátengd hagfelldri byggðaþróun"... segir m.a. í hinni evrópsku yfirlýsingu um landbúnað og byggðir næstu ára' ... „á grundvelli þess að viðurkenna hið fjölþætta hlutverk landbúnaðarins og bæta samkeppnishæfni hans, tryggja visthæfi landbúnaðar, auka atvinnufjölbreytni í sveit- um og varðveita arfleifð byggðanna"... Landið, bæði náttúru- og menningarleg gerð þess og ásýnd, er auðlind sem með hæfilegu hugviti getur grundvallað fjöl- breytilega iðju. Haldi efnahagur þjóðarinnar áfram að batna má reikna með að þarfir einstaklinga og hópa samfélagsins verði æ fjölbreyttari, ekki síst þær sem snúa að af- þreyingu, upplifun, sjálfsþroska og stað- festu í hringiðu heimsins: Um leið og búgreinar frumþarfanna mæta kalli tímans um hagræðingu í hví- vetna skapa þær rými í fjármunum, vinnu- afli og umhverfi, en um leið þörf fyrir að öðrum sviðum landnota, beinna og óbeinna, sé sinnt með framleiðslu „nýrra" afurða og þjónustu. Þannig verður land- búnaðurinn samofinn þáttur fjölbreyttrar byggðaþróunar en ekki aðeins tilviljana- kenndar og hopandi ieifar af því, sem var, annars vegar, og kjöt-, mjólkur- og/eða grænmetisverksmiðjur hins vegar. Hvað landbúnað snertir er hverjum frjálst að búa við það sem hann kýs, innan al- mennra laga og reglna - og að svala þann- ig eigin þörfum. Lögmál markaðarins ráða þvi hins vegar hvort þær þarfir fara saman við þarfir samfélagsins. í þeim mæli sem samfélagið tekur skipulags- og fjárhagsleg- an þátt í framleiðslunni er það samfélagsins að móta, kynna og halda fram kröfum sin- um. Bændanna og landbúnaðarins er síðan að mæta þeim eftir vilja og getu. Fram- leiðsla á öðrum forsendum hlýtur fyrr en seinna að bresta tilgang og grundvöll. Um margt kallar þessi sýn á breytt viðhorf bænda sem og þjónustukerfis þeirra (rann- sóknum, menntun og ráðgjöf, enda komi til atbeini stjórnvalda á grundvelli eigin yfirlýs- inga og samþykkta2. TILVÍSANIR: 1. http://europa.eu.int/scadplus/leg/en/lvb/ I60026 2. Stofn þessarar greinar var birtur á Fræða- þingi landbúnaðarins 2005, sjá greina- safn á www.landbunadur.is . Þar er að finna tilvísanir til heimilda sem nýttar voru. FREYR 10 2005

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.