Freyr - 01.10.2005, Síða 21
TÆKNI
Stjórnbúnaður ökuhraða og þrítengibeislis er ásamt fleiru til hægri
við ökumann.
Nútímamælaborð og aflestrarbúnaður. Dæmigert mælaborð í
dráttarvél sem tengt er tölvubúnaði. Vinstri hlutinn gefur upplýs-
ingar fyrir aflvélina, miðhlutinn fyrir aflvél og drifbúnað og til
hægri hraða- og afkastamælingar.
Ef dráttarvélin er búin hraðamælingum með staðsetningartækni
kemur fram raunverulegur hraði en ekki einungis hraði út frá snún-
ingshraða ökuhjóla. Ef svo er má fá fram reiknað hjólskrik (spól) og
þar með forsendur til að breyta ökulagi.
ójöfnum á ökubraut. Á stærri
dráttarvélum er átakið mælt í
lyftiörmum. Tvær megin aðferð-
ir eru notaðar til mælinga. Önn-
ur er að öxull gefur eftir í hlut-
falli við átakið frá vinnuvélinni
og þaðan koma boð í stjórn-
búnað með vélrænum búnaði.
Hin aðferðin er að koma við
búnaði sem oft er nefndur
„strain gage". Hann nemur
átakið með rafrænum máta og
sendir boð með þeim hætti í
tölvuna. Ekki má beita háþrýst-
um þvottatækjum við að þrífa
þennan búnað. Þá má geta þess
að tölvubúnaðurinn er oft með
innbyggt kerfi sem greinir bilan-
ir þannig að viðgerðir eru mun
aðgengilegri.
EINFALDUR
STJÓRNBÚNAÐUR
Einfaldasta tegund stjórnunar er
af gerðinni kveikt/slökkt. Þegar
stjórnandinn ýtir á rofa koma
boð til miðverks tölvunnar. Það
kemur siðan boðum t.d. til raf-
segulrofa sem tengir eða af-
tengir viðkomandi búnað. Kost-
urinn við þetta kerfi er að hon-
um má stjórna af skynjurum.
Gott dæmi um slíka stjórnun er
læsing á mismunadrifi.
Varðandi mismunadrifslása
þá var það svo, að á eldri gerð-
um dráttarvéla var þeim stjórn-
að með fótstigi. Seinna kom svo
til sögunnar rafmagnsrofi sem
þjónaði sama hlutverki. Nú á
tímum eru í vélunum kerfi þar
sem skynjari nemur snúnings-
hraðann á hverju hjóli fyrir sig
og fari munurinn á hjólhraða og
ökuhraða upp fyrir tiltekin mörk
t.d. 18%, læsast mismunadrifin
bæði á fram- og afturdrifi. Við
meiri ökuhraða heldur en al-
gengt er á velli, t.d. 15 km/klst.,
er ekki möguleiki á læsingu mis-
munadrifs nema með sértækum
aðgerðum.
DRÁTTARVÉLA- OG
VINNUTÆKJATÖLVUR
Af þessum tegundum tölvubún-
aðar eru margir framleiðendur
og ýmiskonar útfærslur á mark-
aðnum. Hægt er að fá vélar
með ýmsum tengimöguleikum
við vinnutækin til að nema
margháttaðar upplýsingar. Þar
má nefna snúningshraðaskynj-
ara, hnappa til að ræsa og
stöðva, einingateljara, rennsli-
smæla, radarmælingar, stað-
setningartækni og þar fram eft-
ir götunum. Mælingar á tíma
(klukka) er oft mikilvægur þátt-
ur í þessum mælingum og út-
reikningum.
Sem dæmi um hvernig kerfin
eru uppbyggð og samtengd má
hafa mynd 3 til hliðsjónar. Því
má bæta við að aftan á dráttar-
vélinni er komið fyrir innstungu
sem tengir skynjarana á vinnu-
tækinu við tölvuna í dráttarvél-
inni. Hún er af staðlaðri gerð og
hentar því fyrir fleiri gerðir
vinnutækja.
FLATARMÁLSMÆLINGAR
Til að reikna út flatarmál verður
búnaðurinn að geta numið tvær
stærðir, þ.e. lengd og breidd.
Skynjari á afturhjóli dráttarvélar
nemur fjölda snúninga. Þegar
ummál hjólsins er þekkt fæst
ekin vegalengd. Sú stærð er sett
inn og margfölduð með vinnslu-
breiddinni.
Eðlilega verða þessir útreikn-
ingar ekki nákvæmari en for-
sendurnar. Því verður að vita ná-
kvæmlega hina virku vinnslu-
breidd. Sama máli gegnir um
ummál hjólsins. Þá stærð má
nálgast á ýmsa vegu.
Dæmi: Sett merki á ökuhjólið,
ummál hjólsins mælt og ekið til-
tekinn snúningafjölda á hjólinu
og reiknuð vegalengd fundin.
Því næst er ekna vegalengdin
mæld. Sá munur er fram kemur
er síðan settur inn í tölvuna sem
leiðréttingarstuðull. Gera verður
ráð fyrir því að virkt ummál
hjólsins sé breytilegt eftir hjól-
börðum og undirlaginu, þ.e.
hvað þau ganga niður í jarðveg-
inn. Einnig getur hjólskrik verið
bæði undir jákvæðum og nei-
kvæðum formerkjum.
RENNSLISMÆLINGAR
Skynjarar fyrir rennsli eru fyrst
og fremst þróaðir fyrir fljótandi
efni t.d. við úðun á gróður.
Minna er um mæla fyrir kornað
efni eins og áburð. Ef rennslis-
mælar eru á viðkomandi tækj-
um þarf öðru hvoru að leiðrétta
þá. Það má einfaldlega gera
þannig að geymir tækisins er
fylltur að tilteknu merki eða við-
miðun. Síðan er ekin ákveðin
vegalengd og lesið af hvað eftir
er ( geyminum. Munur, sem
kann að vera á milli mælda
magnsins og þess sem tölvan
sýnir, er leiðréttur í forriti tölv-
unnar í sérstökum reit á skján-
um.
FRAMTÍÐARSÝN
Þróunin í rafmagns- og tölvu-
tækni er mjög hröð. Það sem
nefnt hefur verið hér að framan
er aðeins sýnishorn af þeim
möguleikum sem eru til staðar
nú þegar. Um þessar mundir
standa yfir margs konar þróun-
arverkefni t.d. er snerta stað-
setningartækni en hún getur
komið að góðu gagni við ýmis-
konar vinnu á akri. ( því sam-
bandi má benda á að unnt er að
vera með rafræn túnkort í
vinnuvélinni. Það gefur aftur
möguleika á að dreifa áburði
innan hverrar spildu af mikilli
nákvæmni sem byggir á upp-
skerutölum og efnagreiningum
eins og áður var vikið að. Sem
stendur fara samskipti tölvu-
búnaðar og skynjara að mestu
fram með leiðslum.
FREYR 10 2005