Freyr - 01.10.2005, Page 34
HROSSARÆKT
Tafla 4. Hlutfallstíðni lita á folöldum árin 2002, 2003 og 2004
til samanburðar í íslenska hrossastofninum 1930*
Litur 1930 2002 2003 2004
Aðallitur
Rauður 34,4 27,5 29,2 27,8
Brúnn 14,1 32,3 31,6 32,5
Jarpur 13,0 15,8 15,7 15,1
Albínói 0,0 0,2 0,2 0,2
Leirljós 1,2 3,0 2,1 2,2
Moldóttur 1,5 1,4 1,5 1,0
Bleikur 8,4 6,5 5,8 6,7
- þar af álótt 3,4 3,5 4,1
Mósóttur 3,2 4,7 4,7 5,4
Vindóttur 1,1 2,4 2,8 2,4
Grár 23,1 6,3 6,4 6,8
Aukalitur
Skjótt 5,0 10,1 10,3 12,5
Litförótt 1,0 0,4 0,6 0,6
*Theodór Arnbjörnsson 1931. Hestar, Búnaðarfélag íslands, Reykjavík.
Tafla 5. Litir sýndra hrossa 2001-2005.
Sýningarár Brún Rauð Jörp Bleik Grá Mós- ótt Leir- Ijós Vind- ótt Mold- ótt Lit- förótt
2001 478 425 221 95 98 58 26 30 17 5
2002 679 467 270 143 139 104 39 32 23 4
2003 486 413 249 130 104 84 25 29 14 4
2004 682 593 302 165 131 103 48 32 20 2
2005 475 455 234 113 117 78 35 27 13 4
Fjöldi 2800 2353 1276 646 589 427 173 150 87 19
Hlutfall, % 32,9 27,6 15,0 7,6 6,9 5,0 2,0 1,8 1,0 0,2
Tafla 6. Hlutfallstíðni nokkurra litareinkenna á folöldum 2002, 2003 og 2004.
2002 2003 2004 2002 2003 2004
Stjörnótt 14,4 14,9 15,1 Glófext 2,6 2,3 2,2
Nösótt 0,9 0,7 1,2 Vindhærð 0,5 0,9 0,8
Tvístjörnótt 4,8 4,8 4,7 Vaglí auga 0,3 0,5 0,2
Blesótt 7,9 8,0 8,1 Hring-/glaseygt 1,2 1,3 1,3
Leistar og sokkar 2,1 2,6 2,5 Ægishjálmur 0,1 0,1 0,1
Gjafar frá Eyrarbakka og Daníel Jónsson.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
unnið hefur verið markvisst að fjölgun
þeirra hrossa á undanförnum árum með
ágætum árangri en betur má ef duga skal.
Á árinu kom fram litföróttur stóðhestur
með aðaleinkunn yfir átta sem er mikill
fengur fyrir viðhald litarins, hesturinn er
Gjafar IS1998187146 frá Eyrarbakka undan
Víkingi frá Voðmúlastöðum og Litbrá frá
Snjallsteinshöfða 1, Litbrá er litförótt undan
Litfara frá Helgadal. Gjafar hlaut 8,09 í að-
aleinkunn þar af 8,5 fyrir tölt og fegurð í
reið og 9,0 fyrir brokk, vilja og geðslag og
fet og er þvl vel frambærilegur hestur.
( samanburði við 1930 hefur litasamsetn-
ingin breyst umtalsvert, rauðu hrossunum
hefur þó ótrúlegt megi virðast fækkað
nokkuð, fjöldi brúnu hrossanna hefur meir
en tvöfaldast, þeim jörpu fjölgað örlltið,
Ijósum fjölgað nokkuð, bleikum fækkað en
mósóttum fjölgað. Vindóttum hefur fjölgað
og er það vel en aftur hefur gráum fækkað
umtalsvert þó þeim fari fjölgandi nú um
stundir. Hvað aukalitina varðar, skjóttan og
litföróttan, þá hefur þeim skjóttu fjölgað
um meira en helming en þeim litföróttu
fækkað. Ef til samanburðar við folaldalitina
eru teknir grunnlitir á sýndum hrossum á
árabilinu 2001 til 2005 verður niðurstaðan
mjög svipuð eins og sést á töflu 5.
í töflu 6 kemur fram tíðni ýmissa litarein-
kenna hjá folöldum fæddum 2002, 2003
og 2004. Litlar breytingar er að sjá þar milli
ára, mjög mörg folöld eru stjörnótt eða
15,1% folaldanna en stór hluti eða rúm-
lega 36% af heildinni hefur einhver af
þessum litareinkennum sem er geysimikið.
HROSSARÆKT 2005
Árleg ráðstefna hrossaræktarinnar verður haldin í Súlnasal, Hótel Sögu, laugardaginn 12. nóvember og hefst
hún kl. 12:30. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafht fagfólki sem áhugamönnum.
Ekkert þátttökugjald.
Meðal efnis:
- Áhugaverðir fyrirlestrar m.a.: Sýningaárið 2005, nýtt kynbótamat, ffjósemi, fóðrun og vöxtur íslenska hestsins.
- Viðurkenningar og tilnefningar til ræktunarverðlauna.
Fagráð í hrossarækt
E9
FREYR 10 2005