Freyr - 01.10.2005, Qupperneq 37
Lífrænn landbúnaður
í meðvindi og mótvindi
Á sfðasta ári gáfu Alþjóðasam-
tökin um lífrænan landbúnað,
IFOAM, út skýrslu um stöðu líf-
ræns landbúnaðar í heiminum.
Hann er nú stundaður ( 110
löndum, á 559 þúsund bújörðum
með 26 milljón hektara af rækt-
unarlandi, sem nemur þó aðeins
fáum prósentum af akurlendi í
heiminum. Að auki eru 15 milljón
hektarar af vottuðu landi þar sem
ræktaðar eru skráðar „villtar"
jurtir.
Hæsta hlutfall af lífrænni rækt-
un í Evrópu er 26% í Lichten-
stein, 12% í Austurríki og 12% í
Sviss. Á Norðurlöndunum er
Finnland með 7%, en Svíþjóð og
Danmörk með yfir 6%. Frakk-
land og Holland eru aðeins með
2% og Bandaríkin aðeins 0,22%
af lífrænu ræktunarlandi.
Á 10. áratug síðustu aldar jókst
lífræn ræktun í Evrópu en undan-
farin ár hefur vöxturinn stöðvast
eða jafnvel dregist saman. Þann-
ig hefur hún minnkað f Hollandi
um þriðjung og í Finnlandi verður
www.velaborg.is
vart við samdrátt. ( ESB sem heild
er lífræn ræktun nú á um 3,4 %
af ræktunarlandi. Til að bæta úr
því samþykkti ESB árið 2004
framkvæmdaáætlun um aukna
framleiðslu lífrænna afurða.
Jákvæð reynsla margra landa
sýnir að vænta má góðs árangurs
af slíku átaki. í Bandaríkjunum er
eftirspurn eftir lífrænum matvör-
um nú mjög vaxandi og námu
viðskiptin þar árið 2003 alls 13
milljörðum dala. ( Evrópu hafa
viðskiptin tvöfaldast frá 1998 og
í Frakklandi, Ítalíu, Spáni og
Þýskalandi námu þessi viðskipti
átta milljörðum evra árið 2003,
sem nemur þó aðeins um einu
prósenti af matarinnkaupum
fólks.
Lífrænar afurðir geta sjaldnast
keppt við aðrar vörur í verði. I
Bandaríkjunum og sumum Evr-
ópulöndum eru neytendur þó
fúsir til að borga þennan verð-
mun. Þannig má nefna að f Eng-
landi seljast Iffrænar mjólkurvörur
og lambakjöt oft á þónokkuð
John Mackey, stofnandi Whole
Foods Market, sem selur
lífrænar afurðir í stórum stíl.
hærra verði en hefðbundnar vör-
ur. í nokkrum löndum hafa
bændur f lífrænni ræktun náð
fast að því eins mikilli uppskeru
og í hefðbundinni ræktun -
gagnstætt því sem oft er haldið
fram. Það hefur, ásamt lægri út-
gjöldum f aðföng, gefið góða
rekstrarafkomu.
Samkvæmt skoðanakönnun-
um segjast aðspurðir gjarnan oft
vilja greiða allt að 30-50% auka-
lega fyrir hollar, öruggar og um-
MOLAR
hverfisvænar afurðir. Á hinn bóg-
inn viðurkenna flestir að oftast
láti þeir verðið ráða vali sfnu. Það
vekur þó vonir að reynslan sýnir
að betri merkingar og vönduð
kynningarstarfsemi auki sölu á líf-
rænum vörum.
í viðtali í blaðinu The Econom-
ist við stofnanda verslanakeðj-
unnar Whole Foods Market,
Bandaríkjamanninn John Mac-
key, kemur fram að unnt er að
selja lífrænar afurðir í stórum stíl.
Hann stofnaði fyrirtæki sitt árið
1970 og lagði strax áherslu á líf-
rænar vörur. Nú rekur fyrirtækið
178 verslanir í Bandaríkjunum og
Bretlandi og árleg velta þeirra er
um fjórir milljarðar dala, og
þannig er fyrirtækið hið stærsta í
sölu lífrænna afurða í heiminum.
Starfsmenn eru um 32 þúsund.
„Við leggjum áherslu á um-
hverfi og hollustu í kynningu
okkar," segir Mackey. „Á því
byggist markaðssetning Iffrænna
vara. Keppni við lágvöruverslanir
hefur ekkert upp á sig. Við verð-
um að sannfæra neytendur um
að þeirfái verðmuninn greiddan í
meiri gæðum," segir hann.
(U.B. Lindström, Landsbygdens
Folk nr. 37/2005, stytt).
S: 414 BBOO
NYTT FRA VELABORG
Röwei0lub
staðlaðar þýskar innréttingar í hesthús
Eigum mjög vandaðar galvaniseraðar innréttingar á lager
Staðlaðar stíustærðir: 2,50 x 2,50m
Hurðar á framhliðum úr Bongossviði, stærð: 0,85 x 1,30m
Milligerði úr Bongossviði með loftraufum, hæð: 1.B5m
Bjóðum einnig sérsmfðaðar innréttingar eftir óskum kaupanda
Gerum föst verðtilboð
Takmarkað magn á lager
LEITIÐ TILBOÐA HJÁ SÖLUMÖNNUM OKKAR
—|Q|I
20D/o afsláttur af völdum hestavörum
Hnakkar, beisli, múlar, tauman, gjarðin og töskur
(Vfelaborg
ehf
Reykjavík Krókhálsi 5F (gengið inn frá Járnhálsi) • 110 Reykjavík • Sími: 414 8600 • Fax: 414 8601 Akureyri Njarðarnesi 2 • 603 Akureyri • Sími: 464 8600 • Fax: 464 8601
------------------------------------------------------—.......-......................... ^
FREYR 10 2005
37