Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 2

Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 2
Veður Norðvestan 8-15 m/s austan til á landinu í dag, en hægari vindur um landið vestanvert. Skýjað og úrkomulítið um landið norðaustan- vert, en léttir til í öðrum lands- hlutum. sjá síðu 54 Litadýrðin á hitaveitutönkum Orkuveitunnar í Öskjuhlíð lætur engan ósnortinn sem hana augum lítur. Hún og jólaljósin sem sjá má hvarvetna um borgina ylja fólki í svartasta skammdeginu. Í dag er 9. desember og einungis tólf dagar þar til daginn tekur að lengja á ný. Fréttablaðið/Vilhelm VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS Ef þú vinnur um helgi áttu aldrei að fá borgað fyrir færri en 4 klukkustundir - þó að þú vinnir skemur skipulag „Ég ætla bara að láta hrekja mig í burtu,“ segir Jón Þor- geir Ragnarsson, íbúi á Skálará við Vatnsveituveg í Elliðaárdal. Reykja- víkurborg veitti fyrir helgi vilyrði til fyrirtækisins Spor í sandinn fyrir lóð undir stórt gróðurhús í Elliðaár- dalnum. Um er að ræða 12.500 fer- metra lóð en á henni stendur til að byggja 12 til 13 metra há mannvirki. Lóðin sem um ræðir, eins og hún birtist í gögnum umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, nær yfir Skálará. Ef áformin verða að veruleika virðist ljóst að Jón Þorgeir þarf að víkja, en hann hefur um ára- bil fóðrað kanínur, endur og gæsir við húsið. Jón hafði skömmu áður en Frétta- blaðið ræddi við hann haft veður af þessari ákvörðun. „Þeir ætla að byggja gróðurhús þar sem gróður- inn er,“ segir hann hneykslaður. Hann segir að framkvæmdirnar muni hrekja í burtu allt fuglalíf á svæðinu og muni eyða mýrinni, sem sé undirstaða fuglalífs á svæðinu. Jón segir að Reykjavíkurborg eigi lóðina sem húsið stendur á, eins og húsið sjálft. Hann leigir húsið af borginni. Í samtali við Fréttablaðið segir Jón Þorgeir að honum hafi ekki verið tilkynnt um ákvörðunina, þó að hann hafi búið þarna í 30 ár. „Ég sagði við bróður minn, þegar hann sagði mér þetta í morgun, að ég nennti ekki að pæla í þessu. En svo er ég ekki búinn að hugsa um neitt annað síðan,“ segir hann. Jón Þorgeir segir að margir leggi leið sína á svæðið til að fylgjast með dýrunum eða gefa þeim að éta. Langflestir séu yndislegt fólk sem komi þarna með börnin sín. Hann hafi þó oft orðið vitni að hrottaskap í garð dýranna. Hann segist gefa dýrunum um það bil eitt tonn af mat á viku en tekur fram að skepnurnar séu ekki háðar honum á neinn hátt. Þeim vegni vel þegar hann fer í frí. Þær eigi sig sjálfar og hann hafi ekki flutt þangað eina einustu kanínu. „Dýrin bjarga sér sjálf. Þau eiga sig sjálf,“ segir hann. Aðspurður segist hann telja að kanínurnar séu um eitt hundrað talsins. baldurg@frettabladid.is Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróður- hús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil.  Hann telur að kanínurnar séu orðnar um eitt hundrað. margir leggja leið sína að Skálará í elliðaárdal til að berja kanínur og fugla augum. til stendur að nýta lóðina undir annað. Fréttablaðið/SteFán KarlSSon Ég sagði við bróður minn, þegar hann sagði mér þetta í morgun, að ég nennti ekki að pæla í þessu. En svo er ég ekki búinn að hugsa um neitt annað síðan. Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi á Skálará í Elliðaárdal  Fögur er hlíðin trúfélög Kvennaathvarfið fékk í gær eina milljón króna í styrk frá trúfélaginu Zuism. „Styrkurinn er hluti af þeirri upphæð meðlima Zuism sem völdu að láta sóknar- gjöld sín renna til góðra málefna,“ segir í tilkynningu frá almanna- tengli félagsins. „Þessi styrkur mun fara í að bæta lífsgæði þeirra kvenna sem hingað leita og auka sérfræðiþjónustu sem er mjög mikilvægt,“ er haft eftir Sigþrúði Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Áður hefur Zuism styrkt  Barna- spítala Hringsins um 1,1 milljón og UNICEF um 300 þúsund krónur. – gar Gáfu milljón til kvennaathvarfs lögreglumál Annar mannanna sem voru stungnir með hnífi á Austur velli um síðustu helgi er látinn. Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að bera ábyrgð á verknaðinum. Lög- regla segir að rannsókn málsins miði vel. Hinn maðurinn, sem var stunginn með hnífi á sama stað og var sömuleiðis fluttur slasaður á bráðamóttökuna, hefur verið útskrifaður af Landspítalanum. Fréttablaðið hefur greint frá því að vitni gátu gefið lýsingu sem leiddi til handtöku hins grunaða í Garðabæ nokkrum stundum eftir að árásin var gerð. Stuðst hefur verið við mynd- bandsupptökur við rannsókn málsins en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum á Austur- velli. Þá hefur einnig verið stuðst við upptökur úr myndavélum veitinga- staða á svæðinu. – jhh Látinn eftir árás á Austurvelli Styrkurinn afhentur í gær. Velferðarmál Barnaverndarnefnd Kópavogs telur að Barnaverndar- stofa hafi sinnt eftirlitshlutverki sínu vel. Engu að síður sé það and- stætt góðri stjórnsýslu að Barna- verndarstofa gegni tvíþættu hlut- verki; annars vegar leiðbeinandi hlutverki fyrir barnaverndarstarf í landinu og rekstri úrræða og hins vegar eftirliti með starfi barna- verndarnefnda. Þetta var bókað á fundi nefndarinnar í gær. Nefndin tekur þannig undir sjónarmið fag- deildar félagsráðgjafa í barnavernd sem hafa ályktað að aðskilja beri þessi tvö meginhlutverk. – jhh Segja hlutverkin ósamrýmanleg 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -2 1 C C 1 E 7 0 -2 0 9 0 1 E 7 0 -1 F 5 4 1 E 7 0 -1 E 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.