Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 16

Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 16
Öll Jól - SÍÐAN 1952 - V E R T 8 0 5 9 hjálparstarf „Börnin eru í hræði- legu ástandi. Miklu verra en við héldum. Þau eru kannski búin að labba í fimm daga án matar og án vatns. Þau eru kannski bara búin að vera að drekka vatn úr skítugum pollum.“ Þetta segir Erna Kristín Blöndal, framkvæmdastjóri Nordic Institute for Migration og stjórnar- maður hjá UNICEF á Íslandi. Hún fór til Bangladess til að kynna sér aðstæður Róhingja í flóttamanna- búðunum þar. Flóttamannabúð- irnar eru starfræktar af yfirvöldum í Bangladess, sem veita svo alþjóð- legum samtökum eins og UNICEF aðgang að þeim. Í Bangladess eru nokkrar flóttamannabúðir fyrir Róhingja en Erna heimsótti þær stærstu, Kutupalong-búðirnar í Cox’s Bazar héraði. Hún fór þang- að þann 27. nóvember og kom heim 3. desember. Flóttinn yfir til Bangladess er erfiður og getur tekið allt að fimm dögum. Leiðin liggur í gegnum frumskóga og yfir fen og hæðir. Fyrir stutta fætur getur gangan tekið verulega á. „Mörg barnanna eru fylgdarlaus, að minnsta kosti 29 þúsund svo vitað sé. Og mörg, sem okkur finnst vera mjög ung, bera ábyrgð á og sjá um önnur börn, lítil systkini sín eða önnur. Alls staðar eru börn að hugsa um börn. Dag- inn sem við komum fréttum við af einum 8 ára sem hafði komið yfir landamærin með þrjú systkini sín, illa farinn og úrvinda,“ segir Erna Kristín. Í búðunum er í byrjun reynt að sinna algerum grunnþörfum flótta- mannanna, en mörg barnanna sem koma þangað eru alvarlega van- nærð og þjást af miklum vítamín- skorti. „Mjög mörg sem koma eru Meirihluti Róhingja á flótta eru börn UNICEF starfrækir svo- kölluð barnvæn svæði í flóttamannabúðunum þar sem börnin hafa aðgang að sálfélags- legri þjónustu. „Þessi svæði eru vernduð og aðeins börn hafa aðgang að þeim. Þar er reynt að koma börnum í skilning um að þau séu komin í skjól og orðin örugg, að það sé ekki hægt að beita þau ofbeldi lengur,“ segir Erna Kristín. Hér má sjá mynd sem stúlka teiknaði á barnvænu svæði UNICEF. „Þetta eru karlarnir í þorpinu, þeim var raðað í hring inn í miðjuna, þar sem var fullt af hermönnum og svo voru þeir allir drepnir á meðan þau hlupu í burtu, krakk- arnir. Hún bara teiknaði þessa mynd fyrir framan okkur. Hún er ekki farin að brosa aftur,“ segir Erna Kristín. MyNd/ErNa KrIstíN BlöNdal „Eins og alls staðar annars staðar fara konur á blæð- ingar í flóttamanna- búðum og blæðir eftir barnsburð. aðstæður eins og konurnar búa við í þessum búðum gera það ekki auð- velt. UNICEF er að vinna að verkefni sem á að efla ungar stúlkur og vinna í þeim málum sem varða konur og stúlkur sérstaklega.“ 1,2 milljónir Róhingja eru í flóttamanna- búðum í Bangladess. 720 þúsund þeirra eru börn. Erna Kristín Blöndal fór og kynnti sér aðstæður barnanna. „Börnin eru í hræðilegu ástandi. Miklu verra en við héldum. Þau er kannski búin að labba í fimm daga, án matar og án vatns.“ á alvarlegasta stigi vannæringar og þá eru þau að deyja úr til dæmis öndunarfærasjúkdómum. Ónæmis- kerfið er svo veikt að þau ná ekki að berjast við neitt. Um leið og þau eru orðin vannærð þola þau illa alla erfiðleika,“ segir Erna Kristín. Sökum þess að þau hafa ekki haft aðgengi að heilbrigðisþjónustu í Mjanmar eru fæst börnin bólusett og því hefur UNICEF lagt  mikla áherslu á að bólusetja öll börn gegn mislingum auk kóleru. Slíkir sjúk- dómar eru líklegir til að geisa þegar fólk býr svo þröngt, deilir vatni og hreinlæti er af skornum skammti. Flóttamenn sem komist hafa yfir landamærin til Bangladess hafa sagt frá grófu ofbeldi af hálfu hers og almennings í Mjanmar gegn sér. Þar eru framin  fjölda- morð og hópnauðganir á konum og börnum. Erna segist hafa verið algerlega slegin yfir sögunum sem hún heyrði af nauðgunum, af því þegar fólk væri brennt lifandi og öðru ofbeldi. Slíkar sögur heyrði hún bæði frá fullorðnum og litlum börnum. „Ég tel að það eigi eftir að koma í ljós að ofbeldið sem hefur verið beitt í Mjanmar hefur verið miklu skipulagðara og alvarlegra en greint hefur verið frá í fjöl- miðlum. Miðað við það sem við sáum í búðunum og sögurnar sem við heyrðum. Aðeins lítill hluti þeirra sem lifðu af eru karlmenn. Þeir virðast hafa verið teknir af lífi með skipulögðum hætti og það kom skýrt fram í sögum sem börn- in sögðu okkur. Karlmönnunum, pöbbunum og stóru bræðrunum, var safnað saman og þeir myrtir,“ segir Erna Kristín. Þann 2. október sendi UNICEF út alþjóðlegt neyðarákall fyrir nauð- synlegri mannúðaraðstoð fyrir börn sem flúið hafa til Bangla- dess og þau sem enn eru í Mjan- mar. Samtals gerir UNICEF ráð fyrir að þurfa nærri 80 milljónir Bandaríkjadala, eða 838 milljónir íslenskra króna. Aðeins hefur náðst að fjármagna tæplega 35 prósent þess sem óskað er eftir. Hægt er að styðja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með því að senda SMS- ið UNICEF í númerið 1900 en það kostar 1.500 krónur. Mikilvægar tölur l 1,2 milljónir Róhingja l 720.000 þeirra eru börn l 60% eru konur l 10% eru annaðhvort óléttar eða með barn á brjósti l 29.000 barna eru fylgdarlaus l 21% barna þjáist af vannæringu l Eitt klósett á hvert hundrað Lovísa Arnardóttir lovisaa@frettabladid.is 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 l a U G a r d a G U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -1 C D C 1 E 7 0 -1 B A 0 1 E 7 0 -1 A 6 4 1 E 7 0 -1 9 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.