Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 26
Unnur og Björn tóku fæðingarorlofinu alvarlega. Nú eru þau byrjuð að vinna aftur og njóta dyggrar aðstoðar foreldra sinna. FréttaBlaðið/Eyþór eða fólk á ekki samleið. Rekst á. Þá verður allt erfitt. Óbærilega erfitt. Sem betur fer er það algjör undan­ tekning að það gerist. Þá fara allir að hugsa um sjálfa sig,“ segir Unnur. „En þetta er allt til staðar hjá okkur. Við höfum unnið saman í nokkrum verkefnum og það hefur alltaf verið frábær reynsla,“ segir Björn. „Auðvitað er samt mikil áhætta fólgin í því að fara í svona aðgangs­ hart og persónulegt verk. Það var samt aldrei spurning hvort við myndum treysta okkur í þetta,“ bætir Unnur við um samstarf þeirra hjóna. Eins og stór fjölskylda Verkið hefur flætt með lífi þeirra hjóna og reyndar atburðum í sam­ félaginu sjálfu. Unnur lék í verkinu þar til hún var orðin kasólétt. Við það myndaðist spenna á sviðinu. Og nú þegar #metoo byltingin er að ryðja sér til rúms í leikhúsinu og samfélaginu öllu skilar það sér í verkið. „Það var bæði erfitt og gefandi að leika í verkinu á meðan ég var ólétt að tvíburunum. Sýningin var einhvern veginn á fleiri lögum og dramatíkin dínamískari,“ segir Unnur en áhorf­ endur voru á sætisbrúninni í vissum senum verksins þegar hún var ólétt og enn dómharðari á Björn í verk­ inu. Brestir hans nánast flóðlýstir. Og það gerist aftur nú þegar #metoo byltingin skekur samfélagið og þá sér­ staklega leikhúsið. „Við áttuðum okkur á því í þess­ ari #metoo umræðu að við erum kannski svolítið vernduð þar sem við höfum verið par í gegnum öll okkar störf. Ég hef verið í sam­ bandi með Bjössa frá því ég var í menntaskóla. Í gegnum allan leik­ listarskólann og svo í starfi,“ segir Unnur frá. „Mér hefur fundist sjúk­ lega áhugavert að kanna viðbrögð mín og minna nánustu við #metoo byltingunni. Auðvitað fer maður í smá vörn fyrst. Fær sjokk. Og reynir að minna sig á það góða. Að þetta sé öruggasti vinnustaður í heimi, þar sem er traust, hlýja og mikil vinátta. Leiklistarheimurinn er eins og stór fjölskylda. Ég sagði við Bjössa að ég hefði náttúrulega aldrei lent í neinu. Þá sagði hann. Bíddu, bíddu og fór að telja upp ótal atvik sem ég hafði sagt honum frá. Ég brást enn við í vörn og sagði; já en það skiptir engu máli, því það hafði engin áhrif á mig. Nánd og hlýja er hluti af starfinu og gerir að það verkum að þetta er öðruvísi starf en flest önnur. Við erum alltaf að snertast, taka utan um hvert annað, kynnast náið, horfast í augu. Ef ég er að leika eitt­ hvert hlutverk, tökum sem dæmi hlutverk Nóru í Dúkkuheimilinu, þá byrja ég að tengjast mótleikurum mínum um leið og ég stíg inn í leik­ húsið. Maður byrjar að mynda þessi tengsl, gera mótleikarann að mann­ inum mínum. Þetta gerum við til að kemestrían verði rafmögnuð á svið­ inu, trúverðug fyrir áhorfendur. Það gerist ekki af sjálfu sér, við vinnum í því, meðvitað og ómeðvitað. Svo verðum við að geta aftengst þegar við förum heim. Við erum alltaf í þess­ um línudansi, að þenja þessi mörk. Og viljum ekki vera í vopnahléi, á of öruggum stað. Það lærðum við í leiklistarnámi okkar, þetta þarf allt að vera upp á líf og dauða. Við viljum að listin sé spennandi og maður þarf að geta afhjúpað sig, farið inn í kvikuna. Nekt er aukaatriði, það eru tilfinningatengslin sem eru flókin og hin stóra áskorun. Þess vegna er pínu skrítið að allt í einu snýst sam­ félagsumræðan um að við þurfum að setja skýr mörk, fara ekki yfir línu hvert annars. Ég held að lykilatriðið í leikhúsinu og kvikmyndunum sé að allir aðilar séu með línuna á hreinu, það verður að ríkja fullkomið traust, þá er þetta ekki svona flókið. Við verðum að geta átt samtal um þetta allt saman,“ segir Unnur. „En svo þegar maður fór að hugsa um þessa rótgrónu kynjamenningu kom áfallið. Smám saman. Varnirnar fóru að bresta og maður fór að sjá þetta skýrar. Þetta er misalvarlegt en þessi kvenfyrirlitning er enn til staðar og á engan hátt bundin við leikhúsið. Þetta er alls staðar og er samfélagsmein sem þarf að uppræta. Ég finn fyrir því að vera hrædd við að fara inn í þetta samtal því það er svo erfitt og afhjúpandi. Erfiðast finnst mér að lesa sögur af ungum konum sem verða fyrir áreitni í námi.“ Vön því að kryfja þung mál „Fáir af mínum jafnöldrum kannast við að hafa gengið í gegnum svipað í listnámi og ný kynslóð er að gera upp í þessari byltingu,“ segir Björn. „Mér finnst erfitt að heyra um þetta, það má ekki bregðast ungu fólki í námi. Það á alls ekki að ganga út á að brjóta niður fólk í námi. Í mínu listnámi voru margir kennarar að ýta við okkur. Ögra okkur. Senda til manns sendingar. Metnaðurinn var að sprengja rammann, opna tilfinn­ ingarófið til að geta sýnt það á sviði. En svo les maður þessar sögur og það virðist vera upplifun margra stelpna að unnið sé á einhverjum einum tóni. Einhvers staðar fer skólinn út af sporinu.“ Unnur tekur undir. „Það verður að ræða þetta. Það er hætt við því að vald og trúnaðartraust sé misnotað. Það þarf að uppræta ákveðinn hugs­ anagang og ofbeldi. Það mun koma margt gott út úr þessari byltingu, Nú eru til dæmis að fara af stað skýrari verkferlar varðandi þessi mál í leik­ húsinu og skólunum. En það sem má ekki gerast er að við verðum púrítönsk. Skáldskapurinn þarf að vera vettvangur til þess að kanna mörk. Það er hlutverk listarinnar að kanna mörk okkar í tilfinningum. Í hjónabandi. Utan þess. Leikarar og listamenn eiga að rannsaka mörk og finna samfélagstenginguna í því samhengi. Þess vegna held ég að það sé brilljant að þetta sé allt að springa út í einu opnu heimssamtali. Trylltir tímar sem við lifum,“ segir Unnur. „Já, við erum vön því að kryfja þung mál í leikhúsinu, eigum sam­ töl um sorg, ást, misnotkun, ofbeldi. Þessa stóru bagga sem við berum saman. Við erum stöðugt að vinna í þessu innan listarinnar. Það er svo mikilvægt að niðurstaðan verði ekki ritskoðun eða að það megi ekki gera ákveðnar senur í leikhúsinu,“ segir Björn. „Enda snýst þetta ekki um það. Það er svo mikilvægt að þetta verði ekki niðurstaðan. Ég hef núna upp á síðkastið lent nokkrum sinnum í því að fólk, oftast eldri konur, segir við mig: Jæja, nú er erfitt fyrir ykkur karl­ ana. þetta er sagt í svona vorkunnar­ tóni. Okkur er bara enginn vorkunn,“ leggur Björn áherslu á. „Ofbeldi er ofbeldi. Það er engum vorkunn að því að kunna eðlileg mannleg sam­ skipti og sýna virðingu. Þú veist hve­ nær þú ferð yfir mörkin. Ef þú ætlar að halda því fram að þú þekkir ekki mörkin, þá ertu bara í einhverjum biluðum leik. Ég er ekkert að barma mér neitt. Þessi bylting er geðveik og löngu tímabær.“ Finnur fyrir mótstöðu Björn finnur fyrir því á sýningunum hvernig áhorfendur skynja persónu hans öðruvísi eftir #metoo bylting­ una. „Karakterinn minn er fulltrúi vissrar karlmennsku. Er karlpungur á köflum og veður uppi. Það er meiri mótstaða núna. Það er hlegið aðeins hærra, en það er broddur í því. Þetta verður allt saman svo miklu fárán­ legra. Fólk sér sig í þessum aðstæð­ um og horfist í augu við sjálft sig og kringumstæður sínar.“ „Þetta kallast á við verkið, finnst okkur. Þetta er krefjandi samtal. Uppgjör og það er á okkar allra ábyrgð að gera upp kynjamenning­ una,“ segir Unnur. „Maður finnur að fólk alls staðar í samfélaginu er af vilja gert, það er að skoða eigin mörk og annarra,“ segir Björn. Unnur segist vona að konur hætti að leiða hjá sér kvenfyrirlitningu og áreitni sem þær verða fyrir. „Hættum að hlæja að klámbröndurum af með­ virkni. Leiðum ekki hjá okkur þegar það er farið yfir mörkin okkar. Ég er mjög viðkvæm fyrir fórnarlambs­ væðingu kvenna, ég vil frekar berjast. Vil að konur gefi sér pláss til að vera aðgangsharðar og já, „erfiðar“!“ ↣ Ég hef verið í sambandi með bjössa frá því Ég var í mennta- skóla. Unnur Ofbeldi er Ofbeldi. það er engum vOrkunn að því að kunna eðlileg mannleg samskipti Og sýna virðingu. þú veist hvenær þú ferð yfir mörkin. 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -6 1 F C 1 E 7 0 -6 0 C 0 1 E 7 0 -5 F 8 4 1 E 7 0 -5 E 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.