Fréttablaðið - 09.12.2017, Side 30

Fréttablaðið - 09.12.2017, Side 30
 Glerártorgi - Kringlunni - Smáratorgi - www.lindesign.is Mýkt, hlýja og vellíðan fyrir alla fjölskylduna Nýjar Jólavörur legs eða líkamlegs ástands og 20 pró- sent hafi ýmist ekki áhuga á að vinna eða hafi enn ekki fengið vinnu. „En þetta er síbreytilegt. Sumar vikur koma kannski þrír til fjórir fangar til okkar og kannski er enga vinnu að fá fyrstu vikuna og næstu vikuna komast kannski tveir þeirra í vinnu og þannig mjatlast þetta svona inn hjá okkur,“ segir Halldór. Þegar við röltum yfir á trésmíða- verkstæðið spyrjum við Halldór hver séu draumaverkefnin fyrir fangelsið. „Best er að fá verkefni sem væru ekki unnin nema af því að þau koma til okkar,“ segir Halldór. „Til dæmis verkefni með einhvern samfélags- legan tilgang eins og endurnýtingu eða endurvinnslu þar sem er svona samfélagslegur ávinningur af. Það er mjög skemmtilegt að geta verið í slíkum verkefnum,“ segir Halldór og bendir á að kostur slíkra verkefna fyrir fangelsin sé að þau megi vinna á lengri tíma án tímapressu. „Þetta eru verkefni sem eru í rauninni háð frum- kvæði utan úr samfélaginu. Eitthvað sem menn eru að gera inni á vinnu- stöðum og finnst sárt að horfa upp á einhverja sóun til dæmis. Þá viljum við láta hugsa til okkar,“ segir Halldór. „Einu sinni duttu okkur til dæmis í hug öll óskilahjólin sem lögreglan safnar saman, að við gætum tekið við þeim, lagað þau og selt svo á hærra verði og ágóðinn færi þá í ein- hver svona jákvæð útgjöld einhvers staðar.“ Halldór bendir þó á þann vanda að svona verkefni krefjist þess að farmi sé ekið austur til þeirra auk þess sem þau krefjist þess að fangelsið hafi gott geymslupláss. Halldór segir okkur einnig frá vef- síðu sem er í vinnslu; sölusíðu fyrir ýmsan varning sem unninn er í fangelsunum. Halldór hefur miklar væntingar til síðunnar og bendir á að ný verkefni gætu beinlínis orðið til í kringum síðuna. „Við fengjum kannski fanga til okkar sem er lag- hentur og með einhverja góða hug- mynd eins og þennan litla bíl til dæmis og svo færi bara að rigna inn fyrirspurnum um þennan bíl og þá værum við komin með litla leikfanga- verslun,“ segir Halldór um bíl sem starfsmaður á trésmíðaverkstæðinu sýnir okkur. Bíllinn var hannaður af nema við Listaháskóla Íslands. Meðal þess sem fangarnir fram- leiða eru garðbekkir sem hafa rok- selst hingað og þangað til vegasjoppa og annarra fyrirtækja og stofnana. Halldór segir vefsíðuna sem er í vinnslu algert lykilatriði í þessu og virðist spenntur að taka hana í gagn- ið. „Hún getur auðvitað líka skapað sjálfstæða vinnu fyrir fanga til dæmis við að útbúa sendingar, pakka inn og þess háttar tengd störf.“ Halldór segir undirbúning vefverslunar fanga langt kominn. „Vefsíðan er í vinnslu og við erum að leysa tæknileg atriði eins og reikningakerfi og slíkt. Þannig að hún er bara á þröskuldinum.“ Önnur framleiðsluvara á Litla- Hrauni eru jólaskilti sem sveitarfélög í nágrenni fangelsisins hafa keypt. „Svo hafa einhverjir einstaklingar líka séð þetta og rakið sig með það hingað og komið og keypt nokkra kalla,“ segir Halldór. Halldór segir að greiðslur fyrir verkefni, sem utanaðkom- andi aðilar kaupa, fari í þóknanir f a n g a n n a og annan kostnað af atvinnustarf- seminni; tæki, verkfæri efnis- kostnað og þess háttar. Svipaða sögu er að segja um bónstöðina á Litla-Hrauni. Viðskiptavinir bónstöðvarinnar eru helst fólk úr nágrenninu; ekki síst eldri borgarar af Suðurlandinu og margir þeirra fastakúnnar. Það eru ekki ný sannindi að bestu betrunarmöguleikar fanga eru í gegnum nám og starf. Það er því til mikils að vinna að vel sé búið að allri starfsemi í kringum nám og starf í fangelsum. Meðal þess sem skiptir mestu máli er fjöldi og samsetning starfsfólks fangelsa. Fangelsismálastofnun auglýsir eftir fjölbreyttri vinnu á Hólmsheiði. Konur og karlar vinna saman við ýmis pökkunarverkefni á Hólmsheiði. Samstarfið er yfirleitt farsælt segja verðirnir. Á Litla-Hrauni eru margir litlir vinnustaðir sem allir krefjast viðveru fangavarðar og verkstjórnar. „Því erfiðari sem fangahópurinn er hvað samsetningu varðar og þar sem menn hafa litla reynslu af vinnu eða litla starfsgetu þeim mun færri vinnu- hópa er hægt að hafa,“ segir Halldór. „Ef við miðum við þá sem eiga gott með að vinna og geta unnið nokkuð sjálfstætt þá erum við með mannskap í það en um leið og við ætlum að fara að sinna þessu eitthvað meira verður það strax erfiðara.“ Halldór dreymir um að geta hagað atvinnustarfseminni eins og á vernduðum vinnu- stað. „Okkar draum- ur hefur verið að hafa til dæmis iðjuþjálfa með o k ku r o g líta á þetta meira eins og verndaða vinnustaði .“ Aðspurður segir Halldór stofnunina reglulega herja eftir fjölgun stöðugilda, en þá þurfi líka að velja hvaða bardaga eigi að taka. „Við vorum nú alsæl með það á sínum tíma að ná fleiri stöðugildum meðferðarfulltrúa. En við getum endalaust bætt við okkur og fjölgað fólki í verkstjórn, meðferðarstarfi og svo framvegis. Halldór bendir á að fangelsiskerfið sé engan veginn samanburðarhæft við Norðurlöndin í þessum efnum. „Við erum bara hálfdrættingur á við fangelsiskerfin á Norðurlönd- unum sem eru sum hver með allt að heilt stöðugildi á hvert fangapláss. Ef við tökum íslenska fangelsiskerfið þá erum við að tala um svona 50 prósent eða í kringum hálft stöðugildi á hvern fanga. Starfsmenn hinna ýmsu vinnu- staða eru að tínast inn í mat þegar við kveðjum Litla-Hraun undir hádegi. Þegar við komum á Hólmsheiði er vinna í fullum gangi í vinnusalnum. Ólíkt vinnustöðum Litla-Hrauns, þar sem einungis karlar afplána, sitja konur og karlar saman hér við pökk- un á kærleiksspjöldum; verkefni frá Kirkjuhúsinu. Fangahópurinn á Hólmsheiði er að mörgu leyti mjög ólíkur hópnum á Litla-Hrauni. Í fangelsinu er sérstök kvennaálma og konurnar eru í raun- inni einu fangarnir á Hólmsheiði sem eru í langtímavist. Aðrir fangar eru þar til skemmri tíma enda fangelsið hugsað sem móttökufangelsi. Betr- unarstarf á Hólmsheiði er því hugsað með öðrum hætti en í öðrum fang- elsum landsins. „Við erum ekki með nein verkstæði hér eins og á Litla- Hrauni. Við erum bara með þennan vinnusal þar sem er hægt að vinna það sem við köllum smáverkefni eða samsetningarverkefni,“ segir Guð- mundur Gíslason, forstöðumaður á Hólmsheiði. „Við erum til dæmis með smáverk- efni frá Kirkjuhúsinu og svo pökkum við tímaritinu Glamour. Það er fast verkefni. Og það er stórt upplag sem kemur á vörubrettum með sendi- ferðabíl og tekur smá tíma.“ Guð- mundur segir alla, bæði fanga og starfsmenn, vera ánægða með öll þau verkefni sem fangelsið hafi fengið. „Þessi verkefni sem við höfum fengið hafa öll tekist mjög vel.“ Atvinnuþátttakan á Hólmsheiði er svipuð og á Litla-Hrauni, í kringum 70 prósent. Aðspurður bendir Guðmundur á að margir séu í mjög slæmu ástandi þegar þeir koma á Hólmsheiði, sem er fyrsti viðkomustaður flestra sem koma til afplánunar. „Hér er náttúru- lega töluvert hátt hlutfall af föngum sem eru nýkomnir inn og hafa verið í vondum málum og jafnvel mikilli neyslu. Þeir þurfa bara að byrja á að koma hausnum á sér í lag,“ segir Guð- mundur. Vel virðist fara á með starfsmönn- um í vinnusalnum á Hólmsheiði en um það bil sem ljósmyndari og blaðamaður Fréttablaðsins hugsa sér til hreyfings, stendur einn fanganna upp frá vinnunni og kveður félagana; segist hafa lokið afplánun. Samfangar kveðja með virktum. „Sjáumst síðar.“ Frá Afstöðu Afstaða, félag fanga fagnar því að Fangelsismálastofnun auglýsi eftir atvinnutækifærum fyrir fanga. „Það er ekkert eins niður- drepandi fyrir fanga og að hafa ekkert við að vera. Öflugasta betrunarstarfið felst í námi og starfi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. „Við í Afstöðu höfum margoft bent á að það þurfi sérstakan starfsmann hjá Fangelsismála- stofnun í þennan málaflokk. Einhvern sem er bara í því að finna atvinnutækifæri, námskeið og aðra eflandi starfsemi inni í fangelsin,“ segir Guðmundur og bendir einnig á að efla megi hvers kyns samstarf um þessi mál. Ekki aðeins við Afstöðu heldur einnig við atvinnulífið og samtök þess. Jólaskiltin sem framleidd eru á Litla-Hrauni. 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -3 A 7 C 1 E 7 0 -3 9 4 0 1 E 7 0 -3 8 0 4 1 E 7 0 -3 6 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.