Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2017, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 09.12.2017, Qupperneq 32
Við mælum okkur mót á kaffihúsi, Sigurlaug Lövdahl og sonur hennar, Arnar Pét-ursson gítarleikari í Mammút, Þórlaug Sveinsdóttir og hennar sonur, Jökull Júlíusson söngvari og gítarleikari í Kaleo, og ég. Það má kallast krafta- verk að ná þessum mæðginum saman því sakir vinsælda hljóm- sveita strákanna eru þeir á stöð- ugum tónleikaferðum um veröldina og tylla sjaldan niður tám samtímis á landinu. Arnar var að ljúka löngum túr með Mammút um Ameríku og Evrópu. Jökull er í smástoppi heima eftir að hafa komið fram með Kaleo í Moskvu og St. Pétursborg og endar fjögurra mánaða túr í Grikklandi 16. desember. „Þetta er rosalegt úthald,“ segir Sigurlaug en bendir á að báðir verði heima um jólin. „Já, ég var með hugmyndir um að fjölskyldan héldi bara jólin einhvers staðar í útlöndum. Nei, takk. Jökull tók það ekki í mál. Allt á að vera eins og venjulega, jólamúsíkin, steikin, laufabrauðið. Hefðirnar virðast dýr- mætari en flest annað,“ segir Þórlaug hlæjandi. Sigurlaug kannast vel við það. „Á jólunum höfum við spilað sömu diskana alveg frá því Arnar var lítill, það er miðaldajólamúsík og ekta barokk og þetta verður hann að hlusta á á hverjum einustu jólum.“ Það eru einmitt svona sögur úr bakgrunni strákanna sem ég er að sækjast eftir. Mæðurnar eru báðar söngfuglar í kór en taka ekkert sér- staklega undir þá fullyrðingu mína að strákarnir hljóti að hafa fengið tónlistarhæfileika með móðurmjólk- inni. „Eða úr umhverfinu,“ segir Sigurlaug. „Þeim jarðvegi sem orðið hefur til fyrir þessa kynslóð í tón- listinni. Þar á ég við Músíktilraunir, Samfés, Airwaves, að ógleymdum tónlistarskólunum. Þetta hefur allt ratað í sama pottinn, gerjast þar og upp spretta þessar flottu hljóm- sveitir sem eru að gera það gott.“ Þórlaug tekur undir það. „Til dæmis í Mosó, heimasveit strákanna í Kaleo, höfðu þeir frítt aðgengi að æfingahúsnæði í mörg ár í skúr á skólalóðinni. Voru með lykil og gátu geymt hljóðfærin sín þar. Síðan tóku foreldrar Davíðs trommara við að hýsa þá í bílskúrnum í tvö ár. Það var ómetanlegt.“ „Þessi skilningur er svo mikil- vægur,“ segir Sigurlaug. „Krakkarnir í Mammút fengu einmitt að æfa í bíl- skúrnum hjá Andra trommara. Það er svo margt sem stuðlar að tónlistar- uppeldinu hjá þessari kynslóð.“ Þær geta þess að báðir eigi ungu menn- irnir músíkalska feður, faðir Arnars er  Pétur Jónasson og Jökuls Júlíus Hjörleifsson. Hlustuðu mikið á músík Fyrsta minning Arnars tengd tónlist er einmitt um pabba hans að spila á gítar. „Pabbi er klassískur gítarleikari og æfði sig mikið heima. Ég man líka eftir tónlistarmyndbandi sem var oft spilað á RÚV snemma á 10. áratugn- um. Í því var lítill strákur sem söng held ég á grænlensku og dansaði og svo voru alls konar litir úti um allt. Ég var alveg óður í þetta lag og þetta var mikið rætt á leikskólanum. Síðan hef ég leitað að þessu lagi en ekki tekist að finna það. Ef einhver veit hvað þetta er má sá hinn sami senda mér skilaboð á Facebook.“ „Jökull var músíkalskur frá fæð- ingu og drakk allt í sig, bæði lög og texta,“ rifjar Þórlaug upp. „Sem krakki spilaði hann kasettur eins og Barnabros, Tunglið, tunglið taktu mig, Olgu Guðrúnu og fleira íslenskt efni. Pabbi hans spilar líka á gítar og þeir syngja mikið saman. Stína Maja, sem er með okkur í Söngfjelaginu, passaði Jökul í fyrsta skipti sem ég fór af landi brott eftir að hann fædd- ist, þegar hann var 18 mánaða. Það var píanó heima hjá henni og hún sagði: „Ég þurfti ekkert að hafa fyrir honum, setti hann bara við píanóið.“ Svo fluttum við á Höfn þegar hann var sex ára og það tekur fimm, sex tíma að keyra á milli Reykjavíkur og Hafnar. Ég keypti lítið hljómborð með heyrnartólum og ég vissi ekki af drengnum. Hann sat bara aftur í með hljómborðið, algerlega í eigin heimi.“ Jökull minnist leikhús- og bíóferða að sjá Dýrin í Hálsaskógi og Lion King sem hann kveðst hafa eignast síðar á VHS. „Myndin og tón- listin hafði mikil áhrif á mig á þeim tíma og svo átti mamma geisladisk- inn sem var oft spilaður í bílnum.“ Arnar segir sitt fyrsta uppáhalds- lag hafa verið Bamboleo með Gipsy Kings. „Pabbi átti það á kasettu sem var alltaf í bílnum og ég bað hann að spila það aftur og aftur þegar við vorum á rúntinum. Það er ennþá eitt af mínum uppáhaldslögum.“ En hvaða tónlist muna þeir eftir að mæður þeirra hafi hlustað á þegar þeir voru litlir? „Mamma hlustaði á fjölbreytta tónlist, bæði íslenska og erlenda,“ svarar Jökull. „Ég kunni að meta nánast allt sem hún hlustaði á nema kannski fusion-djass.“ Arnar á svipaðar minningar. Efst í hans huga af lista móður hans eru KK, Bubbi, U2, R.E.M. og svo seinna það sem stundum er kallað heims- tónlist eins og Buena Vista Social Club og Cecaria Evora. „Ég man eftir að hafa ekki skilið erlendu textana og oft búið til mína eigin út frá því hvernig orðin hljómuðu. Lagið „Sangue de Beirona“ með Cecaria Evora varð til dæmis að „Í sandi með Óla“!“ Jökull kveðst ekki hafa átt eitthvert eitt goð í tónlistinni þegar hann var yngri. „Ég hef alltaf verið alæta á tón- list og var duglegur að hlusta á bara sem mest og flest,“ segir hann. Arnar byrjaði snemma að hlusta á Bítlana, að eigin sögn. „Ég ákvað strax að Paul McCartney væri minn maður. Það var samt aðallega af því að allir aðrir héldu mest upp á John Lennon og ég vildi vera öðruvísi. Næst á eftir því datt ég í rappið og þá tóku Tupac og Puff Daddy við. Enn síðar varð ég forfallinn Nirvana- aðdáandi og fannst Kurt Cobain flottasti gaur sem uppi hafði verið.“ Fóru sínar eigin leiðir Eitt af því sem fram kemur í þessu spjalli er að Arnar er menntaður húsgagnasmiður og nemandi í heim- speki. En hvernig var tónlistar námi háttað hjá þessum herramönnum? „Ég var mjög ungur í kór á leikskól- anum á Reykjalundi og svo byrjaði ég í klassísku námi á píanó um átta, níu ára aldur. Það þróaðist síðan hratt yfir í að spila eftir eyranu og semja Fíla tónlistarsmekk mæðranna Þær Sigurlaug Lövdahl, skrifstofustjóri í HÍ, og Þórlaug Sveinsdóttir sjúkraþjálfari eiga það sameiginlegt að syngja báðar í hinum magnaða kór Söngfjelaginu og vera mæður tónlistarsnillinga sem með sínum sveitum vekja athygli víða um heim. Þeir eru Arnar Pétursson, gítarleikari í Mammút, og Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Sigurlaug, Arnar, Jökull og Þórlaug. Þó að strákarnir séu á þéttum tónleikaferðum ætla báðir að vera heima um jólin. „Hefðirnar virðast dýrmætari en flest annað,“ segir Þórlaug. FréttAblAðið/Ernir Ég man líka eftir tón- listarmyndbandi sem var oft spilað á rúv snemma á 10. ára- tugnum. í því var lítill strákur sem söng held Ég á grænlensku og dansaði og svo voru alls konar litir út um allt. Ég var alveg óður í þetta lag. Arnar ↣ 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -2 6 B C 1 E 7 0 -2 5 8 0 1 E 7 0 -2 4 4 4 1 E 7 0 -2 3 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.